Morgunblaðið - 28.09.1963, Síða 23

Morgunblaðið - 28.09.1963, Síða 23
Laugardagur 28. sept. 1983 MORCUNBLAÐIÐ 23 Þjdðerniskennd UTANRfKISRÁÐHERRAR Norðurlanda hafa nú afþakk- að boð stjómar Suður-Afríku um að heimsækja landið og kynna sér af eigin raun á- standið í kynþáttamálum. Telja ráðherrarnir ekki rétt að taka boðinu sem stendur, eða meðan verið er að raeða þetta mál hjá Sameinuðu þjóðunum, og telja ekki að um árangur geti orðið að ræða til lausnar vandamálsins fyrr en það hefur hlotið afgreiðslu hjá SÞ. Allt frá því ríkisstjórn Þjóð ernissinnaflokksins tók við völdum í Suður-Afríku undir forsæti dr. Daniels Malans ár- ið 1948 hafa kynþáttaofsóknir þar i landi vakið viðbjóð manna víða um heim, og ekki sízt eftir að samþykkt var við þjóðaratkvæðagreiðslu í októ- ber 1960 með 850 þúsund at- kvæðum gegn 775 þús. að gera landið að lvðveldi. Kynþáttaofsóknirnar í Suð- ur-Afríku eiga sér langan að- draganda, eða rúmlega 300 ár. Sagan hefst árið 1652 þeg- ar hollenzkt verzlunarfélag, sem hafði viðskipti við ind- land og fleiri Asíuríki, sendi Jan van Riebeeck skipherra til Suður-Afríku til að koma upp þirgðastöð fyrir verzlun- arflotann á Góðrarvonarhöfða, þar sem nú stendur Höfða- borg. Landkostir voru þarna miklir og brátt streymdu þang að innflytjendur, aðallega frá Hollandi. Um fimmtíu árum eftir komu van Riebeecks var risin upp talsverð byggð hvítra manna í Höfðaborg og nærliggjandi héruðum. Bar þar að sjálfsögðu mest á Hol- lendingum, en einpig var mik ið um útflytjendur frá öðruru löndum Evrópu, aðallega Þjóð verja og franska Huguenotta. Frá þessum fyrstu innflytjend um eru komnir Búar, eða Afrikaner, eins og þeir nefna sig nú. Fyrstu kynþáttadeilurnar ■ Lítið var um blökkumenn í námunda við Höfðaborg, en þegar Búar tóku að leita nýrra landvinninga austur frá Höfðanum, rákust þeir á fyrstu blökkumannakynstofn- ana. Og þá hófust kynþátta- deilurnar, sem staðið hafa síð- an. Bretar innlimuðu Höfðaný- lenduna árið 1806, og fengu þá Búarnir að kenna á því að „nýja herraþjóðin“ var þeim ekki sammála hvað blökku- mennina snerti. Bretar vildu vinsamlega s a m b ú ð við blökkumenn, þótt að sjálf- sögðu væri ekki um neitt jafnræði að ræða á þeim ár- um. Þetta gekk fram af Búum. Einnig kom fleira til greina, sem skapaði ágreining milli þeirra og Breta, sem haldizt Verwoerd Bretar náðu að nýju yfirráð- um í öllu landinu. Urðu Búar að una við yfirráð Breta þar til Þjóðernissinnar, eða Nati- onalist Party, komust til valda árið 1948. Það var ekki „apartheid“ stefnan, sem réði því að Þjóðernissinnum tókst a§ steypa stjórn Smutz hers- högðingja af stóli heldur þjóð erniskennd þeirra. Búar og enskumælandi menn Um 16 millj. manna búa í Suður-Afríku, en aðeins lítill hluti þeirra hefur tillögurétt um framtíð landsins, því að- eins hinir hvítu hafa atkvæðis rétt.. Árið 1960 bjuggu tæp- lega þrjár milljónir hvítra manna í Suður-Afríku, og af þeim voru 1.790.988 af ætterni Búa, eða 58%, en 1.150.738 enskumælandi, eða 37%. — Flestir enskumælandi íbúam- ir em andvígir Búum og stjórn Verwoerds, og skiptast menn í stjórnmálaflokka að mestu eftir þjóðerni. Ensku- mælandi menn fylgja stærsta 'og ,apartheidstefnan* i Suður Afríku hefur að miklu leyti fram á þennan dag. Búar sættu sig alls ekki við að vera ekki lengur herraþjóðin í Suður- Afríku, þeir fyrirlitu starf- semi brezku trúboðana, sem komu fram með góðvild í garð blökkumanna, og þá dreymdi um að fá að ráða sér sjálfir. „Ferðalagið mikla“ Þessi óánægja Búanna leiddi til þess að þeir leituðu á nýj- ar slóðir og settust þar að. Nefna þeir þetta timabil, sem hófst 1836 „Ferðalagið mikla“. Þrjátíu ámm seinna var svo komið að Búar voru dreifðir um mjög stórt landsvæði, sem náði frá Höfðaborg allt norð- ur undir Zoutpansberg fjall- anna nyrzt í Transvaal. En Brezka heimsveldið