Morgunblaðið - 29.05.1963, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.05.1963, Blaðsíða 9
MiðvikudaiíiiT 29. maí 1963 MORCVTSBL 4 ÐIÐ 9 ÓLAFUR BJÖRNSSON, PRÖFESSOR: ER ENDURREISN HAFTAKERFISINSIEID Tll ÞESS AD AUKA HAGVÖXTINN? S.L. LAUGARDAG birtist í Tímanum forsíðugrein undir stórri fyrirsögn, þar sem því var haldið fram — sem raunar er ekkert nýtt sjónarmið í því blaði — að sá hagvöxtur, eða aukn- ing þjóðartekna, sem ráð er fyr- ir gert í framkvæmdaáætlun rík- isstjómarinnar, rúm 4% á ári, sé óeðlilega lítill. Nauðsyn beri því til þess að skapa skilyrði fyrir meiri hagvexti en þar sé gert ráð fyrir, en leiðin til þess er að áliti blaðsins sú, að efla Framsóknarflokkinn svo við kosningar þær, er nú fara í hönd, að hann verði þess um- kominn að knýja það fram, að harfið verði frá jafnvægis- stefnu þeirri í efnahagsmálum, er núverandi stjórnarflokkar hafa fylgt og horfið að nýju til „framfarastefnu" þeirrar, er Tíminn nefnir svo, sem rekin var á valdatímabili vinstri stjórn- arinnar. Hver er meginbreytingin, sem orðiff hefir, síffan viffreisnin hófst? Þó að viðreisnin hafi vissu- lega haft sín áhrif á alla þa^tti þjóðarbúskaparins, þá er að mínu áliti mesta breytingin, sem orðið hefir, ef borið er saman það ástand sem var á valdatíma vinstri stjórnarinnar og raunar fram á árið 1960 og það ástand er nú ríkir, fólgin í afnámi hinna mörgu hafta og úthlutunar- nefnda, sem hér störfuðu og settu svip sinn á allt viðskipta- líf þar til viðreisnarráðstafan- irnar gerðu nefndir þessar ó- þarfar. Fram til þess tima mátti enginn kaupa gjaldeyri né flytja inn vöru, nema fá til þess leyfi innflutnings- og gjaldeyris- nefndar enginn fara til útlanda nema með leyfi sömu nefndar, enginn kaupa bíl nema með leyfi bílaúthlutunarnefnda, sem voru starfandi fleiri en ein fyr- ir mismunandi tegundir bíla, enginn ráðast í framkvæmdir, sem fóru fram úr ákveðnu marki tilkostnaðar nema fá fjárfest- ingárleyfi, og eru hér engan veginn taldar allar þær fjöl- mörgu úthlutunarnefndir, sem starfandi voru. Tíminn hefur að vísu verið dálítið feiminn við það að segja það beint við allá þá mörgu, sem viðskipti þurfa að eiga við hinar margvislegu úthlutunar- nefndir, en í þeim hópi er svo að segja hver þjóðfélagsborgari, að hvert atkvæði, sem falli á lista Framsóknar eða kommún- ista sé atkvæði með því, að fólk- ið þurfi að fara að híma að nýju í ranghölunum á Skóla- vörðustíg 3, til að ná tali af ein- hverjum hinna voldugu herra í úthlutunarnefndunum. En í sama blaði og fyrrnefnd grein birtist, er þó ekki lengur dregin nein fjöður yfir það, að óhjá- kvæmilegt sé að áliti blaðsins að endurreisa úthlutunarnefnd- irnar, því skömmtun sú, sem þær framkvæmdi sé alltaf rétt- látari en sú „skömmtun fátækt- arinnar", ein ög það er orðað, sem innleidd hafi verið með við- reisnarráðstöfunum. Allir þeir mörgu, sem með hönd um hafa einhvers konar atvinnu rekstur, hinir rúmlega 20 þús- und bílaeigendur, sem nú eru í landinu, allir þeir, sem öðru hvoru fara til útlanda og ótal margir fleiri, þurfa þá ekki leng- ur vitnanna við um það, hvað þeir eiga í vændum ef Framsókn fær „stöðvunarvald" það, sem hún biður nú kjósendur um að veita sér. Þaff er alltaf fátæktin, sem skammtar Það er auðvitað rétt hjá Tím- anum, að skömmtun í víðtæk- ustu merkingu þess orðs, er alltaf óhjákvæmileg í þeim skilningi. að það verður aldrei svo mikið til af gæðum lífsins að allir geti fullnægt öllum sínum ósk- um. Við lifum ekki í neinu Slæp- ingjalandi, þar sem steiktac gæs- ir fljúga mönnum í munn, þeim að fyrirhafnalausu. Einhverjar aðferðir verða því ávallt að hafa til þess að „skammta“ gæð- in. Hitt er í rauninni argasta öf- ugmæli, þegar því er haldið fram bæði í Tímanum og Þjóðviljan- um, að sú stefna, sem viðreisn- arstjórnin hefir fylgt í þessum efnum og fólgin er í því að koma á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á sem flestum svið- um, þýði það, að fátæktin sé látin skammta, en ef höftin og hin pólit.