Morgunblaðið - 31.10.1963, Side 3

Morgunblaðið - 31.10.1963, Side 3
Fimmtudagur 31. okt. 1963 MORGUNBLAÐIÐ % Einkaskeyti frá Kaupmanna- höfn, 30 okt. — Rytgaard THELMA Ingvarsdótitir, feg- urðardrottning íslands og Norðurlanda, var kvikmynd uð til reynsiu hjá Constantin kvikmyndafélaginu þýzka, þegar hún var í Múnohen í síðustu viku sem sýningar- stúlka loðikápuifyTirtækisáns AtC. Bang. Blaðafuilltrúinn hjá A.C. Bang, sem einnig er blaðafuiltrúi kvikmyndafél- agsins í Danmörku, J. Ravn, kom því til leiðar að þessi reynsluikvikmyndun færi fram. Ravn skýrði fréttarit- ara Mbl. frá þessu í dag. Ekki er vitað hvenær væntanlegar eru fregnir af úrskurði kvik- xnyndaJólagsins uxn það hvort Thelma, önnur frá vinstri, ásamt stallsystrum sínum í sýningarferðalagi fyrir A. S. Bang. Kann bezt við sig í síðbuxum . og stígvélum frá aldamdtum Thelma hafi hæfileifca til kvikmyndaleiiks. Ekstraiblað- ið skýrir þó frá því, að bráð- lega muni haldið áifram kvik- mynduninni í Berlín. Ekstrablaðið skýrir einnig frá þvi, að Thelma hafi nú breytt útliti sínu. Hún noti gylltari andlitsfarða og marki sterkara umbúnað augnanna, sem séu græn og prafckaraleg. Augun njóti sín betur í þess- ari nýju umgerð. Tbekna vakti athygli þýzka kvifc- myndafólksins, sem komið var á staðinn til að finna leikaraefni, að því er Ekstra- blaðið segir. x Thelma mun halda áfram störfum sem Ijósmyndafyrir- sæta og sýningarstúlka í Kaupmannalhöfn, þangað til eittihvað fréttist frá þýzku kvikimyndatökuimönnunum.. Thekna hefur hreiðrað um sig i íbúðinni sinni í Cristians- havn. Hún nýtur þess að ganga í síðbuxum og stígvél- um. Stígvélin hennar Theimu eru frá því um aldamót. Hún fann þau í lítilli 9kóbúð á Amager. Með þessu hefur hún prjónað kápu úr þykku app- elsínugulu uílargarni. Viðtai við Thelmu mun birtast í blaðinu B.T. Þar lýsir bún því yfir að hún vilji mjög gjarnan leika í kvikmyndum. Þá er hún spurð bvort hún sem fegurðardrottning Norð- urlanda, sé ekki mikið piita- gull. Hún svarar: Fjöldamarg- ir ungir menn hringja og bjóða mér út. En ég hef ekki álhuga á tilviljunarkenndum kunninigsskap. Þegar ég á frí vil ég heldur mála og teikna. Annars hefi ég orðið fyrir vonbrigðum með danska karl menn. Þeir eru sjálfumglaðir og ekki nægilega hreinskiln- ir. — Eru þeir kannski betri á fslandi? er þá spurt. — Það hef ég ekki hug- mynd um. Ég fór frá ísjandi Á tízkusýningu. þegar ég var 17 ára gömul. Ég ætlaði að eyða þar hálfs mánaðar sumarfríi. Nú get ég ekki án Kaupmannahafnar verið. — Þráitt fyrir karlmenn- ina? — Þegar ég er að vinna, hefi ég ekki tíma til annars. Útnefningin sem fegurðar- drottning Norðurlanda hefur veitt mér mikila vinnu við ljós myndun og í tízkuheiminum. Ég ó að ferðast kringum hnöft inn sem ljósmyndafyrirsæita fyrir vefnaðaryrirtæki og nú er líka reynslukvikmyndun- in komin til. — Þér hafið h-lotið mikið í vöggugjöf þar sem útlit yðar er? — Só sem er dekraður á einu sviði fær einihiverja erfið leika að glíma við á öðru. — Þetta er erfitt hlutverk, þegar litið er nokkur ár fram í tímann, er ekki svo? — Eins og er, hefi ég svo góðar tekjur að ég finn mig fjábhagslega óháða. Eftirsótt- ustu ljósmyndafyrirsæturnar eru um 10 árum eldri en ég, svo ekki ætti að vera nein hætta á ferðum fyrst um sinn. • Ferðuðust 6000 km. með 12 millj. kr. virði af loð- kátpunii Thelma Ingvarsdóttir kom til Dammerkur úr sýningax- ferð A.C. Bangs kl. 2 e.h. á laugardag Hún hafði ásamt 5 öðrum sýningarstúilkuim sýnt fínar skinnkáipur í stærstu borgum Évrópu. Þetta var stærsta sýningarferð, sem nofckurt loðvörufyrirtæki á Norðurlöndum hefur efnt til. Auk Thelmu voru í erðinni norsfca stúlkan Vicky Alex- andra, sænska stúlkan Inge Malmroos og þrjár danskar Lotte Dessau, Lotte Holm og Anelise Lundsgaard. Stúlkurnar ferðuðust um Danmörku, Noreg, Svíþjóð og Þýzkahmd, ásamt Preben Bast, framkvæmdastjóra hjá A.C. Bang, Sýningarnar byrjuðu á hó- tel Atlántic í Hamborg 15. oibtóber, þá á Grand Hotel í Stofckihólmi þann 