Morgunblaðið - 13.07.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.07.1963, Blaðsíða 17
f Laugardagur 13. júlí 1963 MOKCVISBLAÐIÐ 17 ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRÁ SJÁLFSTÆÐISMANNA l/Ol_ L£a £ jiU l;~'" .. ' .. j BITSTJÓRAR: BIRGIR ÍSk GUNNARSSON OG ÓLAFUR EGILSSON Unga félkið er ekki með okkur — segir brezki ráðherrann Maudling -j 1 . „ÍHALDSFLOKKUHINN hef- ur misst fótfestu vegna þess að unga fólkiff styffur ‘ekki stjórnina og kjósendur vilja breytingu og þaff á hvorki rætur sínar aff rekja til Pro- fumo-málsins né affgerffa stjórnarandstöffunnar." Þessi orff hefur brezka blaðiff „Ob- server" eftir Reginald Maudl- ing, brezka fjármálaráffherr- anum, en aff sögn blaffsins er hann yngstur þeirra manna, er nú keppa eftir því að taka viff forystu flokksins. Þessi ummæli komu fram í ræffu, er Maudling hélt fyrir nokkrum dögum. Þar hélt hann því fram m.a., aff íhalds- flokkurinn brezki hefffi ekki ennþá fundiff leiff til aff tala viff yngstu kjósendurnir á máli, sem þeir skildu. „Ef viff íhaldsmenn höfum dregizt aftur úr, þá er þaff ekki vegna þess, aff andstæff- ingar okkar hafi valdiff því, heldur höfum viff sjálfir misst tökin. Landsmenn voru ekki hrifnir af sósíalisma og höfffu enga trú á Frjálslynda flokkn um. Þaff erum viff sjálfir, sem eigum sökina." . Þessi ummæli sýna vissu- lega, aff brezki fjármálaráff- herrann gerir sér grein fyrir því, aff fylgi unga fólksins skiptir hvern stjórnmálaflokk miklu máli. Sé t.d. litiff til íslands í þessu sambandi, lætur nærri, aff þeir sem kusu í fyrsta sinn sl. vor hafi veriff um 10% kjós enda. Þetta unga fólk hefur aff mörgu leyti óbundnari af- stöffu en þeir kjósendur, sem eldri eru. Ungir kjósendur kjósa því frekar unga fram- bjóffendur og þá flokka, sem hafa á stefnuskrá sinni mál, sem sérstaklega snerta hags- muni unga fólksins. Þaff verffur frófflegt aff sjá, hvort brezki íhaldsflokkurinn lætur varnaffarorff Reginald Maudlings sér að kenningu verffa. Tveir erlendir stúdentahópar á vegum Ferðaskrifstofu stúdenta — Spja’Iað við Þói Hagalín stud. jur„ urm starfsemi Ferðaskrifstofunnar FERÐAÞJÓNUSTA STÚDENTA hefur nú starfaff með vaxandi blóma í allmörg ár — effa allt frá sumrinu 1958, aff meirihluti Vöku í Stúdentaráði beitti sér fyrir því, aff tekiff var upp sam- starf viff norrænu stúdentaferffa- skrifstofuna, SSTS, og ferffalög skipulögff fyrir íslenzka stúdenta, sem utan vildu halda. Á síffast- liffnu sumri kom svo hingaff í fyrsta skipti hópur erlendra stúd- enta á vegum Ferffaskrifstofunn- ar. — Tíðindamaður siðunnar hitti á fimmtudaginn var að máli Þór Hagalín, stud. jur., sem veitir Ferðaskrifstofunnar forstöðu í sumar, og innti hann þá eftir starfseminni um þessar mundir. — Þessa dagana eru staddir hér 2 hópar erlendra stúdenta, niu í öðrum og 13 í hinum, sagði Þór. — Fyrri hópurinn korri hing- að með „Dronning Alexandrine" um miðja siðustu viku, og sá síð- ari með „Gullfossi" nú í morgun. Hvor hópur dvelst hér í rúman hálfan mánuð, skoðar sig um bæði í byggð og óbyggðum. Aðal- ferðalag annars hópsins er um Fjallabaksleið nyx-ðri, en hinn fer héðan norður Kjöl og sem leið liggur að Mývatni. Þar verð- ur haldið kyrru fyrir að mestu í 2 daga, en síðan haldið suður á bóg aftur og þá um Sprengisand. — Hvaðan eru stúdentarnir helzt? — f fyrri hópnum eru nær all- ir Svíar; aðeins einn Finni með þeim. Af hinum eru 7 Þjóðverj- ar, en hitt einnig Svíar. Það er athyglisvert, að stúlkur eru í miklum meirihluta. í hópnum eru stúdentar í ólíkustu náms- greinum, tannlækningum, fugla- fræði o. s. frv. Ymsir hafa all- lengi haft í huga að