Morgunblaðið - 13.07.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.07.1963, Blaðsíða 11
Laugardagur 13. júli 1963 1MORCU1VBLAÐ1Ð I! Jóhann Vilhjálmsson frú Selalæk sjötugur SJÖTUGUE er í dag Jóhann Vilhjálmsson, íyrrverandi út- gerðarmaður, frá Selalæk í Vest mannaeyjum. Þrátt fyrir erfið uppvaxtarár og annasama ævi, þá ber Jóhann aldurinn vel og er ennþá kappsamur vinnumað- ur og mikið þrekmenni. Síðan Jóharm varð fulltíða maður, hefur honum fáa daga um ævina fallið verk úr hendi, nema helgidaga. Hann hefur frá æsku borið virðingu fyrir helgidögum og notað þá, eins og vera bér, til hvíldar og andlegrar uppbygging ar. Sjálfsagt eiga þær hollu venj ur hans, sinn þátt í því nú, hve hraustur hann er ennþá og and- ar létt. Jóhann er einstæður reglu og skilamaður. Ein er sú regla, sem hann mun aldrei hafa brotið, og er hún sú að sækja kirkju á helgidögum. Jóhann er dulur trú- maður. f sálmum Hallgríms hefur hann, í örbirgð og vanda, gleði og sorgum, leitað orða til styrks og fundið þau þar. Jóhann er Rángæingur að upp- runa, fæddur í Þykkvabænum. Áður en hann fæddist, varð móð- ir hans fyrir þeirri sorg, að horfa á föður hans drukkna í lendingu, við hina hafnarlausu strönd, úti fyrir Þykkvabæ. Fað- ir hans var þá að koma úr róðri ásamt fleiri Þykkvabæingum. Jóhanni var ungum komið í fóstur til Sveins í Vatnskoti. Hjá Sveini og konu hans, naut hann góðrar umönnunar og mik- ils kærleika. Fóstur foreldrana elskaði Jóhann og virti og sýndi þeim í .mörgu, mikla ræktarsemi. Sérstaklega var kært á milli Jó- hanns og Jóns, sonar þeirra hjóna sem nú er látinn. Þeirra fóst- bræðraband var einlægt og traust, það sá ég ljóst er ég á ferðalagi með Jóhanni, konu hans og dóttur, kom að Vatnskoti til Jóns og horfði á þá eins og litla drengi fagna hvorum öðrum. Æskuárin stóðu þeim ljós fyrir hugskotssjónum. Margt var rifjað upp frá hinum gömlu góðu dögum, uppvaxtaráranna. Snemma leitaði hugur Jóhanns frá flatneskjunni í Þykkvabæn- um, til fjallanna og eyjanna úti fyrir, sem hillti undir á góðviðr- isdögum. Eyjarnar út á hinum bláa sæ, toguðu fastar en fjöll- in og til þeirra sigldi Jóhann 17 ára gamall, á fermingarfötunum, með eitt trippisverð í vasanum. Trippisverðið var ekki stór upp- hæð fyrir 53 árum. Hinn ungi drengur á fermingar-buxunum, gerðist harðfylginn sjómaður og síðan formaður. Hagurinn varð brátt betri. Sjómannslaunin, þótt lítil væru, bættust við tripp isverðið og mynduðu talsverðan sjóð. Gæfan bjó á næsta leiti.. Hann kynntist ungri og glæsi- legri stúlku, konunni sinni, Lilju Hannesdóttur frá Roðgúl á Stokkseyri. Þau byrjuðu búskap með litinn sjóð, en auður, ást Smurt brauð, Snittur, öl, Gos og Sælgæti. — Opið frá kl. 9—23.30. Brauðstofan Sími 16012 Vesturgötu 25. Poppkornsgerd í fullum gangi, ásamt vélum og efni, er til sölu strax. Jppl. í síma 10107, og farsæld, hefur einkennt heim- ili þeirra, og alla sambúð. Dæt- urnar tvær, Hanna sem gift er Sigurði Guðmundssyni, trésmið og Gerður Hulda, kennari við Húsmæðraskóla Suðurlands, bera ljósan vott þess kærleika og einlægni, sem ríkjandi var á Sela læk, en það hét húsið sem Jó- hann og Lilja reistu sér í Vest- mannaeyjum. Fáir staðir á þessu lanui, eru betur fallnir til góðrar afkomu fyrir atorkumenn, heldur en Vestmannaéyjar. Því fór vel að Jóhann valdi fremur Vestmanna- eyjar, heldur en fjöllin,. Frá Vest mannaeyjum er stutt að sækja björg í brunn auðæfa — hafið sjálft. Þar blæs að vísu oft köldu og löðrandi brimið ógnar og dregur kjark úr sumum. Jó- hann Vilhjálmsson hefur boðið ógnunum byrginn og komizt þar vel áfram. í fimmtíu og þrjú ár hefur Jó- hann verið einn af þeim sem lagt hefur hönd á plóg framtaks „heima í Eyjum“, eins og inn- hyggjendur kalla það, þegar þeir eru komnir til lands. Lengst af var Jóhann við útgerð með Sæ- mundi Jónssyni Gimli. Þeir gerðu út saman, á sínum tíma, aflasæla skipið „Gulltopp“. Þeir höfðu þá í þjónustu sinni ýmsa fisksæla menn, t.d. aflakónginn fræga Binna í Gröf. Þá var hart unnið á sjó og landi og vinnustundirn- ar aukaatriði. Síðustu tuttugu árin, eða síðan Jóhann dró sig til baka, í sam- bandi við útgerð hefur hann unn ið í Hraðfrystistöð Vestmanna- eyja og á þar meðal starfsfélaga marga vini og kunningja. Nú rétt fyrir þennan merka afmælis dag, hefur hann kvatt sína góðu félaga og Vestmannaeyjar og flutt búferlum til Reykjavíkur. Til Vestmannaeyja mun nú í dag hugur hans leita, frá hans nýja heimili í Safamýri 52. Þetta nýja heimili hefur hann og kona hans með aðstoð dætranna og tengdasonarins, á nýtízkuleg an hátt, undangengna daga verið að ljúka við að byggja upp. Dótturdætumar, Lala og Gunna, afa og ömmu börnin munu að nokkxu leyti verða ljósgeisli Jóhanns á hans nýja heimili, og bera birtu og yl inn í sál sjötuga heiðursmanns ins, þegar gömlu vinnufélaganna og Eyjanna er saknað. Ég flyt afmælisbarninu, Jó- hanni Vilhjálmssyni og íjöl- skyldu hans, alúðarfyllstu árn- aðaróskir með afmælisdaginn og nýja fallega heimilið að Safa- mýri 52. Jensína Halldórsdóttir Steindór vill selja: Chevrolet langferðabifreiðir. 18 manna og 26 manna. — Seljast ódýrt. Ennfremur Kaiser fólksbifreiðir. — Seljast ódýrt. Chevrolet fólksbifreið model 1955, 6 manna í góðu standi. Peugeot fólksbifreið — 5 manna, model 1962. Ekið 7 þúsund kílómetra. Mercedes Benz diesel 190, árg. 1961. Bifreiðastöð Steindórs Sími 18585. Ráðskona vön, þrifin og reglusöm, óskast á komandi hausti. — Tilboð merkt: „Hátt kaup — 5168“ sendist Mbl. fyrir 31. júlL Vinna Okkur vantar 2 duglega og reglusama menn. Hátt kaup. Byðhreinsun og Hiálmhúðun sf. Sími 35400 og 35643 utan vinnutíma. Aðstoðarforstöðukonustaða Staða aðstoðarforstöðukonu í Kleppsspítalanum er laus til umsóknar frá 1. september 1963. Laun sam- kvæmt 18. fl. í launareglum fyrir ríkisstarfsmenn. Umsóltnir með upplýsingum um aldur, nám og fyrri störf sendist til Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 15. ágúst 1963. Reykjavík, 11. júlí 1963. Skrifstofa ríkisspítalanna. U p p b o ð að beiðni skiptaráðandans í Gullbringu- og Kjósar- sýslu verður íbúðarskúr að Austurgötu 14, Kefla- vík eign dánarbús Guðmundar Guðmundssonar frá Hóli seldur til niðurrifs eða brottflutnings á opin- beru uppboði er fram fer á eigninni sjálfri laug- ardaginn 20. júlí kl. 10. f.h. Greiðsla við hamars- Keflavík, 11. júlí 1963. Bæjarfógetinn í Keflavík. U p p b o ð að beiðni skiptaráðandans í Gullbringu- og Kjósar- sýslu verður bifteiðin G-2667, Skoda station 1955 eign dánarbús Guðmundar Guðmundssonar frá Hóli seld á opinberu uppboði sem fram fer á bifreiða- verkstæði Tómasar Tómassonar í Keflavík laugar- daginn 20. júlí 1963 kl. 11 f.h. Greiðsla við hamarshögg. Keflavík, 11. júlí 1963. Bæjarfógetinn í Keflavík. U p p b o ð verður haldið í Lögregluvarðstofunni í Keflavík laugardaginn 20. júlí 1963 kl. 2 e.h. Verða þar seldir munir úr dánarbúi Salvadore Massaro er andaðist 1960, m.a. nokkur kven- og karlmannsarmbands- úr. Úrsmíðaverkfæri margs konar, ferðaritvél, út- vörp o. fl. Greiðsla við hamarshögg. Keflavík, 11. júlí 1963. Skiptaráðandinn í Keflavík. GENERAL® ELEGTRIC btærstu og þekktustu raftækjaverksmiðjur heimsins bjóða yður nýjar og endurbættar gerðir. KÆLISKÁPA ★ Bieð helmingi stærra frystihólfi en eldri gerðin ★ með tveimur hurðum Electric hf. Túngötu 6. — Sími 15355.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.