Morgunblaðið - 28.09.1963, Side 10

Morgunblaðið - 28.09.1963, Side 10
10 MOKGUNBLADIÐ taugardagur 28. sept. 1963 ^Yjuóteri H I N 37. árlega húsgagnasýn- ing danska húsgagnasmiðafé- lagsins, sem orðið er 400 ára gamalt, var opnuð nýlega í Kaupmannahöfn. Áhrif henn- ar munu minna helzt á áhrif tízkusýninganna í París, þótt ef til vill verði ekki eins hátt haft um hana. Fyrr eða síðar mun áhrifa hennar gæta víðs- vegar um heim, því engin hús gögn eru jafn mikið stæld og hin dönsku í flestum löndum heimsins. I flestum löndum Evrópu eru húsgagnasmiðir hættir að smíða annað en lík- kistur. f Danmörku eru þeir bæði listiðnaðarmenn og sölu- menn. í eyrum Dana hafa nöfn eins og Fritz Hansen, Jo- hannes Hansen og Pontoppi- dan, til dæmis svipaðan hljóm og Chippendale hafði í eyrum Englendinga. Beztu arkitekt- arnir, sem margir hafa fen^ið iðnmenntun, eru fúsir til að vinna fyrir þá fyrir frægðina, sem því fylgir, enda þótt Dan mörk sé land, sem rómar sína arkitekta. Vegna þess að húsgagna- smiðirnir hafa áhrif á tízkuna, bæði í verksmiðjuframleiðslu heimalands síns og erlendis, eiga margir gripir, sem sjást á sýningu þeirra eftir að koma aftur fram á undarleg- um stöðum og í undarlegum búningum. Hinn danski teikn- ari Hans Wegner, sem hefur meira teiknað fyrir verkstæði en verksmiðjur, varð undr- andi þegar hann sá sæmilega eftirlíkingu af einum stóla sinna í smábúð í Mexico og á honum áletrunina: Teiknað af Hans Wegner. Danskur húsgagnasmiður vann nýlega mál gegn verksmiðju í Ástralíu, sem hafði tekizt að framleiða slæmar eftirlíking- ar af húsgögnum hans með því að flytja inn danska gervi smiði og mörg augu munu hvila á japönsku gestunum á sýningunni, því þeir eru iðn- astir og vandvirkastir allra þeirra sem eftirlíkingar gera. Ðanir hafa sérstakan áhuga á sýningunni í ár. Hún er nú haldin í fyrsta skipti í gömlu húsi, sem húsgagnasmiðirnir tízL imnar (Cf'tir Í|f|§ f|l (HlW S&Jtr / Þrískipt matarborð, teiknað af Ole Gerlöv Knud sen og To ben Lind. Borðið er afskaplega failegt, en margir hafa illan bifur á gatinu, sem myndast í miðju .ni. keyptu nýlega til að halda stöðuga sýningu á verkum sínum. Orsökin er leiðinlegur, en ef til vill þýðingarmikill kafli í sögu danskra húsgagna. Þangað til fyrir sex mánuðum voru húsgögnin sýnd og seld á „Den Permanente", sem er stöðug sýning á dönskum list- iðnaði, þar sem þúsundir ferðamanna hafa komið og keypt á hverju ári. Og fyrir skömmu kom þar banc.arískur bankastjóri og keypti húsgögn í eitt af húsum sínum. Sam- kvæmt samningi við húsgagna smiðina voru engin verk- smiðjuhúsgögn seld þaðan. ' En á síðasta ári sýndi „Den Permanente“ minnkandi gróða í fyrsta skipti í 13 ár. Orsökin var aðallega sú að bandaríska þjóðþingið hafði sett hömlur á það sem ferða- menn mega hafa heim með sér tollfrjálst. Og bandarískir ferðamenn eru beztu við- skiptamenn sýningarinnar. Til að bæta úr þessu var stungið upp á að hleypa inn á sýning- una einhverju af húsgögnum framleiddum í verksmiðjum. Húsgagnasmiðirnir svöruðú með því að kveðja. Húsgagnasmiðafélagið nýt- ur nærri jafn mikils álits og owe á miðöldum, eins og sjá má af því að dönsku blöðin háfa sagt nákvæmlega frá öllum stigum þessarar deilu. Ýmsir hafa