Morgunblaðið - 06.10.1963, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 6. október 1963
Uj '-WWW/w/......»•/¥///<,»■««
Frá setningu skólans.
295 nemendur í
Kennaraskólanum
KENNARASKÓLINN var settur
kl. 2 síðdegis í gær, í fyrsta
skipti í hinu nýja skólahúsi. —
Setningarræðuna flutti dr.
Broddi Jóhannesson, skólastjori.
Hann sagði, að nemendur í
vetur yrðu 295 í 12 bekkjum,
auk 6 æfingabekkja barna á
aldrinum 9—12 ára. Auk þess
hefði Kennaraskólinn samband
við ísaksskóla og mætti með
sanni segja, að í sjálfum Kenn-
araskólanum og æfingabekkjun
un væri á fimmta hundrað nem
endur. í hinu nýja skólahúsi
eru 12 almennar kennslustofur
og 4 sérkennslustofur, en auk
þess hafa nemendur fengið að-
stöðu fyrir félagsmálastarfsemi
sína.
Samkvæmt lögum skal skipað
ur sérstakur skólastjóri fyrir
æfinga- og tilraunaskólann, en
af því hefur enn ekki orðið.
Hins vegar hefur Guðmundur í.
Guðjónsson verið skipaður yfir
kennari.
Dr. Broddi minntist á breyt-
ingar á kennaraliðinu og sagði,
að þeir ísak Jónsson og séra
Helgi Tryggvason létu af kennslu
við skólann og nokkrir auka-
kennarar. í>á er Guðmundur
Matthíasson kominn úr orlofi og
tekur upp kennslu að, nýju.
Nýir kennarar hafa verið skip
aðir, þeir Eiríkur Jónsson, sem
kennir stærðfræðifög, Gestur
Þorgrimsson, sem kennir teikn-
un, Guðmundur Þorláksson, sem
kennir landafræði og náttúru-
fræði og Björn Jóhannesson, sem
kennir tungumál.
50 þús. kr. varið til athugunar á
vandamálum æskunnar Reykjavík
Fjölþætt starfsemi Æskulýösráös
Á F U N DI borgarstjórnar á
fimmtudagskvöld svaraði Bald-
vin Tryggvason fyrjrspurn Al-
freðs Gíslasonar varðandi tóm-
stundarstarf unglinga að sumri
til 12 ára aldurs og eldri. Upp-
lýsti Baldvin m.a., að nú hefði
Æskulýðsráð ákveðið að verja
50 þús. kr. til að gera athugun
á vandamálum æskulýðsins í
í Reykjavík i dag með hliðsjón
af starfi Æskulýðsráðs og ann-
arra æskulýðsfélaga, en nauðsyn-
legt er, að þar sé stöðugt vel
fylgzt með. Þá verður leitað álits
gerða þeirra, er gerzt þekkja til,
og síðan unnið úr þeim.
Fjölþætt starf Æskulýðsráðs
Baldvin Tryggvason (S) gat
þess í upphafi máls síns, að í
febrúar sl. hefði farið fram könn-
un meðal unglinga hér í Reykja-
vík á tómstundastarfi þeirra að
sumri til og hefði hún leitt í ljós,
að af þeim 2143, sem svöruðu,
hefðu 805 verið þátttakendur í
tómstunda- og félagsstarfi, 225
dvalizt í sumarbúðum, 153 verið
Ti! sölu
Af sérstökum ástæðum eru til sölu öll verkfæri til
bílaviðgerða ásamt beygivél til smiða á púströrum
fyrir bifreiðar. Kennum á vélina. — Upplýsingar í:
RÖRASMIÐJUNNI S.F.
Sætúni 4. — Reykjavík.
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
Handbremsubarkar
fyrir Chevrolet og Ford, árgerð 1950-1962.
Raftækni hf.
Langholtsvegi 113.
Sími 34402.
erlendis og 960 varið tómstund-
um sínum sem mest til ferða-
laga.
