Morgunblaðið - 09.06.1963, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 09.06.1963, Qupperneq 11
Sunnuðagur 9. júní 1963 MORCVISBLAÐIÐ 27 Athugasemd 5. jtTNl s.l. átti ég undirrit- aður fyrir hönd frjálsíþrótta- deildar Í.R. viðræður við þá Gunnar Sigurðsson og Óskar Guðmundsson, formann frjáls- íþróttadeildar K.R. um vænt- anlegt fyrirkomulag E.O.P. mótsins. Þar sem Í.R.-ingar gátu ekki fellt sig við auglýst fyrir- komulag, að allt landið sam- einað keppti á móti K.R., lag9i ég fram þá tillögu að stiga- keppni færi fram milli Í.R. og K.R. á E.O.P. mótinu, þó ekki í öllum auglýstum greinum heldur í þeim greinum er fé- lögin kæmu sér saman um, og par á meðal kvennagreinum. En þar sem svo naumur tími var til móts, varð 'samkomu- lag um tillögu öunnars Sig- urðssonar að E.O.P. mótið færi fram á venjulegan hátt en félögin Í.R. og K.R. ynnu 1 sameiningu að stigakeppni sín í milli síðar í sumar. Komu mér þvi skrif frjáls- Iþróttadeildar K.R. í Morgun- blaðinu 7. júní og öðrum dag- blöðum bæjarins 8. júní und- arlega fyrir sjónir, og er þar hallað réttu máli, og harma ég það vegna íþróttanná, og þeirrar samvinnu, sem þarf að vera milli allra íþróttafélaga. Með þökk fyrir birtinguna. Sigurður Steinsson. Eeiguflugvélin Nordhavet frá danska flugfélaginu Nordair, sem kom til Reykjavíkur í fyrradag á vegum Flugfélags íslands. Flutti hún utan 74 unglinga, sem eru að fara til námsdvalar um nokk- urra vikna skeið í Englandi á vegum Scanbrit. Flugfélagið ráðgerir 3 leiguferðir í vikunni Enginn sáttafnndur í ílugmannadeilunni £tðbóih JlloiíKiUaisíitf fylgir blaðinu í dag og er efni henn- ar sem hér segir: Bls.: 2 Svipmynd: Robert Mc- Namara. 3 NONNI, eftir Magna Guð- mundsson. — Skelfileg nótt, smásaga eftir NONNA. 4 „Þeim þótti ég linur við bjórinn‘% viðtal við Eirík Kristófersson. 5 Bókmenntir: Dróttkvæðin og nútímamyndlist, eftir Sigurð A. Magnússon. — Rabb, eftir SAM 6 Hagalagðar. 7 Lesbók Æskunnar: Æskan er bjartsýn. 8 Kommúnisminn og fimm and- lit hans, eftir John W. Ðrake ford. 9 í Annríki við höfnina 10 Fjaðrafok. 11 — — 13 Sjálflýsandi hjólbarðar í öll- um regnbogans litum. — „I*ér eruð salt jarðar**, eftir Erling Moe, cand, theoL 15 Krossgáta. 16 Viðreisn. Fundu mikið gull Moskvu, 8. júní. — NTB-AFP — MOSKVU-útvarpið skýrði frá því í morgun, að sovézkir jarð- fræðingar hafi fyrir skömmu fundið miklar gullæðar í Kyzul- Kum-eyðimörkinni, sem nær yf- ir stóran hluta af Kazakhstan, Uzbekistan og Turkmenistan. TORFI Hjartarson, sáttasemjari ríkisins, tjáði Mbl. í gær að eng- inn sáttafundur hefði verið boð- aður í flugmannadeilunni. — Þá upplýsti Flugfélag íslands í gær að félagið ráðgerði þrjár leigu- Brezk iistsýning í Reykjavík Á ÞRIÐJUDAGINN verður opn- uð sýning í Bogasalnum á brezkri nútímamálaralist. Dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, opnar sýninguna, en hún er hing að komin frá London á vegum félagsins Anglia. Eru þar mál- verk eftir marga kunna brezka listmálara og eru aðallega verk é sýningunni eftir yngri málara. Sýningin verður opnuð kl. 5 á þriðjudaginn og verður opin til sunnudagskvölds. Félagið Anglia hefir fengið sýn ingu þessa hingað fyrir milli- göngu British Council, en hún hefir farið víða um lönd. Alls verða sýnd 27 olíumálverk, eftir m.a. Graham Sutherland og Ben Nicholson en þeir eru taldir fremstu listmálarar Breta í dag. Þá eru á sýningunni verk eftir Alan Davie, Terry Frost, Roger Hilton, William Scott, Keith .Vaughan o. fl. Gefst hér gott tækifæri til þess að sjá mynd af brezkri málara- list í dag. ferðir til útlanda í næstu viku, á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Fær