Morgunblaðið - 28.09.1963, Side 6

Morgunblaðið - 28.09.1963, Side 6
6 MORGUN BLAÐIÐ taugrardagur 28. sept. 1963 Óttarr Möller, forstjóri, við teikningu af skipum ]»eim, sem sem samið hefur verið u t smíði á. — Eimskip lætur smíða tvö 2650 tonna skip Fyrirfœkið stóreykur þjónustu sína — vetrarferðir Cullfoss njóta vinsœlda Plast hræft utan um ferskt grænmeti HF. EIMSKIPAFÉLAG ís- lands hefur samið við Álborg Værft í Danmörku um smíði tveggja 2650 tonna vöruflutn- ingaskipa. Fyrra skipið á að afhendast í janúar 1965 en hið síðara í febrúar 1966. Eftir að Eimskipafélagið hafði leitað tilboða víða um lönd, bæði I Þýzkal., Noregi, Svíþjóð, Dan- tnörku og fleiri löndum, til þess að kanna hvar hagstæðast væri að láta smíða skip, samþykkti stjórn félagsins á fundi sínum hinn 18. júlí sl. að fela Óttari Möller, forstjóra, að leita til Álborg Værft, um smíði tveggja vöruflutningaskipa. Hinn 30. ágúst sl. var undir- ritaður samningur við Álborg Værft, um smíði tveggja vöru- flutningaskipa, 2650 D.W. tonn að stærð, eða lítið eitt stærri en m.s. „Fjallfoss". Verða skipin smíðuð sem opin hlífðarþilfars- skip, en með styrkleika til þess að sigla lokuð. Aðalvél verður 3000 hestöfl og ganghraði 13,9 sjómílur. Við smiði þessara skipa verður í engu vikið frá þeirri venju, sem Eimskipafélagið hefur fylgt við smíði skipa sinna, að hafa þau sem vönduðust að útbúnaði og frágangi og að styrkleika sam kvæmt ströngustu smíðareglum Lloyds og auk þess styrkt til siglinga í ís. Gert er ráð fyrir að fyrra skip- ið verði afhent félaginu í janú- ar 1965, en hið síðara í febrúar 1966. — Viggó E. Maack, skipaverka- fræðingur, hefur samið smíða- lýsingar, sem lagðar voru til grundvallar útboðslýsingu. Eimskipafélagið hefur áður átt viðskipti við Álborg Værft, sem smíðaði tvö af nýjustu skip- um félagsins m.s. „Selfoss" og m.s. „Brúarfoss“ og hafa þau viðskipti reynzt hin ánægjuleg- utu, smíði skipanna vönduð og frágangur allur hinn bezti. Óttarr Möller, forstjóri, skýrði frá því á fundi með blaðamönn- um í gærdag, að smíði skipanna væri fyrst og fremst vegna end- urnýjunar á flota félagsins, en sum skipin væru orðin nokkuð gömul, eins og t.d. Reykjafoss, sem smíðaður var 1947, og Tröllafoss, sem smíðaður var 1945. Óttarr sagði, að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um, hvort elztu skipin yrðu seld síðar, en skip féllu mjög í verði því eldri sem þau væru. Þess vegna væri nauðsynlegt að geta afskrifað skipin á ca. 10 árum. Það hefði hingað til ekki verið hægt hér sökum verðlagsákvæða á flutn- ingsgjöldum, sem nú góðu heilli hefðu verið gefin frjáls að miklu leyti. Ennþá væru takmarkanir á flutningsgjöldum fyrir fóður- vöru í sekkjum, kornvöru í sekkj um, sykurvörur og smjörlíkis- olíu. Flutningsgjöld á þessum vörum væru enn svo lág, að þau hrykkju aðeins fyrir launum hafnarverkaamnna og hafnar- gjöldum í New York. Velvakanda barst strax í gær- morgun bréf varðandi hækkun póst- og símagjalda. Og þar sem málið var almennt umræðu efni hvar sem fólk kom saman í gær birtum við bréfið þegar í stað og hleypum því fram fyr ir í röðinni. Kæri Velvakandi! Aðeins örfá orð um eftirlætis stofnun okkar allra, Póst- og síma, sem enn einu sinni hefur hækkað gjöldin snarlega og án fyrirvara. Það sem mig langar til að vita er, hvort nokkur leið muni Eigi að síður kvað Óttarr ber; að þakka hið aukna frjáls- ræði sem fengizt hefði og myndi gera Eimskip kleift að keppa við erlend skipafélög og auka þjón- ustu sína verulega. Nefndi hann sem dæmi, að Eimskip hefði tek- ið upp flutning á hafnir um- hverfis fsland og í ráði væri að auka þá enn, m.a. með því að láta skipin, ef fært þætti, koma beint erlendis frá á hafnir úti á landi og afferma þar. Ennfrem- ur væru nú reglubundnar ferðir til íslands á þriggja vikna fresti bæði frá Leith og Hull og hefði það í för með sér t. d., að frá októberlokum fram í miðjan des. yrðu 5 ferðir frá Englandi ti! fslandj, auk tilfallandi ferða. Óttarr kvað einnig í ráði, að hefja fastar ferðir til Charleston í Bandaríkjunum vegna óska erlendra viðskiptavina. Þaðan yrðu fluttir frystir kjúklingar og annað kjötmeti til Evrópuhafna. Loks minntist forstjórinn á vetrarferðir Gullfoss sem hafa gefið