Morgunblaðið - 09.06.1963, Síða 3

Morgunblaðið - 09.06.1963, Síða 3
Sunnuðagur 9. júní 1963 MORCVNBL A Ð 1 Ð 19 Kosningaskrifstofur í Reykjaneskjördæmi KJÓSENDUR D-listans eru vinsamlega beðnir að leita til við- koraandi skrifstofu, varðandi allar UPPLÝSINGAK og AÐSTOÐ. KJÓS, KJALARNES, MOSFELLSSVEIT: Að Markholti 7. Sími 63 um Brúarland. SELTJARNARNES: Skólabraut 17. Símar 20632 og 15783. KÓPAVOGUR: Sjálfstæðishúsið við Borgarholtsbraut. Upplýsingasími 15577. Bílasímar 15242 og 15636. HAFNARFJÖRÐUR: / Sjálfstæðishúsið. Upplýsingasími (kjðrskrá) 50172 Bíla- símar 50228 og 50102. Kosningastjórn 50462. Starfsfólk 50020. GARÐ AHREPPUR: Melás 2. Símar 50091 og 50528. VATNSLEV SUSTRÖND: Klöpp, hjá Pétri Jónssyni. Sími 12 um Voga. GRINDAVlK: Að Hólum. Sími 8165. HAFNIR: Hjá Jens Sæmundssyni, Símstöðinni. GARÐUR: Hjá Birni Finnbogasyni. Sími 7103. SANDGERÐI: Að Lágafelli, Suðurgötu 16. Símar 7408, 7475 og 7498. KEFLAVÍK: Sjálfstæðishúsið. Upplýsingasímar 1048 og 1049. Bílasími 2021. Utankjörstaðaatkv. uppl. 1044. NJARÐVÍK: Sími 1210. Verjið tímanum vel. Kjósið snemma. Bifreiðastjórar D-listans! Gætið ykkar í umferðinni. Munið eftir börnunum. Forðizt slysin. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Happdrœttið SKRIFSTOFA happdrætt- is Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðishúsinu er opin í allan dag. Gerið skil, því fyrr því betra. Þeir, sem enn ekki hafa fengið miða, geta keypt þá í happdrætt- isbílunum fimm, sem standa í Austurstræti. Fimm efstu menn D-listans í Reykjaneskjördæmi, Ólafur Thors, Matthías Á. Mathiesen, Oddur Andrésson, Axel Jónsson og Sverrir Júlíusson. Kjósendur í Reykjancskjördæmi: Tryggjum sigur D-listans Údrengir falla á eigin S. L. fimmtudag deildi Morgun- blaðið hart á þann þátt hafta- stefnunnar, sem lýsti sér í fjár- hagshömlum, sem svo rammt kvað að, að menn máttu ekki einu sinni reisa girðingar um- hverfis hús sín. Áður hafði blaðið á sama hátt tekið fyrir aðra þætti haftanna, innflutningsskrifstofu, gjaldeyrisnefnd, skömmtunar- skrifstofu o. s. frv. Á undanhaldi sínu vegna til- beiðslunnar . á höftunum grípa Tímamenn til þess ódrengskapar að halda því fram, að Morgun- blaðið hafi ráðizt á Magnús heit- inn Jónsson, guðfræðiprófessor. vegna þess að hann hafi verið formaður fjárhagsráðs. Auðvitað var hvorki hann né neinn annar nefndur á nafn sem ábyrgðar- maður þessa kerfis fremur en í öðrum greinum um það, enda væri fátt afkáralegra en að bendla minningu þessa víðsýna og frjálslynda .manns við höftin. Raunar skilur Tíminn þetta ein falda mál sjálfur, því að blaðið segir í niðurlagi þessarar ein- stæðu greinar, að fjárhagsráð hafi verið neyðarúrræði „vegna rangrar stjórnarstefnu ríkisstjórn ar Ólafs Thors“. Hér skal ekki um það deilt hverjum mest var að kenna hafta kerfið, þar áttu allir nokkra sök. Sjálfstæðismenn urðu að starfa með öðrum flokkum, sem and- vígir eru frjálsræði borgaranna, enda er aðalatriðið hverjir loks af numdu höftin og hverjir vilja koma þeim á aftur. Auðvitað er jafn fjarstætt að ráðast á Magnús Jónsson, próf- essor, sem hafði 1/5 atkvæða í fjárhagsráði, eins og það væri að ráðast á ákveðinn hæstaréttar- dómara vegna þess, að hann bragði dæmdi samkvæmt óskynsamleg- um lögum. Þegar Morgunblaðið hefur t. d. gagnrýnt stóreigna- skattinn alræmda og framkvæmd laga um hann mætti með sama rétti segja, að blaðið hefði verið að ráðast á forseta Hæstaréttar eins og á formann fjárhagsráðs. Skilja væntanlega allir hve fjar- stætt það er. Það er kerfið sem slíkt, sem Morgunblaðið fordæmir, en ekki þá fjölmörgu menn, sem neydd- ust til að framkvæma það. Og að því er Magnús heitinn Jónsson varðar, þá hefur allur landslýður vitað það lengur en skriffinnar Tímans, að hann var einhvert mesta gáfu- og glæsimenni hér á landi. En bezt sýnir það, hve fjar- stætt haftakerfið, sem sjálft Al- þingi auðvitað bar ábyrgð á, var, að þrátt fyrir það, að einhver frjálslyndasti maður landsins hafði áhrif á framkvæmd þess sem formaður fjárhagsráðs, þá hlaut framkvæmdin að hefta borgarana. Ólafur Björnsson, prófessor, einn af þeim mönnum, sem þurfti áður að starfa við þetta kerfi, hefur rækilega flett ofan af því með ágætum greinum hér í blað- inu. Samkvæmt kenningum Tim ans er hann að ráðast á sjálfan sig persónulega en ekki mál- efnið. Hin ódrengilega árás Tímans hefur öfug áhrif, eins og vera ber. Hinir fjölmörgu vinir og að- dáendur Magnúsar Jónssonar munu sjá til þess með því að styðja þá frjálslyndisstefnu, sem er í samræmi við hugsjónir hans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.