Morgunblaðið - 16.06.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.06.1963, Blaðsíða 13
Sunnudagur 16. júní 1963 MORGUNBLAÐIÐ 13 , Glæsilegur sigur Stjórnarflokkarnir unnu glæsi- legan sigur í kosningunum á sunnudaginn var. Á íslandi hef- ur það aldrei borið við áður, að ríkisstjórn hafi setið heilt kjör- tímabil án þess að alvarlegur ágreiningur kæmi upp á milli stuðningsflokka hennar, stjórnin hlyti síðan stuðning verulegs meirihluta kjósenda og ynni á í kjörfylgi. Svo ótvíræð trausts- yfirlýsing þjóðarinnar, þrátt fyr- ir harða og óvæga stjórnarand- stöðu, mundi hvarvetna talinn stórsigur. í Reykjavík hlutu stjórnar- flokkarnir stuðning 65,9% eða nær % hluta kjósenda. Sá dóm- ur er vissulega athyglisverður, því að engir fylgjast betur með stjórnmálaþróuninni en íbúar höfuðstaðarins. Hvergi er skoð- anamyndun frjálsari né óhæg- ara að beita ólýðræðislegum ráð- um sér til styrktar. x í+r Vélbáturinn Gunnar kemur drek khlaðinn að land með fyrstu sumarsíldina, Austurlandi. sem veiddist fyrir REYKJAVIKURBREF ■ ' ‘ Laugardagur 15. júní Ólík viðhorf Eðlilegt er, að þeir, sem und- dr verða, berji í brestina og reyhi að bera sig mannalega. Fram- sóknarflokkurinn hefur og unn- ið á, aukið kjörfylgi sitt og þing- mannatölu. ' Þingmannafjöldi Framsóknar stafar hins vegar af henni hagstæðri skiptingu kjós- enda í einstökum kjördæmum. Vegna þess hve litlu má muna um áhrif skiptingarinnar, hlýtur hún ætíð að verða nokkuð til- viljunarkennd, enda varð hún að þessu sinni til þess, að Sjálf- stæðismenn hlutu einu þingsæti færra en lengst af virtust horf- ur á. Það herbragð Framsóknar að þykjast vera vinstri flokkur í því skyni að afla sér fylgis meðal þeirra rótlausu kjósenda, sem áður kusu Þjóðvörn, heppn- aðist að nokkru leyti. Megintil- ganginum náði Framsókn hins- vegar ekki, þeim, að nota fylgi þessara vinstri kjósenda til að knýja sig inn í núverandi ríkis- stjórn. Framsókn taldi sig vissa um að vinna eitt sæti í Vestur- landskjördæmi, og ástæða er til að ætla, að hún hafi með leyni- samningum fengið nokkuð af fylgi kommúnista á Suðurlandi frá Karli Guðjónssyni, undir því yfirskini, að það mundi nægja til að fella stjórnina, en Karl væri hvort eð er viss um upp- bótarsæti. Þvílíka klæki kunna engir bet- ur en Framsóknarbroddarnir. Þeir minnast enn Hræðslubanda- lagsins, sem við það var miðað, að rúmur þriðjungur kjósenda gæti fengið meirihluta á Alþingi. Flestum þótti ærið glaefralegt að ætla að stjórna landinu með þing meirihluta, sem fenginn væri á svo hæpinn hátt. Hermanni Jón- assyni óaði ekki við því, enda hafði samstjórn hans og Alþýðu- flokksins 1934—1938 ekki meira en tæp 44% kjósenda á bak við 6ig. Mega allir sjá þann mikla mun, sem er á að styðjast við svo lítinn hluta kjósenda, og þeim styrk, sem traustsyfirlýs- dng nær 56% kjósenda gefur nú- verandi ríkisstjórn. Hrakfarir kommúnista Þrátt fyrir það, þótt Fram- sókn hafi ekki náð megintil- gangi sínum, þá er skiljanlegt, að talsmenn hennar beri sig borg- inmannlega og reyni að dylja yonbrigði sín. Kommúnistar hafa aftur á móti ekkert nema Hanni- bal að hugga