Morgunblaðið - 17.07.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.07.1963, Blaðsíða 8
8 WORCVNBLAÐIB Miðvikudagur 17. júlí 1963 Leiðbeiningarit Atvinnu- deildar Háskólans — Bún aðardeild III. Höfundur Ingólfur Davíðs son, grasafræðingur, 1962. JURTASJÚKDÓMAR hafa verið til frá alda öðli, bæði í villtum og ræktuðum jurtum. En á meðan samgöngur voru litlar og rófur og kartöflur í dreifðum smágörðum nærri einu garðjurtirnar á íslandi, bar ekki mikið á sjúkdómum. — Sumrin 1920 og 1921 voru garðar á Eyrarbakka og Stokkseyri úðaðir með borde- auxvökva til varnar kartöflu- Kommúnistar á undanhaldi f NÝAFSTÖÐNUM Alþingiskosn ingum töpuðu kommúnistar all- verulega fylgi, og hefði þó mátt meira vera, en allt stendur þetta til bóta, og mun fylgið af þeim hrynja á næstu árum og þeirra bíða sömu örlög sem fóstbræðra þeirra, Þjóðvarnarflokksins sál- uga, sem þurrkaður hefur verið út úr íslenzkum stjórnmálum. íslendingar eru nú fyrir alvöru farnir að sjá og skilja kommún- istahættuna, og hættir að trúa fleipri þeirra um baráttu fyrir bættum kjörum alþýðunnar, því sannleikurinn er sá, að kommún- istar hafa ávallt reynt að reyna Ingólfur Davíðsson. Gróðursjúkdðmar og varnir gegn þeim myglu. Mun þar byrja saga plöntulyfja á íslandi. Einar Helgason, garðyrkju- stjóri, ritaði um jurtasjúk- dóma í ársrit Hins íslenzka garðyrkjufélags og flutti er- indi um þau efni á árunum eftir 1920. — Haustin 1932 og einkanlega 1933 gerði myglan stórtjón á Akranesi og víða sunnanlands. Var þá próf. C. Ferdinandsen frá Landbúnað- arháskólanum danSka fenginn til að flytja sex erindi um plöntusjúkdóma í Reykjavík — í febrúar 1939. Voru er- indin síðan þýdd og gefin út. Ragnar Ásgeirsson, ráðp- nautur, ferðaðist síðar um sveitir landsins á þessum ár- um og flutti m.a. fyrirlestra um jurtasjúkdóma og sýndi varnaraðferðir og varnará- höld. En furðu tregir voru menn lengi að taka upp „kem- isk varnarráð“. Þegar Atvinnudeild Háskól- ans tók til starfa árið 1937, var Ingólfur Davíðsson ráð- inn þar til starfa sem sérfræð- ingur í jurtasjúkdómum og grasafræði. Hefur hann því starfað að þeim viðfangsefn- um í aldarfjórðung á vegum deildarinnar. Árið 1938 gaf Atvinnudeildin út fyrsta rit hans, „PIöntusjúkdóma“, sem er löngu uppselt. Síðan hefur Ingólfur skrifað blaða- og tímaritsgreinar um þessi efni og flutt fjölmörg útvarpser- indi. Þessi nýja bók, „Gróður- sjúkdómar“, er því auðsjáan- lega árangur aldnrfjórðungs rannsókna og athugana, jafn- framt því að stuðzt er að sjálfsögðu við erlend fræði- rit. Bókin er 168 bls. að stærð, með fjölda mynda. Henni er skipt í sjö meginkafla. í þeim fýrsta er lýst , sjúkdómum helztu matjurta, í öðrum sjúk dómum á túni og akri, í þriðja sjúkdómum í trjám og runn- um, og fjórða kafla sjúkdóm- um í mikilvægustu gróðurhúsa jurtum og skrautjurtum o.s. frv. Sér kafli er um plöntulyf og meðferð þeirra. Síðasta áratuginn hafa jurtasjúkdómasérfræðingar At vinnudeildarinnar ferðazt um land allt til að rannsaka út- breiðslu kartöfluhnúðorms o.fl. kvilla. Hafa nú því nær allir matjurtagarðar landsins verið skoðaðir og hefur feng- izt gott yfirlit yfir heilbrigðis ástand matjurta á Islandi. Er það mikils virði. Atvinnudeildin