Morgunblaðið - 09.06.1963, Page 6
22
MORGVNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 9. júní 1963
yið uppsög* Kennaraskólans, dr. Broddi Jóhannesson í ræöustóli. (Ljósm. L M.)
84 brautskráöust úr Kennaraskólanum
Rætt við tvo nýútskrifa ða kennara
EINS og skýrt hefur verið frá
í fréttum var Kennaraskóla Is-
lands slitið í síðustu viku, og
var það í fyrsta sinn sem skóla-
slit fóru fram í hinum nýju húsa-
kynnum skólans við Stakkahlíð.
Í því tilefni áttum við stutt sam-
tal við skólastjóra Kennaraskól-
ans, dr. Brodda Jóhannesson, um
skólastarfið á síðasta ári og fyr-
irhugaðar breytingar á skólan-
um í náinni framtíð.
Dr. Brodda Jóhannessyni fór-
ust orð á þessa leið:
— Síðastliðinn vetur voru
skráðir nemendur skólans 222
talsins, og stunduðu þeir nám í
fjórum almennum bekkjum
kennaradeildarinnar, stúdenta-
deild og handavinnudeild. Til
prófs komu 214, 192 stóðust próf-
ið og 84 kennarar brautskráð-
ust úr skólanum.
Engar veigamiklar breytingar
urðu á starfsháttum skólans,
þótt hann flytti í um það bil sjö-
falt stærra húsnæði s.l. haust. Til
þess liggja margar orsakir. í
fyrsta lagi var ekki tilbúin nema
ein kennslustofa, þegar skólaár-
ið hófst, og það var ekki fyrr
en um 20. október sem allur
skólinn hafði verið fluttur til
bóklegs náms í nýju húsakynn-
in. Handavinnunámið fer fram
í gamla skólahúsinu.
Eins og sjá má er byggingunni
hvergi nærri lokið, og heita má,
að allar frambúðarinnréttingu
vanti í þann hluta, sem kominn
er undir þak. í sumar verður
unnið að því að ljúka við inn-
réttinguna og kaupa húsgögn
í kennslustofurnar. Ennfremur
er fyrirhugað að vinna eitthvað
við lóðina umhverfis skólahúsið.
En þrátt fyrir þetta má segja
að skólastarfið í ár hafi gengið
prýðilega. Skólafélag hefur ver-
ið starfandi eins og undanfarin
ár og beitt sér fyrir skemmtun-
um af ýmsu tagi, málfundum,
listkynningu og gefið út skóla-
blað; Félagið fær væntanlega
góða aðstöðu næsta vetur fyrir
starfsemi sína og getur haldið
skemmtanir sínar á stórum og
rúmgóðum skála á neðstu hæð
hússins. Samkvæmt teikningu er
gert ráð fyrir samkomusal í út-
byggingu frá skólanum, en það
verður einhver bið á því hann
verði reistur.
— Hverjar verða helztu beyt-
ingar á starfsháttum Kennara-
skólans samkvæmt lögunum 26.
apríl s.l.?
— Fyrst má nefna þrjár nýjar
deildir, sem taka til starfa, áð-
ur en langt um líður, þ.e. mennta
deild, framhaldsdeild og undir-
búningsdeild sérnáms. í Kenn-
araskóla íslands starfa þá sex
deildir:
1) Almenn kennaradeild, fjög-
urra ára nám, sem endar með
almennu kennaraprófi og veitir
kennararéttindi í barna- og
unglingaskólum landsins sam-
kvæmt nánari ákvörðun í reglu-
gerð.
2) Kennaradeild stúdenta, þar
sem námi lýkur með almennu
kennaraprófi.
3) Menntadeild. Lokapróf úr
þeirri deild er stúdentspróf, og
veitir það réttindi til inngöngu
í háskóla með þeim takmörkun-
um sem sett eru í lögum hans
og reglugerð.
4) Framhaldsdeild, vísir að
nokkurs- konar kennaraháskóla,
er veitir nemendum kost á fram-
haldsmenntun með nokkru kjör-
frelsi.
