Morgunblaðið - 28.09.1963, Page 2

Morgunblaðið - 28.09.1963, Page 2
MOPGIINMAÖID L'augardagur 28. sept. 1963 Rússar við Rúmena.... Gjörið svo vel að borga Moskvu, 27. sept. — NTB + SOVÉTSTJÓRNIN hef- ur farið þess á leit við stjórn Rúmeníu, að hún greiði nú þegar 400,000 lestir af korni, sem hún hafi fengið frá Sov- Bruni ú Seyðisfirði UM hálfeitt-leytið í gær kom upp eldur í pakkhúsi Kaup- félagsins á Seyðisfirði. Er þetta gamalt timburhús, er áður var notað sem sjóhús, en kaupfélagið hefir geymt þar mjöl og aðra þungavöru. í öðrum enda hússins hafði söltunarstöðin Borgir aðsetur. Slökkviliðið réði niðurlög- um eldsins og urðu skemmdir af vatni en húsið mun ekki vera mjög brunnið. Rannsókn málsins var skammt á veg komin í gærkvöld og ekki hægt að segja neitt um upp- tök eldsins eða tjón af skemmdunum. Só sem ók d hestinn fundinn í GÆR hafði lögreglan á Sel- fossi upp á manni þeim, er ók á hestinn skammt frá Hvera- gerði og skildi hann eftir særð- an til ólífis. Þetta var utansveit- armaður og var hann settur í gæzluvarðhald í gærmorgun á Litla Hraun, en í gærkvöldi var hann í yfirheyrzlu er blaðið fór í prentun. Er því ekki hægt að skýra nánar frá því nú. Maðurinn var á Volkswagen bíl. Sá mikið á honum er hann fannst. Var vinstra frambretti dældað, framrúða brotin og toppurinn dældaður. — Ávísanamálið Framh. af bls. 1 þá þegar gerðar ráðstafanir til að kæra atferli þetta og tryggja hag bankans. Auk viðskiptanna í Landsbank anum mun Sigurbirni hafa tekizt að ná peningum út úr bæði Út- vegsbankanum og Samvinnu- bankanum, svo nemur hundruð- um þúsunda króna á hvorum stað. Á undanförnum árum hefur talsvert borið á Sigurbirni í við- skiptalífinu í Reykjavík. Á sín- um tíma keypti hann og rak Vetr argarðinn, er eigandi hans seldi skemmtistaðinn, og hóf rekstur veitingahússins Röðuls. Svo sem kunnugt er lagðist rekstur Vetr- argarðsins niður um sl. áramót. Fyrir nokkrum mánuðum keypti Sigurbjörn veitingahúsið Glaumbæ og tók við rekstri þess í júnímánuði sl. Þá keypti hann í fyrra andabú- ið og alla jörðina að Álfsnesi á Kjalarnesi, og hefur rekið það síðan. Loks er þess að geta að Sigur- björn er hluthafi í nýju skipafé- lagi, Kaupskip hf., og hefur farið með framkvæmdastjórn þess. Að því er Mbl. hefur frétt mun ekki vera samband milli svikamáls þess, sem nú er á daginn komið, og fjárreiðna Kaupskips. Margir mánuðir eru liðnir síðan Sigur- björn greiddi að fullu hlutafé sitt til félagsins, en allt hlutafé þess er löngu yfirfært til Þýzka- lands sem greiðsla upp í skip, sem Kaupskip festi kaup á þar í landi snemma í sumar. Mál Sigurbjörns er mjög um- fangsmikið, og hið flóknasta að því er virðist, og er rannsókn þess enn á algjöru f~umstigi, svo «em fyrr greinir. étríkjunum fyrir mörgum ár- um. — Fregn þessi er höfð eftir vest- rænum heimildum í Moskvu, en samkvæmt þeim hafi það verið þegjandi samkomulag, þegar Rússar lánuðu Rúmenum korn- birgðir þessar, að þær yrðu aldrei greiddar. Um þær mundir áttu Rúmenar í miklum vand- ræðum vegna skorts á kornvör- um, en Sovétstjórnin mun hafa bent á, að þeir séu nú svo vel á vegi staddir, að þessu leyti, að ekki verði þeim til skaða þótt lánið verði nú greitt. Fé í svelti í Votnsdol Hofi, Vatnisdal, 27. sept.: — Á þriðjudag byrjaði hér norð- vesfcan rigning og