íska úthlutun sé tekin upp að nýju, þá sé fátæktinni í rauninni þar með útrýmt, en eitthvað allt annað látið „skammta**. Þó að úthlutunarnefndunum megi vissulega margt til foráttu finna, þá var það ekki illmennska þeirra, sem í nefndunum sátu, sem olli því, að mönnum var synj að um innflutningsleyfi og önnur leyfi heldur gjaldeyrisskorturinn. Eins og ávallt var það skortur- inn, eða fátæktin, sem eru tvö nöfn á því sama, sem „skammt- aði“. Munurinn er hins vegar fólginn í því, ef við tökum bíl- kaupin sem dæmi, að sé jafn- vægi á gjaldeyrismarkaðinum, getur hver sem hefir getu og vilja til þess að greiða það verð, sem bíllinn kostar, snúið sér beint til bílasala og fengið bíl- inn, en sé haftafyrirkomulag, þá verða menn auk þéss að greiða bílverðið, að fullnægja stjórn- málalegum og öðrum skilyrðum, sem hinar stjórnskipuðu bílaút- hlutunarnefndir setja. Sá sem ekki fullnægði þeim skilyrðum gat aldrei eignazt bíl, hve miklu sem hann hefði viljað fórna fyr- ir það, en á hinn bóginn mun það mörgum í fersku minni, hvern hagnað pólitískir gæðing- ar úr ýmsum flokkum höfðu af bilabraskí á haftaárunum. Skal sú saga ekki rakin hér nánar, enda óþarft. En það er meira en firra, að með höftunum sé fátæktinni og v skömmtun hennar útrýmt. Það er eins og sagt er hér að ofan bein öfugmæli. Því fer nefni- lega svo fjarri, að höftip séu tæki til þess að örfa hagvöxt og bætal ífskjörin, að þau hljóta einmitt að lama hagvöxt og fram- farir og auka þannig fátækt og skort. Skulu hér á eftir leidd nokkur rök að þeirri staðhæf- ingu. Höftin leiffa til sóunar vinnuafls Sú „skömmtun", sem fram- kvæmd er með haftafyrirkomu- laginu, hlýtur að verða þjóð- félaginu miklu dýrari en sú „skömmtun", serri framkvæmd er með jafnvægi framboðs og eftirspurnar á markaðinum. Þetta leiðir í fyrsta lagi af því, að mikið vinnuafl, sem betur mætti nýta annars staðar hlýt- ur að verða bundið við fram- kvæmd haftanna. Þá þekkja fyrirtæki og einstaklingar hér á landi vel af eigin raun þá miklu tímasóun og fyrirhöfn, sem það krefur, að útfylla nauðsynlegar skýrslur til úthlutunarnefndanna bíða eftir viðtölum við nefndar- menn, sækja eyðublöð undir leyfisumsóknir og sjálf leyfin, séu þau veitt, o.s.frv. Það er einmitt vegna skilnings á þessu atriði, sem þróunin hefir undan- farið gengið í þá átt jafnvel í löndunum austan járntjalds, að farin hefir verið í vaxandi mæli í þeim löndum sú leið, sem Tíminn og Þjóðviljinn kalla að láta „fátæktina skammta", þ.e. að aflétta skömmtun og beinum höftum en koma á jafnvægi milli vöruframboðs og eftirspurnar á markaðinum. Kommúnistunum, sem ríkjum ráða þar eystra er það ljóst, að vinnuaflið gerir meira gagn í verksmiðjunum en á úthlutunar- og skömmtunar- skrifstofunum, þótt skoðanabræð ur þeirra hér á íslandi fylgi í þesum efnum sem fleirum eftir sem áður hinni gömlu „línu“ Stalínstímabilsins. Framkvæmd haftanna leiffir til gjaldeyrissóunar og óhagkvæmr- ar nýtingar framleiffslukrafta Nefndir þær, er framkvæmd haftanna hafa með höndum, eru sem kunnugt er að jafnaði skip- aðar fulltrúum stjórnmálaflokk- anna, þannig að ríkisstjórn sú, er með völdin fer, tryggir sér þar að jafnaði meirihluta. Ein- stakir nefndarmenn líta þá eðli- lega á það sem hlutverk sitt að vinna að því hvor um sig, að sem mest af þeim leyfum, sem út- hlutað er, falli í skaut einstakl- ingum og fyrirtækjum, sem styrkja þeirra flokk. Ríkisstjórn- ir, sem hér hafa setið að völd- um á haftatímabilinu, hafa að vísu ýmsar hverjar haft það á stefnuskrá sinni