Morgunblaðið - 13.07.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.07.1963, Blaðsíða 13
Laugardagur 13. júlí 1963 MORGVISBL 4 ÐIÐ 13 Ferðamannalandið ísland ViW ^ Hvergi er eins mikið lesið og á tslandi. Þar eru jafnmargir rithöfundar og íbúar. Eftir Willy Breinholst Nú er kominn sá árstími, að hingað fer að koma fjöldi ferða- manna frá ýmsum löndum. Dag- blöðin birta viðtöl við' marga þeirra, þar sem þeir lýsa hrifn- ingu sinni af landi og þjóð mjög fjálglega: „ísland er dásamlegt“ o.s.frv., án þess að skilgreina nánar, hvað þeim finnst dásam- legt ,og hvað þeim líki miður. Þetta verður nokkuð einhliða lesning þegar til lengdar lætur og síður en svo fróðleg. Það er því skemmtilegt og smekklegt af einu þeirra fyrir- tækja, sem verja fé til auglýs- inga og landkynningar erlendis, Flugfélagi íslands, að velja í ný- útkominn bækling fyndna og líf- lega grein eftir danska blaða- manninn Willy Breinholst, sem dvaldi á íslandi sl. haust. Grein- in er kannske ekki stórmerkt heimildarrit, en bregður upp ó- líkt skemmtilegri mynd en lof- gerðarvella sú, sem venjulega er i landkynfiingarbókum. Bókin er öll einkar smekkleg og fallega prentuð. Útgefandinn er Anders Nyborg í Kaupmannahöfn. Mbl. hefur fengið leyfi til að birta grein Breinholst, og fer hún hér á eftir: Eldeyjan fornaldarlausa Engin ástæða er til að vera si- fellt að stefna að því að komast til tunglsins, Venusar, eða nokk- urrar annarrar plánetu, meðan við höfum ísland. Landfræðingar og aðrir fræðimenn eru sjálfsagt é annarri skoðun en venjulegur einfeldningur, sem kemur í fyrsta skipti til Sögueyjunnar, er ekki 1 neinum vafa: ísland hlýtur að vera reikistjarna, hluti af ann- arri plánetu, sem einhvern tíma — og það ekki fyrir svo mjög löngu — hefur dottið með mikl- um gusugangi í Atlantshafið. Ennþá sýður, bullar og spýtist um allt milli hraunhellanna. kólnuð, heldur aðeins með mátu- Reikistjarna, sem ekki er enn iega þykkri skurn, til þess að hættandi sé á að stíga á hana. Með varúð og forvitni Hvílík draumaveröld! Allt, sem maður hefur áður séð af heiminum, og þá eru bæði hvelin meðtalin, fellur í skuggann eftir fáeina daga á íslandi, öllum fyrri minn- ingum er safnað saman og þeim fleygt í ruslakörfuna, svo að nóg rúm sé fyrir þessa ævintýra- halastjörnu, þetta dularfulla land, ókannað af ferðamönnum, þar sem íbúarnir eru jarmandi fé, litlir hestar með langar tær og þessi einstaka tvífætta dýra- tegund með nöfnum, þessir Guð- mundar, Haraldar, Guðlaugar, litlir Jónar og Sigurðar, sem valda þér vonbrigðum í fyrstu, vegna þess að þeir líta út eins og ósköp venjulegar manneskjur.. Sem betur fer ke'mur fljótlega í ljýs að því er alls ekki þannig farið. Að minnsta kosti eru ís- lendingar ekki venjulegar mann- eskjur. Hver íslendingur er eins og smíðisgripur, útskorinn eftir gömlu, góðu víkingafyrirmynd- inni, en fínpússaður á aðlaðandi svip og lætur hann falla svo vel inn í hinar sérkennilegu íslenzku aðstæður, jafnt innri sem ytri. Ef kenningin um halastjörn- una ókunnu er ekki pottþétt, þá er það þó öruggt, að ísland er eina landið í heiminum, sem ekki A neina fornöld. Ú.r óþekktri og leyndardómsfullri fortíð hélt þetta land ísa og hrauna með ær- andi dunum eldfjallanna innreið sína á miðöldum, villt, grimmt og illvígt reis landið, ennþá með eld í iðrum sér, úr miðju ókönn- uðu hafinu, og