Morgunblaðið - 17.07.1963, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 17. júlí 1963
MORCVJSBLAÐIÐ
17
Oddný E. Sen
Minningarorð
HÚN andaðist að morgni hins
9. þessa mánaðar í Borgarsjúkra-
húsinu í Reykjavík eftir langa og
erfiða sjúkdómslegu og vérður
í dag lögð til hinnar hinztu
hvíldar.
Oddný var fædd 9. júní 1889
á Breiðabólsstöðum á Álftanesi
Faðir hennar var Erlendur
Björnsson útvegsbóndi og
hreppstjóri á Breiðabólsstöðum
og faðir hans Björn Björnsson,
bóndi sama stað. Hann ólst upp
í Görðum á Álftanesi hjá séra
Árna Helgasyni og var oft nefnd
ur Bóka-Björn, en það viður-
nefni mun hann hafa fengið sök-
um þess hve óvenju bókhneigð-
ur og víðlesinn hann var, enda
mun hann hafa átt eitt stasrsta
og bezta bókasafn, sem hér gerð-
ist á þeim tíma. Björn faðir hans
var sonur Ólafs bónda í Tungu-
felli í Lundareykjadal og Elli-
sifar ísleifsdóttur konu hans,
sem heitin var eftir Ellisif móð-
urömmu sinni, en hún var dóttir
Steinunnar Ásmundsdóttur frá
Ásgarði í Grímsnesi og manns
hennar Hans von Klingenberg,
sem var sonur austurríks aðals-
manns og fluttist hingað til lands
ungur að aldri.
Föðuramma Oddnýjar, sem
hún var heitin eftir, var Oddný,
dóttir hins þjóðkunna manns
séra Hjörleifs Guttormssonar
prófasts að Hofi í Vopnafirði og
konu hans Guðlaugar Björns-
dóttur, Vigfúsdóttur, prests að
Eiðum og Kirkjubae.
Oddný Hjörleifsdóttir var
fædd á Tjörn í Svarfaðardal og
var ein hinna kunnu Tjarnar-
systra. Hún hafði notið bezta upp
eldis og menntunar í uppvexti
sínum og var söngelsk og óvenju
listfeng. Handbrögð hennar við
vefnað og útsaum voru mjög
rómuð. Hún andaðist að Breiða-
bólsstöðum árið 1901, 63 ára
að aldri eftir langa vanheilsu.
Varð aldrei söm og áður eftir
fráfall tveggja ungra sona sinna,
sem drukknuðu í Skerjafirði.
Oddný Erlendsdóttir reyndist
ömmu sinni og nöfnu sannur líkn
arengill 1 sjúkdómslegu hennar
þótt hún væri þá aðeins barn
að aldri, og kom þá strax fram
hjá henni fórnfýsi hennar ein-
stök umhyggjusemi og nærgætni
þeim til handa, sem við erfið-
leika áttu að stríða. Það hefur
mér verið sagt af þeim sem bezt
þekktu til, að Oddnýju Erlends-
dóttur hafi um margt svipað
mjög til nöfnu sinnar og ömmu,
bæði sérstakra mannkosta, list-
rænna hæfileika og menntunar-
þrár.
Móðir Oddnýjar var Maria
Sveinsdóttir, dóttir Sveins, stór-
skipasmiðs í Gufunesi, Jónsson-
ar, Péturssonar bónda í Hvíta-
nesi í Borgarfirði og Ingibjargar
Þorsteinsdóttur, systur Jóns land
læknis Thorsteinssen. Móðir
Maríu var Sigríður Jóhannes-
dóttir Hansen, systir Einars og
Hinriks Hansen í Hafnarfirði.
Eins og sjá má af þessari upp-
talningu næstu forfeðra Oddnýj-
ar, stóðu að henni hinar merk-
ustu ættir, gáfað og listfengt at-
hafnafólk. Erlendur faðir henn-
ar var alkunnur athafnamaður
til sjós og lands. Séra Jón Thor-
arensen hefur, góðu heilli, skráð
endurminningar Erlendar í bók-
inni Sjósókn, sem kom út árið
1945 og hefur þar verið haldið
til haga dýrmætum fróðleik um
fólk, sem nú er horfið af sjón-
arsviðinu og af atvinnuháttum
eins og þeir gerðust um og fyr-
ir síðustu aldamót, ívöfðum per-
sónulegum endurminningum Er-
lendar — þess mæta manns. Saga
Maríu, móður Oddnýjar, hefur
ekki verið skráð sérstaklega, en
hún lifir í hjörtum allra þeirra,
•em henni kynntust á lífsleiðinni.
