Morgunblaðið - 02.07.1963, Side 1

Morgunblaðið - 02.07.1963, Side 1
24 síðun 50. árgangur 145. tbl. — Þriðjudagur 2. júlí 1963 Prentsmiðja Mor<íttnbIaðsins Njdsnaði Wennerström einnig fyrir nazista? Talið, að hann hafi af þeim sökum verið þvingaður til njósna fyrir Sovétríkm. DANSKA blaðið „Informati- on“ skýrir frá því á sunnu- dag, og hefur eftir „Stock- holms-Tidningen“, að svo megi vel vera, að Wenner- ström, ofursti, sem orðið hef- ur uppvís að njósnum fyrir Sovétríkin, hafi einnig njósn- að fyrir nazista á sínum tíma. Er því haldið fram, að vegna þessarar starfsemi hafi sov- ézku leyniþjónustunni tekizt að þvinga Wennerström til Róm, 1. júlí — AP — NTB ER Kennedy, Bandaríkjafor- seti, kom til Rómar í dag, flugleiðis frá Mílanó, bar mjög á því, að honum voru ekki veittar eins hlýjar við- njósna, en hótað honum upp- ljóstrun ella. f þessum skrifum er því haldið fram, að vart sé hægt að rekja njósnir Wennerströms til fé- leysis. Hann hafi átt ríka ætt- ingja, sem vel hefðu getað séð honum fyrir nægu skotsilfri, hrykkju laun hans ekki til. í grein „Stockholms-Tidning- en“ segir: „Það kann að verá, að sovézka leyniþjónustan hafi komizt að því, við athugun þýzkra leyniskýrslna, að Wenn- erström hafi njósnað fyrir naz- tökur og hann hlaut í Vestur- Þýzkalandi. Að vísu söfnuðust nokkrar þúsundir manna saman við götur þær, er íorsetinn ók Framhald á bls. 2. ista á stríðsárunum. Þannig hafi gefizt tækifæri til þess að þvinga hann til frekari njósna. Wenner- ström á ríka ættingja, sem vel hefðu getað séð honum fyrir fé, hrykkju laun hans ekki til“. Enn fremur segir: „Wenner- ström hefur sennilega verið und- ir áhrifum frænda síns, sem var liðsforingi í stórskotaliðinu. — Frændinn talaði rússnesku, og hefur unnið í Rússlandi á vegum Rauða krossins, þar sem hann hafði mikil afskipti af fanga- skiptum. Frændinn starfaði mikið á veg- um „andspyrnuhreyfingar" á stríðsárunum, en það var félags- skapur, sem nazistar náðu síðan tökum á. Þar að auki hefur frænd inn staðið að útgáfu tímarita, er voru mjög vinsamleg í garð naz- ista“. Þá segir síðar í greininni, að Wennerström hafi á sínum tíma lýst því yfir, að hann væri „góður nazisti“. KOMIÐ hefur í ljós við. réttar- höldin yfir Wennerström, að hann er ekki sjálfur sér sam- kvæmur. Hafa honum orðið á ýmsar missagnir, jafnvel hrein ós .nnindi farið honum um munn. Tilkynnt var í Stokkhólmi í dag, að sérstök öryggismálanefnd myndi senn sett á stofn, til þess að ganga úr skugga um, að hve miklu leyti njósnir Wenner- ströms hefðu veikt varnir Svi- þjóðar. Sú nefnd mun starfa á vegum hersins. Kennedy hálf kulda- lega tekið í Róm Jullus BomhoK menntamáíarflWherra Banmerkur, Helgt Slvertsen menntamálaráðherra Noregs, K. Helveg Petersen fræðslumálaráðherra Danmerkur, Ragnar Edmman menntamálaráðherra Sví- þjóðar, og Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra. Myndin var tekin við komu norrænu mennta- málaráðherranna á Reykjavíkurf iugvelli í gærkvöldi — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. Fundur menntamálaráðherranna hefst í Rvík í dag KL. 10 i dag hefst fundur mennta málaráðherra Norðurlanda í Há- tíðasal Háskóla Islands, að af- loknunf blaðamannafundi, sem ráðherrarnir halda kl. 9:30. Komu ráðherrarnir og fylgdarlið þeirra flugleiðis til íslands kl. 11 í gær- kvöldi en héðan halda þeir aftur