Morgunblaðið - 09.06.1963, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 09.06.1963, Qupperneq 5
I Sunnudagur 9. júní 1963 MORGUNBLAÐIÐ Hverjar teliið þér forsendur þess er gerðist í Þjórsárdal um síðustu helgi, og hvað er hugsanlegt að gera til lausnar þessu vandamáli? ÖRN HELGASON, sálfræðingur: Þessari spurningu getur enginn svarað með vissu, en vitað er, að orsakir mannlegs hátternis eru það margflókn- ar, að sérstök ástæða er til að vera á verði gegn einföldum skýringum. Það er kunnara en frá þurfi að segja að at- burðir sem þeir er gerðust í þjórsárdal eru ekki íslenzkt sérfyrirbæri, heldur vaxandi vandamál víða um heim og þó fyrst og fremst meðal þeirra þjóða, sem fremstar eru taldar að efnalegri vel- megun og menningu. Orsak- anna hafa menn öðru fremur leitað í breyttum þjóðfélags- háttum. Hinar atvinnulegu framfarir hafa létt af okkur brauðstritinu og veitt okkur tíma og tækifæri til annarra viðfangsefna og getur þá að sjálfsögðu brugðizt til beggja vona um hversu jákvæð þau eru. Samtímis hefur og losnað um gamlar þjóðfélagsstofn- anir eins og fjölskylduna með öllum þeim afleiðingum, sem slíkt hefur fyrir uppeldi æsk unnar. Hér er ekki tækifæri til að fjölyrða um niður- stöður erlendra rannsókna, en þess má geta að lokum, að engin ráð eru tiltæk er leysi vandann að fullu, en draga má úr með umfangsmiklum og kostnaðarsömum aðgerðum. I>ann skatt munum við þurfa að greiða fyrr eða síðar. SIGURJÓN B.TÖRNSSON, sálfræðingur: Fátt eitt get ég sagt um orsakir þessara leiðinlegu at- burða. Þær eru sjálfsagt mjög margar. Kannski má segja, að hér sé það eðlileg ævin- týralöngun unglinga samfara miklum fjárráðum, litlu sið- ferðilegu aðhaldi og tak- markaðri dómgreind hjá mörgum, sem fær heldur ó- skemmtilega útrás. Varðandi lausn vandamáls ins finnst mér athyglisverð- ast, að hægt skuli vera að spyrja: Hvað er hægt að gera? Spurningin lýsir það miklu hiki og ráðaleysi hjá fullorðnu fólki, að ekki er von að vel fari. Auðvitað á ekki að gera annað en stöðva þetta. Ef einhver efast um, að það sé hægt, jafngildir það því að hinir fullorðnu viður- kenni, að þeir hafi ekki í fullu tré við ungviðið. Og sé svo skulum við ekkert tala eða hugsa um uppeldismál fram- ar, heldur láta unglingana sjálfráða. í Þjórsárdalnum átti að smala öllum drukkn- um unglingum saman í rútu- bíl og áka þeim heim í rúmið sitt. Og það á alltaf að taka drukkna unglinga úr umferð. Af hverju gerum við þetta ekki? Liggur ekki beint við að ætla, að það stafi af því, að fullorðnir finna hér sína eigin sök. Hverjir eru það annars, sem selja unglingum áfengi? Hverjir drekka jafn- vel með þeim? Hverjír halda sveitaböllin alræmdu? Hverj ir reka sjoppurnar frægu? Hverjir skammta þeim fjár- ráð? Og hverjir ganga á und- an með fordæmi? Er það ekki fullorðið fólk? Það er þá kannski von að hið sama full- orðna fólk verði hikandi, þeg- ar um það er að ræða hvað eigi að gera við unglingana, sem gera sig seka um að læra það sem þeim hefur verið kennt. RÖGNVALDUR HANNES- SON, menntaskólanemi: Ungu fólki er eiginleg lífs- orka og athafnaþrá, sem að vísu kemur fram í mismun- andi hæfileikum. Þess vegna eru ungir menn oft umbóta- sinnaðir og fúsir að leggja hönd að því verki sem þeir finna sig valda og telja ómaks ins vert. En þá er hluti af ungu fólki sem ekki lætur sig streyma eftir eðlilegum farveg