Morgunblaðið - 29.05.1963, Page 14

Morgunblaðið - 29.05.1963, Page 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 29. maí 196S ENN var norðaustan krapa- farið og stormur, er við vökn- uðum snemma morguns norður á Kópaskeri. Veðrið hindraði okkur þó ekki í þvi að heim- sækja ungan nýbýling, sem býi skammt fyrir utan kauptúnið. Nýbýii þetta heitir Hjarðarás og bóndinn þar Árni Sigurðsson. Hann er stúdent að menntun og ættaður úr Núpasveit. Núpa- sveit takmarkast af tveimur núpum, Öxarnúpi og Snartar- staðanúpi. tJr landi jarðarinnar Snartarstaða er Kópasker byggt. Auk þess hafa veri-5 byggð tvö nýbýli úr landi jarð- Árni Sigurðsson og fjölskylda hans að Iljarðarási. Byrjaöi með ívær hendur tómar Byggði upp nýbíli án víxillána arinnar, og heita þau Hvoll og Iljarðarás. Við skjótum öxlinni í vindinn og göngum þennan spöl upp að Hjarðarási. Heima við húsið hitt- um við börn og spyrjum, hvar húsbóndann sé að finna. — Pabbi er í fjósinu og mamma líka, segja krakkarnir. Við göngum að fjósdyrum, opnum þær og snörumst inn úr hríðinni inn í hlýjuna. í sama mund og við komum inn stend- ur Ragnheiður Daníelsdóttir hús freyja í Hjarðarási upp frá einni kúnni. Hún hefur verið að Ijúka mjöltum. Árni bóndi kemur með fangið fullt af ilmandi töðu inn- an úr hlöðu og kastar henni í fóðurganginn fyrir kýrnar. Sjald- an hefi ég séð kýr, sem betur hafa verið fóðraðar, hreinrií og snyrtilegri að allri hirðingu. Það var sama, hvar litið var á þessu nýbýli. Allt bar vott um ein- staka hirðusemi og smekkvísi. Fátt er ánægjulegra en að koma í gripahús, þar sem fallega hirt- •ir gripir standa á básum eða raða sér á garðana. Við göng- um gegnum hlöðuna, og þar er mikið og gott hey enn, þótt komið sé fram á vor, og sýni- legt, að Árni fyrnir mikið á þessu vori. Úr hlöðunni göng- um við inn í fjárhúsin, þyí að bæði fjós og fjárhús eru byggð við sömu hlöðu. í nær öllum fjár húsunum eru grindur og kind- urnar því hreinar á lagðinn og þrifalegar útlits. Það er kannski aldrei meiri þörf fyrir grindur í fjárhús en einmitt í vorum eins og þessum, þegar fé verður að standa stöðugt á húsi fram yfir burð. Mér virtist fé Arna þokka- lega vænt, en þó varla í sam- ræmi við þann mikla heyforða, sem hann átti. Það var þó í mikl um bata og auðséð, að því var vel gefið, og það mundi ganga vel fram um þaþ bil, er því yrði hleypt út og sleppt. Ástæðuna fékk ég fljótt að vita. Innistaða þess var nú um miðjan maí ekki lengri en sem svaraði tveim- ur mánuðum, allan veturinn. Hið fyrra sinni var féð á húsi um mánaðartíma í kringum ára- mótin, eða um fengitímann. Þá var því sleppt aftur út í góða tíðarfarið, sem þá var, og ekki tekið á hús fyrr en áhlaupið gerði um páskana. í góðri tið er all góð beit í Snartarstaða- landi, bæði mólendi og ágæt fjörubeit. Þarna var komin skýr- jngin á hinum miklu heybirgð- um Árna bónda. Er ég hafði góða stund horft á Árna gefa fé sínu, séð það raða sér á garðann og byrja að maula í sig ilmandi töðuna, séð, hvernig krakkarnir lærðu til verka og gáfu á einn garðann, héldum við öll saman heim í snoturlega byggt íbúðarhús þeirra hjóna. Meðan við biðum eftir morgunkaffinu fékk ég að vita í stórum dráttum, hvernig nýbýli þetta var tilkomið. Árni Sigurðsson er maður hóg- vær í óllu tali, lætur lítið yfir gerðum sínum, er brosmildur og gamansamur og vill ekkert 'síður sveigja talið að hestum og hestamennsku en því, hvernig hann hefur komið upp myndar- legu búi með öllum byggingum, þótt byrjað hafi verið með tvær hendur tómar. — Já, ég byrjaði fyrir réttum 10 árum á að koma þesgu ný- býli upp. Ég átti þá ekkert og fyrsti gripurinn, sem ég keypti, var hestur, og ég keypti hann mest vegna þess að hann var talinn fárra meðfæri. Átti ég varla fyrir kaupverði hans, þeg- ar ég fékk hann. Hestur þessi varð síðan þokkalegur gæðing- ur. Fyrsta veturinn, sem ég bjó hérna, kenndi ég, því að búið var þá lítið sem ekkert, og nú síð- ustu tvö árin, eftir að nýbýlið