annast og eftirlit með innflutningi plantna og er birtur kafli „Til athugunar við innflutning jurta“ í bókinni, og á kápu- síðum „Lög um varnir gegn sýkingu nytjajurta“. Sjúkdóm ar í nytjajurtum eru augljós- !aga orðnir alvarlegt vanda- mál á íslandi, eins og í flest- um löndum, þótt ekki séu þeir sem betur fer eins margir né ferlega skæðir og í heitum löndum. Ber að fagna allri fræðslu í þeim efnum. Meldrjólur. Ætti þessi „gróðurlækninga bók“ að geta markað spor og komið að góðu gagni, bæði áhugamönnum og garðyrkju og jafnframt ráðunautum og atvinnugarðyrkjumönnum. Kaflar í henni munu og vera tilvaldir við kennslu í garð- yrkjuskólanum og bændaskól- unum. Magnús Kristjánsson skipstjóri — Minning HINN 12. þessa mánaðar átti Magnús Kristjánsson, fyrrver- andi skipstjóri í Bolungarvík, sjötugsafmæli. Þegar slíkur sóma maður, sem Magnús er, á í hlut, má það ekki farast fyrir að þessa hátíðisdags hans sé minnzt hér í. blaðinu. Magnús er fæddur og uppal- inn í Bolungarvík og stundaði sjómennsku frá 12 ára aldri. En ekki var hann eldri en 17 ára, þegar hann tók við skipstjórn, og reyndist frá upphafi hinn aflasælasti skipstjóri. Aðallega var hann með tvo báta, sem mörgum Bolvíkingum eru enn í minni, fyrst með Fræg, sem kallaður var litli Frægur, og síðar með annan Fræg, sem kall- aður var stóri Frægur. Voru þeir báðir happaskip, og eru þeir ó- íáir sjómenn vestra, sem með Magnúsi hafa róið og allir róma þeir hann sem mikinn og góðan skipstjóra, en af skipstjórn lét hann fyrir um það bil 14 árum. Á yngri árum sinum var Magnús snjall glímumaður, og var um tíma glímukappi Vest- firðinga. Eftir að hann hætti sjó- mennsku, vann hann hjá Ishús- félagi Bolungarvíkur hf. og eftir að Félagsheimilið í Bolungarvík tók til starfa, var hann jafnframt um tíma húsvörður þess. Magnús er tvíkvæntur. Fyrri kona hans hét Hansína Jóhannes- dóttir, en hún lézt, og eru 4 börn þeirra á lífi nú. Síðari kona hans er Júlíana Magnúsdóttir og eiga þau 4 börn á lífi. Öll börnin, bæði af fyrra og síðara hjóna- bandi Magnúsar, eru komin vel til manns og bera vitni ágætum heirmiisbrag þeirra hjóna, en barnabörnum fjölgar með ári hverju og fjölskyldan, sem sam- an kom á afmælisdegi Magnúsar orðin mjög stór. Sá, sem þessar línur ritar, kynntist Magnúsi fyrir tæpum 10 árum, og hefur á þeim tíma notið traustrar og gþðrar vináttu hans. Ég þekkti hánn ekki sem skip- stjóra eða aflakóng, en ég kynnt- ist honum sem sönnum heiðurs- manni, manni, sem aldrei mátti vamm sitt vita í neinu, manni, sem kunni að gleðjast með glöð- um á ljúfan og glaðværan hátt. Mér hefur alltaf fundizt Magn- úsi svipa til aðalsmanna. Það hef ur alltaf verið einhver reisn yfir allri framkomu hans, sem fáum er gefin. Vafalaust hefur þessi eiginleiki hans verið þess valdandi, hve ungum honum voru falin manna- forráð. Um leið og ég sendi honum og fjölskyldu hans árnaðaróskir í tilefni dagsins, vil ég þakka hon- um viðkynninguna, bæði fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar, og ég veit, að Bolvíkingar allir taka undir þær þakkir með mér. Eg vil svo enda þessar línur mínar með því að segja, að um fáa menn en Magnús Kristjáns- son, eiga betur þessi