Morgunblaðið - 06.10.1963, Síða 6

Morgunblaðið - 06.10.1963, Síða 6
6 MORCU N BLAÐIÐ Sunnudagur 0. október 1963 (SuSrún Jónsdóttlr presfekkja frá Þingeyrum — Kveðja FÆDD var hún 5. janúar 1904 dlin 9. sept. 1963. Hún var dótt- ir hjónanna Ólafar Jónsdóttur oíí Jóns Guðmundssonar, er b uggu að Hvammi í Landsveit. Ætt þeirra kann ég ekki að rekja en þau hjón áttu 7 börn, sex sonu og þessa einu dóttur, Guð- runu. 21 árs að aldri giftist hún séra Sigurði Z. Gíslasyni frá Eg- iisstöðum í Vopnafj. 1927 vígðist hann prestur til Staðarhóls í Döl um og bjuggu þau þar í eitt og hálft ár. En 1929 varð hann prest ur að Þingeyri við Dýrafjörð, og minnist ég þess að frú Guðrún minntist þeirra ára, sem þau dvöldu þar, með gleði og þakk- læti til allra þeirra, sem þau kynntust í þeirri sókn. Mann sinn séra'' Sigurð, missti hún 1. janúar 1943. Var hann þá á leið út að Keldudal til messu- gérðar þennan nýársdagsmorg- un, er snjóskrjða féll á hann og hest hans, sem var hans föru- nautur. Þá dró ský fyrir sólu hjá ungu prestskonunni, sem nú stóð ein uppi með 6 börn þeirra hjóna, 2 dætur og 4 sonu. Nú varð hún að flytja burt úr prestsbústaðn- um, eins og venja er til, þegar aðrir prestar taka við brauði eft ir fyrirrennara sinn. Fluttistt hún þá til Reykjavíkur með börnin. Voru þá báðar dæturn- ar fermdar, en yngsti sonurinn aðeins þriggja ára. Nú voru erf- iðir tímar framundan hjá frú Guðrúnu að koma börnum sín- um upp, og kosta þau til mennta en þetta tókst henni með frá- bærum dugnaði. Mjög hlýjan hug bar hún til Gunnars bróður síns og máske hefir hann lagt henni lið og verði henni hjálplegur. Hann var kaupmaður á Týsgötu 1 hér í borg. Hann er. látinn fyrir tveim árum. AfgreiSslustúlka Stúlka óskast nú þegar til afgreiðslustarfa. Upplýs- ingar ( ekki í síma) í verzluninni milli kl. 2 — 3 mánuadg. IIEBINE Laugavegi S. Sendisveinn óskast SETBERG, Freyjugötu 14, sími 17667. Skólablússur Nýkomnar mjög ódýrar japanskar kven blússur í mörgum litum og gerðum. Miklatorgi. Afgreiðslumaður óskast strax. — Uppl. á skrifstofu okkar kl. 5 — 6. IVCálarinn hf. Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Verksmiðjan Dúkur hf. AÐALSTRÆTI 6. GuSný Ottesen 100 ára minning Börn frú Guðrúnar og séra Sigurðar eru: Frú Ólöf, hús- mæðrakennari, gift Hirti Þórar- inssyni frá Reykholti, nú skóla- stjóra að Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði. Frú Dóra, gagnfræð ingur. Hún vinnur á bæjarskrif- stofunum í Hafnarfirði. Hún var gift Herði Kristinssyni loftskeyta manni en hann fórst með b.v. Júlí veturinn 1959. Jón, hljóm- listarmaður, giftur Jóhönnu Erl- ingsson frá Vestmannaeyjum. Ás geir, rakari á Selfossi, giftur Kristínu Ingólfsdóttur frá Hafn arfirði. Jónas, símvirki við Lands símann og Gunnar, endurskoð andi, giftur Guðnýju Leósdóttur frá Reykjavík. Mjög er það einkennandi með börnum Guðrúnar og séra Sig- urðar, að þau eru mjög músik- ölsk. Frú Guðrún var höfðingleg kona, björt yfirlitum, framúrskar andi prúð og hæglát í allri fram- komu, hjartahrein, orðvör og elskuleg í viðmóti við alla, sem urðu á vegi hennar. Aldrei heyrði ég hana tala misjafnt orð um nokkurn mann. Mér fannst hún sannarlega hafa það hugar- far og þá hjartahlýju sem prests- konu mega