sinni, að láta þau fyrirtæki sitja fyrir um inn- flutning er ódýrust innkaup gerðu. Slík yfirlýsing hefir hins- vegar aldrei verið og getur aldrei orðið annað en dauður bókstaf- ur, því ekki er hægt að heimta svo alhliða vöru — og verzlun- arþekkingu af þeim, sem sæti eiga í innflutningsnefnd, sem vera þyrfti, ef slíkt stefnuskrár- atriði ætti að framkvæma. í framkvæmd verður úthlutun innflutningsleyfa því ávallt þannig hagað, að Framsóknar- menn, er í nefndunum eiga sæti, beita sér fyrir sem mestum inn- flutningi á vegum SÍS, óháð því hvort um hagstæð innkaup er að ræða eða ekki, kommúnist- ar fyrir sem mestum viðskipt- um við kommúnistaríkin, hvað sem hagsmunum neytendanna líður, og á sama hátt reyna full- trúar annarra flokka að hygla fyrirtækjum og einstaklingum, er styðja þeirra flokk. Allt er þetta mannlegt og eðlilegt í sjálfu sér, en hitt gef- ur auga leið, að af þessu hlýtur og lakari nýtingu gjaldeyrisins en vera myndi, ef hægt er að hafa gjaldeyrisverzlunina frjálsa. Sömu reglum og hér greinir er auðvitað fylgt við aðrar leyfaúthlutanir. Þegar veitt eru t.d. fjárfestingarleyfi eða önnur leyfi til verklegra framkvæmda er að jafnaði ekki að því spurt, hvort um þjóðhagslega nytsamar framkvæmdir sé að ræða, enda er erfitt að finna mælikvarða á slíkt, jafnvel þótt vilji til þess væri fyrir hendi, heldur fer það eftir pólitískum lit umsækjenda og annarri aðstöðu gagnvart nefndinni, hverja afgreiðslu mál hans fá. Afleiðing alls þessa verður fyrst og fremst sú, að haftafyr- irkomulagið leiðir til minni ójóðartekna og lakari afkomu alls almennings, en vera myndi, ef jafnvægi ríkir í efnahagsmál- um. Hverjum er haftafyrirkomulagiff í hag? Niðurstaða þess, sem hér hef- ir verið sagt, getur ekki orðið önnur en sú, að afturhvarf til haftafyrirkomulags þess, sem ríkti á vinstri stjórnarárunum og fram til þess, að áhrifa við- reisnarinnar fór að gæta, myndi óhjákvæmilega draga mjög úr hagvexti og rýra lífskjör þjóð- arinnar. Orðagjálfur eins og það að nefna höftin „framfara- stefnu“ breytir auðvitað engu hér um. Hinu skal ekki neitað, að enda þótt höftin hafi óheppi- leg áhrif á hagvöxtinn, þá geta þau verið hentug tæki til efling- ar ákveðnum sérhagsmunum. Þau veita í fyrsta lagi ýmsum þeirra, sem sæti eiga í úthlutun- arnefndunum tækifæri til að- stöðu og valda, sem þeir marg- ir hverjir myndu ekki öðlast með öðru móti. Þá er það og kunnara en frá þurfi að segja, að þótt innflutnings og' gjald- eyrisnefndina hafi ekki verið þjóðarbúinu nein Búkolla, þá hafa ýmiss fyrirtæki og einstakl- iijgar, sem aðstöðu höfðu hjá nefndunum öðlast margvíslegan hagngfS og notið fríðindi í skjóli haftanna. Sem dæmi um það má nefna bílainnflutninginn og bílaverzlunina á haftaárunum. Ætli það sé líka ekki tillitið til þessara sérhagsmuna og áhugi á eflingu þeirra, sem er hin raunverulega skýring á áhuga Framsóknarmanna og komm- únista fyrir því að endurreisa haftafyrirkomulagið ? Tónlistarfélag Ak- ureyrar er 20 ára AKUREYRI, 26. maí — Tónlist- arfélag Akureyrar er 20 ára um þessar mundir. Það hefur geng- i_zt fyrir minnst 4 tónleiikum á ári og oft fengið hingað heims- fræga listamenn, bæði hljóðfæra leikara og söngvara. Það hefur aukið mjög á fjölbreytni tónlista lífsins í bænum, stuðlað m.a. að stofnun Tónlistarskólans. Það á nú afar vandaðan konsertflygil. Afmælistónleikar félagsins voru haldnir í gær. 'Þar söng Sigurveig Hjaltested, óperusöng kona, fyrir troðfullu húsi og við geysilega hrifningu áheyrenda. Stefán Ág. Kristjánsson hefir verið formaður félagsias frá upp hafi og aðrir í stjórn eru Jóhann Ó. Haraldsson, ritari, og Harald- ' ur Sigurgeirsson, gjaldkeri. — Sv.P. Verðmæti kr. 650,000,00 HAPPDRÆTTÍ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.