mjög góða raun, svo góða, að bókað væri í allar ferðir fram yfir nýár og talsvert lengur. Annað farrými hefur verið opn- að í vetrarferðunum vegna vin- sælda þeirra, en fram til þessa hefur 1. farrými aðems verið not að í þeim. fyrir mig að senda símanum reikning fyrir öll þau símtöl sem ég verð að greiða fyrir sökum „tæknigalla", sem verða þess valdandi, að ég fæ allt annað símanúmer en ég hringdi í. Oftast verður að hringja þrisv ar til fjórum sinnum í röð áður en rétt númer fæst. Þetta er að vísu að jafnaði á þeim tím- um dags sem álag á símanum er mest, en því miður er ekki hægt að hringja í opinberar stofnanir eða fyrirtæki eftir kvöldmat. Nú mun kosta kr. 1,10 fyrir hvert símtal fram yfir þau 600 í SUMAR hefur Egilskjör tek- ið upp þá nýbreytni í sambandi við innpökkun á fersku græn- meti, að vefja þær svonefndu Cryovoc-umbúðum, sem eru gagn sæjar plastumbúðir, gæddar sér- stökum eiginleikum. Blaðamanni Morgunblaðsins var í gær boðið að líta á þessa innpökkunarað- ferð og hafa tal af Jean-Paul Quesseveur fré Grace-verksmiðj unum, sem framleiða fyrrgreind ar plastumbúðir. Cryovoc hafa verið notað hér á landi um nokkurn tíma, eink- um svonefndar S-filmur, sem eru algjörlega loftþéttar umbúð- ir. M.a. hefur*SÍS notað þessar umbúðir utan um kjötafurðir, sem seldar eru á erlendum mark aði, og Mjólkurhú Flóamanna ut an um skorpulausan ost. Geymsluþol þessara umbúða er geysimikið, og má segja að mat- vörur geymist óskemmdar í þeim heilt ár, án þess að rýrna. Hr. Quesseveur sagði, að um- búðirnar væru einnig einkar heppilegar fyrir lyktsterkar matvörur, t.d. reykta síld, há- karl og ál. Bar hann saman reykta síld í venjulegum plast- umbúðum, sem nú tíðkast, og cryovoc. ífyrra tilfellinu voru umbúðirnar fitugar, svo sem all ir kannast við, en í síðari tilfell- inu fitulausar. sem leyfilegt er að hringja á 90 dögum fyrir ársfjórðungs- gjaldið. Þar sem ekki er fjarri lagi að reikna með ca 3 sím- tölum á dag sem greiða verður fyrir „rangt númer“, a.m.k. þeir sem nota símann að nokkru ráði, langar mig til að spyrja forráðamenn Póst- og síma, hvort þeir muni endurgreiða mér þessa peninga. Mig mun- ar um 300 krónur á ársfjórð- ungi. Það versta er, að það er svo erfitt fyrir mig að sanna að ég hafi fengið rangt núm- er. Vafalaust er forráðamönn- um símans það ljóst. Því næst ræddi hann um aðra gerð Cryovoc-umbúða, sem nefn ast XL-filmur. Þær eru einkum ætlaðar utan um ferskt græn- meti og eru bræddar utan um vöruna með heitu lofti. Teygj- anleiki þeirra er um 80%. Sýndi Quesseveur okkur blómkálshöf- uð, sem pakkað er inn með þess- um hætti. Það hvorki gulnar né rýrnar í þessum umbúðum um nokkurra daga skeið, kálið „and ar“ í gegnum umbúðirnar, ef svo má að orði komast. Auk þess er þetta mjög hreinleg pökkun- araðferð og grænmetið í þeim afar falleg söluvara. Verzlunarstjórinn sagði, að það grænmeti, sem einkum hefði selzt vel í þessum umbúðum væri blómkál og melónur, en einnig hefðu þeir pakkað öðrum tegundum grænmetis, tómötum, gúrkum, gulrófum o.fl. með góð- um árangri. Ennfremur kjöti, pylsum, kjúklingum o.fl. með loftþéttu aðferðinni. Jean-Paul Quesseveur sagði að síðustu, að Grace-verksmiðjurn- ar væru þær einu, sem fram- leiddu þessa tegund af plasti. Grace-verksmiðjurnar eru í mörg um löndum, svo sem Bandaríkj- unum, Þýzkalandi, Englandi, Ítalíu, Brazilíu og Ástralíu. Um- boðsmaður þeirra hér á landi síð- an 1940 er Gísli Jónsson & Co. Ef til vill er hér verkefni fyrir Neytendasamtökin, eða er kominn tími til að stofna sím- notendafélag? Austurbæingur. Velvakandi hefur daglega orð ið fyrir því sama og lýst er í bréfinu. Margoft hefur hann hringt á bilanatilkynningar og kvartað og nær þessi kvört- un yfir margra mánaða skeið sífellt endurtekin. Svarið hefur alltaf verið það sama: „Já við vitum af því að þetta á sér stað og það er unnið að lagfæring- um“. Annað hvort er afskap- lega erfitt að vinna úr þessu eða síminn hefur svar tilbúið á plötu fyrir umkvartendur 1 þessum efnum. En hefði ekki verið hægt að bíða með hækk- un umframsímtala unz bætt hefði verið úr þessum galla sem síminn án efa hefur tug- eða hundruð þúsund króna tekjur af?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.