er komið, hef ég getað tekið að mér að annast skólastjórn barna- skólans hér á Kópaskeri. — Þar sem þú áttir ekkert til að byrja með, þurftir þú þá ekki á miklum lántökum og halda við að koma búi þínu upp? — Ég fékk hin venjulegu lán til nýbýla, en ég þurfti aldrei að taka víxil fyrr en í fyrra, að ég keypti mér nýja dráttarvél. Fyrri dráttarvélin, sem ég eign- aðist, reyndist hinn megnasti gallagripur og var *aunar aldrei nothæf. — Og hvernig gaztu komist yfir allaivbyggingarkostnað með þeim myndarlegu húsum, sem þú hefur reist? — Aðkeypt vinna við bygg- ingarnar var sáralítil sem eng- in. Ég naut hjálpar bróður míns, sem er góður smiður, við ýmislegt í sambandi við b.vgg- ingarnar, og svo smíðaði ég mik- ið af því, sem hér er að sjá, sjálf ur, t.d. glugga, hurðir og svo það, sem þú sérð hér í stofunni,' skrifborð, skáp og borð, segir Arni og hlær við. Ég horíi furðu lostinn á þessi smekklegu húsgögn og hinn myndarlega frágang sem á öllu er þarna og undrast að maður, sem ólærður er í smíðaiðn, skuli hafa getað gengið svo frá þessu. — Ég naut mikillar og góðrar fyrirgreiðslu trésmiðjunnar hér á Kópaskeri. Þar fékk ég að dunda mér við ýmsa þá smíði er mér var þörf á, bætir Árni við. I Þarna sé ég fyrir mér ein- Árni gefur fénu. stakt dæmi, þar sem saman kem» ur óbilandi trú á verkefni það, sem leysa skal, góð menntun og pryðileg lagni til allra verka. ivieð allt þetta veganesi er hægt að reisa nýbýli, þótt ekki sé not- ið annarrar fyrirgreiðslu en þeirr eða fjárstyrki. — Og nú eruð þið hjónin kom- in yfir örðugasta hjallann, Arni? — Já, það má segja það. Við höfum komið upp sæmilegu búi. Við höfum nú 200 fjár, 5 kýr og hross. Ég er eini bóndinn hér í nágrenni Kópaskers, sem sel frá mér mjólk. Alls eru nú um 90 íbúar á Kópaskeri en margar fjölskyldur eiga hver sína kú. — Hvað vildir þú að lokum, Árni, segja um landbúnaðinn al- mennt í dag? •— Mér finnst það einna verst, að menn skortir trú á lándbún* aðinn. Allt er nú mælt í krón- um og klukkustundum, en hvort tveggja verður lítils virði, ef ekki stendur á bak við trú á það málefni, sem unnið er fyrir. — Finnst þér líklegt, Árni, eða heppilegt til að auka trú ungs fólks á landbúnaði að úthúða þessari atvinnugrein og óskap- ast yfir hve voðaleg staða þeirra manna er, sem hana stunda í dag, eins og sumir stjórnmála- menn okkar gera nú hvað rögg- samlegast? — Nei, ég geri ekki ráð fyrir, að það sé til bóta. — Ætlunin er ekki að fara ræða stjórnmál eða þá stjórn- málabaráttu, er nú stendur yfir, Hins vil ég aðeins geta við þig, að nú er mikið talað um vinnu- þrælkun. Ég vildi mega spyrja þig hvort þér hefði þau ár, sem þú varst að koma upp þessu ný- býli, nægt 8 stunda vinnudag- ur og þú getað reiknað þér fullt tímakaup. — Nei, það er víst óhætt að segja að 8 stunda vinnudagur hefur ekki nægt. Um kaupið verður minna sagt. Með stofn- un nýbýlis er verið að stofna verðmæti og þetta verðmæti hef- ur verið kaupið mitt. — Og afraksturinn af búinu? —. Brúttótekjur af búi þessu eru nokkuð miklar og ef allt er reiknað, matvæli, kjöt og mjólk og annað sem búið leggur heim- ilinu til, ef þetta allt væri reikn- að á smásöluverði, eins og það er selt í kaupstöðum, ja, þá er óhætt að segja að búið gefur af sér góðar brúttótekjur. Nettó- tekjurnar, fara svo eftir hygg- indum bóndans við búrekstur- inn, hagkvæmni allri og fyrir- komulagi. Tíminn líður og þótt enn sé hríðarhraglandi úti, getum við ekki dvalizt lengur á þessum stað. Það hefur verið ánægju- legt að - hitta þennan greinda og prúða bónda, sem sýnilega hefur óbilandi trú á íslenzkum landbúnaði og hefur reist sér myndarlegt býli á norðaustur- hjara þessa lands. Þótt þar vori síðast á landinu og vetur setjist fyrst að, lætur hann sér hvergi bregða. Það væri óskandi að ís- lenzkar sveitir ættu fleiri syni og dætur sem þessi myndarlegu hjón. — vig. 2 Taunus, 2 Volkswagen og Austin Gipsy HAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.