Alþýðublaðið - 07.01.1930, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.01.1930, Blaðsíða 3
ALÞVÐUBLAÐIB 3 20 sth. pahhlnn hostar kr. 1.2S — Búnar tll hjá Bpitish Anserícan Tobaeeo Co, London. Fást f hei&dsölu hjá : ' Tóbaksverzl. íslands h.f. Einkasaiar á ísiandi. |afna hundraðstölu frá öllum út- svörum, háum sem lágum, eða 5 kr. af 40 kr. útsvari, en rúm- lega 11 ]jús. kr. frá útsvari Kveld- úlfs. Þegar svo pessum útreikningi, var lokið og komið vajr að |jv(í að undirrita niðurjöfnunarskrána, endurtóku skattstjóri og fulltrúi jafnaðarmanna, að ’þeir gætu eigi ritað undir skrána nema með fyr- írvara í samræmi við fyrri tillög- ur. Fulltrúi jafnaðarmanna lét bóka fyrirvara á þessa leið: „Með skírskotun, til tillagna, sem ég hefi áður borið fram hér í nefndinni um að leggja a. m. k. helming útsvara á eignir skv. 1. nr. 46 1926 4. gr. og jafnframt um miklu lægri stiga við ákvörð- un útsvara, sem lögð eru á tekjur, undirrita ég jjessa ^biðurjöfnutt með j>eim fyrirvara, að ég tel ólöglega að farið hjá niðurjöfnun- arnefnd, er hún hefir nú að eins lagt ca. 5—6°/o útsvaranna áeign- jr í stað minst 50%, og enn frem- ur með jjeim fyrirvara, að ég tel jjað ekki heldur vera í sam- ræmi við 4. gr. 1. 46 1926, að mismunur á útsvari vegna bams hvers sé hafður frá 5 kr. til 250 kr. og tekjuhæstu gjaldþegnar fái jjannig alt of háan frádrátt vegna barna sinna.“ Gegn jjessu bókuðu íhaldsmenn- irnir það, að j>eir teldu lagt á eftlr landslögum í samræmi við fyrri venju!! (Nl.) S. J. í kosningafréttunum í gær misprentaðist nafn eins fhaldsfulltrúans á Norðfirði. Þor- anar heitir Páll, en ekki Pétur. Vcrzlun ®ín verður iokuð á morgun veðnavðrutalnmgar. „Sfepsamíegt aðhaid“ um eyðsEu opinbers fjár. jBankastjórar Búnaðarbankans eru 3, starfsmenn bankans 1 — einn — maður. „Mgbl." fræddj lesendur sína á j>vi í fyrra dag,. að bankastjórarnir hefðu 100% uppbót á launum sínum eða: Sagnfræðingurinn 24000 krónur og hinir 8000 kr. hvor, eða samtals 40 jjús. kr. — Maður getur nú trúað flestu á jjessum dögurn, og einstöku sinnum kemur jjað fyrir, að „Mogga“ ratast satt á munn. Ritstj. Alþýðublaðsins hringdi jjví forsætisráðherrann upp og spurði, hvort bankastjóramir hefðu 100% dýrtíðaruppbót. Tryggvi aftók með öllu, að nokk- ur fótur væri fyrir jjessu. KvaðS hann ekkert hafa verið ákveðið um dýrtíðaruppbótina enn j>á, og var auðheyrt, að honum fanst |>að hálfgerður dónaskapur af „Morgunblaðs“-mönnunum að vera að skrökva jjessu upp og orða Sigurð prófessor Nordal við forstöðu síldarverksmiðjunnar á Siglufirði. Hver verður j>á dýrtiðarupp- bótin? spurði ritstjóri Alþýðu- blaðsins. Það hefir ekki verið ákveðið enn þá, ég geri ráð fyrir að til- lögur um það komi frá banka- stjórninni (þ. e. bankastjómnum jsjálfum), sagði Tryggvi. — Lauk svo samtalinu. Sé gert ráð fyrir, að dýrtíðar- uppbótin verði að eins 40%, verða laun bankastjóranna 28 þús. Starfsmenn eru: einn bókari. „Ingólfur" segir, að „Framsókn- in“ ætli að „koma á skynsamlegu adhaldi um eydslu úr bœjarsjódi íil purfamanna“. Er svo að sjá sem „Tímafrjálslyndinu" virðist þetta óhóflegasta „eydslan“, t. d. að ákveða barnsmeðlögin 270 krónur á ári og þurfamannastyrk örvasa gamalmenna 25—50 krón- ur á mánuði. — Þama þarf „skynsamlegt aðhald“, að dómi „Timafrjálslyndisins". Bjorgun. Seint í gærkveldi (kl. mun hafa verið að genga 11) féll mað- !ur í sjóinn hér á höfninni milli skips og hafnarbakka, rétt hjá kolakrananum. Maðurinn heitir Guðmundur Þórðarson, stýrimað- ur á línuveiðaranum „Málmey“ lir Hafnarfirði. Snjódrífa var á og náttmyrkur. Hafði Guðmund- ur verið að ganga’örmjóan stiga, handriðslausan, sem lá út í þýzka togarann, sem „Ægir“ tók, og hefir að likindum verið að fara í land úr skipum, sem lágu fyrir utan togarann. Varðmenn lögreglunnar, sem eru í þýzka