17., Hotel Briistol í Osió, þann 18., Grand Hotel í Odende 21., Royal Hotel í Aarhus 22., Hotel Phönix í Álaborg 23. og þaðan héldu stúlkurnar til í einum af sýningarpelsunum, sem eru 12 millj. kr. virði. Þýzkailands, þar sem þær sýndu á Bayrischer Hof í Múnchen þann 25. og héldu heim með hraðlest til Kaup- mannalhafnar síðdegis á laug ardag. Þá voru þær búnar að ferðast 6000 km í áætlunar- vögnurn, lestum, flugvélum skipum og leigutbílum. Mik- inn hluta ferðarinnar ferð-uð- ust þær þó í einkaflugvél, sem fyrirtækið A.C. Bang tók á leigu. í farangri stúlknanna á ferðalaginu voru 150 model skinnkápur, sem kosta yfir 12 mililjónir kr. Þe&sar fal'l- egu §túilfcur vöktu mikla at- hygli á ferðalaginu. í Þýzka- landi voru þœr myndaðar fyrir kvikmyndablöðin UFA og „Bliok in die Weilt“. Þýzka sjónvarpið sýndi þeim ldka áhuga. í Hamborg og Munc- hen opnuðu dönsku ræðis* mennirnir sýningarnar. STAKSTEIIVIAR Raunhæfar kjarabíetur Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- ráðherra, ritar grcin í blaðið Suðurland 26. okt. sl. undir fyrir- sögninni: „Vinna ber að raunhæfum kjarabótum“. Ræðir hann þar þá byltingu, sem orðið hefur í atvinnulífi ís- lendinga á undanförnum árum. Þjóðin hafi á stuttum tíma til- einkað sér tækni nútímans og kastað fyrir borð frumstæðum og úreltum vinnubrögðum. 1 lok greinar sinnar kemst Ing- ólfur Jónsson að orði á þessa Ieið: „Grundvallarskilyrði fyrir raun verulegum kjarabótum hlýtur þó alltaf að vera heilbrigð stefna í kaupgjalds- og verðlagsmálum, þannig að jafnvægi náist í efna- hagsmálum þjóðarinnar. Kapp- hlaup það sem verið hefur milli kaupgjalds og verðlags verður að hætta, til þess að fullt jafnvægi skapist og kjarabótastefnan megi verða ráðandi. Að því verður að vinna, og sá skilningur að skap- ast milli launþega og atvinnurek- enda, sem tryggir sigur þeirrar stefnu. Þjóðin hefur nú unnið svo mikla sigra að undanförnu efna- hagslega, að til slíks má ekki koma að gengið verði til baka til þess ástands sem var áður en viðreisnin kom. Ríkisstjórnin mun gera það sem i hennar valdi stendur tii þess að tryggja að sá árangur sem náðst hefur verði ekki eyðilagður“. ‘Vandinn í dag Alþýðublaðið birtir í gær for- ystugrein undir fyrirsögninni: „Vandinn í dag“. Er þar fyrst lýst þeirri skoðun, að lífskjör þjóðarinnar í heild hafi batnað og aldrei verið betri en síðustu ár undir forystu Viðreisnarstjórnar- innar. Á þessari heildarmynd sé þó einn megingalli, kjarabæturn- ar hafi gengið misjafnlega yfir, sumar stéttir fengið miklar kaup- hækkanir, en aðrar litlar eða eng ar fram yfir verðhækkanir. Síð- an kemst blaðið að orði á þessa leið: „Efnahagslífið er nú yfir- spennt. Verður að draga úr spenn unni, svo að samræmi fáist milli framkvæmda og vinnuafls. Jafn- framt verður að skapa traust á krónunni, svo að hinuin brjál- æðiskenndu yfirboðum í bygg- ingarvinnu linni og útflutnings- fsamleiðslan fái aftur nauðsyn- legan hluta af vinnuafli þjóðar- innar. Verði nú almenn kaupgjalds- hækkun fyrir flestar eða allar stéttir, má telja víst að krónan falli. Vandinn er því þessi: Hvern ig er hægt að jafna kjarabætur þær, sem fengizt hafa á síðustu mánuðum, án þess að fella krón- una?“ Er Framsókn galm? Bóndi norðan úr landi kom ný- lega að máli við blaðið og komst þá m.a. að orði á þessa leið: „Það held ég að Framsókn gamla sé nú alveg orðin galin. Nú heimta leiðtogar hennar að þenslan í efnahagslífinu verði læknuð með því að stórlækka alla vexti og auka fjárfestingu í þjóðfélaginu að miklum mun. Skyldu Framsóknarbroddarnir halda, að eftirspurn eftir pening- um verði minni við stórfelda vaxtalækkun? Eða dettur þeim í hug að kapphlaupið um vinnu- aflið mundi minnka við það að stórauka fjárfestinguna? Það er engu líkara en að Fram- sóknarmenn hafi misst alla dóm- greind og keppist við það eitt að ségja sem mesta vitleysu“, sagði bóndinn að norðan. Munu margir verða til þess að taka undir orð hans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.