verið að velta fyrir sér kostum og göllum breytingarinnar. Nýja húsið er í háskólahverfinu og þess vegna neyðast erlendir ferða- menn, sem ' ætla að kaupa dönsk húsgögn, til að fara í smáferðalag úr miðhluta borg arinnar. En „Den Perman- ente“ er prýðilega staðsett rétt hjá Tívolí, sem allir ferða menn heimsækja. En umrætt hús er fallegt og stórt og var þangað til fyrir fimm árum heimili og verk- stæði hins frægasta af hús- gagnasmiðunum, Jacobs Kære. En hinsvegar er þröngt á þingi á „Den Permanente". Og húsgagnasmiðirnir geta sagt við þá, sem halda því fram að menn vilji ekki leggja ferðalagið á sig, að þeir voru búnir að selja dönskum manni rándýrt spilaborð áður en fyrsti sýningardagurinn var að kvöldi kominn. Alvarlegri spurning er, hvort ferðamennirnir taka ekki eftir að þeir geta fengið verksmiðjuhúsgögn á „Den Permanente“ á lægra verði, enda þótt húsgögnin í gamla húsinu í Studiestræde sýnist nákvæmlega eins við lauslega skoðun. Það þarf glöggan kaupanda til að sjá muninn og flestir þeirra, sem sjá hann, eru sagðir vera annað hvort Dan- ir eða ferðamenn frá Banda- ríkjunum. Hinir þrir teiknar- ar, sem mest selst eftir, Börge Mogensen, Finn Juhl og Hans Wegner, vinna bæði fyrir verkstæðin og verksmiðjurn- ar. Danir hafa svo mikla til- finningu fyrir viði, að vélarn- ar fullnægja henni ekki. Og hinn ytri munur á handsmíð- uðu og vélsmíðuðu húsgögn- um er lítill. En orsökin til þess er aðallega sú, að verksmiðj- urnar hafa neyðzt til að stefna að sömu gæðum og húsgagna- smiðirnir. (Observer — einkaréttur Morgunblaðsins) 1 T. v. Grethe Jalk, arkitekt, sem fékk fyrstu verðlaun í alþjóðlegri samkeppni Daily Mirrors um hjónastólan a, hefur teiknað útvarps- og eru sýningarvélar fyrir kvikmyndir og skuggamyndir, sjónvarp, segulband, útvarp, plötuspilari, plötusafn, sp ólusafn og stereo-hátalara. T. fyrir norskan hæstaréttarlögmann. sjónvarpsvegg. h. hengihvíla • f honum — teiknuð Norrænt leiklistarþing í Kmannahöfn NORRÆNT leiklistarþing verour haldið í Kaupmannahöfn dagana 26.—28. þ. m. Norræn leiklistar- þing eru venjulega haldin þriðja hvert ár og var síðasta þingið haldið í Bergen árið 1960. Aðeins eitt leiklistarþing hefur verið haldið hér á landi og var það árið 1956. Aðalmál þingsins að þessu sinni verða: 1. Leikhúslöggjöfin á Norður- löndum. 2. Nútímastefnur í leikhúsinu. 3. Leiklistarkennsla. 4. Leikhúsin og sjónvarpið og fleira. Menntamálaráðherra Danmerk ur, Julius Bomholt, mætir á þing inu og býður þingfulltrúa vel- komna. Guðlaugur Rósinkranz, Þjóð- leikhússtjori, er tormaður Islands deildarinnar og verður hann full trúi á þinginu og Jón Sigur- björnsson mætir fyrir hönd Fé- lags íslenzkra leikara. — Nýr vegur Framh. af bls. 8 gerðir þar varnargarðar og brú á árunum 1959 - 60. Hið svokadl- aða Landivatn hefur verið mikið í, i sumar og legið vestarlega á sandinum, en brúin og varnar- garðarnir hafa nú komið að fuill- um notum, og samgöngur því ekki teppzt. Upphleyptur vegur er nú yfir allan Mýrdalssand og vegir eru hvergi betri í héraðinu en einmitt þar. P. P. Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður Málflutingsskrifstuta. Aðalstræti 9. — Sími 1-1875.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.