sig við. Flestum þeirra mun þó fremur raun en huggun að orðagjálfri hans. Ó- sigur þeirra verður sízt dulinn með stóryrðum og hótunum. Nýj- asta skrautfjörðurin sýnist frem- ur hafa orðið þeim til skemmd- ar en ávinnings. Enda er það ótrúleg ósvinna að ætla að af- henda svörnum andstæðingum þúsundir kjósenda, einungis til persónulegrar upphefðar sjálfum sér, eins og hinir svokölluðu for- ystumenn Þjóðvarnarflokksins höfðu í hyggju. Kommúnistar mega muna fífil sinn fegurri. í haustkosningun- um 1942 hlutu þeir hér í Reykja vík 5980 atkvæði samtímis því, er Sjálfstæðismenn fengu 8292 atkvæði. Nú, rúmum 20 árum síðar, eftir að kommúnistar eru búnir að breyta sér í Alþýðu- bandalag og bæta Þjóðvörn við, fá þeir einungis 6678 atkvæði en Sjálfstæðismenn 19122 atkvæði. Kommúnistum fjölgar um 698 á sama árabili og Sjálfstæðismönn- um fjölgar um 10803. Á þessu tímabili hafa kommúnistar feng- ið hér í bæ mest 8240 atkvæði við alþingiskosningar eða 1562 atkvæðum færra nú en þá. Engu að síður er rétt að gera sér það ljóst, að kommúnistakjarninn er harður. Flestir skynibornir menn mundu hafa látið ógnartíðindin frá Sovétlöndunum sér að kenn- ingu verða, viðurkenna mistök sín og annað hvort dregið sig í hlé eða tekið upp nýja stefnu. Nú er að sjá hvað kommúnistar læra af úrslitum þessara kosn- inga. Ýmsir búast við stórtíð- indum og jafnvel splundrun Al- þýðubandalagsins. Engu skal hér um það spáð. Einar Olgeirsson boðar vaxandi völd kommúnista- kjarnans innan þess sundraða liðs, sem eftir er. Ábyrgð á orðháki Styrkur kommúnista liggur í yfirráðum þeirra í verkalýðs- hreyfingunni. Og ekki má gleyma því, að sjálfu Alþýðusamband- inu og mörgum einstökum félög- um innan þess, væru þeir búnir að tapa, ef þeir hefðu ekki notið stuðnings Framsóknar. Vissulega bera þeir mikla á- byrgð, sem sett hafa Hannibal Valdimarsson til æðstu valda í einni þýðingarmestu stofnun þjóðfélagsins. Raunsæi hans og virðing fyrir vilja kjósenda sézt af því, að eftir að stjórnarflokk- arnir hafa unnið á og hiotið nær 56% fylgis þjóðarinnar skuli for- seti Alþýðusambands íslands leyfa sér að segja: „Það er því skoðun mín, að stjórnarflokkarnir hafi rétt skrið ið í gegnum þessar kosningar og beri þó hallan haus eftir. En sigur hafa þeir engan unnið. Svar þjóðarinnar við því, hvort hún vill áframhaldandi viðreisn, er vægast sagt dræmt og hik- andi“. Út yfir tekur, þegar Hannibal boðar stríð á móti ótvíræðri yfir- lýsingu verulegs meirihluta þjóð- arinnar og segir: „Viðreisnarflokkarnir hafa nú tilkynnt þjóðinni, að viðreisn- inni verði áfram haldið. Þeirri stefnu er Alþýðubandalagið og verkalýðssamtökin andvíg í grundvallaratriðum. Þeirri stefnu viljum við hnekkja. Þess vegna boðar Alþýðubandalagið nú stríð en ekki frið, og það veit, að við- reisninni verður hnekkt“. Verður viðreisn- inni hnekkt? Þess er skylt að geta, að Hanni bal Valdimarsson endar yfirlýs- ingu sína með þessum orðum: „Alþýðustéttunum verður tryggð réttmæt hlutdeild í vax- andi þjóðartekjum“. Til þess að fá þessu fram- gengt þarf ekkert stríð, allra sízt til að hnekkja viðreisninni. Höfuðtilgangur