Alþýðublaðið - 04.01.1930, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.01.1930, Blaðsíða 2
* LP VÐUHliAHia t 1930. Árið 1930 er byrjöB — en ekkj búið. Enn f>á veit enginn, hvað f>að færir landsmönnum. MaTgt hefir um þetta ár verið nett og ritað, um veizluhöld, gistihús, tjöld, bifreiðaT, söng, messuhöld, ræður, tjaldbúðir, kvikmyndir, litklæði með fomu sniði, íþrótta- og skraut-sýning- ar, kappreiðar, hringekjur, vín — eða ekki vin — og fleira af því tæi. Fimm manna nefnd hefir setið á annað ár til undirbúnings og ráðið framkvæmdarstjóra með riflegum ráðherralaunum til að sjá um alt þetta. Lítur helzt út fyrir, :að sumir ætlist til þess, að. landsmenn fari allir í sparifötin, «æki á Þingvöll og sýni sig út- lendingunum, sem hingað koma. Fyrir 1000 árum stofnsettu höfðingjar riki á Islandi. Alþýð- an, hjú og ófrjálsír menn, áttu þar enga hlutdeild í. Alþingi var þing ^yfirstéttarinnar. — Hún ræð- ar ’þar méstu érui. Saga þúsund ára ríkisins is- lenzka er saga um réttleysi al- þýðu, arðrán og kúgun. Innlendir höfðingjar, konungar, kirkjuherr- ar, ednokunarkauþmenn, Bessa- staðamenn og burgeisalýður síð- ustu áratuga hafa allir verið samhentir um það, að ræna arð- inum af síriti alþýðunnar. Öll auðsöfnunin lenti hjá yfirstétt- inni, öll bölvun óáranar, einok- unar og erlendrar kúgunar bitn- aði á alþýðunni. Ein rödd hefir skorið sig út úr öllu orðaskvaldrinu um al- þingishátiðina. Ein uppástunga borin fram í hátíðarnefndinni, sem er 'þess verð að henni sé gaumur gefinn. Pétur G. Guðmundsson hefir stungið upp á því, að freistað væri að koma hér á fullkomnu ■lýðstjómarfyrirkomulagi 1930 og á sama ári yrðu sett lög um alþýðutryggingar: sjúkra-, slysa-, örorku-, framfærslu-, elli- og at- vinnuleysis-tryggingar fyrir allan hinn vúnnandi lýð í landinu. Alþingishátíðamefndin hefir ekki mátt vera að því að sinna þessari tillögu; hún hefir haft svo mikið að gera við að hugsa um skrautsýningarnar og veizlu- höldin. Um fyrra atriðið er það að segja, að það eigum við ekki undir okkur sjálfum einum. Um það efni þurfum við að. leita samþykkis annara, ef við ekki vxljum rjúfa samninga, sem nú- verandi „Framsóknar' - og ihalds- menn, sem á alþingi sátu 1918, gerðu við aðra þjóð. Um hið síðara atriðið, alþýðu- tryggingarnar, erum við einráðir. Alþingi 1930 á að setja lög um fullkomnar alþýðutryggingar. — Pau lög eiga að vera afmælis- gjöf til íslenzkrar alþýðu. Örjfggisleysið er þyngsta böl öreigans, þess, sem ekkert á nema orku anda og handa. Hve- jiær sem atvinnan bregst eða Starfsþolið bilar er algert bjarg- arleysi fyrirsjáanlegt eða ölmusu- gjafir eða sveitarstyrkur með mannréttindamissi eða verðleiks- matL Hver vinnufær maður á heimt- ingu á að fá atvinnu við sitt hæfi. Hver, sem verður óvinnufær vegna sjúkleika, slysfara eða elli og ekki á nægar eignir, á að eiga heimtingu á sæmilegum fram- færslueyri án ’þess að þurfa að biðja um hann eða þola réttar- skerCdngu. Hverju barni, sem missir fyrirvinnu eða foreldrar ekki geta séð fyrir, á þjóðfélagið að ganga i foreldra stað. Fyrir 