Morgunblaðið - 28.09.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.09.1963, Blaðsíða 11
1 Laugardagur 28. sept 1962 MORCUNBLADID tíðindi d A UNDANFÖRNUM fimm mán- uðum hefur Tító, Júgóslavíufor- 6eti, fengið heimsóknir margra, iháttsettra manna: forseta Mexí- 'kó, Finniands, Egyptalands og Líberíu. Þá hafa utanríkis- og Handbúnaðarráðherra Bandaríkj- anna sótt Tító heim á þessu ári. Fyrir réttum mánuði lauk tveggja vikna heimsókn Krús- jeffs, forsætisráðherra Sovétríkj- anna, til Júgóslaviu. Nú er Tító staddur í Suður- Ameríku, en þar heimsækir hann eeðstu menn í Brazilíu, Bolivíu, Chile og Mexíkó. Að því búnu ifer Tító til Bandaríkjanna, en þar mun hann m.a. ræða við Kennedy, forseta. Stjórnmálafréttaritarar hafa lagt sig í lima við að skýra á- ctæðurnar fyrir þessum heim- sóknum opinberum og hálfopin- berum. Niðurstaða þeirra er yfir- leitt sú, að jafnerfitt sé að skýra heimsóknirnar og utanríkisstefnu Titós, yfirleitt. Lærifaðir eða lærisveinn Krúsjeffs. Línudans? 15 ár eru nú liðin, frá því, að Tító sagði skilið við Stalín. Eng- inn efast þó um, að Tító sé trygg ur í sessi, metinn leiðtogi og eósíalisti. Hins vegar gegnir Tító ekki lengur því forystuhlutverki meðal óháðra (eða hlutlausra) jþjóða, sem áður var. Má segja, eð þar sé að nokkru leyti líkt tneð honum farið og Neihru, for- sætisráðherra Indlands. Tító missti talsvert af þeirri tiltrú, sem hann hafði á þessu eviði, eftir fund fulltrúa óháðra þjóða, en hann var haldinn í Bel- firad, 1961. í yfirlýsingu þeirri, eem birt var í lok fundarins, voru Bandaríkin ásökuð fyrir til xaunir með kjarnorkuvopn. Hins vegar var þar ekkert minnzt á tilraunir Sovétríkjanna. Þrátt fyrir þetta, þá er Tító í miklu áliti hjá ráðamönnum fjöl margra nýstofnaðra ríkja, bæði í Afríku og Asíu. Sumir leiðtogar þessara ríkja hafa jafnvel talið eig njóta sérstakrar verndar Tító, t-d. Nasser, Egyptalandsforseti. Fátt eitt eimir nú eftir af því, sem setti sterkastan svip á Tító, í lok síðustu styrjaldar. Hann er ekki lengur bitur kommúnisti, skæruhermaður, sem barðist fyrir hugsjónum alþjóðahreyfing ar, sem hafði þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna að leiðarljósL í dag hefur Tító á sér blæ fág- aðs stjórnmálamanns. Nýlega tók hann á móti sovézkri sendinefnd og bandarískum ráðherra, sama daginn, með sömu óaðfinnanlegu kurteisinni. Tító hefur orðið mikið ágengt í þessu nýja hlutverki. Þeir, sem sækja hann heim, hvort sem þeir koma úr austri eða vestri, segja, að alúð og hlýja einkenni mót- tökurnar. Tító hefur einnig gengið vel að semja við nágrannaþjóðir — ftalíu, Austurríki, Ungverjaland, Rúmeníu, Búlgariu og Grikk- lands. Það er aðeins ein nágranna þjóðanna sjö, sem valdið hefur Júgóslövum erfiði: Albanir, sem eiga landamæri að Júgóslavíu, á um 485 km. svæði. Þetta verður að teljast mikilsverður árangur, með tilliti til þess ófriðar og sundurlyndis, sem lengst af hef- ur einkennt sambúð ríkja á Bal- kanskaga. Yart getur hjá því farið, að Tító líti með nokkurri ánægju á deilu Sovétríkjanna og Kína, ekki sizt nú í sumar og haust, er ráðamenn í Moskvu hafa lýst Kínverja stríðsæsingamenn — en aðhyllst í þess stað „friðsamlega sambúð“, sem lengi hefur verið á dagskrá leiðtoganna í Belgrad. Friðmælgi sovézkra kommún- ista við stjórn Títós og júgó- slavneska