Morgunblaðið - 06.06.1963, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 06.06.1963, Qupperneq 15
f Fimmtudagur 6. júnf 1963 tu O R C II JV B r 4 f> 1 Ð 15 Útboð Tilboð óskast í að byggja fyrsta áfanga heimavistar- húss íþróttakennaraskóla íslands að Laugarvatni. Gera skal kjallara hússins fokheldan. Framkvæmd ir hefjist 1. júlí n.k. og ljúki 24. sept. í haust. Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofunni, Tómasar haga 31, frá og með laugardeginum 9. júní 1963 gegn 500.— kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað 24. júní 1963 kl. 11 f.h. íþróttakennaraskóli íslands. VERZLUNARSTARF Viljum ráða strax vana stúlku til starfa í bókabúð. — Nánari upplýsingar gefur Starfsmannahald SÍS, Sambands- húsinu. STARFSMAN NAHALD Hátíð ■ góðu veðri á Raufarhöfn Blíðskaparveður á Raufarhöfn Raufarhöfn, 4. júní. — Sjó- mannadagurinn var hátíðlegur haldinn í blíðskaparveðri hér. Voru íþróttir um daginn og dans að um kvöldið. Var veður ein- dæma gott, um 20 stiga-hitL Hátiðahöld sjómanna á Skagaströnd Skagaströnd, 4. júní. — Hátíða höld sjómannadagsins á Skaga- strönd fóru fram með svipuðum hætti og undanfarin ár. Sjó- mannamessa var í kirkjunni. Sóknarpresturinn, sr. Pétur Ingj. aldsson, predikaði. Aðalræðuna á útiskemmtun flutti Þorsteinn Matthíasson, skólastjórL Keppt var i hlaupum, t.d. tunnuhlaupi, naglaboðhlaupi og pokahlaupi, og önnuðust það sjó- menn og sjómannskonur. Einnig kepptu í róðri sveitir frá mb. Húna, mb. Helgu Björg, mb. Mána og frá Síldarverksmiðjum ríkisins. Sveit síldarverksmiðj- anna vann, fyrirliði var Karl Berndsen. Einnig kepptu ungl- ingar í róðri og vann sveit Reynis Sigurðssonar. . . í samkomuhúsinu var sýndur sjónleikurinn „Sprek" eftir Loft Guðmundsson, og dansað var fram eftir nóttu. Fegursta veður var hér allan daginn og hiti um 20 stig. —Þ. Þorbjörn Jóhann- esson form. Fél. kjötverzlana AÐALFUNDUR Félags kjötverzl ana í Reykjavík var haldinn í húsi Slysavarnafélags íslands v/Grandagarð, 22. maí s.l. Formaður félagsins, Viggó M. Sigurðsson flutti skýrslu stjórn- arinnar frá liðnu starfsári, og sagði frá kjöri fyrsta heiðursfé- laga félagsins, J. C. Klein, og var hann hylltur með ferföldu húrra- hrópi. í stjórn félagsins voru kosnir: Þorbjörn Jóhannesson, formaður, og meðstjórnendur: Þorvaldur Guðmundsson og J. C. Klein. Fyrir í stjórninni voru: Jón Eyjólfsson og Jónas Gunnarsson. Varamenn voru kjörnir Jón B. Þórðarson og Jóhann Gunnlaugs- son. Fulltrúi í stjórn Kaupmanna- samtaka íslands var endurkjör- inn Þorvaldur Guðmundsson, en varamaður hans, Þorbjörn Jó- hannesson. Þorvaldur Guðmundsson lýsti fyrirhugaðri kjötmiðstöð, sem byggja skal á Kirkjusandi, en þar er um að ræða eitt mesta hagsmunamál kjötkaupmanna í Reykjavík. Slys við Þórscafé UM ÞRJÚLEYTIÐ aðfaranótt þriðjudags varð slys með nokk uð óvenjulegum hætti við sam- komuhúsið Þórscafé. Ung stúlka, drukkin mjög, hafði þvælzt út á götuna, og féll þar niður við hlið bíls, sem ekið var framhjá. Héldu menn í fyrstu að um alvarlegt slys væri að ræða, þar sem stúlk an lá sem dauð væri, en brátt kom á daginn að hún var lítið sem ekkert meidd, og með öllu óvíst að bíllinn hafi svo mikið sem komið við hana. Próf í bifvélavirkjun verður haldið laugardaginn 22. júní n.k. Umsóknir um próftöku ásamt námssamningi, vottorði frá meistara, iðnskólaskírteini og prófgjaldi kr. 600,00, sendist formanni prófnefndar Sigþóri Guðjónssyni c/o Ræsi h.f. fyrir 12. júní n.k. Saumastúlka óskast strax. Fafagerð Ara Brautarholti 4. — Sími 17599. Skrifstofustúlka óskast vélritunar- og enskukunnátta nauðsynleg. Miðstræti 7. — Símar 14637 og 16510. Bifreiðastjórar Bifreiðastjóri, sem hefur meirapróf óskast til að aka stöðvarbíl. Aðeins harðduglegur og heiðarleg- ur maður kemur til greina. Tilboð, sem greini ald- ur og fyrri störf sendist Mbl. fyrir 7. þ.m., merkt: „SamvizkusámuT — 5608“. Breiðfirðingaheimilið Arður af hlutabréfum félagsins fyrir 1962 verður greiddur á skrifstofunni í Beirðfirðingabúð dag- ana 7.—25. þ.m. kl. 1—2 daglega nema laugardaga. Stjórnin. Lögregluþjónsstaða Staða lögregluþjóns, er jafnframt gegni tollvarðar- starfi er laus til umsóknar í Ólafsfirði. Laun sam- kvæmt launalögum. Umsóknir sendist bæjarfógetan- um í Ólafsfirði, sem gefur allar nánari upplýsingar. Bæjarfógetinn í Olafsfirði. Síldarstulkur Nokkrar duglegar síldarstúlkur óskast til Siglu- fjarðar um n.k. mánaðarmót. Nýlegt, gott húsnæði fyrir aðkomustúlkur. Fríar ferðir. Kauptrygging. Ennfremur óskast nokkrir verkamenn. Húsnæði á vinnustað. Nánari uppl. veita Kristinn Halldórsson, sími 5, Siglufirði og Ráðningarstofa Reykjavíkur, sími 18-800. Halldórsstöð Síldarsöltun Siglufirði. I Vestur-þýzkur ! gólfdúkur B þykkt. Vestur-þýzkar gólfflísar 2 tegundir. H. BEMEÐIKT8S0IH H.F.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.