Alþýðublaðið - 07.01.1930, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.01.1930, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 'ári, ef þjóöpingið samþykkir iaukninguna. Frá Þjóðverjum. Frá Haag er símað: Staðfest hefir verið opinberlega, að dr. Schacht, forstjóri pýzka ríkis- bankans, sé væntanlégur til Haag í vikulokin. Hann kemur að beiðni þýzku fulltrúanna á Haag- ráðstefnunni, til þess að vera þeim til aðstoðar og leiðbeining- ar við umræðurnar um 12 fjár- hagsleg atriði, er koma Young- sam'þyktinni við, en fulltrúamir ú ráðstefnunni hafa ekki getað komið sér saman um, hvernig ráða skuli fram úr. (Eftirprentun bönnuð.) „F&rsælf ái*44. 1 áramótahugleiðingu sinni seg- ir formaður Ihaldsflokksins, sem eftir venju er fullur bölsýni og trúleysis á framtíð lands og þjóð- ar. að togaraútgerðin virðist vera að fara á höfuðið, áð síldveiði og síldarverkun sé „orðið að sjúkum lim“, áo „myrkrahöfðingi sveitanna“ sé nú dómsmálaráð- herra Islands og áð „léleg stjórn, fálm og mistök í framkvæmdun- um“ muni einkenna árið 1930. En þrátt fyrir alt þetta virðist Jón hafa talsverða von um, að árið geti orðið „farsælt ár“, ef lands- menn bara herða sig og græða nú duglega á gestunum, sem hingað koma vegna alþingishá- tiðurinnar. Um þetta segir Jón svo í niðurlagi predikunarinn- innar: „En margir vænta góðra gesta, og enn fleiri vœnta sér Iaívinnu og ágóoa af gestkom- unni og hátíðahöldunum, og er þess óskandi, að vonir manna um petta rætist, svo að hátíða- árið verði landsmönnum farsælt ár“. Hvað gerir það, þótt við höf- um „lélega stjórn", þótt togara- útgerðin fari á höfuðið, síldveiðin verði „sjúkur limur“, þótt „myrkrahöfðingi sveitanna“ sé ráðherra, — hvað gerir alt þetta, segir Jón, árið getur samt orðið „farsælt ár“, ef vonirnar um að græða á gestunum rætast. Um d&fgii&ro og veginn, Næturlæknir verður í nótt Einar Ástráðs- son, Smiðjustíg 13, sími 2014. Stjórn E mskipafélag tslands heíir beðið Emil Nielsen að gegna framkvæmdarstjórastarfinu áfram til marzmánaðarloka. Slökkviiiðið var kallað í gær um kl. 4 síð- degis. Hafði kviknað í reykháfs- mótum í fimleikahúsi L R. (ka- þólsku kirkjuruii gömlu). Brann nokkuð af mótatimbri og varð cf allmikill blossi, en húsið sjálft slremdist ekki. Tókst slökkvilið- inu fljótlega að slökkva eldinn. Eosningaskrifstofa Alþýðuflokks- ins í Reykjavik í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, sími .2394. 1 Hafnar- firði á Linnetsstíg 1, sími 236. Skrifstofurnar eru opnar alla virka daga. . , .VS' i • • ,J '• :rrvíi i l:; í Togararnir, „Ólafar“ kom af veiðum í gær með um 600 kassa ísfiskjar og .Hannes ráðherra* í rnorgun með um 50 tunnur lifrar. Tveir þýzkir togarar komu hingað í gær til víðgerðar. Jólatréshátið Sjömannafélags Reykjavíkur fyrir börn félagsmanna verður haldin annað kvöld og á föstu- dagskvöldið i alþýðuhúsinu Iðnó. Til Strandarkirkju. Frá A, 1 kr. Veðrið. Kl. 8 í morgun var 1 stigs hiti hér í Reykjavík. en 3 stiga hiti i Vestmannaeyjum, hvassviðri þar. Annarstaðar að komu engin veður- skeyti vegna símabilaná. Útlit hér um slóðir: Allhvöss austan- og norðaustan-átt, Úrkomulaust. Frá Sandgerði. Símað til Veðurstofunnar kl. 8 í morgun: Slæmt sjóveður. Engir bátar á sjó. Símabílanir. Algerlega símasambandslaustvar i morgun til Norður- og Vestur- landsins, ritsimasambandið líka slitið. Náðist þá að eins til Esju- bergs á norðurlínunum. Knattspyrnufélag Reykjavikur. Sökum veikinda fimleikakenn- arans falla niður æfingar í kvöld í 1. og 2. fimleikaflokki kvenna, en æfing hjá 3. flokki karla verð- ur í kvöld kL 71/2—81/2. — Menn eru beðnir að athuga þessa breytingu, sem gerð er í þetta eina skifti — og mæta vel. F. U. J. Fyrsti fundur félagsins á árinu 1930 verður haldinn annað kvöld kL. 8'/2 í Good-Templarahúsiny við Temp'.arasund. Mörg merk mál á dagskrá. Yngstu kjósendurnir. íhaldið hefir verið sjálfu sér trútt, alt af verið á móti því, að fólk á aldiinum 21—24 ára fengi kosningarrétt, af þvi það veit að ungt fólk er yfirleitt ekki aftur- ha'dssamt, því afturhaldssemin, er elliglöp. En í vetur treysti í- haldið sér ekki lengur til þess að greiða atkvæði á móti því, að unga fólkið fengi atkvæðis- rétt, og nú segir „Morgunblaðið" í dag, að það sé íhaldinu að þakka, að aldurstakmarkið hefir vexið fært niður. Þetta er svo sem vel í samræmi við