Morgunblaðið - 02.07.1963, Side 17

Morgunblaðið - 02.07.1963, Side 17
Þriðjudagur 2. júlí 1963 TUORGVNBL'AÐID 17 - Kanadamennlrnir Framhald af bls. 8. sr. Jack hefði nefnt 3-4 þús. kanadiska dollara á ári fyrir 40 tíma vinnuviku eða 120-200 þús. kr. á ári. Þetta hefði hann sagt í sjónvarpi, jafnt og við ein- Staklinga. Með lítið barn í verbúð í gömlu timburhúsi hefur Hraðfrystistöðin verbúð. í einu herberginu liggur 6 mán. gam- alt barn og brosir og lætur ekk- ert á sig fá hlátrasköllin og skrækina úr hinum herbergjun- um og það að mamma getur ekki sæmilega og leggja fyrir fé, þar sem við áttum að geta það skv. upplýsingum. Þarna býr líka Kristína Buch- anan. Hún var sölukona heima. Við komum hér ugglaus, höfðum ekki rétta myrid af því hvernig aðstæður væru. Fólkinu hér virð ist sama þó það vinni mikinn hluta sólarhringsins, en við er- um óvön því, og mörg hefðu ekki komið hefðu þau vitað að laun- in væru lægri en þaU höfðu heima. Ég hafði 70-120 kr. á tímann. Mér líkar ákaflega vei við fólkið og ég á ættingja í Keykjavík, og vildi gjarnan vera Hjónin Robert og Veronika Saedal. þvegið því vegna vatnsieysis. Það bíður bara þangað til kalt vatn kemur og hægt er að nota handlaugina í herberginu. En foreldrarnir, Þorsteinn og Marian Sigurdur, eru örvæntingarfull yf- ir ástandinu. — Okkur voru gefnar alrangar upplýsingar, seg- ir Marian. Sr. Jack vissi að við vorum með lítið barn. Hann sagði okkur að við gætum feng- ið íbúð og kaupið væri miklu hærra en maðurinn hafði við járnbrautirnar. En útkoman er sú, að hann hefur liðiega 20 Jtr. á tímann, borgar 420 kr. á viku í fæði fyrir sig, 350 fyrir mig og þá er eftir að kaupa fæðið fyrir barnið, og barnamjölið er gífurlega dýrt. Við höfum engan stað að vera á nema þetta her- bergi, þar sem ég hefi ekki heitt vatn og barnið getur ekki sofið fyrir hávaða. Þeir segjast ætla að hjálpa okkur að fá íbúð, en svona hefur þetta verið í tvær vikur og við vitum ekki hvað við eigum að gera. Við verðum aldrei búin að spara fyrir far- inu heim. Við höfðum hugsað okkur að vera hérna, lifa rétt — Hvað segja jbe// Framhald af bls. 12. — Þeir skipstjórar, sem ég hef rætt þessa hugmynd við, hafa tekið henni mjög vel og er ég að vona, að þetta fyrir- komulag verði almennt tekið upp á íslenzkum síldarskipum. — Þá má segja frá því, að rætt hefur verið um að gera skjólborð nótakassa úr gata- plötum, þannig að sjór geti. auðveldlega runnið í gegn um þau. — Að sjálfsögðu eru mörg önnur atriði, sem ýmist hafa verið gerðar tillögur um eða kröfur af skipaskoðun ríkis- ins. — f sambandi við stöðug- leikaútreikninga fiskiskipa má geta þess, að á fundinum í London voru mættir fulltrúar frá fiskibátadeild FAO og buðu þeir tii sérfundar um þau mál í Gdansk í Póllandi í októbermánuði nk. — Hugmynd FAO er að sjálfsögðu að flýta starfi að athugunum á stöðugleika fiski skipa, sem víða um heim er vandamál. f ráði er, að ég Bæki FAO-fundinn. — Áhugi FAO á þesum málum stafar af því, að á kvæðin um stöðugleika fiski- skipa munu sennilega fela í sér takmörkun á hleðslu þeirra, en FAO hefur fyrst og fremst í huga, að fæðuöflun verði sem mest í heiminum. áfram og reyna að koma mér