á föstudagsmorgun. Fundurinn stendur í tvo daga, ®g verður einkum rætt um Nor- rænt hús í Reykjavík, starfsregl- ur norræna búsýsluháskólans, lýð háskóla í Kungálv í Svíþjóð og samstarf á sviði æðri menntunar og vísinda. Á fimmtudaginn býður mennta málaráðherra ráðherrunum og föruneyti þeirra til Þingvalla, að Guilfossi og Geysi og að Skál- hoiti. Af íslands hálfu sitja fundinn auk menntamálaráðherra Gylfa Þ. Gíslasonar þeir Birgir Thorla- cius, ráðuneytisstjóri, Ármann Snævarr, háskólarektor, Heigi Elíasson, fræðslumálastjóri, Knút ur Hallsson, deildarstjóri og Árni Gunnarsson, fulltrúi. Auk þess sitja fundinn fyrir hönd Norður- landaráðs þeir Gísli Jónsson, fyrrv. alþm. og Friðjón Sigurðs- son, skrifstofustjóri Alþingis. Fundinn munu sitja alls 30 manns, þar af sex ráðherrar þar eð báðir menntamálaráðherrar Danmörku koma. Menntamála- ráðuneyti Dana er sem kunnugt er tvískipt, annars vegar fræðslu- málaráðuneyti og hinsvegar menningarmálaráðuneyti. Olafur Noregskon- ungur sextugur í dag Ólafur Noregskonungur er sextugur í dag. íslendingum er hann að góðu kunnur, ekki sízt vegna heinisóknar hans hingað til lands í maí-mán- uði 1961. Pá vann hjörtu allra sem honum kynntust. Hann er fyrsti og eini konungur, Norð- manna, sem komið hefur í heimsókn til íslands. Ólafur Noregskonungur er fimmti í röðinni í konungatali Noregs, sem ber nafnið Ólafur, en þeir fjórir sem á undan koma eru íslendingum vel kunnir. Frá þeim segir í Noregskonungasög- um, sem skrifaðar eru af íslenzk- um sagnariturum endur fyrir löngu og íslenzkaf kynslóðir hafa lesið öldum saman. Fyrstur þeirra var Ólafur Tryggvason, síðan Ólafur Har- aldsson hinn helgi, sá þriðji í röðinni Ólafur kyrri, sonur Har- alds harðráða og loks Ólafur konungur Magnússon. Þarf ekki hér að rifja upp kynni íslend- inga af þessum konungum, eins auðveldlega og lesendur blaðs- ins geta kynnt sér líf þeirra og störf. Ólafur konungur er sonur Há- konar Noregskonungs og Maud Bretaprinsessu. Kristján IX Danakonungur var langafi hans, en langamma Viktoría Breta- drottning. Þegar hann fæddist hét faðir hans Karl Danaprins. Konungsfjölskyldan kom til Noregs í nóvember 1905, en Norðmenn höfðu eins og kunn- ugt er einróma valið sér kon- ung við þjóðaratkvæðagreiðslu. Það þótti ógleymanlegur atburð- ur, þegar Hákon konungur lyfti krónprinsinum tveggja ára göml- um á handlegg sér upp fyrir borðstokkinn í augsýn tugþús- unda norskra áhorfenda. Prins- inn veifaði fána til fólksins. Það var gagnkvæm ást við fyrstu sýn. Ólafur konungur hefur verið glæsileg fyrirmynd alls þess sem bezt er í fari norsku þjóðarinn- ar.Er óhætt að segja að hann sé elskaður og dáður um allt Framhald á*bls. 23 EBE lækkar tolla Brussel, 1. juli — NTB. TILKYNNT var í Brússel i dag, að lönd Efnahagsibanda- lags Evrópu hefðu í dag enn lækkað tolla sin á milli. Þá hafa og vissar tollalækkánir átt sér stað gagnvart öðrum löndum. Breytingar á ytri tollum fela í sér 30% viðbótarlækkun á mismuni þeim, sem verið hefur milli tolla einstakra EBE-landa og sameiginlegs ytri tolls bandalagsins. Með þessum lækkunum hef- ur verið farið tveimur og hálfu ári fram úr upphaflegri I áætlun um lækkun tolla. | Heildartollalækkanir milli / landanna sex, frá árinu 1953, i nema nú 60% á iðnaðarvörum 1 og 45% á landbúnaðarvörum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.