sígildu orð: „Hann er drengur góður". Heill þér sjötugum, góði vinur. Friðrik Sigurbjörnsson. ennþá að nota völd sín innan verkalýðshreyfingarinnar sér til pólitísks framdráttar, burt séð frá því hvort vinnubrögð þeirra eru verkalýðsstéttinni til hags- bóta eða hreint út sagt til bölv- unar og rýrnandi lífskjara. Sannleikurinn er sá, að flest þau verkföll, sem kommúnistar hafa hrundið í framkvæmd hin síðari árin, hafa beinlínis orðið til þess að rýra lífskjör alþýð- unnar, enda verið tilgangur þeirra, því kommúnismi þrífst ekki nema þar sem glundroði, léleg lífskjör og vesaldómur ræð- ur ríkjum. Kommúnistar hafa ávallt vitað vel að öll þeirra póli- tísku verkföll voru ekki fram- kvæmd alþýðunni til hags-bóta, heldur aðeins til þess að undir- búa jarðveginn í sambandi við fyrirhugaða valdatöku þeirra, eða réttara sagt valdaráns þeirra, því að valdaráni stefna þeir og munu grípa fyrsta hentuga tæki- færið til slíkra aðgerða. Sannleikurinn er sá, að ég þekki vel íslenzka kommúnista, hugsanahátt þeirra og framtíðar- drauma. Þeir eru ekkert frá- brugðnir skoðanabræðrum sínum austan járntjalds, og myndu því, ef þeim tækist að ræna völdum, hiklaust sigla í kjölfar annarra kommúnista og gera fólkið að ánauðugum þrælum og svara þá kröfum alþýðunnar um bætt lífs- kjör með vélbyssum og fjölda- morðum, alveg eins og skoðana- bræður þeirra gerðu í Austur- Þýzkalandi, þegar austur-þýzkir verkamenn kröfðust bættra lífs- kjara. Að minnsta kosti datt Þjóð viljanum ekki í hug að átelja kommúnista fyrir þessa glæpi, né aðra glæpi, sem þeir hafa framið á undanförnum árum. Loksins er nú komið að þvi, að fólkið er farið að sjá og skilja kommúnistahættuna, sjá að úlf- urinn leynist undir sauðagær- unni og er það vissulega spor I rétta átt. Hið auðtrúa, saklausa fólk, sem I sakleysi sínu hefur fylgt komm- únistum að málum, yfirgefur nú hinn fjarstýrða flokk í stórum hópum, því þegar litið er til baka um farinn veg, sést greinilega hinn mikli mismunur á braut- ryðjendastarfi Alþýðuflokksins, sem hefur bæði fyrr og síðar beitt sér fyrir flestum hagsbóta- og menningarmálum íslenzkrar alþýðu, enda sýnt og sannað að félagsmálalöggjöf fslendinga er ein hin fullkomnasta í heimi. íslenzkur verkalýður er nú far» inn að sjá og skilja skemmdar- starfsemi kommúnista innan verkalýðshreyfingarinnar, og verður því unnið markvisst að útrýmingu áhrifa kommúnista innan heildarsamtakanna, sú stefna er spor í rétta átt, til hags- bóta og blessunar íslenzkri al- þýðu. Þá hafa kommúnistar fjand- skapazt af fullum krafti gegn NATÓ og aðild íslands að þeim göfugu samtökum. Þeir hafa ferð azt um landið þvert og endilangt í þeim tilgangi að ófrægja NATÓ og safna undirskriftum gegn NATÓ, en allt hefur þetta orðið til lítils sóma fyrir þá. Fólkið hefur skilið tilgang þeirra og árangur af skemmdarstarfinu því orðið lítill. íslendingar munu því eindreg- ið beita sér fyrir aíramhaldandi stuðningi við NATÓ ásamt öðr- um frelsisunnandi þjóðum, líf og frelsi smáþjóðanna er undir því komið að vel takist um þau mál og hið góða sigrist á hinu illa, öllum þjóðum til blessunar í nú- tíð og framtíð. Árni Ketilbjarnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.