beið sigurvegara sinna, en þeir urðu að vera fífl- djarfir keppinautar goðanna, menn, sem ekkert hræddust, eld né vatn. Það voru víkingarnir, og þótt eldfjallaeyjan bylti sér og skók sig og spýtti frá sér eldi, reyk, gufu, brennisteini og gló- andi hrauni, örg vegna átroðn- ings mannafóta, tókst þeim að festa svo djúpar rætur, að þeir eru þar ennþá og verða sennUega um aila eilífð. Svo langt á veg eru þeir komnir í tamningu þessara geysilegu náttúruafla, að þeir geta meira að segja skipað öðru eins villidýri og Geysi að gjósa á tilteknum tíma. Rivieru-næturnf Reykjavíkur Byrjum á Reykjavík, höfuð- borg lýðveldisins. Hana sjá fyrst 99% allra, sem heimsækja Sögu- eyjuna, hvort heldur koma til ís- lands með flugvél eða skipi. Skylt er að geta þess, að Island er nokkuð úr alfaraleið, og nota þarf stóran sirkil, til þess að ná því inni í hring með hinum Norðurlöndunum. Það tekur kannske 100 klst. að fara hingað sjóleiðina frá Kaupmannahöfn, en ef farið er með flugvél stytt- ist leiðin talsvert. Hægt er að setjast upp í flugvél frá Flug- félagi íslands um kvöldmatar- leytið og fá sér humar, einn „asna“ (engiferöl og brennivín, þjóðardrykk íslendinga) og snún- ing í einu hinna mörgu veitinga- húsa Reykjavíkur sama kvöldið. Það er ekki verra en svo. Eins og svo margt annað á íslandi, er Reykjavík öðruvísi. Hún líkist hreint ekki hugmynd um fólks um bæ á frumstæðri eldfjallaeyju, nokkrum hundruð mílna norðan við suðurodda Grænlands. Hún ruglar mann svo í ríminu, að engin leið er að vita hvað maður á að halda um hana, því að of skyndilega er lent í miðju dýrðlegu Rivieru- næturlífi, jafnvel áður en lok- ið er við brjóstsykurmolann á Reykjavíkurflugvelli, sem staðsettur er í miðjum bæn- um, eða eins nærri miðbænum og hægt er án þess að flogið sé gegnum Alþingishúsið í hvert skiptL Ef tekið er tillit til íbúafjölda, hlýtur Reykjavík að vera í sér- flokki hvað viðvíkur 1. flokks veitingastöðum, þar sem bæði er hægt að snæða og dansa. Ef maður er dálítið þröngsýnn, er ekki úr vegi að láta í ljós van- þóknun sína. Hverju líkist það, að í eyðimerkurbæ með vesölum 75 þúsund íbúum séu að minnsta kosti 20 veitingahús og hótel, sem engin stórborg í heimi þyrfti að skammast sín fyrir? Og hverju líkist það, að á hverjum laugar- degi og sunnudegi fara allir út að borða, drekka, skemmta sér og eru glaðir og vingjarnlegir? Ef fólk svifi um dansgólfið með stífan og óræðan svip, eins og tíðkast annars staðar á betri stöðum, — en svo er ekki. Hið frumstæða í eðli þessa fólks leyn ir sér ekki, — það skemmtir sér eins og það væri í meiriháttar fj ölskylduveizlu, silfurbrúðkaupi, þar sem vel á við að sýna gest- gjöfunum, að maður hafi kunn- að að meta ríkulegar veitingar þeirra. Kl. 11 á laugardags- og sunnudagskvöldum er rangur svipur á andlitum í Reykjavík, rangur í þeim leiðinlega skiln- ingi, að hann sýnir að eigendur þeirra hafa það gott, óska ekki eftir að hafa það betra, og biðja Ferðamaðurinn er alltaf á nál- um um, að Hekla fari allt í cinu að gjósa. aðeins um að fá að hafa það þannig áfram. Það er eitthvað mótsagnar- kennt við þetta. Áður en lagt var af stað, vissi maður að Reykjavík var hræðilegt eyði- býli í Ishafinu, með aðeins einni götu og byggt stórum, klunna- legum togarasjómönnum, ang- andi af brennivíni og með kruml ur eins og potthlemma alsettar