félagið vélar hjá Nordair. í gær var Skýfaxi væntanleg- ur heim frá Kaupmannahöfn og Glasgow fullur af farþegum. Er hingað kemur mun vélin stöðv- ast. — Flugturninn í Reykjavík kvaðst engar upplýsingar hafa fengið um ferðir Loftleiðavéla, enda flygju þær langt sunnan flugstjórnarsvæðis íslands. Loft- leiðamenn voru uppteknir á fundi í gær og tókst ekki að ná sambandi við þá. Framsóknarmönn - um vísað á dyr Framsóknarflokkurinn hefur undanfarið haft kosningaskrif- stofu í kjallara hússins nr. 27 við Kaplaskjólsveg, stóru íbúða blokkhúsi við veginn vestur á Nes. Hafa þeir haft þar alls kon- ar áróðursspjöld í gluggum, sem Vesturbæingum hefur þótt lítil prýði að. í fyrradag gerðist það, að íbúar hússins komu saman á fund og ákváðu þá, að Framsóknarmenn- irnir skyldu reknir á dyr með starfsemi sína. Munu þeir vænt- anlega vera farnir með allt sitt hafurtask, þegar þetta blað kem ur út, þótt enn væru spjöld þeirra uppi í gærkvöldi. Fólk hafði á orði í gær, að þetta litla dæmi væri táknrænt um það, hvernig Reykvíkingar svara hinum blygðunarlausa á- róðri, sem Framsókn hefur haft í frammi fyrir bessar kosningar. Skróningin n vb. Sigurpál Athugasemd frá setudómaranum FYRIR nokkru fór Verkalýðs- og sj ómannaf élag Miðnesshrepps fram á það við saksóknara, að athugað yrði, hvort bæjarfógeta- embættið í Hafnarfirði hefði breytt lögskráningarskjali, þegar skráð var á vb. Sigurpál í apríl sl. Hélt lögfræðingur félagsins því fram, að sjómenn hefðu skrif að undir, að þeir væru ráðnir „samkvæmt samningi", og hefðu þeir átt við svokallaðan Sand- gerðissamning. Síðar hefði verið bætt við hin tilvitnuðu orð: „í nóv. 1962“. Nú hefur einn starfsmaður embættisins játað að hafa bætt orðunum „í nóv. 1962“ við, eftir að sjómenn höfðu undirritað skjalið. Jón A. Ólafsson, fulltrúi yfir- sakadómara, hefur verið skipað- ur setudómari í máli þessu. Er málið langt komið og verður síð- an sent saksóknara ríkisins til ákvörðunar. Jón A. Ólafsson hringdi til Morgunblaðsins vegna frétt- ar, sem birtist þá í „Þjóð- viljanum" um mál þetta. Bað Jón um, að fram kæmi í Morgunblað- inu, að starfsmaður sá við bæjar- fógetaembættið, sem í hlut á, hafi ekki breytt framburði sínum og játað breytinguna, eftir að tækni deild rannsóknarlögneglunnar hafði athugað skjalið, heldur hafi hann sjálfur óskað eftir því að mæta aftur fyrir rétti, og skýrði hann þá ótilkvaddur frá breytingunni. — Les/ð Framlh. af hflis. 28. „Innflutningur óþarfa vamings verði bannaður“. „Ríkisstjórnin taki að sér inn- kaup einstakra vörutegunda, eftir því sem ríkisstjórnin telur nauð- synlegt“. „Strangt eftirlit sé haft með gjaldeyrisverzluninni, m. a. til þess að fyrirbyggja fjárflótta úr landi“. „Ríkisstjórnin mun gera eftir því sem þurfa þykir, ráðstaf- anir til þess að opinberar stofn- anir og aðrir þeir, sem fram- kvæmdir liafa með höndum lög- um samkvæmt, hagi störfum sín- um í samræmi við stefnu stjóm- arinnar í landsmálum“. ★ Þessar ómenguðu kommúnis- tisku skoðanir eru miðlunartil- lögur Eysteins Jónssonar og Framsóknarmanna hér á árunum. Þessar skoðanir þeirra fengu aft- ur byr undir vængi í „vinstri" stjórninni. Hver man t. d. ekki eftir „gulu bókinni", sem ætlað var að svifta borgarana rétti yfir eigin húsnæði? Frarhkvæmd þessara tillagna Eysteins og Framsóknarforingj - aima bíður aðeins tækifærisins. Meirihluta á Alþingi ásamt Al- þýðubandal aginu! ★ Linurnar eru því skýrar. Nú er tveggja kosta völ fyrir kjós- endur landsins. Veita Viðreisn- inni traust með öflugum stuðn- ingi við Sjálfstæðisflokkinn eða veita Framsóknarflokknum og kommúnistum þingmeirihluta. Kjósa stjórn urvdir forystu Ey- steins Jónssonar og Lúðvíks Jós- efssonar til framkvæmdar „mið- unartillagnanna" og endurtekn- ingar „vinstri" stjórnar ævintýr- isins. Megi góðar vættir forða ís- lenzku þjóðinni frá slíkri þróun mála. Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, for- sætisráðherraefni „vinstri“ stjórnarinnar, sem verður mynduð, ef Framsóknar- flokkurinn og Alþýðubanda- lagið hljóta þingmeirihluta. Það munar aðeins 3 þing- sætum. Þá mundi honum gef ast tækifæri til þess að fram kvæma þann sósíalisma, sem hann hefur boðað. Washington, 8. júní LINCOLN White, sem um margra ára skeið hefur verið fastur blaðafulltrúi banda- ríska utanríkisráðuneytisins, hefur nú verið skipaður aðal- ræðismaður í Melbourne. London, 8. júní. NTB-Reuter JO GRIMMOND, foringi flokks frjálslyndra í Bret- landi, skoraði í dag á Mac- millan, forsætisráðherra, að segja af sér, vegna Profume- Keeler málsins. — Fjöldarannsóknir Framh. af bls. 18. Margar góðar gjafir hafa bor- izt til félagsins, og á sl. ári barst félaginu arfur eftir Aðalbjörgu Friðriksdóttur Akureyri, alls um 184 þús. kr. Einnig hafa margir einstaklingar og fyrirtæki keypt heiðurshlutabréf hjá Krabba- meinsfélagi íslands og sýnt sér- stakan skilning og góðvild í garð félagsins með þessu peninga- framlagi. Hjörtur Hjartarson framkv.stj. gjaldkeri félagsins las upp endur skoðaða reikninga. Varð tekju- afgangur kr. 905.521,20. Rekstrar- halli við leitarstöð kr. 102 þús. Stjórn félagsins skipa nú: Próf. Niels Dungal, formaður; Bjarni Bjarnason læknir, ritari; Hjört- ur Hjartarson framkv.stj., gjald- keri. Meðstjórnendur: Dr. Frið- rik Einarsson yfirlæknir, Bjarni Snæbjörnsson læknir Hafarf., frú Sigríður J. Magnússon, Gísli Jónasson fv. skólastj., Erlendur Einarsson framkv.stj. og Jónas Bjamason læknir. í varastjóm: Frú María Pétursdóttir hjúkrun- arkona, Jónas S. Jónasson kaupm. og frú Rannveig Vil- hjáknisdóttir. — Endurskoðendur eru Bjöm E. Árnason og Ari Thorlacius. Krabbameinsfélag tslands. Landib okkar Framh. af bls. 23 aftur að fyrirtækjum hér, Það eru flest verkstæði? — Já ýrniskonar viðgerðar verkstæði, trésmiðaverkstæði o.fl. Verktákafélagið Brúnás er rekið hér á staðnum, en tekur að sér verk bæði innan og utan héraðs. Það vinnur nú að framkvæmdum við Ódáðavötn, en þar hyggst Rafveitan koma upp vatnsmiðlun fyrir Grímsár- virkjunina. Gert er ráð fyrir að vatnsmiðlun geti hafizt síðari hluta sumars. — Af framkvæmdum I kauptúninu, heldur Þórður á- fram, má nefna vatnsveitu og skolpræsalagningu. Verða framkvæmdir þær, sem unnið er að á þessum sviðum, til mikilla bóta. Fyrir skömmu var gerður skipulagsupp irátt ur fyrir Egilsstaðakauptún, götur nefndar og hús tölusett og innan skamms er ráð- gert að hefja hér íþróttavall- argerð. — Hvað eru mörg börn I skóla hér? — í vetur stunduðu 70 nem endur nám við barna og unglingaskólann. Barnaskóla- húsið er orðið of lítið, og er ráðgert að stækka það um helming í sumar, ef vinnu- afl fæst. Sigurður Gunnars- son, trésmíðameistari, sem hefur umsjón með byggingu félagsheimilisins, mun einnig sjá um stækkun barnaskól- ans. Við kvöddum Þórð og þökk uðum honum upplýsing- arnar. Meðan við biðum flug- vélarinnar ókum við um kaur> túnið og umhverfi þess. Eins og skiljanlegt er, ber mest á nýjum húsum 1 kauptún- inu, og öll eru þau hin mynd- arlegustu. Þegar við ókum út að flugvellinum var ejn af flugvélum Flugfélags íslands I þann veginn að lenda. Eftir skamma stund stigum við um borð í vélina og úr lofti kvödd um við Egilsstaði og Austur- land að þessu sinni. S. J. TRYGGJUM TRAUSTA STJORN X-D

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.