1000 árum settu höfðingj- ar lög, stofnuðu ríki á íslandi, til þess að tryggja öryggi sitt og ^sinna. Nú á íslenzk alþýða að skipa aiþingi að setja lög til þess að tryggja öryggi hennai. Petta á að gerast 1930. JMm" ihaldsins þélt fund í gærkveldi í „Sælu- húsinu" við Kalkofnsveg. Var alt að því húsfyllir í litla salnum, enda stóð mikið tiL Nú átti loks að ganga. . frá bæjarstjórnarlista fhaldsins, sem verið hefir í smíð- úm frá því einhvern tíma í fýrra. Mælt er, að um 50 íhaldsforkólf- ar hafi gengið með bæjarfull- trúa í maganum síðustu mánuð- ina, en einum 7 hefir íhaldið von um að koma inn. Voru því skaps- mennimir æstir mjög. Jón Þorláksson talaði fyrstur. Var hann mjúkur í máli, en «vartsýnn mjög. Pótti honum sem flestir gömlu bæjarfulltrúarnir hefðu gert svo í bólið sitt, að yonlaust væri að koma þeim að aftur, nema með því að setja þá í allra efstu sætin. — En Möller hefir loforð fyrir öruggu sæti. Við verðum því líklega að sætta okk- ut við að setja hann í annað sæti. Maður verður að gera fleira en gott þykir. Lýsti hann svo tillögu um 7 efstu sæti listans og bar sig hörmulega. Ólafur Thors talaði næstur; var bann vígamannlegur og lék „grín- rolluna" gömlu með mestu prýði. Efnið var þetta: Við íhaldsmenn erum þeir einu, sem tökum tillit til æskulýðsins(!!!) (sbr. baráttu ihaldsins gegn lækkun aldurstak- marks til kosningaréttar).. Sjö- unda sætið er slagsmálasætið. Það kemur ekki til mála að setja smákaupmanninn í það. I það setjum við Pétur Hafstein; hann er fóstursonur Claessens íslands- bankastjóra og Skildinganesseig- únda; hann hefir aldrei Icómið nærri pölitík og er þyí óflekkaður af gömlum íhaldssyndum; hann er ungur og laglegur og ógiftur,. við skulum hafa hann í -beitu fyrir ungu stúlkurnar. (Rödd úr salnum: Og fulltrúa fyrir Skild- inganes). Pétur „trekkir" nú kven- fólkið betur en Guðrún samt Þá kom Jón Ólafsson. Ekki harmaði hann það neitt, þótt Þórði Sveinssyni, Líndal, Kjaran, Hallgrími Ben. og Jóni Ásbjörns- syni væri sparkað. — Ég vil vera í efsta sæti, en kæri mig ekkert um þá. (Ó. H. kallar fram í: Hvers vegna á að sparka þeim gðmlu?) 'Ja, það er nú svona. En Guðmund minn Jóhannsson vil ég gjaman hafa á listann, t. d. í 9. eða 10. sæti. Það er óhætt. (Hlátur.) Margir fleiri tóku til máls. Vom flestir reiðir, ýmsir sárir og vonsviknir og allir sammála um, að óheppilega væri raðað á listann. — En það verður nú svona að vera. Var svo raðað í 7 efstu sæti lisitans þannig: Jón Ólafsson, Jakob Möller, Guðm. Ásbjömsson, Guðrún Jónasson Pótur Halldórsson, Guðm. Eiríksson trésm. og Pétur Hafstein. Fleiri þótti ekki ástæða til að. ákveða til fulls, en til orða kom að setja Guðmund Jóhannesson i 9. sætið. Knútur sást ekki né heyrðist á fundinum, og var ekki nefndur þar, En andi hans sveif þar yfir vötnunum. HatnarnBrðnr. Aðalfnndar verkamannafélags- ins. Verkamannafélagið „Hlíf“ heldur aðalfund sinn laugardag- inn 11. janúar kl. 8 stundvislega. Fundurinn verður í bæjarþings- salnum (gamla barnaskólanum). Fundarefni er samkvæmt félags- lögunum venjuleg