kommúnista hefur ekki verið meiri en nú, frá því, að upp úr slitnaði með Tító og Stalín. Hér er raunverulega uip að ræða viðurkenningu á tiltölu- lega sjálfstæðu afkvæmi þröng- sýnna foreldra. Þá halda Júgóslavar því fram, að sovézkir kommúnistar hafi nálgast þá — ekki öfugt. Tító getur einnig verið ánægð- ur með samskipti sín við Vestur- landaþjóðir, að miklu leyti. Moskvu sáttmálinn um takmark- að tilraunabann, þ.e. nánara sam- starf þjóðanna í austri og vestri, er talsverður sigur fyrir Tító, sem haldið hefur fram „friðsam- legri sambúð“ a.m.k. jafn lengi og sovézkir ráðamenn — ef ekki lengur. Bætt sambúð af þessu tagi eykur líkurnar fyrir auknum við skiptum Júgóslavíu og Vestur- landa, og framhaldi á aðstoð Vesturlanda við stjórn Tító. Hins vegar dylst honum vafa- laust ekki, að nánari samskipti Júgóslavíu og Sovétríkjanna kanna að valda grunsemdum með al vestrænna leiðtoga. Litill vafi leikur á þvi, að för Tító til Suður-Ameriku og Banda ríkjanna nú, er farin í þeim til- gangi að vega á móti heimsókn Krúsjeffs. Hitt dylst heldur engum, að Tító gefst gott tækifæri til að kynna júgóslavneskan sósíalisma í löndum S-Ameríku. Hjólbarða-viðgerðarmaður Maður vanur hjólbarðaviðgerðum óskast til starfa á litlu verkstæði. Getur orðið meðeigandi að verk- stæðinu ef um semst. Tilboð merkt: „Meðeigandi — 3875“ leggist sem fyrst inn á afgreiðsla blaðsins. BILAEIGEIMDUR PILTAR 6FÞIÐ EIOIÐ UNMUSTUNA . ÞÁ Á É<? HRIN&ANA / ■fá/7 tísm//?qs$on\ \\f~ Málflu tningsstof a Guðlaugur Þorláksson Einar B. Guðmundsson Guðmundur Péturssot Aðalstræti 6. — 3. hæð Málflutningsskrifstofa JON N. SIGURÐSSON Sími 14934 — Laugavegi 10 GUSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Sími 1-11-71 Þórshamri við Templarasund BENZ ‘55 Mjög vel með farinn Mercedes Benz fólksbifreið, árg. ’55, til sölu. Uppl. í sima 10696. Allir bílar, sem til íslands hafa flutzt, hafa orðið ryðinu að bráð, fyrr eða seinna, þrátt fyrir upphaflegar ryð- varnir framleiðendanna. Þannig er það einnig með yðar bíl. Ryðvörn þarf að endurtaka með vissu millibili, ef hún á að koma að fullum notum. Ryðvörn er því einn þáttur í almennu viðhaldi bílsins, enginn bíll er of gamall eða svo illa far- inn að ryðvörn sé ekki til mikilla bóta. Pantið ryðvörn á bílinn yðar hjá RYÐVÖRM GRENSASVEGI 18 Sími 19945. Bílaviðgerðir Óskum að ráða menn vana viðgerðum eða rétt- ingum. — Gott kaup. H E M I L L S. F. Elliðaárvogi 103 — Sími 35489. Saumum eftir máli karlmannaföt og stakar buxur. Mjög hagstætt verð. — Úrvals efni. Verzlunin Sel Klapparstíg 40. Svampfóðraðir nœlonfrakkar Léttir, hlýir, tilvalin vetraflík. LilaúrvaL Verzlunin Sel Klapparstíg 40. Karlmannaföt T erylenebuxur á mjög hagstæðu verði. Verzl. Sel Klapparstíg 40. H afnarfjörður Stúlka óskast annan hvern dag frá Id. 9 — 2. — Uppl. ekki gefnar í síma. BRAUÐSTOFAN Reykjavíkurvegi 16. Bílaverkstœði vantar starfsmenn við réttingu og logsuðu. Bónusgreiðsla, auk venjulegs vikukaups. Upplýsingar í síma 50449 kl. 1—6 e.h. daglega. r * Utgerðarmenn — Skipstjórar Tökum síldarnætur og önnur veiðarfæri til viðgerða og geymslu, Litum, bikum og termoblokk þurrkum. Nægt efni til viðgerða og í heilar nætur. Thorberg Einarsson netaverkstæði Holtsgötu, Ánanaust, sími 14507.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.