Morgunblaðið - 09.06.1963, Side 7

Morgunblaðið - 09.06.1963, Side 7
/ Sunnudagur 9. júní 1963 MORGVTSBLAÐIÐ 23 andinn, sem útskrifaðist úr Kennaraekólanum að þessu sinni. 1 Hún á sex börn á aldrinum frá 1 11-21 árs, og eru þau öll í skóla: það elzta stundar nám við verk- fræðideild Háskólans, eitt er í menntaskólanum, þrjú voru að Ijúka prófum, landsprófi, ungl- ingaprófi og barnaprófi og það yngsta er enn í barnaskóla. „Það versta við gamla skól- ann“, sagði Sigrún, „var hávað- inn í flugvélunum. Mér fannst alltaf svo kyrrlátt uppi í nýju byggingunni, jafnvel þó hún væri í smíðum. Svo var stutt að fara í Isaksskóla, þar sem hluti af æfingarkennslunni fer fram, en önnur æfingarkennsla fór fram í skólahúsinu sjálfu.“ „Hefurðu stundað nám í öðr- um skólum en Kennaraskólan- um?“ „Já, ég var í eina tið í Reyk- holti og fór síðan í samvinnu- skólann. Eftir það hafði ég öðr- um hnöppum að hneppa. Mér þótti alla tíð ákaflega gaman að fylgjast með skólagöngu barna minna og því var það að mér datt í hug að gaman væri að fara að kenna. Ég geri ekki ráð fyrir að geta kennt fulla kennslu fyrst um sinn, en mig langar til að byrja eitthvað smávegis næsta vetur.“ Guðrún Einarsdóttir er einnig húsfrú og á eitt barn, sem hún hefur á barnaheimili. Guðrún sagði, að þær hefðu verið marg- ar barnakonurnar sem urðu kennarar í vor, og hefði sam- eiginlegur barnafjöldi þeirra verið milli 30 og 40. Við spurðum Guðrúnu um kennslutilhögun í stúdentsdeild- inni og sagði hún að þar væru ekki kenndar þær námsgreinar sem nemendur kæmu til með að kenna, nema heilsufræði og kristnifræði, en hins vegar lærðu þeir kennslutækni. „Það er mik- il áherzla lögð á uppeldisfræði lestrarkennslu og átthagafræði, en einnig lærðum við að kenna söng og teikningu í vetur, og er þá miðað við að við getum kennt 7-9 ára börnum þær grein- ar. Æfingarkennslan þótti mér hins vegar of lítil og eru flestir þeirrar skoðunar að hana beri að auka, enda skilst mér að svo verði gert innan skamms." Guðrún sagði að lokum, að þó nemendur skólans hefðu ver- ið á misjöfnum aldri með afar ólík áhugamál, hefði skólaand- inn verið alveg skínandi góður. Egilsstaðakauptún (Ljósm.: Sv. Þ.) Landið okkar 10 og 20 hús í smíðum þar og íbúar um 400. __ , _____ Atvinna íbúanna á Egils- VIÐ Lagarfljot a Fljotdals- stöðum byggist fyrst og héraði stendur ungt kauptún, fremst á þjónustu og þar eru Egilsstaðakauptún. Það eru rekin mörg verkstæði. At- skömmu í skrifstofu hans á Egilsstöðum. — Hafa einhver ný fyrir- tæki risið hér að undanförnu? spyrjum við Þórð. — Já, í marz s.l. hóf Kaup- ekki liðin nema 17 ár frá því að fyrsta húsið i kauptún inu var reist, en til dæmis um vöxt og viðgang staðar- ins má nefna að nú eru milli Lagarfljótsbrú. vinna er næg og jafnvel skort ur á vinnuafli. Það sagði okk- ur Þórður Benediktsson, hreppsstjóri og skólastjóri, er við hittum hann að máli fyrir Félagsheiniilið, sem er í byggingu i EgilsstaðakauptúnL félag Héraðsbúa starfrækslu garnahreinsunarstöðvar. Inn- an skamms fær stöðin full- komnar véiar, og gert er ráð fyrir að hún geti tekið á móti görnum frá öllu Austurlandi. — Um þessar mundir er unnið að uppsetningu nýrra véla í mjólkurstöð Kaupfé- lags Héraðsbúa, og fimmfald- ast afköst hennar, þegar þær verða teknar í notkun. — Hvað hefur mjólkur- stöðin verið rekin lengi? — Það eru fjögur ár frá því, að hún tók tii starfa, en áður hafði kaupfélagið rekið hér rjómabú alllengi. Á þess um árum, sem mjólkurstöð- in hefur starfað, hefur fram- leiðsla hennar aukizt mjög, því að margir bændur á Fljótdalshéraði hafa fjölgað við sig kúm. Stöðin fær nú mjólk úr öllum hreppum hér- aðisins. Fyrsta árið, sem hún starfaði, framleiddi hún 300 þús. lítra mjólkur, en á s.l. ári nam framleiðslan 1,5 millj lítra. Ráðgert er að byggja nýtt mjólkurstöðvarhús inn- an skamms og er unnið að teikningu þess í Danmörku. — Hér er mikið byggt? — Já milli 10 og 20 íbúðar- hús eru í smíðum og svo félags heimili, sem komið er undir þak. — Er það stórt félagsheim- ili? — Húsið, sem nú er í srrúð- um er 6000 rúmmetrar. Þar verður danssalur, að- staða til kvikmyndasýninga og leiksýninga og margskon- ar skemmtanahalds. Hafizt var handa um byggingu fé- lagsheimilisins fyrir tveimur árum og síðan hefur verið unnið við hana á sumrin. Gert er ráð fyrir, að byggð verði álma við félagsheimil- ið í framtíðinni og þar verði bókasafn og minjasafn. — Svo við snúum okkur Framh. á bls. 26 Þórður Benediktsson, hrepps- stjóri. VIDREISNIN TRYGGIR VELSÆLD X-D

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.