Hún var góð kona í beztu merk-
ingu þess orðs. Kona, sem setti
sér það markmið hæst í lifinu að
vinna ástvinum sínum allt það
bezta, sem hún mátti.
Hjá þessum góðu og gjörfu-
legu foreldrum óx Oddný úr
grasi, elzt af sjö systkinum. Hún
var ekki gömul að árum, þegar
þess varð glöggt vart, að hug-
ur hennar stóð allur til frekari
fræðslu og menntunar, en hægt
var að láta henni í té heima í
föðurhúsum. Því var það, að hún
innritaðist í Kvennaskólann í
Reykjavík árið 1903 og lauk það-
an burtfararprófi vorið 1905.
Kennaraprófi lauk hún frá Flens
borgarskólanum í Hafnarfirði ár-
ið 1908.
Árið 1908-1909 var Oddný
heimiliskennari í Laugardælum
í Árnessýslu og 1909 lauk hún
sérstöku kennaranámskeiði. Það
sama ár réðist Oddný sem bók-
ari til fyrirtækisins Garðar
Gíslason & Hay í Leith í Skot-
la: di og starfaði þar ó-
slitið fram til ársins 1917.
Eins og áður var sagt,
var Oddný sérstaklega námfús.
Því var það henni ekki nóg að
stunda skrifstofustörfin í Edin-
borg, heldur var hún jafnframt
í kvöldskóla í Heriot-Watt Coll-
ege og öðrum skólum í Edin-
borg og lagði stund á ensku og
enska bókmenntasögu. 1 sam-
bandi við þá skólavist sína kynnt
ist hún kínverskum námsmanni
og leiddi sú kynning til þess, að
þau gengu í hjónaband á önd-
verðu ári 1917. Fyrstu fundi
þeirra mun hafa borið þannig að,
að þau hittust af tilviljun í boði
í Edinborg. Konur þær, er boð-
ið sóttu, komu allar klæddar
þjóðbúningum landa sinna. Odd-
ný kom til veizlunnar klædd ís-
lenzkum skautbúning — bláum
kirtli með ennishlað. Það mun
enginn geta láð hinum unga kín-
verska stúdent þótt hann heill-
aðist af að sjá þessa tígulegu og
fagurlega búnu íslenzku konu,
því Oddný var eins vel á sig
komin hvað fríðleik og ytri glæsi-
leik snerti og hún var góðum
gáfum gædd. Nafn þessa unga
kínverska menntamanns var
Kwei Ting Sen. Hann var fædd-
ur í Wusih, nálægt Shanghai ár-
ið 1894, sonur Yú Shiu Sen, rit-
höfundar, og Chiang konu hans.
Eftir góða undirbúningsmennt-
un 1 heimalandi sínu fór K.T.
Sen til framhaldsnáms við Ed-
inborgarháskóla. Þar lagði
hann aðallega stund á sál-
ar- og uppeldisfræði en
lagði einnig xtund á enska
bókmenntasögu, en sú fræði
grein varð honum æ hjart-
fólgnari því meir sem námi hans
miðaði áfram, enda lögðu kenn-
arar hans í enskum bókmenntum
mjög að honum að helga sig þeim
fræðum algerlega, sökum óyenju
legra hæfileika hans á því sviði.
