Morgunblaðið - 16.06.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.06.1963, Blaðsíða 20
20 M O R C V ,1S B L A Ð I Ð í' !•« *. . H * * .1 rt Sunnudagur 16. júní 1963 HULBIRT FOOTNER: H Æ T IJ G IJ R FARMIR 13 — Ég er feginn, að þú skulir vera kominn um borð. Ég treysti þér til að hjálpa mér með hann Horace. Martin rétti úr sér og sleppti banjóinu. Hann deplaði augum og stakk fingrinum í hálsmálið. — Frú mín, þú mátt stíga fæti þínum á þennan háls. Eða segja til og þá hleyp ég fyrir borð, ásamt með þessu banjói. En til hins treysti ég mér ekki að fá húsbóndann til að haga sér eins og maður með viti. Hún hló að bullinu í honum. — í»ú hefur meiri áhrif á hann en þú heldur sjálfur. Eftir því að dæma, hvernig hann talar um þiy vildi ég halda, að þú værir eina manneskjan hér um borð, sem hann tekur tillit til. Martin horfði á hana rannsak- andi augum. — Nei, ekki sú eina, sagði hann og gaf meira í skyn en orðin sögðu. — En þú ert að koma mér í mikil vandræði, frú mín. Biður mig um að grafa mig öðrum til gagns. En frú Storey svaraði engu þessum dylgjum. — Já, víst er það sorglegt, sagði hún með upp- garðar samúð. — En maður, sem hefur ánægju af að hlusta á sjálfan sig, þarf aldrei að láta sér leiðast. Martin hætti allri gamansemi. — Hvernig er ástandið? sagði hann. — Þú veizt vel, til hvers mér var boðið í þessa ferð, sagði hún. — Já, Horace sendi mér skeyti þar að lútandi. — Meira get ég ekki sagt þér í bili, sagði hún. — Hér er of margt fólk á höttunum. Við tvo verðum að láta eins og við eig- um trúnað hvors annars. Ég skal finna átyllu seinna. Við skulum vinna saman. Horace kom nú upp skipshafn- arstigann aftur í. Með honum var hr. Niederhoff, hinn snyrti- legi stýrimaður og Les Farman, hinn stórvaxni, sem var lagleg- asti hásetinn á skipinu, og svo Fahrig, fúlmannlegur þjónn, sem var skósveinn skipstjórans, að því er ég hafði heyrt. Horace kom til okkar og and- litið var svart sem þrumuský. I rtin fór að fitla við banjóið. Fahrig læddist fram eftir, en Niederhoff gekk út að borð- stokknum og starði út á sjóinn, e Les Farman stóð kyrr við stigann. Það vár augljóst, að eitt- hvað ófriðlegt hafði gerzt niðri í okipinu. Horace hvæsti að Martin. — Hættu þessu bölvuðu kattarvæli! Martin saug inn kinnarnar og lagði frá sér banjóið á borðið. Horace lét fallast þungt niður I stólinn hinumegin við frú Storey. Maðurinn var eins og eitraður af innibyrgðri reiði. Húsmóðir mín sagði: — Hefurðu lokið leit- inni — Já, urraði hann. — Fann hvorugan. — Ertu sannfærður um, að þeir séu ekki um borð? — Nei, sagði hann og bölvaði. — Ég held, að allur óaldarflokk- urinn sé með samtök. Skips- skrokknum er skipt í fimm vatns heh hólf, og það eru vatnsheld- ar hurðir á milli, sem ekki er ætlazt til, að séu opnaðar. En meðan við vorum að fara milli hólfanna, uppi á þilfari, var auð- vitað hægðarleikur að opna dyrn ar og sleppa í gegn. Frú Storey var svo forsjál að segja ekki neitt, en jafnvel þögn hennar æsti hann upp. — Hvers vega segirðu ekki, að þetta hefð- irðu sagt mér strax? hvæsti hann að henni. — Þú hugsar það hvort sem er! Hún yppti ofurlítið