jákvæðra starfa og leitar útrásar eftir öðrum leið um. Þetta var að mínu viti það sem gerðist um s.l. helgi. Þetta unga fólk, hefur trú- lega ekki fundið sjálft sig í hinu hversdagslega lífi, kannski hefur því leiðst í skóla og ekki átt nein á- hugamál, orðið að drepa tímann með sígarettu, kók og eirðarlausu ráfi. En slíkir h!ut ir skilja lítið eftir heldur auka það tóm sem fyrir er, lífið verður tilbreytingarlaust og skortir þá spennu og til- gang, sem gerir það skemmti- legt og einhvers virði. Þá verður að búa spennuna til upp á eigin spýtur, leita á náðir víðáttunnar og ó- minnishegrans þar sem hægt er að sleppa almennilega fram af sér beizlinu, og hefna fyrir leiðindi fyrri daga. Þar sem svo nokkur hópur vaskra manna og kvenna er saman kominn, er ekki nema mannlegt að hver keppi við annan og ynna ætlunarverk sitt sem rækilegast af hendi, enda hefur það verið kunnugt lengi að múgur fremur miklu stórkostlegri afrek en hver einstakíingur út af fyrir sig. Einstaklingurinn er merkilegt samspil eðlismáttanna, en ef til vill hefur einhvers staðar verið fölsk nóta í þeirri hljómkviðu. En hver hefur hlutúr heim- ilis og skóla verið 5 persónu- leikamótun hinna umræddu náttúruskoðenda í Þjórsár- dal. Það skyldi þó ekki vera einmitt á þessum vettvangi, sem orustan tapast. íslending- um virðist ganga erfiðlega að ala börnin upp í þéttbýli enda öðru vanir. Og hvað um skól- ana? Þeir þurfa að vera ann- að og meira en ópersónulegir steinkumbaldar, þar sem lögð er stund á líflausan utanbók- arlærdóm, blinda hlýðni og þrælsótta við kennara. Skóli á að vera uppeldisstofnun, sem hjálpar einstaklingi að finna sjálfan sig og þroska hæfileika hans og umfram allt vekja áhuga manna á námi og starfi, því án áhuga kemst enginn langt. Skólinn verður einnig að hjálpa ein- staklingnum að finna sér upp byggileg áhugamál, innræta honum virðingu fyrir sjálfum sér sem vitsmunaveru og þjóðfélagsþegn. ábyrgum gagn vart sjálfum sér og öðrum. ÓLAFUR GUNNARSSON, sálfræðingur: Augljóst er að eitthvað hefur brugðizt í fordæmi og öðrum uppeldisáhrifum eldrl kynslóðarinnar. Unglingar þeir, sem brutu lögmál alls velsæmis í Þjórsárdal eru ekki verri frá náttúrunnar hendi en fyrri kynslóðir. Foreldrarnir hafa ekki tam ið þessum ungmennum að bera virðingu fyrir sjálfum sér og þá vitanlega þaðan af síður að bera virðingu fyrir öðrum. Virðing fyrir verð- mætum er lítil sem engin hjá þessu unga fólki, það hefur óátalið af foreldrunum feng- ið að eyða ærnu kaupi í skemmtánir en ekki verið gert að skyldu að greiða fæði sitt og húsnæði. Þegar við slíkt ábyrgðarleysi bætist tóm leiki og eirðarleysi í hugum æskunnar er ekki von að vel fari. Tómleikinn stafar oft af skorti á trúnaði milli for- eldra og barna, og ef svo veigamikill þáttur í öryggi æskunnar bregzt er leiðin undra stutt yfir í hávaða og glasaglaum og þá um leið ó- hæfilega sóun lífsorkunnar, er síðan fyllir þa unglinga, sem ekki eru of djúpt sokkn- ir nýjum lífsleiða. Framkvæmanlegar leiðir til úrbóta eru m.a. þessar. 1) Allt manngildisuppeldi þjóðarinnar þarf að taka til rækilegrar endurskoðunar. 2) Koma þyrfti á fót Fé- lagsmálastofnun, sem m.a. hefði með höndum fræðileg- ar rannsóknir á atburðum eins og þessum. 