togaranum, urðu varir við, að maður féll í sjóinn, og brugðu þegar við til að reyna að bjarga honum. Annar þeirra, Sveinbjörn Jónsson, kastaði sér í sjóinn á kaðli og náði í Guðmund og gat haldið honum uppi þar til hægt var að draga hann upp úr sjónum. Hinn varðmaðurinn, sem einnig hjálpaði til við björg- unina, heitir Ólafur Halldórsson. Var Guðmundur fluttur upp í þýzka togarann, og þekti maður á togaranum hann, því að hann hafði komið þangað í gærdag. Var Birni Gunnlaugssyni lækni, sem nú gegnir héraðsláknisstörf- um í fjarveru Jóns Hj. Sigurðs- sonar, þegar gert aðvart og kom hann fljótlega á vettvang og fékk með sér Einar lækni Ástráðs- son. Var Guðmundur þá að eins með lífsmarki og meðvitundar- laus. Tóku læknarnir þegar tij að dæla upp úr honum sjó og lífga hann við, og náði hann sér smám saman. Var hann þá fluttur í Hótel Heklu og liggur hann jrar. í morgun leið honum vel. . > Vafalaust hefði Guðmundur drukknað í höfninni, ef varð- mennimir hefðu ekki sýnt hið mesta snarræði í að bjarga hon- um, sérstaklega Sveinbjörn, sem hætti sér í sjóinn i myrkri og vonzkuveðri til þess að bjarga lífi hans. Erleaid sfmskeyti. Lundúnum, PB., 6. jan. „United Press“ tilkynnir: Flugslys. Frá Melboume er símað: Slys varð hér með þeim hætti, að flugvél, sem var 400 fet í loftj uppi, hrapaði skyndilega niður í Port Philips fjörð. Stýrimaður- inn, vélarmaðurinn og Grosverner höfuðsmþður, aðstoðarmaður landstjórans í Suður-Áfríku, sem var farþegi í flugvélinni, biðu allir bana. Bifreiðaslys á Spáni. Frá Madrid er simað: Slys varð með þeim hætti, að bifreið á leiðinni frá Burgos til Santan- der : hrapaði i Arlanzafljótið. Fjórir biðu bana, en tiu meidd- ust. Indlandsmál á Bandárikjaping- inu. Frá Washington er símað: Þjóðþing Bandaríkjanna kom saman í dag. Blaine, öldunga- deildarþingmaður frá Wisconsin, óháður samveldissinni, lagði fram þingsályktunartillögu þess efnis, að öldungadeildin lýsti yfir því, að hún teldi sér skylt að veitá Hoover forseta stuðning, ef hann veitti viðurkenningu Bandarikj- anna fyrir sjálfstæði Indlands, hvort sem það yrði fyrr eða seinna. * Khöfn, , FB., 6. jan. Skip ferst. Frá Oslo er simað: Hollenzka eimskipið „Hofplein", hlaðið' málmsteini, hefir farist í ofviðri við vesturströnd Noregs. Skipið straukst við sker og varð vart leka um miðja nótt. Sendu skips- menn þegar frá sér neyðarmerkL Kváðu þeir skipið hjálparlaust á reki og ógerlegt að setja niður. björgunarbáta vegna storms og ólgu. Þegar birti sást skipið reka upp að klettum. Rak það á sker* og brotnáði. Strandferðaskip, bjargaði 34 skipsmönnum, en björgunarbát frá „Hofplein" með 5 skipsmönnum hvolfdi og drukknuðu þeir allir. I Norðmenn nota flugvélar tíl síldarleitar. Síðastliðna viku 'notuðu Norð- menn í fyrsta sinn flugvélar tíl þess að leita að síldartorfum við vesturströnd Noregs. Segja þeir árangurinn góðan. Leitin að flugmönnunum árangurslaus. Leitin að flugmönnunum Schneider og Lier í suðurheim- skautshöfum hefir engan árang- ur borið. Frekari leit er talin þýðingarlaus. Flugvélin hefir lík- lega steypst í sjóinn og flug- mennimir drukknað. Hvalabát- amir gátu ekki kömist til Bal- deneyjunnar vegna ísa, en ágizk- anir um, að flugmennimir hafi komist 'þangað, þykja ósennileg- ar. Amerikuferðir. Frá Stokkhólmi er símað: Sex- tíu og tvær sænskar fjölskyld- ur, sem fluttu frá Rússlandi síð- astliðið sumar, hafa nú fengið innflutningsleyfi til Kanada. Lundúnum, FB., 7. jan. Hernaðarbrölt í Bandaríkjunum „United Press“ tilkynnir: Frá Washington er sírnað: Her- málaráðuneytið hefir lagt frum- vörp fyrir fulltrúadeild þjóð- þingsins, er hafa í för með sér aukin útgjöld til hermálanna, er .nema 6 milljónum dollara á næsta fjárhagsíVri um fram það, sem veitt var á þessu fjárhags-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.