Alþýðublaðið - 04.01.1930, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.01.1930, Blaðsíða 5
Laugardaginn 4. jan. 1930. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 m Beztu tyrknesku cigaretturnar í 20 stk. pökkum sem kosta kr. 1,25, eru: Statesman. Turklsh Westminster Gigarettur. A. V. I hverjnm pakka ern samskonar fallegar landslagsmyndlr og íCommander«cIgarettupiikkum Fást f Sllnm verzlunum. Saimsókii togaraótgerðarmnar og Jón Þorláksson. í áramótahugleiðingu, sem Jón Þorláksson ritaði i „MgbL“, seg- ít svo: „Þá er afkoma togaraútgerðar- innar í Reykjavík og Hafnarfirði eklti síður alvarlegt íhugunarefnL Undanfarinn góðæriskafla hefir hún barist í bökkum, mörg skipin lítið getað grynt á skuldum, ekk- ert getað lagt til hliðar fyrir fyrningu eða • til endurnýjunar. Niðurstaðan er sú, að flotinn er að ganga úr sér. Algengast mun vera, að hluthafar í þessum út- gerðarfélögum hafa engan arð fengið þessi árin, enda má nú heita, að enginn maður viljj leggja fé í togaraútgerð. Ef 'þessu heldur áfram, er atvinnu- vegurinn í stórhættu þegar skip- in, sem fæst eru yngri en frá 1919—21, eru útslitin, og þess verður ekki nema fá ár að bíða. Orsakirnar til þessa ástands kunna að vera ýmsar, og brestur mig kunnugleika til að rekja þær allar.“ Lýsing þessi er ófögur. Þrátt fyrir mikinn afla árið 1927, ó- hemju veiði 1928 og mjög „hag- stætt" ár 1929 . (að undanteknu tapinu, er útgerðarmenn sjálfir bökuðu sér með stöðvun togar- anna) er þessi atvinnuvegur nú „í stórhættu", að dómi Jóns Þor- lákssonar. Lítið eða ekkert hefir verið grynt á skuldum, ekkert lagt til hliðar fyrir fyrningu eða endurnýjun, enginn arður borg- aður hluthöfum, segir Jón. Sé hér satt frá sagt, er hér al- várlegt íhugunarefni. Hverjar eru ástæðurnar til þessa hörmulega ástands? Ekki getur það vérið kauþ sjómaniianna. Það hefir ekki verið nema örlítið brot, 10 —15o/o, af verðmæti aflans til uppjafnaðar, enda hafa útgerðar- merin í haust sjálfir játað, að nú- verandi kaup vséri ekki of hátt frá þeirra sjónarmiði, með því að framlengja samninginn ó- breyttan. Ekki eru það skattarn- ir: tekju- og eigna-skattur, þeir eru því að eins lagðir á, að um eignir eða gróða sé að ræða. Ef enginn er gróðinn og engar eign- irnar greiðist enginn tekju- eða eigna-skattur. Landsmenn eiga allir svo mik- ið undir þessum atvinnuvegi, að sjálfsagt er, að þeir fái að vita hið sanna um hag hans, að rann- sakað sé til hlítar, hvort ástand- ið er svo slæmt sem J. Þ. segir og hvað gera þarf til þess að gera togaraútgerðina örugga og affarasæla fyrir landsfólkið. Á næsta þingi er sjálfsagt að samþykkja að láta fram. fara gagngei'ða rannsókn á hag og rekstri togaraútgerðarinnar. Jón Þorláksson og flokkur hans hljóta að greiða því atkvæði, ef Jón meinar það, sem hann segir í nefndri grein. Eftirlaunasjóður Réykjavíkurborgar. Loksins var á síðasta bæj- arstjórnarfundi samþykt reglu- gerð fyrir eftirlaUnasjóð fastra starfsmanna Reykjavíkur. Hefir það mál verið firna lengi á döf-. inni. Árið 1928 sendi Starfsmannafé- lag Reykjavíkur bæjarstjórninni erindi og frumvarp um eftirlaun fastra starfsmanna bæjarins. Mál- ið lá á annað ár í salti, þar til Stefán Jóh. Stefánsson tók það upp að nýju og tókst að koma þeim skrið á málið, að íhaldsliðið sá sér ékki fært að stinga því enn á ný undir stól þegar kosn- ingar standa fyrir dynun. Varð það úr, að borgarstjóri samdi nýtt frumvarp upp úr frv. starfs- mannafélagsins og lagði það fyr- ir bæjarstjórnina. Fastir starfsmenn borgarinnar fái eftirlaun úr sérstökum eftir- launasjóði, en greiði sjálfir engin iðgjöld í hann. Eftirlaunin eru miðuð við árs- laun þess, er fær þau, og ára- fjölda þann, sem hann hefir haft fasta stöðu hjá bæjarfélaginu. 