slydda. Síðan hefur verið samfelld fannkoona í Vatnsdal og í Þimgi þar ti)l í dag. Nú er kominn mikill jafn- fal'linn snjór, svo að víða er haglaust í Vatnsdal og vegir ó- færir. í gær og dag hafa Vatns- dælingar verií að flyfcja siáfcur fé ti'l Blönduóss. Flutningabiílar hafia tafizt mikið vegna fiann- þyngdar. Fé er nú víða í svelti sökuim snjókomu og er fyrirsjá anlegt mikið tjón á sláturfé og vafalaust hefur margt fé misfar izit í skurði, vötn og kaffenni. Síðdegis í dag kom gott veð ur, svo að fiéð hefuir auða þúfu kolla að biita. Nokkrir bændur í Vatnsdal og Þingi eiga ta-ls- vert af heyi á engjum. Sæti eru þar eins og stórar þúfur í snjó breiðunni. Fyrri göngum var lok ií fyrir hníðarkastið en þeim síðari hefur verið frestað. — Ágúst Ungir Sjálf- stæðismenn Austurlandi KJÖRDÆMISÞING ungra Sjálf- stæðismanna á Austurlandi verð- ur haldið í barnaskólanum, Egils stöðum, kl. 5 á morgun, sunnu- dag. — Stofendur að Varðbergi á Akureyri voru um 40 taJsina. Fyrsta Varðbergsfélagið utan Rvíkur á Akureyri STOFNFUNDUR fyrsta Varð- bergsfélagsins utan Reykjavíkur var haldinn á Akureyri mánu- dagskvöldið 23. september sl. og tóku þátt í stofnuninni um 40 ungir menn úr lýðræðisflokkun- um þremur. Fundurinn hófst með því að formaður undirbúningsnefndar, Sigurður Jóhannesson, setti fund inn Og skýrði aðdraganda að stofnun félagsins. Undirbúnings- nefnd, sem kosin var fyrr í sum- ar af fundi áhugamanna var skip- uð, auk Sigurðar, þeim Kolbeini Helgasyni og Jóni Viðari Guð- laugssyni. Þá flutti formaður Varðbergs í Reykjavík, Heimir Hannesson, lögfræðingur, erindi um starf Varðbergs í Reykjavík, tilgang félagsins og framtíðarverkefni þess. Fagnaði hann stofnun fé- lagsins á Akureyri og skýrði frá því að á tímabilinu fram að ára mótum sé fyrirhugað að stofna Varðbergsfélög á ekki færri en 7 stöðum utan Reykjavíkur eða í Vestmannaeyjum, Keflavík, Akranesi, Sauðárkróki, Siglu- firði og á Húsavík, auk Akur- eyrar. Að loknu erindi Heimis Hann- essonar hófust stofnfundarstörf. Miklar umræður urðu og létu menn í ljós mikinn áhuga og á- nægju með stofnun Varðbergs á Akureyri. I aðalstjóm voru kosnir: Kol- beinn Helgason, verzlunarmaður; Bragi Hjartarson, múrari; Gunn- ar Berg, prentsmiðjustjóri; Hreinn Þormar, ullarfræðingur; Magnús Jónsson, framkvæma- stjóri og Gunnlaugur B. Sveinsson, járnsmiður. Vara- stjórn skipa: Jónas Þórisson, skrifstofustjóri, Jóhann Sigurðs- son, rafvirki, Hjörtur Eiríksson, ullarfræðingur, Trausti Hall- grímsson, verzlunarmaður, Sig- uróli Sigurðsson, verzl.m. og Sveinn Jónsson, iðnnemi. Endur- skoðandi var kosinn Sigurður Jóhannesson, skrifst.stj. Að fundarstörfum loknum voru sýndar kvikmyndir m. a. frá Berlín og aðalstöðvum Atlants- hafsbandalagsins í París. Á stjórnarfundi, sem haldinn var að kvikmyndasýningu lok- inni skipti stjórnin með sér verk um og var Kolbeinn Helgason kjörinn formaður, en varafor- menn þeir Gunnar Berg og Gunnlaugur B. Sveinsson, gjald- keri Hreinn Þormar, ritari Magn- ús Jónsson og meðstjórnandi Bragi Hjartarson. Hin nýja stjórn Varðbengs á Akureyri mun hugsa sér að hefja ýmis konar starfsemi á næstunni og verður nánar skýrt frá því síðar. Sem kunnugt er, eru um 2 ár síðan Varðberg í Reykjavík var stofnað en starfsemi félagsins hefur stöðugt færzt í aukana. Varðberg