En af ástæðum, sem ekki var á
valdi Sen að ráða við, gat ekki
orðið af því. Vorið 1921 komu
þau hjón, Oddný og maður henn-
ar, heim til íslands með son sinn
Erlend, sem fæddur var í Edin-
borg 17. janúar 1918. Það sum-
ar dvöldu þau hjá foreldrum
Oddnýjar á Breiðabólsstöðum og
vann maður Oddnýjar um sum-
arið að doktorsritgerð, sem fjáll-
aði um sálar- og uppeldisfræði
og hann síðan varði við Edin-
borgarháskóla og fékk mikið
lof fyrir. Áður hafði hann lokið
tveim háskólaprófum í Edinborg
í fræðigreinum sínum, þ.e. Mast-
er of Arts prófi og Baohelor of
Education prófi. Meðan Sen
dvaldi hér, réðist hann í það
djarfa fyrirtæki að halda fyrir-
lestur í Iðnaðarmannahúsinu í
Reykjavík á ensku. Hann fékk
fullt hús áheyrenda og margir
þakklátir tilheyrendur hans að
þessum fyrirlestri bundu við
hann vinabönd, sem héldust æ
siðan. Sen reyndist konu sinni
góður og traustur lífsförunaut-
ur og börnum þeirra hollur fað-
ir, sem ekkert vildi frekar en
koma þeim til sem bezts þrozka
í hvívetna. Honum verður vart
betur eða sannar lýst en með
Orðum Snæbjarnar Jónssonar,
sem hann sagði um hann í minn-
ingargrein fyrir röskum 13 árum
síðan, en þar sagði hann, „Próf-
essor Sen var óvenjulegá'. skarp-
ur gáfumaður, hugsjónamaður
mikill, prúðmenni sem af bar og
ég held ekki að ég ýki, ef ég
segi, að hann muni hafa verið
eitt hið mesta göfugmenni er ég
hefi kynnst“. Haustið 1921 fóru
þau Oddný og maður hennar
aftur út til Skotlands, þar sem
doktorsprófið beið, en skildu Er-
lend son sinn eftir hjá afa sín-
um og ömmu á Breiðabólsstöð-
um. Erlendúr eldri tók slíku ást-
fóstri við þennan nafna sinn,
að hann mátti vart af honum sjá
og munu þær tilfinningar svo
sannarlega hafa verið gagnkvæm
ar, svo hændur var Erlendur
litli að afa sínum. Vorið 1922
komu þau Oddný og maður henn
ar aftur upp til íslands og dvöldu
hér fram eftir sumri, þar til þau
héldu enn á ný til Skotlands og
þaðan til Kína. Þar var Sen
skipaður prófessor í sálar- og
uppeldisfræði við háskólann i
Amoy og gegndi hann því starfi
fram til ársins 1937, að hann tók
við prófessorsembætti við há-
skólann í Shanghai, sem hann
gegndi frá 1937-1949. Á árunum
1924-1936 var Oddný umsjónar-
maður kvenstúdenta við háskól-
ann í Amoy og mun henni hafa
verið mjög ljúft að vera þannig
tengd háskólalífinu og störfum
manns síns. í nóvember 1924
urðu þau Oddný og maður henn-
ar fyrir þeirri sáru sorg að missa
son sinn Erlend með sviplegum
hætti. Sá missir gekk mjög nærri
Oddnýju, svo mjög, að ekki er
ofsagt að þar hafi brostið streng
ur í brjósti hennar, sem aldrei
varð aftur strengdur. Á liðnu
ári 1937 kom Oddný hingað
heim með börn þeirra tvö, Jón
fæddan 9. febrúar 1924 og Sig-
nýju Unu, fædda 23. júlí 1928,
og ætluðu þau að dvelja hér í
eitt ár. En þar sannaðist sem oft-
ar, að þótt mennirnir ráðgeri,
þá eru það æðri máttarvöld sem
ákveða rás viðburðanna.