Benti Baldvin á, að unglingar
sæktust ekki eftir tómstunda-
vinnu innan húss að sumrinu,
heldur stæði hugur þeirra til
ferðalaga, íþrótta eða einhvers
þess, sem hægt væri að stunda
úti við. Þar sem Æskulýðsráð
hefði litið svo á, að sérstaklega
hefði þurft að vanda sumarstarf-
ið, var þriggja manna nefnd kos-
in til að gera tillögur um það,
sem síðan voru ræddar og sam-
þykktar í Æskulýðsráði.
Það nýmæli var tekið upp að
gefa út bækling, Unga Reykja-
vík, sem gefur upplýsingar um
starfsemi Æskulýðsráðs og önn-
ur æskulýðsfélög. Þessum bækl-
ingi var dreift töluvert víða og
geta unglingarnir nú með aðstoð
hans leitað til þess aðila, sem
þeim er mest að skapi.
Æskulýðsráð rekur nú tvö tóm
stundarheimili, að Lindargtöu 50
og í Golfskálanum. Á þessum
stöðum starfa ýmist klúbbar, þar
eru skipulögð ferðalög, stunduð
Ijósmyndaiðja, Vélhjólaklúbbur-
inn Elding starfar að fullum
krafti og hefur gert mikið gagn
o. s. frv. Róðrar og siglingar
voru stundaðar í Fossvogi, veiðar
í Elliðavatni, Sæbjörg fór í tvær
þriggja vikna veiðiferðir og Leik
hús æskunnar var með blóma.
Loks var farið í náttúruskoðun-
arferðalög, í grasasöfnunarferð I
nágrenni Reykjavíkur, til fugla-
rannsókna á Breiðamerkursand,
rannsóknarferð í Jökuldæli og í
jöklararnsóknarferð að Lang-
jökli.
Einbýlishús í
Norðurmýri
Til sölu er mjög skemmtilegt einbýlishús (alls
9 herb. og 2 eldhús). Húsið er allt nýmálað og stand
sett, utan og innan. Upphitaður bílskúr. Vel rækt-
aður garður sunnan í móti (baklóð). Húsinu fylgir:
Stór ísskápur, uppþvottavél og stór þvottavél í
vaskahúsL
FASTEIGNA OG LÖGFRÆÐISKRIFSTOFAN
Kirkjutorgi 6, 3. hæð, sími 19729
(í dag sunnud. milli kl. 2 og 4 e.h.).
I hjarta bœjarins
Café scaudía Mótel Varðborg, Akureyri, opið frá
kl. 7 að morgni.
Heitur matur — Smurt brauð — Kaffi og
heimabakað brauð eftir eigin vali.
Borðpantanir í síma 2604.
Efnalaug
Til sölu er ein stærsta efnalaug borgarinnar. —
Lysthafendur leggi nöfn sín inná afgr. Mbl. fyrir
þriðjudagskvöld, merkt: „Efnalaug — 3781“.
Atvinna
Piltur á aldrinum 17—20 ára óskast til starfa við
heildverzlun. Þarf að hafa bílpróf. Tilboð sendist
Mbl., merkt: „3778“.
Dukadamask
Höfum fengið fallegt hvítt damask
í matardúka, br. 130 cm.
Einnig tilbúnar serviettur í sama mynstri.
Fata- & gardínudeild
Laugavegi 31 -Sími 12816
Verkfæri í trésmíðavélar
Fræsitennur frá 6—50 mm.
Boltar — Z-járn
Kíltennur; beinar — bognar
Einnig margar gerðir af
iönnum í handfiæsara.
LUDVIG
STORR
Sími — 1-33-33.
Nokkrir menn sem unnið hafa við síma og radió-
tækni í allt að 18 ár óska eftir atvinnu. Tilboð
merkt: „Electronic — 3776“ sendist Morgunbl.
fyrir 11. þessa mánaðar.
Skrifstofustúlka
Stúlka vön vélritun og öðrum skrifstofustörfum
óskast. Tilboð sendist blaðinu merkt:
„Skrifstofustúlka — 3896“.