þorskhreystri. Og svo er ómögu- legt að benda á nokkurn einasta sjómann. Þessir kvöldklæddu ís- lendingar, með fínleg, ljósgrá silkibindi og mjóa, hvíta rönd, sem sýnir að samkvæmt forskrift inni er silkivasaklúturinn á sín- um stað og hagrætt á réttan hátt í brjóstvasanum, gætu alveg eins verið kauphallarmiðlarar eða tekjuháir lögfræðingar með hóp yf irstéttarskj ólstæðinga. Einn maður og hundrað stúlkur Og íslenzku stúlkurnar! Annað áfallið fyrir grunlausan ferðamann. Hann hefur ekki brotið heilann mikið um íslenzk- ar stúlkur, heldur haft óljósa hugmynd um eitthvað með frísk- legar kinnar, útsaumað mittis- band, svört vaðmálspils og ullar- sokka. Sjón, sem sambærileg væri við íslenzka síldartunnu. En hinn yndislegi og óvænti sann- leikur málsins er sá, að kvik- myndadísir, fegurðardrottningar, ljósmyndafyrirsætur verða létt- tannkremsauglýsingastúlkur og vægar á metaskálunum í saman- burði við stóran hluta þeirra, ef dæma má aðeins af ytra borð inu. Hvað viðvlkur tízkunni, þá ganga þær út á dansgólfið í nýj- ustu uppfinningum frá París Ef sanngjarn ferðamanna- áróður væri hafinn fyrir íslenzku stúlkunum, hefðu þær sama að- dráttarafl og dúfurnar á Markús- artorginu, Blái hellirinn á Capri, eða sjálf paradísareyjan Mall- orca. Engum eyri er eytt í slíka landkynningu qg þess vegna má á ferðamannatímanum sjá hundr uð fallegra íslenzkra stúlkna, jafn aðlaðandi og þær eru heið- virðar, í 1. flokks veitingahúsi, þar sem karlmenn eru að minnsta kosti helmingi færri. Hinir karlmennirnir eru á sjónum. Margir þeirra eru á sjó í langan tíma og engum dettur í hug að krefjast þess, að ung- ar konur þeirra kærustur eða vinkonur loki sig inni heima hvert einasta kvöld. Fólk lítur skynsamlega á málið. Auðvitað má íslenzk fegurð ekki verða mosavaxin. Það er um að gera að fara út, dansa tvist, fá sér heitar vöfflur með rjóma og einn asna. Já, já! Já. Mest notað allra orða á íslandi, og það gefur margt til kynna um Islendinginn. Maður fær aldrei neitun. Nema þá helzt, að einhver misbjóði trausti sjó- mannsins og spyrji, hvort hann megi fylgja stúlkunni hans heim. Rúnturinn Næturlífið f Reykjavík fjarar út um miðnættið, en látið ykk- ur ekki detta í hug, að ufiga fólkið fari þá heim. Fyrst verð- ur að aka einn „rúnt“. Ef þið vitið ekki, hvað rúnturinn er, þá getum við sagt, að hann er fyrirbrigði, sem ábyggilega á sér enga hliðstæðu í heiminum. Göturnar í miðbænum mundu komast fyrir á Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn. Allt ungt fólk í Reykjavík á annaðhvort sjálft bíl, eða fær lánað dollaragrín föður síns, — ef það kýs ekki fremur að taka leigubíl. En nú vandast málið. Það er ekkert hægt að fara. Strax og út úr bænum tekur við eyðimörkin, og það er engin hemja að vera að keyra þangað. Þess vegna er ekið í hringi eftir 4 eða 5 göt- um, sem umlykja Austurvöllinn í miðjum bænum. Með góðum samhug er hægt að troða nokkr- um hundruðum bíla inn á rúnt- göturnar, en þá er aðeins hárs- breidd á milli þeirra. Klukku- stundum saman aka unglingarn- ir um göturnar, rúnt eftir rúnt, kvöld eftir kvöld, hjala við litlu stelpurnar á gangstéttinni, eða losa sig við farminn og taka ann- an í staðinn. Þegar þeir þreyt- ast á þessu, aka þeir inn á bíla- stæði, þar til þeir hafa náð and- anum aftur. Hlið við hlið sitja þeir þarna og horfa með áhuga á bílana á rúntinum, þangað