bezt prýða. Frú Guð- rún átti við vanheilsu að stríða hin síðari ár, og vissi ég að hún var oft mjög þjáð þótt hún léti ekki á því bera. Fundum okkar bar fyrst sam- an fyrir um það bil 8 árum. Vorum við þá báðar staddar að Heilsuhælinu í Hveragerði. Ég tók fljótt eftir þessari hæglátu, prúðu konu og tókum við tal saman, sem varð upp frá því gagnkvæm vinátta, sem hélzt til hennar hinztu stundar. Tveim dögum fyrir andlát hennar áttum við tal saman. Var hún þá nýkomin heim eftir 5 vikna legu í Landakotssjúkra húsi, glöð og hress og virtist mér, sem hún mundi nú búa nokkuð að þeirri læknishjálp, sem hún fékk þar en hún þjáð- ist af hjartasjúkdómi, sem lækn ar fengu ekki við ráðið. Til sumra kemur dauðinn fyr- irvaralaust eins og hann kom til eiginmanns hennar, séra Sig- urðar, en til hennar var hann bújnn að gera boð á undan sér og hún vissi vel að hverju stefndi og talaði oft um það með einstakri hugarró og æðru- leysi. Hún lézt í svefni eins og fyrr segir 9. sept s.l. og er það táknrænt fyrir allt hennar hug- arfar. 3 síðustu árin hélt frú Guð- rún heimili fyrir Gunnlaug Hall grímsson, skrifstofumann. Hann lézt 10 dögum eftir andlát henn- ar. Nú veit ég að börn hennar þakka sinni elskulegu og góðu móður að leiðarlokum allt sem hún lagði í sölurnar fyrir þau. Hugur hennar var ætíð hjá þeim og umhyggjan fyrir velferð þeirra. Nú kveð ég þig, hugljúfa vina, með hjartans þökk fyrir liðna tíð. Þú burt ert farin, kæra vina um hljóða aftan stund, þinn maka hittir og aðra vini þegar þú kemur á Drottins fund. Blessuð sé þín minning. — H. E. f DAG eru liðin eitt hundrað ár frá fæðingu Guðnýjar heit- innar Ottesen, sem var um ára- tuga skeið ein þeirra kvenna, er settu svip á bæinn. Guðný mun vera fyrsta garð- yrkjukona landsins. Hafði hún garðyrkju og fræsölu að atvinnu um langan aldur. Leitaði hún víða fanga og batt ekki innkaup sín við Danmörku og Norður- lönd, heldur keypti hún fræ sitt og lauka einnig frá öðrum lönd- um, m.a. hafði hún mikil við- skipti við amerískt firma, sem seldi hið nafnkunna Alfa-Alfa fræ. Guðný var áhugakona um landsmál, sjálfstæð í hugsun og anda, og svo framtasksöm að hún átti fáa sína líka. Foreldrar Guðnýjar voru Jón Oddsson, ættaður úr Breiðafirði og Rósa dóttir Péturs Ottesens dannebrogsmanns á Ytra-Hólmi, afa Péturs Ottesens fyrrv. al- þingismanns. Voru þau því syst- kin Rósa og Oddgeir faðir Péturs alþingismanns. Ólst Guðný upp að nokkru leyti hjá Oddgeiri frænda sínum og þangað mun hún hafa sótt áhuga sinn á garð yrkjunni. Guðný giftist Halldóri Guð- ’ bjarnasyni frá Akranesi, er síð- ar drukknaði á Viðeyjarsundi. Sonur þeirra var Óskar Hall- dórsson, útgerðarmaður. Móðir hans sendi hann á búnaðarskól- ann á Hvanneyri og síðar til garðyrkjunáms í Danmörku. Óskar hóf sem kunnugt er garð- yrkju að Reykjum í Mosfellssveit næst á eftir Stefáni B. Jónssyni frá Dunkárbakka og varð Óskar fyrstur til þess að rækta tómata hér á landi, en hugur hans hneigð ist síðar í hið breiðfirzka kyn, til mikilla umsvifa í sjávarútvegi, hafnarmálum og kaupsýslu. Guðný batt sig við garðyrkju og fræsölu meðan heilsa og kraft ar entust. Hún lézt hinn 11. sept. 1937. Guðný var hin skörulegasta kona, hjálpsöm og barngóð. Enn minnist ég hversu góð