Þegar Oddný kvaddi kæran
eiginmann sinn og börnin ástrík-
an föður sinn á sólgylltri strönd
Amoy-eyju sumarið 1937, hefur
áreiðanlega ekkert þeirra órað
fyrir því, að þar kveddust þess-
ir ástvinir hinnstu kveðju hérna
megin tjaldsins mikla. Að vísu
horfði ekki friðvænlega í Kína
um þær mundir, en engan mátti
þó gruna þær óskaplegu hörm-
ungar sem í vændum voru. Odd-
ný og börnin tóku sér far með
japönsku skipi frá Amoy til
Englands og mun það hafa verið
eitt síðasta skipið, sem fór þá
áætlunarferð. Það sagði Oddný
mér, að sjaldan hefði sér létt
meira en þegar hún sté með
börn sin og farangur af hinni
japönsku skipsfjöl og var komin
um borð í Selfoss gamla í Leith,
og hugsa ég, að enginn geti láð
henni þann létti. En það var
ekki aðeins, að Oddný og börnin
ættu ekki afturkvæmt til Kína
og manni hennar með öllu gert
ókleyft að komast úr landi, held
ur rofnaði það litla bréfasam-
band, sem þeim hjónunum tókst
að "hafa sín á milli um stund,
með öllu þegar síðari heimsstyrj-
öldin skall á. Eftir að henni létti
tókst þeim enn um hríð að koma
bréfum á milli, en það tókst aft-
ur af og nú fyrir fullt og allt,
þegar borgarastyrjöldin í Kína
hófst. Eftir því sem næst hefur
verið komist, lézt maður Odd-
nýjar á sjúkrahúsi í Shanghai í
desember 1949, og barst Oddnýju
fregnin um andlát hans fyrir
milligöngu frændfólks manns
hennar.
Selfoss gamli tók land i
Reykjavík í október 1937 og bjó
Oddný með börnum sínum fyrst
eftir komu sína hingað hjá Stef-
aníu systur sinni og á Breiðabóls-
stöðum á Álftanesi, eða þar til
hún hafði fengið sér eigið hús-
næði fyrir sig og börnin. Nú
stóð hún uppi, — að vísu á sinni
friðsælu og elskuðu feðrastorð
— en með léttan sjóð og tvö
börn, sem einmitt voru að kom-
ast á þann aldur, að námsbraut-
in var á næsta leyti. En þar
kom hin trausta kynfylgja henn
ar, henni að því gagni, sem
dugði. Með einstökum dugnaði
og sjálfsagá skapaði hún sér og
börnum sínum fallegt og frið-
sælt heimili og gerði börnum
sínum kleyft að menntast á
þann veg sem hugur þeirra stóð
til. Jón sonur hennar er einn
kunnasti hljómlistarmaður hér
og slíkur þjóðhagi að allt leikur
í höndum hans. Signý* dóttir
hennar er stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík, stundaði
nám við háskólann í Uppsölum
og lauk B.A. prðfi í ensku og
sænsku við Háskóla íslands. Odd
ný var stundakennari í ensku
við Kvennaskólann í Reykjaví.k
frá 1938-1950 og í námsflokkum
Reykjavíkur 1939-1940. Einka-
kennslu í ensku stundaði hún
af mikilli elju og dugnaði frá ár-
inu 1938 og eins lengi og heilsa
hennar framast leyfði — eða
ef satt skal segja — miklu leng-
ur. Vinnudagur Oddnýjar varð
oft langur, en sjálfsaginn sem
aldrei brást henni og viljinn til
að ná settu marki réðu þar öllu.
Það sem líka gerði henni léttara
að berjast við erfiðleikana var,
að hún átti sérstöku barnaláni
að fagna. Hún sá bæði börn
sín menntast og þrozkast og
verða að nýtum og virtum
borgurum í móðurlandi sínu.