bregða sér til íslands og viðað að sér ýmsum fróðleik um land og þjóð, allmis- Nýstofnað /Eskulýðsráj Evrópu undirbýr starfsemi sína Fyrsti fundur framkvæmdanefndar sarn- takanna halainn í Vín fyrir skömmu DAGANA 6. og 7. júní s.l. kom framkvæmdanefnd Æskulýðsráðs Evrópu (Coun- il of European National Youth Committees-CENYC saman í Vín til fyrsta fund- ar síns, en ráðið var stofnað síðla í marz-mánuði, svo sem sagt hefur verið frá hér á síð- unni. Á fundinum voru tekn- ar ýmsar þýðingarmiklar á- kvarðanir varðandi framtið- arstarfsemi hinna nýju sam- taka, en starfsemin sjálf mun fyrir alvöru hlaupa af stokk- unum í haust. I íramkvæmdaneíndinni eiga sæti fastafulltrúar allra aðildar- ríkja ráðsins, 1 frá hverju, auk forseta, sem kjörinn er sérstak- lega. Er hann nú Heinz-Georg Binder, formaður þýzka æskulýðs sambandsins, sem einróma var kosinn forseti á stofnfundinum í Lundúnum. — Af íslands hálfu er Æskulýðssamband íslands (ÆSÍ) aðili að ráðinu, enda eitt ef meginverkefnum þess að gæta •ameiginlegra hagsmuna ís- lenzki'ar æsku út á við. Á fundi framkvæmdanefndar- innar var formlega gengið frá aðild æskulýðssambanda 12 ríkja að ráðinu, þ.e. Austurrikis, Belgíu Bretlands, Danmerkur, Hollands, íslands, Italíu, Noregs, Svíþjóð- ar, Sviss, Tyrklands og Þýzka- lands; auk þess áttu Frakkar fulltrúa á fundinum, en vegna klofnings frönsku æskulýðssam- takanna var eigi unnt að veita þeim inngöngu að sinni. Frakk- ar, ásamt Luxemborgurum, sem ekki gátu sótt fundinn í Vín, telj ast þó til stofnaðila ráðsins, enda báðir þátttakendur í Lundúna- fundinum í marz sl. — Aðildar fleiri evrópskra æskulýðssam- banda má vænta áður en langt líður. Á Affsetur verffur I Brússel — Breti framkvæmdarstjóri Meðal meiriháttar ákvarðana, sem teknar voru á fundi fram- kvæmdanefndarinnar í Vín, var val aðsetursstaðar fyrir skrifstofu samtakanna. Höifðu borizt 4 til- lögur þar að lútandi, en af þeim stóð valið einkum milli Brússel og Strassbourg. Varð sú fyrr- nefnda hlutskarpari og naut stuðnings % hluta fulltrúanna. Framkvæmdastjóri var ráðinn Graham R. Bunting, 24 ára gam- all Breti; en Austurríkismaður, sem einnig hafði verið gerð til- laga um, hlaut og verulegt fylgi. Við kosningu varaforseta ráðs- ins, sem fram fór á fundinum, höfðu norrænu fulltrúarnir kom- ið sér saman um að sty.ðja for- mann danska æskulýðssam- bandsins, Knud Enggárd, og var hann kjörinn; annar varaforseti var ennfremur kjörinn og hlaut ítalski fulltrúinn, Franco Chiar- enza, kosningu. Með nokkurri hliðsjón af væntanlegu aðsetri ráðsins var fulltrúi, Belgíu Louis Maniquet, valinn í stöðu ^jaldkera. Á Affalvettvangur evrópskrar æsku Fjárhagsáætlun ráðsins, sem Bretinn William McGowan hafði haft forgöngu um undirbúning á var tekin til meðferðar og í því sambandi rætt allýtarlega um fjáröflun til starfseminnar. Ei^ áætlað, að fastakostnaður við rekstur skrifstofu ráðsins verði nú í byrjun 12,250 dalir á ári og mun rúmlega helming þess fjár verða aflað með framlögum frá áðurnefndum aðildarsambönd- unum, en einstök framlög nema 50-1000 dölum. Ennfremur hefur Evrópuráðið, WAY (World Ass- embly of Youth) og fleiri aðilar lofað eða gefið vilyrði fyrir fjár- stuðningi. — Var forseta og gjald kera falið að kanna til hlýtar hugsanlegar fjáraflaleiðir og gefa yfirlit um þær á næsta fundi framkvæmdanefndarinnar. Á fundinum fóru fram nokkr- ar umræður um byrjunarverk- efni Æskulýðsráðs Evrópu, en því er ætlað að verða eins konar heildarsamtök eða aðalvettvang- ur evrópskrar æsku og hefur að markmiði að stuðla að fram- gangi hvers kyns hagsmunamála hennar. Verður m.a. leitast við að efla innbyrðis kynni æsku- fólks í álfunni með samstarfi á sem allra flestum sviðum — í þeirri von, að aukið samstarf geti styrkt vináttuböndin og veitt æskunni afl til að hrinda í framkvæmd nýjum stórvirkj- um, sem til þessa hefur skort skilyrði til. — Einstakir þættir starfseminnar verða nánar rædd ir, þegar framkvæmdanefndin kemur næst saman, en það mun a.