betur fyrir. Og þarna býr líka eini maður- inn, sem kveðst ekki hafa geng- ið að því gruflandi hvað hann ætti í vændum og hann er líka harðánægður. Hann heitir Joe Dalman og fékk sínar upplýs- ingar hjá 3 ísiendingum, sem hann vann með í Kanada og sem höfðu verið í Eyjúm. Báðir for- eldrar hans eru af íslenzkum ættum og hann ætlar að vera hér og læra málið og sjá landið og borða heilmikið af harðfiski. Hann hafði svipaða vinnu í frysti húsi í Vaneouver, en hærri laun, en það vissi hann líka fyrirfram. ★ Stór hópur Kanadamanna var að drepa tímann á laugardags- kvöldið með því að spila póker í stóru herbergi í verbúðum, sem er á loftinu í nýju húsi Vinnslu- stöðvarinnar. Þeir hættu að spila, og sögðu fréttamanni að þeir hefðu íengið ranga hugmynd um laun og aðstæður áður en þeir komu. Árslaun hefðu þeir talið að yrðu 140-160 þús. kr. á ári fyrir venjulegan vinnutíma, ódýrt að lifa og lífskjör mjög góð. n eftir því sem þeir ættu að venj- ast, væri þetta allt annað. Einn- ig kvörtuðu þeir yfir matnum, sem þeir gætu illa fellt sig við, einkum að þurfa að byrja vinnu á fastandi maga. Að öðru leyti líkaði þeim vel við vinnuna og fólkið. í hópnum voru: John Owen Burton, sem hefur stund- að landbúnaðarstörf heima, Bob Ohsberg, sem starfaði við mat- vælafyrirtæki, Don Líndal, sem kveðst hafa komið til að kynnast íslandi og á von á konu sinni í haust og vonar að hann geti þá komið sér fyrir annars staðar á landinu, Lawrence Goodman, stálverkamaður, Carl Helgason, sem kveðst hafa ætlað að vinna hér fyrir þau laun sem sr. Jack sagði að hægt væri að hafa og halda eftir 2 ár áfram til Evrópu til að sjá sig um, Hjalti Melsted, sem kvaðst hafa komið til að vinna og sjá ísland, en hann hefði ekki gert sér grein fyrir því að hann þyrti að vinna 20 tíma á dag til að geta sparað fyrir ferðalögum eftir 6 mánuði, Laurie Arnason, sem vinnur í timburiðnaðinum fyrir 160 þús. kr. á ári, en átti von á hærri tekjum hér, Gísli Borgfjörð, námaverkamaður, sem hafði hald ið að hann gæti safnað fé hér og haldið áfram fyrir það til að sjá sig um í heiminum, en segist ekki hafa vitað að það þyrfti 2 ár til að safna fyrir farinu til Skotlands, Alan Carl- son, sem kvaðst hafa fengið þær upplýsingar að með 8 stunda vinnu gæti hann lifað ágætlega og ferðaðizt og ky.nnzt íslandi og loks Hollendingurinn Leo Leen- dert. Leendert er eini maðurinn sem var atvinnulaus í Kanada. Hann kvaðst hafa haft 33 dali skattlausa í atvinnuleysisstyrk á viku eða um 1320 kr. og prest- urinn hefði sagt sér að hann gæti sent heim 50 dali á viku til konu og 3ja barna og því kom hann. En nú segist hann hafa 1700 kr. fyrir 48 stunda vinnu- viku og þé sé hægt að sjá hve mikið fari heim. Woodrow Sigurðsson, Dorland Josepsson og Christie Dalman — þrír óánægðir. Andlit á borðum Þá sem eftir voru reyndum við að ná í, þegar þeir komu í mat á sunnudeginum. Við biðum við útidyrnar og þeir lofuðu að tala við okkur, þegar þeir væru búnir að borða, flestir komu um hæl út aftur. — Hva, eruð þið búnir að borða? spurð- um við, það var óþarfi að flýta sér svona. — Nei, það voru andlit á borð- um, var svarið og þeir flýttu sér út aftur. Einkum var svip- urinn á konunum vesældarleg- ur, er þær komu út eftir að hafa séð sviðin. Barbara Bárdarson skrifstofu- stúlka og Alda Einarsson hár- greiðslukona lýstu því báðar yf- ir að þeim líkaði ekki á íslandi. Þeim hefði verið sagt að þær gætu haft 120-200 þús. kr. í laun á ári, gott fæði og góð herbergi, en ekkert væru þær ánægðar með.'