Bæði hafa þau verið móður sinni
umhyggjusöm og nærgætin, svo
ekki verður betur gert. Oddný
bjó lengst með Jóni syni sínum
og Björgu Jónasdóttur eigin-
konu hans, og verð ég að segja
að ég hef aldrei séð son sýna
móður sinni aðra eins nærfærni
og tillitssemi í einu og öllu og
Jón sýndi móður sinni ailt frá
því fyrsta til þess síðasta. Björg
kona hans auðsýndi henni og ein
staka umhyggju, oft við erfiðar
aðstæður. Signý dóttir Oddnýjar
var móður sinni það bjarg sem
hún byggði á alla tíð, enda er
hún svo að allri gerð, að hún
var móður sinni svo vel að skapi,
að hún gat sér einskis betur ósk-
að í því efni. Þau hjón Signý
og Jón Júlíusson, menntaskóla-
kennari, reyndust óþreytandi við
að stytta Oddnýju stundirnar
og létta henni þrautir hennar
í hinni erfiðu sjúkdómslegu
hennar. Þegar þau systkinin
Signý og Jón ganga nú í dag á
eftir móður sinni síðasta spöl-
in, mega þau vel minnast þess,
að þau voru aðeins lítil börn
og ung að árum þegar móðir
þeirra kom með þau hingað til
þessa framandi lands fyrir 26
árum síðan. En á þessum árum
hafa þau með lífi sínu og allri
framkomu látið þá drauma móð-
ur sinnar, sem aún tengdi við
þru og framtíð þeirra, rætast
Þau hafa alltaf reynzt henni eftir
iát og góð börn, sem aldrei settu
sig úr færi að bera birtu og yl
inn í líf hennar. Það var henni
sú huggun í harmi þeim og and-
streymi, sem á hana voru lögð 1
iífinú sem dugði og gerði hana,
þrátt fyrir allt, hamingjusama
konu. Oddný tók ekki eins mik
inn þátt í félagsmálum og skyldi,
þótt hún væri óvenjulega góð
um hæfileikum gædd til slíkra
starfa. Þó var hún virkur félagi
í Zontaklúbbi Reykjavíkur um
langt árabil, og formaður hans
árin 1948—1950 og 1954—1955.
Þá gaf hún út bókina Undraland
ið Kína á árinu 1941 og ritaði
fjölmargar greinar í blöðum og
tímaritum um Kína. Einnig flutti
hún marga fyrirlestra um kín-
versk málefni í útvarp og í ýms
um féiögum. Oddný hélt einnig
Kínverska listsýningu fjórum
sinnum í Reykjavík og einu sinni
á Akureyri.
Síðustxi árin átti Oddný við
langvarandi og þjáningafulla
sjúkdóma að stríða, en aldrei æðr
aðist hún, slík var skaphöfn henn
ar og andlegt þrek.
Það eru nú um tveir tugir ára,
síðan ég kynntist Oddnýju fyrst
að ráði. Eg var þá við nám í Há-
skóla íslands og fór til hennar i
enskutíma. Kennsla Oddnýjar
var ekki rrieð hinu hefðbundna
sniði, heldur i ==mtalsformi, og
var þar rætt vítt og breytt um
vandamál líðandi stundar, listir,
vísindi og jafnvel heimspeki.
Oddný taiaði mjög fallega ensku
og var kröfuhörð með, að nem
endur hennar vönduðu málfar
sitt, sem bezt. Engu að síður var
létt og skemmtilegt yfir kennslu
stundunum hjá henni og mun ég
minnast þeirra alla tíð með
ánægju og innilegu þakklæti. Eft
ir að ég kvæntist systurdóttur
Oddnýjar, urðu kynni mín af
henni og börnum hennar nánari,
og eftir því sem ég kynntist
henni betur mat ég hana æ meira,
Oddný ílíkaði aldrei tilfinning-
um sínum, þannig að ekki var
gott að vita hvort henni líkuðu
oft orð eða athafnir betur eða
verr. En hún var engu að síður
kona mikilla tilfinninga, stolt og
stórbrotin. Hreinlynd kona, sem
ekkert fyrirleit meira en sýndar
mennsku. Hún gerði miklar kröf
ur til sjálfrar sín — og einnig
til þeirra sem henni voru kærir.
Við hjónin, börn okkar og eina
systirin þín, kveðjum þig með
hjartans þökk fyrir þína traustu
vináttu og ævarandi tryggð, sem
aldrei brást. Frændi þinn ungi,
sem nú dvelur erlendis, sendir
þér sínar innilegustu hjartans
þakkir fyrir alla hjálpina sem þú
veittir honum, hollráðin sem þú
gafst honum og umhyggjuna sem
þú barst fyrir honum til hinztu
stundar.
Með Oddnýju er gengin óvenju
leg glæsikona. Kona, sem í senn
var fáguð heimskona og ramm-
íslenzkur kvenskörungur. Hún
var þess fyrir löngu albúin að
stíga fyrir dómara allra tíma.
Slikir eiga vissa góða heimkomu
í ljóssins ríki.
Hallgrímur Dalberg.
að aug'vsing i stærsta
og uthreiddasta blaðinu
borgar sig bezt.