öxlum en svaraði engu. Það vildi svo til að reiðiglamp andi augun í Horace, lentu á Les Farman í þessu andartaki. Lag- legi hásetinn stóð þarna bara og beið eftir frekari fyrirskipunum, rólegur á svip, en vonzkan í Horace var komin á það stig, að hann varð að hafa einhvern til að skeyta skapi sínu á. Hann þaut upp. — Til hvers ertu að standa þarna og glápa á mig? Farðu til þinnar vinnu. Hásetinn leit á hann eins og hissa. — Þér höfðuð ekki sagt mér, hvort þér þyrftuð mín meira með, sagði hann. — Ég þarf þín ekkert meira, sagði Horace. Farðu fjandans til, þangað sem þú átt að vera! Les Farman leit hægt og fast á hann og lagði af stað fram á. En hann flýtti sér ekki nógu mikið til að gera hinn ofsareiða Horace ánægðan, svo að hann hratt honum fast aftan frá. Um leið og Les náði jafnvæginu, leit hann við, náfölur, og Ijót hrukka kom á ennið á honum. Hann sneri sér að Horace með kreppta hnefa. Ég hélt, að hann ætlaði að rjúka í hann. Ég sá Niederhoff koma og bera hönd að bakvas- anum, til þess að verja Horace. En Les Farman bjargaði þessu við sjálfur. Hann stillti sig með miklum erfiðismunum og hörku- legt bros breiddist út um lag- lega andlitið. — Hægan, hægan, húsbóndi, sagði hann dræmt, og gekk síðan fram á. Vitanlega bætti þetta ekki skapið í Horace. Hann lét fallast í stólinn við hliðina á frú Storey og stundi. En á meðan læddist Niederhoff niður stigann. Nú var húsmóðir mín ekki lengur í neinu skapi til að vægja Horace. Hún sagði lágt: — Þú ert búinn að gera bezta manninn um borð að óvini þín- um. — Ég held það megi vera sama, hvæsti Horace. — Það munar ekki um einn mann til eða frá. XI. kafli. Meðan við vorum öll saman- söfnuð við hádegisverðarborðið, stakk Adrian Laghet upp á því — glaðklakkalegur að vanda — að við héldum dansleik um kvöldið, uppi á þilfarinu. — Vindurinn gengur niður með sólinni á hverju kvöldi, og nóttin er eins og svart flauel, sagði hann með tilfinningu. Það væri skömm að nota sér það ekki. Horace, sem hafði ekki sagt orð alla máltíðina, glotti háðs- lega að þessari uppáfinningu b r ó ð u r síns. Geðvonzkulegt augnatillit hans færðist andlit frá andliti kring um borðið, til þess að sjá, hvernig við brygð- umst við þessari tillögu. Frú Storey, sem kunni manna bezt tökin á Horace, lét eins og hún væri hrifin af henni. — Uppi á bátadekkinu — und- ir stjörnunum, sagði hún. En hin voru þessu eindregið andvíg. Martin, Soffía, Tanner læknir og jafnvel Emil og Celia, sem þráðu áreiðanlega ekki ann- að meira en dansa saman, en all- ir héldu þetta ekki mundu verða hættulaust undir þessu eitraða augnatilliti Horace. Adela, sem sat þarna við borðið, eins og guggin afturganga, sagði ekkert, en svipurinn leyndi sér ekki. Og kannski hefur mér verið eins farið. Hugsa sér að fara að efna til dansleiks, þegar Svona Ijótar ástríður suðu og kraumuðu und- ir, hjá öllum þátttakendum. Þegar Horace sá, að meiri- hlutinn var þessu andvígur, gat ekkert haldið aftur af honum. Hann hló harðneskjule,ga og barði í borðið. — Ágætt! æpti hann. — Við skulum dansa og skemmta okkur fram á rauðan morgun! — Má ég skipa að láta skreyta bátadekkið? spurði Adrian með ákafa. — Hafðu það eins og þú vilt, sagði Horace. aiutvarpiö Sunnudagur 16. júní. 8:30 Létt morgunlög. — 9:00 Fréttir. 