ö.l. verða í Osló í október- mánuði n.k. Fullskipaðan fund Æskulýðs- ráðs Evrópu, þar sem hvert að- ildarsamband hefur rétt til að eiga 3 fulltrúa, er áformað að halda í apríl-mánuði næsta ór. Fundarstaður hefur ekki verið ákveðinn. Á f tengslum viff WAY—heims- samtök æskunnar Meðal áheyrnafulltrúa á fyrsta fundi framkvæmdanefndarinnar í Vín var David Wirmark, fram- kvæmdastjóri World Assembly of Youth, og David Baad frá sömu samtökum, en Æskulýðsráð Evr- ópu starfar einnig sem sérstak- ur ráðgjafaraðili þessara heims- samtaka æskunnar varðandi mál- efni Evrópu. jöfnum reyndar. Sumir hafa sótt í alfræðibækur, stórar eða smáar, aðrir orðið sér úti um Islendinga- sögurnar og setið yfir þeim á síð- kvöldum. í öðrum hópnum eru sænsk hjón, sem tala og skrifa allra þokkalegustu íslenzku: „Fyrirgefið þér mína vondur ís- lenzka". Svo mikið gæti ég ekki sjálfur sagt á sænsku. — Þessar heimsóknir hafa krafizt drjúgs undirbúnings? — Víst má stgja það. Ferða- þjónustan hefur komið sér upþ viðleguútbúnaði og er hann not- aður í óbyggðaferðunum. Nesti í þær ferðir hefur Ferðaskrifstofan líka séð um að útvega, en hins vegar ekki „nýja skó“ — þó að varla hefði veitt af slíku, því að fararstjórinn í óbyggðaferðun- um, Árni Stefánsson, skólastjóri frá Selfossi, leggur mikið upp úr gönguferðum, fer með stúdent- ana um fjöll og firnindi — og þræðir gjár þess í milli. Ýmsir aðilar hafa verið okkur hjálplegir í sambandi við undir- búninginn. Stúdentarnir gista í heimavist Sjómannaskólans, með an þeir eru hér í bænum: Sæng- ui-föt og sitthvað annað, sem við höfum þurft á að halda, hefur verið fengið að láni hjá ýmsum aðilum, sem mjög góðfúslega hafa látið það í té. Við stöndum því í þakkar skuld við marga. — Hvað er um utanfarir ís- lenzkx-a stúdenta að segja? — Að afloknum stúdentspróf- um fór utan á vegum Ferðaskrif- stofunnar hópur 14 nýstúdenta úr Verzlunarskólanum. Þeir komu heim aftur með „Gullfossi" nú í vikunni, eftir að hafa farið til margra staða á meginlandinu, allt frá Danmörku til Frakklands og þar fyrir utan um England og Skotland. Sú ferð var furðulega ódýr, áreiðanlega ódýrari en nokkur annar hefði getað boðið upp á. Slíkt má raunar segja um flestar eða allar þær ferðir, sem Ferðaþjónustan getur útvegað stúdentum og háskólaborgurum — og er það að þakka góðu sam- starfi við stúdentaferðaskrifstof- ur annarra landa, einkum nor- rænu stúdentaferðaskrifstofuna SSTS. Sú ferðaskrifstofa hefur á boðstólum f sumar nærri 400 hópferðir um þvera og endilanga Evrópu, bæði austantjalds og vestan — og að auki ótal leigu- flug og lestarferðir í allar áttir. Þó að allmargir íslenzkir stúdent- ar hafi notfært sér þetta síðustu árin, mega þeir heita furðufáir — miðað við þau kostakjör, sem á boðstólum eru. Draumar okkar og framtíðar- áform eru, að Ferðaskrifstofan hér annist allar ferðir stúdenta og háskólaborgara, innlendra sem erlendra, bæði hingað og héðan. Þannig er því farið /íðast í ná- grannalöndunum. Vonandi rætist þessi draumur sem allra fyrst Þess má að lokum geta, að auk Þórs Hagalxn eru í stjórn Ferðaskrifstofunnar þetta árið þeir Helgi H. Jónsson og Svanur Þór Guðmundsson — og er sá síðastnefndi formaður hennar. — Ó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.