vill stuðla að eflingu skilnings meðal ungs fólks á Is- landi á gildi lýðræðislegra stjórn arhátta svo og auka skilning á mikilvægi samstarfs lýðræðis- þjóðanna til verndar friðnum. Félagið vinnur gegn hvers konar öfgastefnum og öfgaöflum. Það fjallar einungis um utan- ríkismál, en tekur ekki afstöðu til innanlandsmála. Stjórnin, talin frá vinstri: Gunnlaugur B. Sveinsson, Gunnar Berg, Kolbeinn Helgason, Magnús Jónsson, Hreinn Þormar og Bragi Hjartarson. Færeysko landssfjórnin vill stækkun flugvullorins ú Vogey Einkaskeyti frá Tórshavn 27. september. FLUGVÉL Flugfélags íslands fór í dag síðustu áætlunarférðina í ár frá Færeyjum til Reykjavík- ur. Enn er óvíst, hvort fluginu verður haldið áfram næsta ár, þar sem félagið hefúr enn ekki fengið jákvætt svar frá yfirvöld- um í Færeyjum um stækkun fiugvallarins á næsta ári eða 1965. En nú hefur landsstjórnin í Færeyjum ákveðið að beita allri Ókennilegur sjúkdómur í Hnvnnn Miami, Florida, 27. sept. ALLMARGIR menn hafa látið lífið í Havana af einkennilegum og óþekktum sjúkdómi í öndun- arfærum, að því er útvarpið í Havana hermir. Tvö hundruð Havanabúar hafa fengið þennan sjúkdóm og a. m. k. átta menn látizt. Ekki er vitað um orsök sjúkdómsins. sinni orku til að reyna að fá því framgengt, að völlurinn verði stækkaður um 500 metra eins fljótt og hægt er, svo að þar verði hægt að lenda Viscount- vélum, sem Flugfélagið hefur í förum milli landa. Landsstjórnin getur ekki lofað neinu fyrr en danska ríkis- stjórnin hefur gengið í málið. Fréttamaðurinn skildi þetta á samtali við lögmann Færeyja í dag. — Arge. Drengur á hjóli slasast í Kópavogi Brenndist á hálsi og andliti GRAFARNESI, 27. sept. — Fimm ára drengur, Jóhannes Halldórsson, sonur Halldórs Finnssonar, oddvita hér í Grund- arfirði, brenndist illa á hálsi og andliti í gærkvöldi. Hljóp hnnn á ílát með heitri súpu, sem helltist á hann. Héraðslæknirin í Stykk- ishólmi var staddur hér og gerði að sárum drengsins, sem síðan var fluttur í sjúkrabús í Stykkis- hclaj' — — EmiL RÉTT FYRIR kl. 16 í gærdag var lögreglunni í Kópavogi til- kynnt að átta ára drengur, Jón Halldórsson, Lyngbrekku 24, hefði orðið fyrir vörubíl á móts við húsið nr. 15 við Löngu- brekku. Þröngur 9t:gur liggur miUi Löngubrekku og Álfihóisvegar og var vörubifreiðin þar á ferð, og samkvæmt frásögn sjónarvotta mun drengurinn, sem var á reið hjóli, hafa hangið aftan í bíln- um en misst vald á hjólinu, sern rann út í skurð við stígsbrún- ina. Drengurinn varð fyrir aftur 'hjóli bifreiðarinnar og meidd- ist talsvert. Var hann fluttur í Landakotsspitalann. Ærsladraugurinn í SUMARLEIKHÚSIÐ er að hefja sýningar á Ærsladraugnum eftir Noel Coward hér í Reykjavík. Verður frumsýningin í kvöld kl. 11.30 í AusturbæjarbíóL Ærsladraugurinn er bráð- smellinn gamanleikur, og hefur Sumarleikhúsið sýnt hann víða um land í sumar við hinar ágæt- ustu undirtektir. Sýningin i kvöld verður sú 40., en ferðalagi Sum- arleikhússins lauk með sýning- um á Suðurlandi, Kópavogi og fjórum sýningum í HafnarfirðL Leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson, en leikendur þau Sigríður Haga- lín, Þóra Friðriksdóttir, Nína Sveinsdóttir, Aurora Halldórs- dóttir, Margrét Magnúsdóttir, Gísli Halldórsson og Guðmundur Pálsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.