Morgunblaðið - 06.06.1963, Side 14

Morgunblaðið - 06.06.1963, Side 14
14 MORCUIVBLAÐIÐ Fimmtudagur 6. júní 1963 Ærnar hans eru verðlaunagripir og furutrén uppspretta nýrra skóga á íslandi livöEdstund h|á Þormar sfeðgun í Geitagerði í Fljót sdal T>að er kvöldfagnaður við Lag- arfljót þegar við rennum í hlað- ið á hinu gamla og þjóðfræga höf uðbóli Geitagerði. Þar situr nú ungur bóndi Guttorm'Ur Þormar sem margir landsmenn munu kannast við fyrir fjölda íþrótta- fregna. Einhver skaut því að þeg- ar við komum þangað að það væri handhægt fyrir sauðfjár- bónda að vera gJður iþróttamáð- ur. Það gæti komið s'r þeg- ar snúizt er við lambféð 'in. Það fyrsta sem blasir vio j, ar komið er heim að Geitageröi, er stórglæsilegur garður, þar sem arlegum trjáreit sem hann á nokkru fyrir utan bæinn. Árið 1954 Var bygð heimilis- rafstöð í Geitaerði. Hún framleið ir 9 kwst af rafmagni sem notað er til ljósa, eldunar og að lang- mestu leyti til hitunar. Tvisvar sinnum hefur stöðin stöðvast frá því hún var byggð, en það hefur stafað af vatnsskorti. í síðara skiptið sl. vetur, en þá gat hún ekki snúizt í samfleytt 'jár vikur. — Við vitum lítið af myrkri og kulda skammdegisins eftir að Nýju fjárhúsin í Geitagerði. bæði er faileg bló'marækt oig ein hver stærstu og myndaregleg- ustu tré landsins. í garði þessum er t.d. blágrenitré sem gróður- sett var þar 1915. Alls munu þá hafa komið 6 tré af þeirri tegund frá Danmörku. 5 þeirra voru gróðursett í Hallormsstaðarskógi, rétt hinum megin við Lagarfljót- ið, en eitt í Geitagerðisgarði. Það tré er þriðja hæsta tréð af þess um sex. Við hlið þess stendur ann að grenitré álíka stórt en það er fjallahlynur, komið frá vestur- strönd Bandaríkjanna og mun vera hæstur sinar tegundar hér á landi. Nokkru utar í garðinum eru svo furur sem nú í nokkur ár hafa gefið af sér fullþroskuð fræ sem Guttormur hefur safnað og afhent skógrækt ríkisins sem nú hefur alið upp af fræjum þessum mikinn fjölda plantna, Guttormur hefur síðan fengið Sja og 4ra ára plöntur út af fræjum þessum hjá skógræktinni aftur og gróðursett þau í mynd- i an hef ég séð fríðara fé eða jafn fallegra yfirleitt. Hrútarnir hans Guttorms í Geitagerði eru hreinasta metfé og margar ærn- ar hans eru verðlaunagripir. —Hverja telur þú fóðurþörfina hjá þér Guttormur? — Eg tel að þurfi að gefa svona um 140 kg á kind af töðu e:-. ég hef ekki gefið mikinn fóð- urbæti fyrr en undir vorið. —Þú hefur ekki grindur í þess um nýju fjárhúsum þínum? — Nei, en ætlunin er að setja grindur í hluta af þeim. Eg tel hins vegar litla þörf fyrir grind ur því ég hleypi fénu daglega út þegar þess er nokkur kostur vegna veðurs. Þetta gerir það að verkum að það er alla jafna þurrt undir fénu. Við staðreyndum að þetta var rétt og satt hjá Guttormi með því að koma í f járhús hans. Hann hefur þurft að láta allar ær bera inni í vor, en sauðburður er nú langt kominn í Geitagerði. Síðan hefur hann getað sleppt ánum með lömbunum út viku gömlum eða tæplega það. Það fór ekki milli mála að það var mikil sæld í fénu hans Guttormjs. Við gripum niður i hrygginn á nokkrum ám og það var ekki nokkur leið að finna fyrir hon- um á