viðreisnarinnar er einmitt sá, að auka þjóðar- tekjur sem allra mest og að tryggja „alþýðustéttum“ rétt- mæta hlutdeild í þeim. Ef kröf- ur verkalýðsfélaganna væru einungis þessa efnis, mundu þær ekki valda neinum ágreiningi. Um hitt hefur verið deilt og er því miður enn deilt, hvort unnt sé að hækka kaup án hliðsjón- ar af vexti þjóðartekna. Úr þessu ágreiningsefni hefur reynzlan nógsamlega skorið. Það er ekki af illvilja heldur efnahagslegri nauðsyn, að æ ofan í æ hefur komið í ljós, að hækkun kaup- gjalds umfram greiðslugetu at- vinnuveganna og vöxt þjóðar- tekna er engum til góðs, allra sízt verkalýðnum. Gæti lært af syni smum Reynslan er þessi, ekki ein- ungis á íslandi heldur hvarvetna annars staðar. Arnór, sonur Hannibals Valdimarssonar, segir t.d. á blaðsíðu 208 í bók sinni „Valdið og þjóðin“ og um ástand- ið í Sovétríkjunum: „Miðstjórnarfundur í febrúar 1924 lagði á það áherzlu, að verkaiýðsfélögin reyndu að halda uppi starfi að aukningu fram- leiðslunnar. Miðstjórnarfundur flokksins í ágúst sama ár, benti á, að kaupið hefði hækkað meir en góðu hófi gegndi. Taka bæri fyrir það. Kaup gæti því aðeins hækkað, að framleiðsla og fram- leiðni ykjust fyrst. Þeirri reglu hefur fastlega verið fylgt síðan“. Á síðu 210 í sömu bók kemur í ljós, að reglunni hefur verið jafn „fastlega“ eftir fylgt, þó að kjör verkalýðsins þyrftu sannar- lega umbóta við. Arnór skýrir frá ástandinu 1931 á þessa leið: „Á skömmúm tíma var milljón um bænda sópað til borganna. Þær yfirfylltust, svo að sérhvert húsnæði, sem því nafni gat kall- azt, var úttroðið með fólki. Laun- in nægðu rétt til að forða því frá hungri. Verkföll vóru úti- lokuð. Verkalýðsfélögin voru tæki í höndum atvinnurekand ans — ríkisins". Ráðið til þess að bæta kjör verkalýðsins er ekki að hnekkja viðreisninni, heldur að tryggja hana. Ögranir Tímans Þjóðviljinn lét í fyrstu lítið yfir hótunum Hannibals. Of mikil bjartsýni er að búast við, að það yfirlætisleysi spretti af því, að kommúnistar séu almennt ósammála Hannibal, en margir þeirra eru hyggnari en svo, að þeir vilji láta standa sig jafn ljóslega að því að fórna hags- munum verkalýðsins í þágu sinnar eigin valdabaráttu. Þeir telja nauðsynlegt að hafa a.m.k. á sér það yfirvarp, að þeir séu að berjast fyrir bættum kjörum launþega. Annað mál er, að alltof oft hefur þar verið um yfirvarp- ið eitt að ræða. Er þó auðvitað ekki fyrir það að synja, að í röð- um kommúnista eru ýmsir sann- ir verkalýðssinnar, þótt þeir hafi látið stjórnmálaofstæki leiða sig á villigötur. Einhvern tíma hefði það þótt fyrirsögn, að hinum varfærnari í hópi kommúnista væri berum orðum ögrað af Framsóknarmönnum, svo sem gert er í. Tímanum s.l. fimmtu- dag. Þar segir: „Þessi mál eru nú loks að komast á það stig, að viðræður eru að hefjast milli nokkurra verkalýðsfélaga og atvinnurek- enda. Það eru félög norðanlands, sem ríða á vaðið að þessu sinni. Einhver drungi og deyfð er kom inn í verkalýðssamtökin í Reykja vík, svo að þau sinna orðið kjara baráttunni miklu minna en áður“. Annars staðar í sömu grein er raunar nokkuð slegið úr og í en ekki er