9:10 Morguntónleikar: — (10:10 Veð- urfregnir). 11:00 Messa í Kópavogskirkju (Prestur Séra Gunnar Árnason. Organ- leikari: Guðmundur Matthías- son). 12:15 Hádegisútvarp. 14:00 Miðdegistónlélkar. 15:30 Sunnudagslögin. — (16.30 Veður- fregnir). 17:00 Færeysk guðsþjónusta (Hljóð- rituð í Þórshöfn). 17:30 Barnatími (Hildur Kalman): a) Leikrit: „Gilitrutt'4 eftir Drífu Viðar. Leikendur: Erna Sigurleifsdóttir, Steindór Hjör- leifsson og Jón Sigurbjörnsson (Áður útv. 1955). b) „Skraddarinn hugprúði", ævintýri eftir Jakob Grimm. — Það var ekki við öðru að búast. Það stendur á flöskunni, að lyfið f jarlægi öll grá hár. c) Guðrún og Ingibjörg Helga- dætur syngja Fúsintes-þuluna og fleiri lög (Áður útv. 1950). 18:30 „Blærinn í laufi: Gömlu lögin sungin og leikin. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veður- fregnir. 19:20 Fréttir. 20.00 Svipazt um á suðurslóðum: Séra Sigurður Einarsson flytur átt- unda erindi sitt frá ísrael. 20:15 Tónleikar í útvarpssal: Helga Ingólfsdóttir leikur á píanó Konsert í ítölskum stlí eftir Bach og „Pour le piano'* cftir Debussy. 20:45 Erindi: Landnámssúlur Helga magra / eftir Lárus Rist (Sigur- jón Rist flytur). 21.00 Samsöngur: Kvartettinn Leik- bræður syngur. 21:10 Skarð á Skarðsströnd, — dagskrá á vegum Breiðfirðingafélagsins í Reykjavík. Séra Árelíus Níels- son flytur erindi, Erlingur Hans son les bókarkafla eftir Oscar Clausen, og Ástvaldur Magnús- son segir frá. — Ennfremur sönglög af plötum. 22:00 Fréttir og veðurfr. — 22:10 Danslög. — 23:30 Dagskrárlok. Mánudagur 17. júní. (Þjóðhátíðardagur íslendinga) 8:30 Morgunbæn sr. Þorsteinn Jóhann esson, fréttir og sönglög. 10:10 Veðurfregnir. — 10:20 íslenzk kór- og hljómsveitarverk. 12:00 Hádegisútvarp. 13:40 Frá þjóðhátíð í Reykjavík: a) Hátíðin sett (Ólafur Jónsson lögreglufulltrúi, formaður þjóð- hátíðarnefndar). b) Guðsþjónusta í Dómkirkjunni (Séra Bjarni Jónsson vígslu- biskup messar; Dómkórinn og Kristinn Hallson syngja; dr. Páll ísólfsson leikur á orgel). c) 14:15 Hátðíarathöfn við Aust- urvöll: Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, leggur blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Þjóðsöng- urinn leikinn og sunginn. — Forsætisráðherra, Ólafur Thors, flytur ræðu, — Ávarp Fjallkonunnar. — Lúðrasveitir leika. d) 15:00 Barnaskemmtun á Arn- arhóli: Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi ávarpar börn- in. — Lúðrasveit drengja leik ur. — Árni Tryggvason, Bessi Bjarnason o.fl. flytja atriði úr barnaleiknum „Dýrin í Hálsaskógi" eftir Thorbjörn Egner. — Baldur og Konni skemmta. — Barnakór Lauga- lækjarskóla syngur undir stjórn Guðmundar Magnús- sonar, skólastj. — Valur Gíslason og Klemenz Jónsson flytja stutt KALLI KUREKI * — Teiknaii: Fred Harman YOU BETTER BE HERE WHEK) t ÖET BACK! IF YOU AIN'T, I’UL SWEAR OUT A BLACKMAIL WARRAWT.-‘AW' I’LL RUW YOU ’T’EARTH, IF IT‘5 TH’ LAST . THIMC-l EVERPO' WHYWOULP I RUM OUT? I DIDWT SHOOT MOBODY/ X TRIED T'HELP YOUR PARDWER SETAWAY.