Morgunblaðið - 28.09.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.09.1963, Blaðsíða 17
1 Laugardaeur 28. sept. 1963 MORCUN BLAÐIÐ 17 Ósvald Ey vindsson útfararstjóri — Minningororð ENN einu sinni hefur sláttumað- urinn mikli brugðið ljá sínum og vandamenn og vinir eru xninntir á hverfulleik lífsins, þau örlög, sem óumflýjanlega bíða okkar allra fyrr eða síðar. Þannig var það, þegar Osvald Eyvindsson féll frá fyrir aldur fram, aðeins tæplega sextugur. Hann var fæddur í Reykjavík 4. janúar 1904 og voru foreldr- ar hans Eyvindur Arnason, tré- smíðameistari og útfararstjóri og kona hans Sophie Heilmann, en þau voru velþekktir og vel- metnir borgarar þessa bæjar um sína daga. Osvald ól allan aldur sinn í fæðingarborg sinni og fylgdist því gjörla með, er Reykjavík óx úr bæ í borg. Hann lagði stund á rafvirkjun á unga aldri, en hvarf frá því starfi til þess að aðstoða föður sinn í starfi hans og tók við því, er faðir hans féll frá árið 1950, en hafði þá lengi verið hans hægri hönd. Osvald ■ kvæntist eftirlifandi konu sinni, Jóhönnu Guðmunds- dóttur, hinni ágætustu konu, ættaðri frá Dalbæ í Hrunamanna hreppi, Árnessýslu, árið 1937 og reistu þau heimili sitt á Laufás- veg 60, þar sem þau bjuggu all- an sinn búskap. Þau hjónin voru höfðingjar heim að sækja og bjuggu rausn- ariega, enda var heimili þeirra mjög gestkvæmt og hjónin sam- hent um að búa vel að gestum sínum. Þaðan á ég margar góð- ar minningar frá yngri árum. Þeim varð sex barna auðið og af þeim eru fimm á lífi, en 2ja ára dreng misstu þau af slys- förum. Börnin eru öll í heima- húsum, það yngsta 8 ára dreng- ur. Öll eru þau hin mannvæn- legustu, svo sem þau eiga kyn til. Osvald var vörpulegur maður, meðalmaður á hæð, þéttur á velli og þéttur í lund, yfirbragðið drengilegt og góðmannlegt. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir og lét hlut sinn fyrir engum, en þó ljúfmenni og vildi hvers manns vanda leysa, enda við- kvæmur í lund, þó yfirbragðið bæri þess ekki ávallt vitni. Hans ævistarf var þjónusta við syrgj- endur og rækti hann starf sitt af prýði, unz heilsan tók að bila. Hann gat verið áhlaupamaður til vinnu og vann þá oft langt fram á nótt, þrátt fyrir erilsaman vinnudag. Hann var einn af þeim, sem settu .svip sin á bæ- inn. Hann lézt í Borgarsjúkrahús- inu hinn 12. september og var banarhein hans heilablóðfall. Ég votta hans ágætu eiginkonu og börnum mína innilegustu samúð. Að Osvald er mikil eftir- sjá, því hann var hinn bezti drengur. Slíks er gott að minn- ast. G. Á. Guðný Friðriksdóttir Kaldabakka Bildudal Fædd 9. ágúst 1886. Dáin 11. febrúar 1963. In memoriam. Þótt hausti að með hélu og frost og húmið sveipi fjöll, Nemendasamband SVS Aðalfundur íþróttaklúbbs Nemendasambands Sam- vinnuskólans verður haldinn í Sambandssalnum þriðjudaginn 1. okt. og hefst kl. 8.30. Þeir sem hug hafa á að taka þátt í starfsemi klúbbsins á komandi vetri vinsamlegast mæti á aðalfundinum. STJÓRNIN. Bridgefélag Hafnarfjarðar AÐALHJMDIJR verður haldinn n.k. miðvikud. 2. okt. kl. 20 í Alþýðuhúsinu. STJÓRNIN. Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Lárus G. Lúðvígsson, skóverzlun Bankastræti 5 — Sími 17645. Loftpressumaður Loftpressumaður óskast. Aðeins vanur kemur til greina. Hátt kaup. — Upplýsingar í síma 33544. Piltur óskast til afgreiðslustarfa. Uppl. á skrifstofunni í Garðastræti 17 kl. 10—12 og 2—5. XIDDABÚO þá ljómar mætast minning þín og mýkir kjörin öll. Við draumsins hirð ert drottning drottning þú þótt dvíni geisli hver. Svo kalt fær vetur andað ei að ei sé hlýtt hjá þér. Þú systir kær, hve blítt og bjart leið bernsku unaðstíð. Við leik og starf, við ljóð og sögn var ljúft við fjörð og hlíð. Með sólskinsbrosum, söng og ást varð sigrað allt þitt böl. Og allir fundu, að innst við barm þú áttir kosta völ. Ó, móðir góð, hve mild og hlý og mæt var hönd þín kær, því yfir hvert þitt ævispor nú ilmi og Ijóma slær. Frá óttu að aftni stóðstu sterk að starfi langan dag við árin jafnt sém akurmold var allt þitt fært í lag. Mín húsfrú kær, þú himins gjöf þótt hausti og andi kalt, mér brosir þín blíða mynd svo birtu slær á allt. í sorg og gleði sæla varð að sigra allt með þér. Ég veit í björtum betri heim þú bíður eftir mér. Við krjúpum öll svo klökk og bljúg til kveðju að þinni gröf. Þótt breytist allt, þín bros og tár er blessuð náðargjöf. En sölnuð blóm og bliknuð strá, sem blærinn strýkur hljótt, þau minna á heilög — horfin ár og hvísla — góða nótt. Ur heimsins djúpi hækkar sól og hlýnar blær við strönd, ‘ er vorið kyssir klöknuð strá með kveðju úr Drottins hönd. Eins munt þú eftir endað stríð nú eignast gleðifund og stíga sæl á Ijóssins land á lífs þins óskastund. Kveðja frá eiginmanni og börnum. Röskur sendisveínn Sængur Endurnýjum gömlu sæng- urnar. Eigum dún- og fið- urheld ver. Dun- og gæsa- dúnsængur og koddar íyr- irúggjandi. Dún- og fiðurhreinsunin Vatnsstig 3. — Sinu 14968 óskast nú þegar fyrir hádegi. ORKA H.F. Laugavegi 178. FramtíBarstarf Maður, helzt innan þrítugs, með gott próf frá Verzl- unarskóla íslands, eða’ meiri menntun, getur fengið vinnu hjá löggiltum endurskoðendum og skapað sér þannig möguleika til þess, síðar meir, að fá lög- gildingu. — Upplýsingar í síma 22210. Afgreiðslustúlka óskast strax. — Uppl. kl. 1 — 3 í búðinnL StórholtsbúÖ Stórholti 16 — Sími 13999. Aðalfundur Bridgedeildar Húnvetningafélagsins verður haldinn í húsi félagsins áð Laufásvegi 25, þriðjudaginn 1. okt. n.k. kl. 20.00. Venjuleg aðalfundastörf. Að fundi loknum verður spilað. STJÓRNIN. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Kjörbúð La&igarnes Dalbraut 3. Stúlka óskast til aðstoðar við eldhússtörf nú þegar. Sími 19636. Til sölu T OGIJTBÍJN AÐIJR hleragálgar og rúllur. Upplýsingar í síma 51032. Mercury 1957 til sölu af sérstökum ástæðum. Uppl. á Hótel Borg herb. nr. 303 í dag og á morgun kl. 20—22. Kristinn Jónsson Dalvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.