var í uppbyggingu, og yfirráð Breta teygðu sig æ lengra norður. Árið 1877 var svo komið að allt þetta svæði, sem Búar höfðu numið, var komið undir brezk yfirráð. Gripu þá Búar til vopna 1880, og stóð þetta „Fyrsta frelsisstríð“ þeirra í þrjá mánuði. Lauk því með ósigri Breta við Majúba, og í friðarsamning- unum í Pretoria varð Trans- vaal sjálfstætt ríki óháð Bret- um. UTAN UR HEIMI Búastríðið Segja má að þjóðerniskennd Búa hafi vaknað er fáni þeirra var dreginn að hún í Trans- vaal. Eftir það rís sögudýrkun þeirra á hærra stig og frum- bygginn, eða Voortrekker, verður ímynd frelsisins. Ef þjóðerniskennd þeirra þurfti á eflingu að halda, má segja að hún hafi fengizt í Búastríðinu, eða síðara frelsisstríðinu, ár- in 1899—1901. Þá biðu 26 þús- und Búar, aðallega konur og börn, bana í fangabúðum Breta, landnám þeirra brennd og herir þeirra sigraðir, en stjórnarandstöðuflokknum, Einingarflokknum (United Party), að málum, og voru stuðningsmenn Smuts hers- höfðingja. Núverandi leiðtogi þeirra er sir Villiers Graaff. Við þjóðaratkvæðagreiðsluna um stofnun lýðveldisins árið 1960 komu í ljós styrkleika- hlutföllin milli Búa og ensku- mælandi manna. Hlutu þeir fyrrnefndu um 52%, en hinir síðarnefndu 48%. Sýnir það að fjöldi Búa hefur snúizt gegn þjóðernisstefnunni. Alls eiga 160 fulltrúar sæti í neðri deild þingsins, þar af fjórir hvítir menn, sem skipaðir eru fulltrúar blökkumanna. Við síðustu kosningar hlaut flokk ur Verwoerds, með 52% at- kvæða, 105 þingsæti, Eining- arflokkurinn 50 og Framfara- flokkurinn eitt. Þarf því Ver- woerd ekki að óttast andstöðu á þingi. Nazistar Þjóðerniskennd búa fór sí- vaxandi á árunum fyrir heims styrjöldina síðari og á stríðs- árunum. Þegar Smuts hers- höfðingi tók við stjórnarfor- ustu árið 1939, gekk hann þeg- ar í lið með Bretum, og sagði Suður-Afríka Þjóðverjum stríð á hendur 6. september 1939. Meðan á styrjöldinni stóð kom margoft til árektsra milli hersins og Búa. Búar höfðu myndað samtök að for- dæmi nazista, nokkurskonar „stormsveitir", sem unnu að skemmdarverkum víða um land öll stríðsárin. Var sam- tökum þessum skipt niður í smærri hópa, og voru hinir stærstu „Grástakkar“, „Osse- wabrandwag" og „Nýja regl- an“, sem allir áttu rætur sín- ar að rekja til nazistasveit- anna í Þýzkalandi, eins og fyrsti forsætisráðherra Þjóð- ernissinna í Suður-Afríku, dr. Daniel Malan, hefur viður- kennt í endurminningum sin- um. Núverandi leiðtogar Þjóð- ernissinna voru margir hverj- ir háttsettir í nazistasamtök- unum á stríðsárunum. Dr. Hendrik Verwoerd forsætis- ráðherra var þá ritstjóri mál- gagns þeirra í Jóhannesar- borg, „Die Transvaaler", og var á stríðsárunum dæmdur fyrir stuðning við nazista og sakaður um að vera viljalaust verkfæri í höndum Þjóðverja. „Leiðtogi „Grástakkanna" er nú öldungadeildarþingmaður Þjóðernissinna. John Vorster dómsmálaráðherra, var leið- togi „Ossewabrandwag“. — Hann var fangelsaður á stríðs árunum sem hættulegur ör- yggi þjóðarinnar. Nú semur hann kynþáttalög og reglur til að vernda „lýðræðið í Suð- ur-Afríku“, eins og hann sjálf ur orðar það. Þessir menn eru það, sem nú fara með völd í Suður- Afríku og kynda undir eldum kynþáttaofsókna. Um hálf önnur milljón Búa drottnar yfir 13 milljón. blökkumönn- um og rúmlega milljón hvítra manna, sem engin áhrif geta haft á stjórn landsins. (Að mestu úr Observer) < — Rændu 11 millj. Framh. aí bls. 1 tæpa mínútu. Einn varðanna í bankabílnum hlaut alvarleg meiðsl á höfði og liggur í sjúkra- húsi. Hinir hlutu minni áverka og gátu gefið lýsingu á ráns- mönnunum og bifreiðum þeirra. Náðu þeir m.a. númerinu á bif- reiðinni, sem ránsmennirnir flýðu í með feng sinn. Lögreglan leitar nú ákaft hinna seku. Sem menn eflaust minnast var framið meiriháttar rán í Bret- landi 8. ágúst sl., er 2.6 milljón- um sterlingspunda