1 hinu upphaflega frumvarpi sínu var borgarstjóri sæmilega riflegur á eftirlaunin. Þá lagði. hann einnig til, að starfsmenn, sem eftirlaun ber úr sjóðnum, skuli hafa rétt til að láta af starfi sínu gegn fullum eftirlaunum þegar þeir eru sextugir að aldri, ef þeir hafa verið starfsmenn bæjarins í 12 ár. En „aftur tekur rag'ur maður rasgjöf sina“, segir máltækið. Knútur mun hafa komist á snoð- ir um, að sumum burgeisunum þótti þetta fullmikil rausn, og þá var hann ekki lengi að draga úr tillögum sinum. Og íhaldið lék sama skollaleikinn og með' fjárhagsáætlunina. Knútur skar niðtír sínar eigin tillögur og fékk íhaldsfélaga sína í fjárhagsnefnd, Jón Ólafsson og Pétur Halldórs- son, til þess að gangá með sér að þvi að draga xir fyrra frum- varpi hans. Fluttu þeir Knútur breytingatillögur um, að eftirlaun allra, sem starfað hafa í 18 ár eða skemur, skyldu lækka að mun frá þvl, sem hann hafði áður stungið upp á og starfs- mennimir verða að jafnaði að sitja í starfi sínu til 65 ára ald- urs til þess að fá full eftirlaun. — Ihaldsliðið var ekki seint á sér að samþykkja þessar breyt- ingatillögur við frumvarpið. Við umræðurnar benti Ágúst Jósefsson á, að þeir, senx lengi hafa verið starfsmenn bæjarfé- lagsins, eiga að fá óskorað lífs- framfæri hjá því í ellinni, en að eftirlaun margra verði afar- lág samkvæmt lækkunartillögum meiri hlutans. í fjáThagsnefndinni. Theódór Lindal lagði i haust fram nýtt frumvarp um. eftir- launasjóðinn, og voru í því þær tvær breytingar helztai' frá hinu frv., að hann ætlaði starfsmönn- unum að greiða 3o/0 af árslaun- um þeirra í sjóðinn og jafnframt vildi hann yfirleitt lækka eftir- launin að mun. Kvað hann var- hugavert að fara of geyst í sam- þyktum um eftirlaunagreiðslur! Hins vegar- sló hann því fram, að starfslaunin ættu að hækka að því skapi sem næmi ið- gjaldagreiðslunum, e/t ekki ból- |aBi á pví, a'ð hwin bœri fram minar tillögur um pað. Stefán Jóh. Stefánsson benti á, að hið upphaflega frumvarp borgarstjóra var sæmilegt, frv. Theódórs miklu verra og flest- •ar breytingatillögur meiri hluta fjárhagsnefndar til skernda. — Svo fór um frumvarp Theó- dórs Líndals, að sumt af því var felt, sumt tók hann aftur og mikið af því varð sjálfdautt. Hallgr. Ben. fylgdi honum fyrst á leið í atkvæðagreiðslunni, en hætti því svo þegar fleiri feng- ust ekki til þess. Frv. K. Z. var síðan samþykt með breytingum þeim, er hann hafði á því gert ásamt Pétri H. og Jóni ÓL Alþýðuflokksmenn greiddu atkvæði gegn afsláttar- tillögununx. — Theódór einn greiddi atkvæði gegn reglugerð- inni í ‘ heild. ,í reglugerðinni, senx samþykt var, .segir svo: Eftirlaunasjóður Reykjavikurborgar sé .stofnaður með 100 þúsund kr. Gengur Slysatryggingarsjóður Reykjavík- atr til sjóðstofnunarinnar, en það, Dofllar. Húsmæður, hafið hug- fast: að DOLLÁR er langbezta þvottaefnið og jafn- framt það ódýrasta í notkun, að DOLLAR er algerlega óskaðlegt (samkvæmt áður auglýstu vottorði frá Efnarannsóknarstofu rikisins). Heildsölubirgðir hjá: BalldArl Eirífesspi. Hafnarstræti 22. Simi 175. sem til vantar, greiðist úr bæjar- sjóði og hafnarsjóði. Enn frem- ur greiði bæjarsjóður og hafnár- sjóður árlega í sjóðinn a. m. k: 6»/o af launagreiðslum til fastra starfsmanna þeirra næsta ár áð- ur. Eins og reglugerðin var sam- þykt er eftirlaunastiginn þessi; Fyrir alt að 4 ára starf eru eftir- launin 10<>/o af árslaunum, fyxir 5—8 ára starf 15 0/0, fyrir 9—12 ára 250/0, fyrir 13—15 ára 30»/o, fyrir 16—18 ára starf 40o/0, fyrir 19—20 ára 50o/0, fyrir 21—22 ára 52 0/0, fyrir 23—24 ára 55°/o og, fyrir 25 ára starf eða lengra 60 0/0 af árslaununum. Séu ársláun lægri en 3000 kr., miðist eftir- launin við 3000 kr. árslaun. — Ekkja starfsmanns fær 6O0/0 af eftirlaunum þeim, sem manni hennar bera á dánardægri, — nema hún taki upp á því að giftast aftur; þá fellur eftirlatuna- rétturinn niður með öllu. Börn látinna starfsmanna fái 200 kr. á ári hvert til 16 ára aldurs, séi annað foreldranna á lífi, en 300 kr. á ári, ef foreldrarnir eru bæði dáin. Starfsmaður, sem lætur af starfi sínu áður en hann er 65 ára að aldri, fær að eins hálf eftirlaun, og engin ef hann er ekki orðinn fimtugur og hefir verið starfsmaður borgarinnar f 15 ár minst, nema hann verði að láta af starfinu vegna veikinda eða síysa, sem gera hann ófæran til að framkvæma það. Reglugerðin gildi frá þessum áramótum. Sjóðstjórn skal kosin í febrúar í vetur, en þangað til fer fjárhagsnefndin með starf hennar. 1 sjóðstjóm verða borg- arstjóri, 3 bæjarfulltrúar, er bæj- arstjórnin kýs, og 2 starfsmenn borgarinnar, er föstu starfsmenn- irnir kjósa sjálfir. — St. J. St. lagði til, að borgarstjóri- væri ekki sjálfkjörinn í sjóðstjórnina, eixda stæði tala sjóðstjómai- manna á stöku, eins og venjulegt er, en Thódór Líndal vildi fækka bæjarfulltrúununx í stjórninm

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.