til þeir eru orðnir afþreyttir og troð ast aftur inn í halarófuna. Ef maður fylgist með einum sér- stökum bíl og hefur skeiðklukku við hendina, kemur það í ljós, að hann fer framhjá á nákvæm- lega tveggja mínútna og fjórtán sekúndna fresti. Kannske ykkur finnist þetta í fyrstu mjög heimskulegt, en eftir stranga um hugsun, er erf-itt að stinga upp á nokkru betra, — þ.e.a.s. ef það er alveg nauðsynlegt að fara í nokkurra tíma bíltúr áður en hægt er taka á sig náðir. í Dan- mörku aka ungu mennirnir með stúlkurnar út í skóg. Það eru engir skóga á íslandi. Á hinn bóginn fer aksturinn fram í fullri götulýsingu og stórir athugulir lögregluþjónar gæta þess, að um- ferðarreglunum sé fylgt. Hitt vatn fyrir alla Þótt Reykjavík sé ólík öðrum höfuðborgum að næturþeli er hún enn ólíkari að degi til. Nokk ur stund líður áður en hægt er að gera sér grein fyrir hvað er frábrugðið. Maður tekur eftir, hve frábærlega tært loftið er, og þá rennur upp fyrir manni hvað það er. Það er enginn reyk- ur til að óhreinka loftið (og þá er rétt að skjóta inn, að enginn verður heldur til að óhreinka gangstéttirnar, — hundar eru bannaðir í Reykjavík). f Reykja vík eru auðvitað hitunarkerfi, en engir katlar, sem kyntir eru. AUur bærinn er upphitaður af hverunum í Mosfellssveit, 16 km frá Reykjavík. Brennandi heitu vatninu hefur verið veitt inn í gilda leiðslu, sem það rennur í til bæjarins, nokkur hundruð kílómetrar af pípum tengdir við þær og tvö rör liggja inn í hvert hús, eitt fyrir hitunina og annað fyrir heita vatnið, — gjörið þér svo vel, herra minn! Hlýtt í öllu húsinu! Þetta er ofur einfalt. Sumsstaðar á íslandi er talsvert erfiðara að ná í kalt vatn, og það hefur leitt af sér mikil vand- ræði. Þessir mörgu kílómetrar af pípum hafa borgað sig á skömmum tíma, og spara and- virði 200 þús. tonna af kolum og koksi á ári, auk þess sem ekki þarf að sækja við til upp- kveikju, sem væri mjög erfitt að ná í, þar sem eins og áður er sagt finnst ekkert einasta tré á íslandi, sem tæki því að höggva. Þegar gömlu, norsku víking- arnir komu til landsins, höfðu þeir enga sérstaka trú á hverun- um, þeir vortr tortryggnir og héldu sig sem lengst frá þeim. Engum datt í hug, að hægt væri að hafa nokkur slcynsamleg not af þeim. Sá fyrsti, sem það gerði var Snorri Sturluson, bóndi 1 Reykholti, sem einhverntíma 1 kringum árið 1200 fann upp á því að gera sundlaug með hvera- vatni í. Hann leiddi vatnið eft- ir 100 metra langri rennu í laug- ina, sem hann hafði hlaðið úr stórum kisilsteini. Við vegginn ofan í lauginni smiðaði hann lág- an bekk, og á honum sat Snorri í þægilega heitu vatninu og skvampaði- makindalega á hverj- um sunnudagsmorgni, jafnt vet- ur sem sumar, en allir hristu höfuðið yfir þessu uppátæki og enginn fór að dæmi hans. Það var ekki fyrr en á síð- ustu árum, að menn tóku að færa sér í nyt þessa uppfinn- ingu á ýmsum stöðum á landinu. í miðri Reykjavík er til dæmis hægt að synda í heitum útisund- laugum í Hollywood-stíl, og taka þannig upp þráðinn. þar sem Snorri hætti. Og það er auðvit- að iíka hægt, þegar hálfs annars meters snjólag er á jörðu. Til slíks taka hverir og laugar ekk- ert tillit, í þeim er sami hiti vet- ur og sumar. Ekki gerir svo mik- ið til þótt Dómkirkjan eða Al- þingi fari fram hjá ferðamönn- Framhald á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.