Þeim var sagt að þær gætu haft það betra en í Kanada, en segja það alrangt. Haraldur Gauti borðaði sín svið. Hann hafði komið til ís- lands til að sjá landið, en mamma hans kom hér í fyrra. Ættfólk hans er á Mýri í Bárðardal og Bólstað. Hann segir að aðstæð ur hafi verið alltof mikið gyllt ar fyrir fólkinu, einkum kaupið, en að öðru leyti er hann ekkert óánægður. Jóhann Þorsteinsson sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með þetta fyrst, en er það ekki leng- ur. Hann er frá fiskibæ og kúnn- ugur vinnunni. Afi hans var frá Höfn og. hann ætlar að vera hér, sjá landið og reyna seinna að fara ferð til Noregs og Danmerk ur. Þrír af Kanadamönnunum komu ekki í mat. Þeir búa saman í húsi uppi í bænum og við þurft- úm að vekja þá kl. 1 á sunnu- deginum. Newton Thomson sagð- ist hafa verið 3 daga að vinna fyrir 624 kr. 15 dölum, og fynd- ist það hlægilegt, einkum þar eð hann hélt að hann gæti haft um 20 þús. kr. á mánuði. Chris Johnson sem er fiskimaður í Kanada, kvaðst vera af íslenzk- um ættum og hafa komið til að sjá sig um á íslandi, og halda svo áfram til Evrópu, en nú vissi hann ekki hvort hann gerði þetta, fyrst miklu minni laun væru en hann hefði reiknað með. Prentum allskonar aðgöngumiða, kontrolnúmer, merkímiða og límmiöa á rúllupappfr. Afgreiðslubox fyriplíggiandi. HILMIR Skipholt 33 - Simi 35320 Allan Ingimundarson, sem hefut verið í háskóla, hafði sama i hyggju. Hann fór úr byggingar- vinnu méð yfir 100 kr. á tímann heima, en segist nú borga 3 klst. vinnu fyrir rolluket eða fiskmál-- tíð. En auðvitað sé ekki hægt að koma í annað land og setja út á allt. Allir séu bara vonsvikn- ir af því þeir áttu von á betra. Og hann kveðst ekki vera á förum fyrr en hann sé búinn að sjá landið. E. Pá. - Einar varÖi Framhald af bls. 11 ar er hörkusókn hjá Val. Akur- eyrarvörnin virðist vera brostin og leiðin í mark opin. Töldu nú allir víst að Valsmönnum tækist að jafna, en á einhvern óskilj- anlegan hátt hrökklaðist boltinn utan við stöng . Þá kemur nú leiftursókn Akur- eyringa. Skúli og Kári bruna upp með ágætum samleik, en Björg- vin ver á marklínu mjög fallega stórhættulegt skot. Nokkrum sekúndum síðar var leiknum lofe- ið. A Idðin Liðin eru bæði nokkuð góð og áþekk að styrkleika eins og úr- slitin gefa til kynna. Akureyr- ingar voru meira í sókn en Vals- vörnin er ákaflega sterk. Jafn- tefli hefði ekki verið ósanngjöm úrslit, en úr því að markamunur var á annað borð, átti hann tvi- mælalaust að vera Akureyringum í vil. Sóknarleikur þeirra var hvassari, einkum miðjuþrenning- arinnar. Einar Helgason var af- burða góður í markinu, tvímæla- laust bezti maðurinn á vellinum í þessum leik. ekkert heimili án hásbúnaðar litið á_______ husbúnaðinn hjá husbún a ði laugavegi 26 simi 209 70 SAMBAND HÚSGAGNAFRAMLEIÐENÐA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.