var stolið úr póstlest í nágrenni Cheddington. Þrettán karlar og konur hafa verið handtekin, grunuð um að- ild að ráninu, en höfuðpaurarnir eru ófundnir enn, svo og 90% ránsfengsins. — Látrabjarg Framh. af bls. 24 gekk erfiðlega vegna snjókomu. Bylur var á öðru hvoru og all- hvasst. Dráttarvél með snjóýtu hélt leiðinni opinni í gærkvöldi. í dag er komið gott veður svo að greiðlega mun ganga að koma fé á slátursstað. Víða var ekki búið að taka upp úr görðum og er það allt undir snjó. Á sumum bæjum var hey enn úti og hef- ur farið illa. Slíkt veðurfar hef- ur ekki verið hér um þetta leyti árs síðan haustið fyrir frosta- veturinn 1917—1918. ■— Þórður. — Afsfaðan Framh. aí bls. 1 um, stjórnmálanefnd og annarri, sem óháð verði stjórnmálum og skuli þær gegna sameiningar- hlutverki. • Skýrt er frá því, að utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, Dean Rusk, og utanríkisráðherra Bretlands, Home lávarður, hafi í dag rætt aðskilnaðarmál Suður- Afríku. Er fullyrt, eftir áreiðan- legum heimildum, að ráðherr- Snjór hraðhverf- ur á Suðurlandi SNJÓ var nær allur tekinn upp af Suðurlandi, aðeins hægt að sjá snjó á hæstu tindum, er. fréttamaður Mbl. flaug yfir sunnanvert landið í gær, enda sólskin og bezta veður. Varla var snjó að sjá fyrr en komið var inn yfir Þjórsá hjá Ásólfsstöðum. Hekla var þó undantekning og í hvítum feldi, en á öræfunum þar inn af, alla leið inn að Vatnajökli, voru aðeins skaflar, úr lofti að sjá aðeins hvítir dílar á svörtum sandi og fjöllum. Síðdegis sást ekkert til gangna manna, enda Landmenn þá komnir niður í byggð með fé sitt, en þar var réttað í gær. Hafði gangnamönnum gengið sæmilega, en töldu að eitthvað af fé kynni að vera eftir innfrá. arnir hafi verið harðorðir, og lýst því yfir, að þjóðir, sem ann- ars eru vinveittar S-Afríku, geti ekki veitt stjórn þess lands stuðning í kynþáttamálum. • Háværar raddir eru uppi um það hjá SÞ, að fyrir dyrum séu mikil átök, undirbúin af full- trúum Afríkulanda, sem leggi áherzlu á, að öll tengsl við S- Afríku verði rofin. Það hefur vakið athygli, að af- staða Norðurlanda var tekin til umræðu í blöðum í Afríku, þegar í dag, nokkrum klukkustundum eftir að ákvörðun stjórna þeirra landa lá fyrir. M.a. segir í „Bulawayo Chron- icle“ í Suður-Rhodesíu, að engir menn hafi enn gengið eins langt í fjandskap við S-Afríku, og þeir menn, sem ráða ríkjunum norð- lægu. Er því haldið fram, að þeir menn, sem í ró og næði hafi velt fyrir sér skiptingu heimsins í tvær kynþáttaheildir, þeir vilji ógjarna raska ró sinni, með því að fara að velta fyrir sér flókn- ari heimsmynd. Þessi afstaða blaðsins virðist þó túlka afstöðu þeirra Afríku- manna, sem styðja dr. Verwoerd, því að það er skoðun fulltrúa Afríkulanda hjá SÞ, að Norður- lönd hafi gert rétt. — Norðurvegur Framh. af bls. 24 hálka í brekkum í Dalina. Verið er að koma Þorskafjarðarheiði í lag og hraða mokstri vegna fjár- flutninga, t.d. í Króksfjarðarnes. Einnig eru vegheflar að laga Klettsháls í Austur-Barðastrand- arsýslu, en hann er eini trafal- inn þar. Sæmilegt er yfir Þing- mannaheiði, Dynjandisheiði er fær, en í gær voru Axarfjarðar- heiði, Rafnseyrarheiði, Gemlu- fallsheiði og Breiðadalsheiði all- ar lokaðar. Þar eru ekki mfkil snjóþyngsli og trúlegt að reynt verði að opna vegina. Yfirleitt eru vegir í byggð fær- ir. í Skagafirði er þó enn byl- ur og ekki hægt að byrja mokst- ur. Ekki heldur er mokað á Lág- heiði og Siglufjarðarskarði. Unglingstelpa óskast til sendiferða á skrifstofu vora. Unglingar óskast til blaðburðar, víðsvegar um borgina. Talið við skrifstofuna eóa afgreiðsluna síma 22480. Útför systur minnar LÁRU THEODORS er lézt 24. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju mánudag- inn 30. þ.m. kl. 3 e.h. Guðmundur Theodors.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.