það, að Jón Þorláksson og ýmsir gamlir innlimunarseggir kalia sig nú ,3jálfstæðismenn“. A. .Visir" læzt i gær ufneita Knúti sem borgarstjóraefni. Segir hann, að engir samningar hafi verið gerðir um það milli íhaldsins og Möllers, þegar hann gekk í 1- haldsflokkinn, hvort Knútur skyldi vera borgarstjóri framveg- is, ef bræðingurinn yrði til þess að bjarga íhaldinu frá því að verða í minni hluta í bæjar- stjóm. Allir vita, að íhaldið þor- ir ekki vegna kjósendanna að | játa það, að það ætli að hafa Knút fyrir borgarstjóra framveg- is, og leggja þvi lítinn trúnað á svona yfirlýsingar. Vilji „Vísir“, að fólk trúi þessu, þá á hann að birta skýlausa yfirlýsingu frá Möller pess efnis, að hann muni ekki greiða Knúti atkvœði sem borgarstjóra. Ef „Vísir“ segir satt, er sjálfsagt fyrir Möller að gefa 'þessa yfirlýsingu nú þegar. Möller þekkir Knút og Knútur Möller. — Við skulum sjá hvort yfirlýsingin kemur. Almennan kjósendafund halda stuðningsmenn B-listans (Tímafrjálslyndið) í K. R.-húsinu (Bámnni) kl. 9 í kvöld. Fram- bjöðendum hinna listanna er boð- Jð á fundinn. Jafnaðarmannafélag íslands Fundi þess, sem átti að vera í kvöld, verður frestað vegna borg- arafundarins. Bifreiðafært var ekki um hádegi í dag lengra en suður í öskjuhlíð og inn að vatnsþrónni, þar sem Laugavegur og Hverfisgata mæt- ast, en kl. að ganga 2 brauzt mjólkurbifreið hingað af Álfta- besi. Fjöldi bifreiða hefir tepst iUndanfarið á vegunum hér í kring vegna snjókomunnar. Mjólk til Alþýðubrauðgerðarinnar var í morgun flutt á hestum og verð- ur flutt á hestum og sleðum þangað til bifreiðarfært verður. Af Kjalarnesi verður mjólk flutt á bátum hingað til Reykjavikur á meðan ófærðin helzt. Ihaldsvandræði. „Moggi“ kvartar sáran undan Jþví í fyrra dag, hversu afar-erfitt ,hafi verið að velja menn á í- haldslistann vegna þess, hve margir hæfir rnen,n — að eigin áliti — séu í flokknum. Segir „MgbL.“ að tala þeirra „skifti hundruðum, ef ekki púsundum“, ^em töldu sig hæfa til og vildu verða bæjarfulltrúar. — „En,“ bæiir svo Moggatetrið við, ves- aldarlegur mjög, „menn munu skilja, að þegar vonlítið er um að koma meir en 10—11 [5—6] piönnum að, pá er ekki hægt að verða vio óskum hoers einstaks flokksmanns— Þá verða Knút- Jir, Claessen og peningarnir að ráða, jafnvel þótt Einari og Guð- paimdi svíði og sauðtryggum inönnum eins og Hallgr. Ben. og jJóni Ásbjörnssyni sé sparkað, auk Líndals, Kjarans og Þórðar tSveinssonar. Hver ber ábyrgðina? Einhver „N.“ skrifar í „Vísi“ í gær og læzt vera guðhræddur mjög. Hneykslast hann afskap- lega á því, að Alþýðublaðið skuli vilja láta tala um hreinlegar göt- ur, holl húsakynni og bætt kjör alþýðu á nýjársdegi. Virðist „N.“ þessi vilja láta guð bera ábyrgð- ina á kjallarakompunum röku og loftlausu og köldu og súgmiklu súðarherbergjunum, sem auð- valdið hér neyðir fátæklinga með fjölda barna til að hafast við í fyrir okurleigu. Yfirleitt er svo að sjá sem „Vísis-Ennið“ vilji láta guð bera ábyrgðina á öll- um óhæfuverkum íhaldsins, fé- flettingu verkalýðsins, „PóLum“ bæjarstjórnarinnar, fátæktinni og heilsuleysinu. Hátíðasníkjur og ölmusubetl handa þeim á að vera jólagleði fátækra. — Ekkert er til svívirðilegra en að hafa guð að skálkaskjóli og reyna að koma á hann ábyrgðinni af ó- hæfunum, sem menn fremja hver við annan. Heldur „N.“, að meist- aranum frá Nazaret myndi geðj- ast vel að „Pólunum“ og kjall- arakytrunum, sem bæjarstjórn og broddborgarar úthluta fátækling- um? Heldur „N.“, að Kristur hefði verið sammála Knúti um að lækka bamsmeðlögin niður i 270 krónur á ári og vilja taka á sig ábyrgðina af þeirri óhæfu? Lubbalegastir allra hræsnara eru þeir, sem sífelt eru með nafn Krists á vörunum, en breyta á- valt þvert á móti kenningum hans. C-listinn c er listi íhaldsins. Nafnið er les- jð á marga vegu, t. d.: Cnuds- listi, Claessens-listi, Capitalista- listi, Cveldúlfs-listi, Conservativi listinn. Þrír íhaldibœjarfulltrúar unnu að þvi með jafnaðar- mönnum, að Sogsvirkjunin var samþykt í bæjarstjórninni gegn vilja Knúts: Þórður Sveinsson, Magnús Kjaran og Theódór Lín- dal. Ihaldið sþarkaði þeim öll- um. Má af þessu marka hug þess til Sogsvirkjunarinnar og hvað það kostar í þeim herbúðum að styggja Knút. Ritstjóri ©g ábyrgðarmaður Haraldur Guðmundss«n. AíþýöupreMtsmiðjaa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.