3) Vísindalegri vinnubrögð á sviði fræðslumála, þannig að meira tillit yrði tekið til fólks með litla námshæfileika eða sem á annan hátt sker sig úr fjöldanum en nú er gert. Reynsla allra þjóða sýn ir, að hæfileikalitlu fólki og börnum frá brostnum heim- ilum er sérstaklega hætt á unglingsárum. 4) Blöð og útvarp þurfa að skapa slíkt almennmgsálit, að það sé vansæmandi að drekka frá sér allt vit, og brjóta lög, jafnvel þótt í smáu sé. 5) Undanbragðalaust lög- reglueftirlit og þung viður- lög fyrir að selja ungmenn- um áfengi eða eiturlyf. 6) Hugsanlegt er að dæma unglinga, sem oftar en einu sinni gera sig seka um sið- laust athæfi í mannúðlega uppeldisvinnu. ERLENDUR JÓNSSON, kennari: Við eigum heima í stór- borg. Samt hættir okkur enn við að miða allt við mæli- kvarða fámennisins, dreifbýl- isins. Við erum ekki farnir að átta okkur á því. að í stór- borg er allt í sniðum, einnig skuggahliðarnar. Það þykir ekki í frásögur færandi, að einn eða tveir óknyttapiltar fyrirfinnist í litlu þorpi. Eru þá undur, þótt brokkgengir unglingar verði ekki taldir á fingrum sér hér í margmenninu? Ég var ekki staddur í Þjórsárdal um hvítasunnuna og hef aldrei séð hóp ung- linga í þvílíku ástandi, sem þar kvað hafa verið. Ég ber ekki brigður á, að lýsingar sjónarvotta, sem birzt hafa í dagblöðum og útvarpi, séu dagsannar. Og eftir þeim lýsing um hefur ástandið verið öm- urlegt, vægast sagt. En þessi atburður er ekki einsdæmi. Margir slíkir atburðir hafa gerzt á undanförnum árum víðs vegar á landinu. Tvennt hefur valdið því, að almenn- ingsálitið hefur gert hlut Reykjavikuræskunnar verri en unglinga annarra byggðar laga. Annað er fjöldinn, sem gerir alla viðburði hrikalegri. Hitt er sú staðreynd, að æsk- an í Reykjavík er sífellt fyrir augunum á lögreglu og stend ur í sviðsljósi útvarps og blaða, sem láta sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Þótt hópurinn í Þjórsárdal væri stór, hefur þó ekki ver- ið saman komið þar nema lítið brot af æskunni í Reykja vík. Langflestir hafa sem endranær notið lífsins á heil- brigðan hátt. En svo fer oft, að af slíkum fara fáar sögur. Engu síður er furðulegt, að svo margir unglingar, ný- fermdir eða rösklega það, skuli gera sér að leik að þamba sterka drykki og verða fyrir þá sök örvita og ósjálf- bjarga. Við hljótum því að spyrja — hvar er upphaf þeirrar hálu brautar? Ég fyrir mitt leyti er ekki í vafa um að þar eiga reyk- ingarnar mikla sök, meiri en flesta grunar. Unglingur, sem byrjar að reykja um eða inn- an við fermingu og nýtur sljós hlutleysis foreldra sinna til að ástunda þann óvana inni á heimili þeirra, á ekki nema skamma leið að flösk- unni. Hvað er hægt að gera? er spurt. Svarið verður aðeins á einn veg: Hinir fullorðnu verða að ganga á undan með góðu for- dæmi. Ef þeir treysta sér ekki til þess, verða umvand- anir þeirra ekki aðeins gagns lausar, heldur beinlínis hlægi legar. Ui 21 A File for Every Purpose ----- iV— - Athugið! að borið saman við útbreiðslw er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu, en öðrum Malflutningsstofa Guðlaugur Þoriaksson, Einar B. Guðmundsson, Guðmundur Petursson. Aðalstræti 6, 3. hæð. LJOSMYNDASTOFAN LOFY U R hf. Ingolisstræti 6. Pantið uma i s.ma 1-47-72. GUNNAR JÓNSSON LÖGMAÐUR við undirrétti og haestoxétti Þingholtsstræti 8 — Simi 18259 Þjslir Raspar Höfum fyrirliggjandi mjög fjölbreytt úrval af þjölum og röspum. Hagstætt verð. LUDVIG STORR Sími i-16-20

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.