hún var við mig sem drenghnokka fjög- urra til sex ára, er hún bjó I gamla steinbæ Þorbjargar Sveins dóttúr að Skólavörðustíg 11. í gær, áður en ég vissi um 100 ára fæðingardag hennar, rakst ég i gömlu albúmi á póstkort, sem ég hafði ekki augum litið í ára- tugi. Hafði hún sent mér það á jólum, er ég var 6 ára. Þegar ég svo seinna heyrði, að nú værií 100 ár frá fæðingu hennar, taldi ég mér skylt að minnast þessarar mætu konu með nokkrum orð- um. Hún var ein af merkiskon- um sinnar samtíðar. Reykjavík 5. okt. Sveinn Benediktsson. Aðalfundur Lands- sambands ísl. raf- virkjameistara AÐALFUNDUR Landssambands ísl. rafvirkjameistara var hald- inn dagana 6. og 7. sept. sl. í Reykjavík. Fundurinn var sá fjölmennasti til þessa og var sóttur af raf- virkjameisturum víðsvegar að af landinu, en sambandið telur nú 153 félagsmenn. í skýrslu stjórnar var skýrt frá því helzta, sem gerzt hafði á ár- inu, en rafvirkjameistarar festu m.a. kaup á húseigninni Hólatorg 2 að hálfu móti Vinnuveitenda- sambandi íslands og þar með verið öll aðstaða betri hvað fé- lagsstarfseminni viðviki. Auk venjulegra aðalfundar- starfa voru aðalmál fundarins: Menntunarmál stéttarinnar, reglu gerðarmál o. fl. Voru m.a. gerðar um þau eftirfarandi ályktanir: „Fundur LÍR, haldinn 6.—7. september 1963, er ánægður með að nú eru tilbúin drög að reglu- gerð um lágspennuvirkni og treystir því að málinu verði hrað að svo sem föng eru á, þar til því er lokið. Fundurinn ítrekar fyrri áskor- un Landssambandsfundar dag- ana 21. til 22. september 1962 um að láta jafnframt fara fram end- urskoðun á kaflanum um lög- gildingu til lágspennuvirkja og leggja þar megin áherzlu á að löggiltir rafvirkjameistarar beri skylda til að reka sjálfstætt raf- magnsiðnfyrirtæki og hafa að aðalstarfi forstöðu fyrirtækisins og eða störf við það, enda hafi hann vinnustofu, sem sé búin öll- 11m mípli- n0 nróf- unartækjum svo og verkfærum til þess að hann geti starfrækt fyrirtæki sitt á viðunandi hátt“. „Aðalfundur LÍR, haldinn í Iðnó .dagana 6. og 7. sept. 1963, skorar á Útboðsr og tilboðsnefnd að hraða störfum eins og tök eru á, þar sem núverandi ástand er að verða óviðunandi“. „Aðalfundur LÍR, haldinn I Iðnó dagana 6. og 7. sept. 1963, skorar á Iðnaðarmálastofnun ís- lands að hraða uppbyggingu ákvæðisvinnutaxtagrunns fyrir rafvirkja". „Aðalfundur LÍR, haldinn I Iðnó dagana 6. og 7. sept. 1963, telur að afskipti hins opinbera al verðlagi útseldrar vinnu og þjón- ustu, þjóni síður en svo þeim til- gangi að halda niðri verðlagL Slík ákvæði verði hins vegar ávallt til þess að hindra góða þjónustu og verki gegn heil- brigðri uppbyggingu og tækni- þróun atvinnufyrirtækjanna. Skorar fundurinn á stjórnar- völd þjóðarinnar að afnema nú- verandi verðlagsákvæði". „Aðalfundur L.Í.R. fagnar þeirri breytingu, sem orðin er á rafvirkjadeild Vélskólans I Reykjavík, og lýsir fullum stuðn- ingi við það verk, sem þar er verið að vinna til eflingar tækni- menntun í landinu. Jafnframt telur fundurinn stefnt í rétta átt með stofnun undirbúningsdeild- ar fyrir tækniskóla á Akureyri.1* „Aðalfundur L.Í.R. beinir þeim tilmælum til menntamálaráð- berra, að aðstaða til kennslu raf- Framh. a bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.