um að villast, hvað fyrir Tímanum vakir. Ef svo vill verkast, er hann reiðubúinn að leggja út í „stríðið“ með Hanni- bal, enda er hann ekki síður fulltrúi Framsóknar en komm- únista í stjórn Alþýðusambands- ins. Tilbúnir örðugleikar Ijóta leik, sem auðsjáanlega er undirbúningi. Örðugleikarnir 1 efnahagslífi okkar eru heimatil- búnir. Þeir geta verið jafn hættu- legir fyrir því. En með góðvild og þolinmæði er hægt að sigr- ast á þeim og með því móti tryggja öllum betri hlut en eftir mundi verða að afloknuum frið- slitum og stríði. Kennedy Bandaríkjaforseti hélt nýlega ræðu, sem mikla at- hygli hefur vakið. í henni leit- aði hann eftir hléi í kalda stríð- inu og afvopnun, jafnframt því, sem hann lýsti, að Bandaríkin væru reiðubúin til friðsamlegrar samkeppni við hvaða þjóð í heimi sem væri. Orðrétt sagði hann: „Við skulum athuga viðhorf okkar gagnvart friði. Of margir halda að hann sé óraunhæfur, en slíkt er hættuleg uppgjafar- skoðun. Hún leiðir til þeirrar ályktunar, að ófriður sé óhjá- kvæmilegur — að örlög mann- kynsins sé ráðin — að við séum í höndum afla, er við getum ekki ráðið við. Við þurfum ekki að fallast á þá skoðun. Vandamál okkar eru búin til af mönnum. Þess vegna er hægt að leysa þau af mönn- um. Og mennirnir geta verið eins miklir og þeir vilja. Ekkert vandamál mannlegra örlaga eru utan við mennina sjálfa. Vit og andi manna hafa oft leyst það, sem virtist óleysanlegt, og við trúum því, að þeir geti enn gert það“. Margir hljóta að spyrja, hvort ekki sé nú nóg komið af þeim Allt er breyting- um undirorpið Síðan ræðir Kennedy um hvernig friði verði hugsanlega á komið og segir: „Komizt slíkur friður á, hald- ast deilur og gagnstæðir hags- munir með sama hætti og þekk- ist innan fjölskyldna og þjóða. Heimsfriður krefst ekki fremur en samfélagsfriður, að hver ein- stakur maður elski nábúa sinn, — hann krefst einungis, að þeir lifi saman í gagnkvæmu þol- gæði og setji deilur sínar niður með réttmætum og friðsamleg- um hætti. Sagan kennir okkur, að ekki helzt að eilífu óvinátta milli þjóða fremur en á milli ein- staklinga. Hversu fastmótuð sem samúð okkar og andúð kann að sýnast, hefur straumur tíma og atburða furðulegar breytingar í för með sér milli þjóða og ná- búa“. Þetta er mælt af víðsýni og skarpskyggni. Sannur lýðræðis- andi býr á bak við þessi orð. Sú góðvild og þolgæði, sem þarna lýsir sér, er líklegust til þess að skapa friðsamlegri heim. Öll þráum við, að slíkt ástand verði sem allra fyrst. En hvernig getum við búizt við, að aðrir setji niður sínar deilur og eyði tortryggni, ef við í þessu litla landi, þar sem svo mikil tengsl eru manna á milli, að líkast er stórri fjölskyldu, látum ' tor- tryggni og úlfúð ráða gerðum okkar? Óhjákvæmilegt er, að menn deili, hver verður að gæta sinna hagsmuna. Deilurnar mega ekki magnast svo, að sameigin- legir hagsmunir allra séu fyrir borð bornir. Sárindi þeirra sem undir verða í kosningum eru fyr- irgefanleg, en bráðlætisofsi má ekki verða til þess, að fórnað sé hagsmunum þeirra, sem trúnað sýndu þeim, er töpuðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.