mörgum þeirra. Það leyndi sér ekki sældin og einmuna góð fóðrun á þessu fé. Yfir kvöldkaffinu inni í stofu í Geitagerði sýnir Vigfús G. Þormar, faðir Guttorms, ýmsa fornlega og skemtilega muni. Vigfús er maður fróður og skemmtilegur og hefur glögt auga fyrir öllu sem telst menning ararfur okkar. Einn grip sýndi hann okkur sem glöggt sýnir löng við fengum þessa vatnsaflsstöð, segir Guttormur. Sl. ár byggði Guttormur ný fjárhús og hlöðu og rúma húsin 300 fjár. Hann hefur nú tæplega 200 ær á fóðrum. Við komum í fjárhúsin og skoðum féð. Sjald- Hin silfurslegna fundargerðabók Héraðs, gjöf Vjgfúsar Þormar. Búnaðarsambands Vestur- un hans til að viðhalda glæsibrag ina gamalla menningarerfða , en ‘ þetta var fundargerðarbó-k Rækt unarsambands Vestur-Héraðs. Bók þessa gaf Vigfús ræktunar- sambandinu á 10 ára afmæli þess. Hafa nú verið færðar inn í bók- Við Geitagerðisbæinn stendur glæsilegur trégarðuri Ljósm. vig. fundargerðir samband='.is frá byrjun. Bókin er fagurlega silfurslegin og mun að líkindum einhver sú glæsilegasta sem nokkurt ræktunarsamfoand þessa lands á. Hún minnir á silfur- slegnar guðsorðabækur, og þótt ekki muni hún gayma postulleg- ar hugleiðingar, þá mun hún, er tímar líða, verða ein af postillum íslenzkra bænda. Þótt allar stundir sólarhrings ins séu jafn verðmætar og jafn annasamar hjá sauðfjárbóndan- um á miðjum sauðburði tefjum við ekki lengur fyrir fólkinu í Geitagerði en kveðjum og þökk- um fyrir ánægjylega kvöldstund og höldum niður með Lagar- fljóti á meðan kvöldsólin slær bjarma á snæviþakin fjöllin austan Héraðs í norðri. — Vig. Guttormur Þormar bóndi í Geitagerði við fururnar sem árlega bera þroskuð fræ. Hátíðahöld í Ólafs- firði í 18 stiga hita Ólafsfirði, 4. júní. — Hátíða- höld sjómannadagsins í Ólafs- firði hófust með því að gengið var í skrúðgöngu til kirkju, og þar hlýtt á messu. Flutti sóknar- presturinn, sr. Kristján Búason, predikun. Síðan var lagður blóm sveigur frá Ólafsfirðingum á minnisvarða drukknaðra sjó- manna. Kl. 13.30 hófst útisam- koma við sundlaugina. Þar flutti ávarp Jakob Ágústsson, form. Slysavarnasveitar karla. Aðal- björn Sigurlaugsson, stýrimaður, hélt ræðu og keppt var í stakka- sundi og björgunarsundi um Al- freðsstöngina og vann hana að þessu sinni Einar Gestsson. Lúðra sveit Ólafsfjarðar undir stjórn Ágústs Sigurlaugssonar, lék milli skemmtiatriða. Þá ávarpaði bæj- arstjóri, Ásgrímur Hartmanns- son, skipshöfnina á mb Ármannl ÓF 38, sem eins og áður hefur verið sagt frá í fréttum, bjarg- aði 4 mönnum af 2 trillum frá Dalvík í óveðrinu, 9. apríl. Af- henti bæjarstjóri Sigurfinni Ól- afssyni og skipshöfn, heiðurs- skjöl og björgunarverðlaun Slysavarnafélags íslands, og skrautritað þakkarávarp frá mönnunum, sem þeir björguðu, en samkomugestir hylltu sjó- mennina. Ýmislegt fleira var á dagskrá á útihátíðinni. Konur úr slysavarnadeild kvenna höfðu kaffisölu í Tjarn- arborg og rennur ágóðinn til sjó- slysasöfnunarinnar. Veður var mjög gott í Ólafs- frði, heiðríkt og logn, og allt að 18 stiga hiti, og var mikið fjöl* menni við hátíðahöld sjómanna- dagisinis. — J-Á,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.