aðalfundar- störf. Allxr félagar eru beðnir að mæta og taka þátt í störfum fundarins. Á því ríður nú, fyrir hinar þýðingarmiklu bæjarstjórn- arkosningar, að alþýðan sé vel sameinuð og áhugasöm um öll sin samtök. AlMðufiofekskiósendar! Athugið hvort þið eruð á kjör- skrá, Kosningaskrifstofa Alþýðu- flokksins (A-listans) er á Linn- etsstíg 1, sími 236. — Allir, sem áhuga hafa fyrix málum hafn- firzkrar alþýðu, vinna að sigri alþýðulistans við kosningamar 18. þ. m. Jafnaðarmannafélagið „Sparta* heldur fund á morgun kl. 2 í Kaupþingssalnum. Til Strandarkirkju. Áheit frá Flateyring 10 kr. og gamalt áheit frá N. N. 5 kr. Gnðnmndnr Bjarnason. Mér er ekki tamt að skrifa eftirmæli um látna menn og lítið borið þáð við. Eftirmæli érus venjulega svo einhliða rituð, að ég legg á þau lítinn trúnað. En i dag, þegar Guðmundur Bjarna- son er borinn til grafar, get ég ekki stilt mig um að rita nokkr- ar línur. Fyrstu kynni hafði ég af Guð- mundi sem félaga mínum íf verkamannafélaginu „Dagsbrún“„ Hann var einn af stofnendum þess, einn af allra fyrstu mönn- unum, sem rituðu nafn sitt á stofnendalista 'þess, þá nær hálf- sextugur að aldri. Og hann gerðí meira en ganga í félagið. Hann rækti félagið upp frá því tii dauðadags með slikri alúð og kostgæfni, að ég þekki þess fá: eða engin dæmi. Ég minnist þess ekki að hafa komið svo á „Dags- brúnar"-fund, að ekki væri Guð- mundur Bjarnason þar. Þó var hann ekki kominn þar til að láta á sér bera. Ég heyrði hann. aldre*. halda ræðu og aldrei var hann í stjórn félagsins. Var þó mað- urinn meira en í meðallagi skýr og áhugasamur um félagsmák — Nei, Guðmundur kom á hvem fund til þess, með því að rækja brýnustu skyldu hvers góðs fé- lagsmanns. Hann vildi vera trúr í stéttarfélagi sínu sem öllu öðru. Guðmundur var sýnishom! af ágætum liðsmanni, en góðir liðsmenn eru jafn þarfir og góðir, foringjar. En ég þekti til Guðmundar á fleiri vegu en þenna. Ég var sambýlismaður hans um tíma og ég hafði af honum spumii1, margra manna, sem höfðu þekt hann um fjölda ára. Og þau kynni vitnuðu öll á einn veg. Þau vitnuðu um óvenjulega góð- an dreng. Guðmundur sat ekki sólarmegin í lífinu, sem kallað er. Hann mun jafnan hafa búið við þröngan kost, — en slíkt er hlutskifti verkamanna tiðast, og allra þeirra, sem aldrei hafæ lé af öðrum. En þó Guðmundur sæti ekki í þvi sólskini, semu stendur af auðæfum og upphefð, sat hann þó ekki í skugga. ÞaÖ var jafnan bjart yfir honum og. allri framkomu hans. Hann var síglaður og viðmótsþýður, nær- gætinn við aðra, greiðvikinn og vinfastur. Þeir, sem þektu til Guðmundar, vita, að þetta er satt. En hætt er við, að aðrir leggi á það lítinn trúnað. Ég veit hve algeng sú skoðun er, að abrir séu varla ágætismenn en 'þeir, sem „nafn- kendih' eru. Ég vcit hve algengt það er, að „auður, völd og fal- leg föt“ eru einkennin, sem ágætr manna er markað af. Ég minnist þessa góða drengs með eftirsjá og þökkum fyrir kynninguna, nú, þegar hann er- lagður þreyttur til lúnstu hvíld- ar, og á sama hátt munu allir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.