5) Undirbúningsdeild sérnáms
tveggja ára nám, sem býr nem-
endur uridir kennaranám í sér-
greinum.
6) Handavinnudeild, sem
veitir sérmenntun í handavinnu
karla og kvenna. Námstími í
handavinnudeild er tvö ár.
Þá má geta þess, að marg-
þætt starf er framundan m.a. í
sambandi við æfingakennslu, og
er ætlunin að auka æfinga-
kennslu við Kennaraskólann til
muna. í ráði er að reisa allfjöl-
mennan æfinga- og tilraunaskóla,
sem er um ieið skóli skyldu-
náms fyrir ákveðið hverfi Reykja
víkurbæjar. Kennaraefnin skulu
fá kennsluæfingar þar í öllum
þeim aldursflokkum, sem Kenn-
araskólinn veitir rétt til að
kenna.
— Að síðustu lanjpr mig til að
minnast aðeins á inntökuskilyrð-
in, sagði dr. Broddi Jóhannes-
son, sem eru ný á nálinni, og
margir eru að spyrja um dag
hvern. En þau eru í stuttu máli
þessi:
Rétt til inngöngu í I. bekk
hinnar almennu kennaradeildar
veitir:
Landspróf miðskóla með þeirri
lágmarkseinkunn, sem ákveðin
er í reglugerð um miðskólapróf
í bóknámsdeild.
Fullgilt gagnfræðapróf með
lágmarkseinkunn í nokkrum að-
algreinum, sem reglugerð ákveð-
ur, enda gangi gagnfræðingar
undir viðbótarpróf í einstökum
greinum, ef þörf krefur, svo að
tryggt sé, að þeir hafi lokið
námi, sem samsvarar námi til
landsprófs miðskóla.
Rétt til inngöngu í kennara-
deild . stúdenta veitir almennt
stúdentspróf.
Rétt til inngöngu ' í mennta-
deild eiga þeir, sem lokið hafa
almennu kennaraprófi með
fyrstu einkunn 1967 eða síðar.
Heimila má þeim, sem lokið hafa
slíku prófi fyrir þann tíma, inn-
göngu í deildina, en vilji þeir
þreyta stúdentspróf skulu þeir
ljúka viðbótarprófi, sem nónar
verður kveðið á um í reglugerð.
Rétt til inngöngu í undirbún-
ingsdeild sérnáms veitir lands-
próf miðskóla, gagnfræðapróf
eða önnur hliðstæð próf með
þeirri einkunn, sem stjórn skól-
ans metur gilda, enda sé nám
og prófkröfur fullnægjandi að
dómi skólans. Við inntöku skal
hafa hliðsjón af sérhæfileikum
til þess starfs, sem umsækjandi
ætlar að búa sig undir.
Rétt til inngöngu í handavinnu
deild eiga þeir, sem lokið hafa
námi í undirbúningsdeild sér-
náms í Kennaraskólanum, stúd-
entsprófi eða almennu kennara-
prófi.
Heimilt er skólanum að úr-
skurða um inntöku nemenda í
allar deildir með hliðsjón af
hæfniprófi og öðrum matsað-
ferðum, en fullnægja skulu þeir
þó inntökuskilyrðum þessarar
greinar. Ákveða má í reglugerff
lágmarkseinkunn í íslenzku og
fleiri greinum, en ekki hefur ver-
iff gengið endanlega frá, hver
sú lágmarkseinkunn verður né
til hve margra greina hún tek-
ur.
★
Meðal þeirra, sem útskrifuð-
ust úr Kennaraskólanum í vor,
voru Sigrún Pálsdóttir, úr al-
mennu kennaradeildinni, og Guð-
rún Einarsdóttir úr stúdentsdeild
inni.
Sigrún hefur stundað nám I
Kennaraskólanum í þrjá vetur
fyrsta veturinn tók hún 1. og
2. bekk saman en síðan varð
hún reglulegur nemandi skól-
ans. Sigrún var einn elzti nem-
TRYGGJUM TRAUSTA STJORN X-D