-BUT YOU'RE ’ PUTTW'TH’NOOSE AROUWD HIS WECK' VRMEFRIEMD VOU ARE fj— — Ég ætla að elta gamla manninn, og þegar ég er búinn að finna hann, förum við til lögreglustjórans allir þrír. — Ertu vitlaus að koma yfirvöld- unum í þetta mál. — Það er vissara fyrir þig að vera héma, þegar ég kem aftur. Ef þú verður það ekki mun ég leggja eið að fjárkúgunarkæru, og ég mun jafna rækilega um þig, jafnvet þótt það verði mitt síðasta. —Hvers vegna ætti ég að hlaupast frá öllu. Ekki skaut ég neinn. Ég reyndi að hjálpa félaga þínum að kom ast undan, en þú ert að reyna að koma snörunni um hálsinn á honum. Þú ert dálaglegur vinur. atriði úr „Pilti og Stúlku". —• Bessi Bjarnason og Árni Tryggvason flytja leikþátt: „Pétur pylsa og Kalli kúla'*, — Savannatríóið syngur. -■* Klemenz Jónsson stjórnar leikþáttum og skemmtuninni í heild. e) 16.15 Hljómleikar á Austur- velli: Lúðrasveit Reykjavík- ur leikur. Stjórnandi: Páll Pampichler Pálsson. f) 16.45 Útvarp frá íþróttaleik- vanginum í Laugardal: Lúðra sveitin Svanur leikur undir stjórn Jóns Þórarinssonar. Baldur Möller, form. íþrótta- bandalags Reykjavíkur, flyt- ur ávarp. — Sigurður Sigurðs son lýsir íþróttakeppni. — Einnig leikin lög af plötum, 18.00 íslenzkir miðaftanstónleikar: a) Rímnadansar eftir Jón Leifs (Sinfóníuhljómsveit íslands leikur; Olav Kjelland stjórn- ar). b) Píanólög eftir Skúla Halldórs- son (Höfundur leikur). c) Tilbrigði við rímnalag op. 7 eftir Árna Björnsson (Hljóm sveit Ríkisútvarpsins; dr, Victor Urbancic stjórnar). d) Liljukórinn syngur alþýðu- lög; Jón Ásgeirsson stjórnar, e) Lagasyrpa eftir Sigfús Ein- arsson (Hljómsveit Rkisút- varpsins leikur; Bodhan Wo- diczko stjórnar). 19.00 Tilkynningar. — 19.20 Veður- fregnir. — 19.30 Fréttir 20.00 Frá þjóðhátíð í Reykjavík: Kvöld vaka á Arnarhóli: a) Lúðrasveitin Svanur leikur, Stjórnandi Jón G. Þórarinsson b) Karlakór Reykjavíkur syngur Stjórnandi: Jón S. Jónsson. Einsöngvarar: Guðm. Guðjóns son og Guðm. Jónsson. c) Geir Hallgrímsson borgar- stjóri flytur ræðu. d) Ólafur Þ. Jónsson syngur. Við píanóið: Ólafur Vignir Al- bertsson. e) Valdimar J. Líndal flytur kveðju frá V-slendingum. f) Tvísöngur og kvartett. g) Gamanþáttur eftir Svavar Gests. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög (útvarpað frá skemmt- unum á Lækjartorgi, LÆekjar- götu og Aðalstræti). 02.00 Hátíðahöldunum slitið. Þriðjudagur 18. júní. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna. 15.00 Síðdegisútvarp. — 17.00 Endurt. tónlistarefni. 18.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. 19.20 Veðurfregnir — 19.30 Fréttir. 20.00 Pavel Lisitsjan syngur óperuaríur 20.25 Frá Mexico; I. erindi (Magnús Á. Árnason, listmálari). 20.45 Tónleikar: Concerto grosso 1 F+ dúr op. 6 nr. 9 eftir Hándel. 21.00 Móðir og barn (dagskrá Kven* réttindafélags íslands). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lög unga fólksins (Guðný Aðal- steinsdóttir). 23.00 Dagskrárlok. S— ÞJÓhlUSTA F&ÖDlSK ÞjÓNUtfA andlitsböS fiandsnurtincj tyárqreiðsla CeiSbeint met i/al Snyrtiisöru. valhöll SsisSí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.