Morgunblaðið - 31.10.1963, Side 5
Fimmtudagur 31- okt. 1963
MORCUNBLAÐIÐ
5
RJúpvfaskytfur á villigötum
tAÐ virðist vera orðið daglegt
brauð, að leitarflokkar séu send-
ir af stað vegna þess, að rjúpna
veiðimenn villást á fjöllum uppi
sökum gáleysis síns og ófullkom-
ins útbúnaðar. í fyrradag um
kl. 2 e.h. lögðu tveir menn af
stað frá Samvinnuskólanum á
Bifröst, matsveinninn þar og hús
vörðurinn, mestu heiðursmenn.
Sögðust ætla að koma aftur upp
úr kl. 5.
Óku þeir upp( á Dalafjall, og
huga að rjúpum góða stund. Vill
ast kíingum SáRu, ganga suður
með Langavatni og vestiír fyrir
það og yfir Langá, og siðan nið-
ur með Gljúfurá, þar sem þeir
fundust, hraktir og svangir, eftir
nær 50 km. göngu, seint um
nóttina.
Svona er sagan af þeim sjálf-
um.
Sagan af leitinni og öllum und
irbúningi hennar er öliu alvar-
legri.
f>að verður að telja það aldeil-
is óforsvaranlegt að fara á fjöll
í skammdeginu, jafnvel þótt
verið sé að skjóta rjúpu, sem er
auðvitað herramannsmatur. Lág
markið hlýtur það að vera að
hafa meðferðis áttavita og ein-
hvern matarbita.
Morgunblaðið átti ta<l við Borg
arnes og frétti þar, að 20—30
menn hefðu lagt af stað 'til leit
arinnar strax um kvöldmat. Þeir
fóru ekki langt, og var það ákveð
ið áður. Þeir skútu af byssum,
ef vera mætti, að hinir týndu
heyrðu það og gætu látið til
6Ín heyra, sérstaklega, ef um
*lys hefði verið að ræða.
Með morgninum átti svo að
senda nemendur úr Samvinnu-
skólanum til leitar, og talað hafði
verið við 30 menn úr Borgar-
nesi, aðallega kunnar rjúpna-
skyttur, og menn úr Slysavarna-
deildinni og Lionsfélagar annar-
ar skyttunnar sem áttu einnig
að hefja leit með morgninum.
Þá var haft samband við Flug
björgunarsveitina, sem var und-
ir eins boðin óg búin að leita,
og í gegnum hana haft samband
við varnarliðið, sem lofaði að
senda þyrlu með morgninum.
Einnig var sporhundurinn Nonni
hafður til taks.
í stuttu máli: Á annað hundr-
að manns, 2 talstöðvarbílar
þyrla og sporhundur var kallað
út til þessarar leitar.
Svona lítur dæmið út frá þeim
séð, sem ávallt eru fúsir til hjálp
ar og leitar, hver sem í hlut á.
Hvað skyldi svona nokkuð
kosta?
Það er að vísu aldrei h'orft í
kostnað, en samt verður manni
á að spyrja.
Og allt er þetta fyrir eina
rjúpu — eða máske tvær. Er
að furða, þótt manni detti í hug
orð skáldsins:
Gæðakonan góða
grípur fegin við,
dýri dauðamóða,
dregur háls úr lið.
Plokkar, pils upp brýtur,
pott á hlóðir setur,
segir: Happ þeim hlýtur,
og horaða rjúpu étur.
SÓLBRÁÐ
I Viö fannarskör
eru strengir
vorsins stiltir
! Starfandi andi Ijóss
% geislaflóöi
[Leikur þar fjörugt lag
aj lífsins óöi.
Hlær og grœtur fjall
er giljum snjóloft þynnast
Grósku flaumar bruna
stimpast —• grynnast
Stynja klettaþil
er ryöjast
risagangar.
Jóh. S. Kjarval
liiíiiilii
Heilsuvernd, 5. hefti, er komiS út.
Af efni þess má nefna: Skólarnir og
börnin (Jónas Kristjánsson), Reyk-
ingar barna í Rvík (Björn L. Jóns-
•on), Fyrsta manneldistilraun i ver-
aldarsögunni, Mesta kaffineyzluþjóð-
In, Hár blóSþrýstingur og föstur, —
Liðagigtarlækning, Tannáta óþekkt
(BIJ), Uppskriftir, Spurningar og
•vör.
Mæðrafélagskonur! Munið fundinn
I kvöld kl. 8.30 að Hverfisgötu 21.
Áríðandi félagsmál og upplestur: —
Helga Smári.
ÍRingar! Skíðamenn! Æfing i kvöld
í ÍR húsinu við Tungötu kl. 8 e. h.
pjálfari: Gabor. — Stjórnin.
Bazar Félags austfirskra kverina
verður mánudaginn 4. nóvember i
Góðtemplarahúsinu, kl. 2 e. h. Féiags-
konur og aðrir velunnaraf félagsins
eru góðfúslega beðnir að koma gjöf-
um sínum, fyirir þann tíma, til Hall-
dóru Elísdóttur, Smáragötu 14, Önnu
Þórarinsdóttur, Ferjuvogi 17, Málfrið-
•r Þórarinsdóttur, Nökkvavogi 30,
Áslaugar Friðbjarnardóttur, Öldugötu
*9, Þorbjargar Ingimundardóttur,
Hringbraut 43, Sigriðar Magnúsdótt-
ur, Sogaveg 98. Guðnýjar Sveinsdótt-
ur, Álfheimum 64, Guðlaugar
Kristjánsdóttur, Borgarholtsbraut 24,
Guðrúnar Guðmundsdóttur, Nóatúni
20.
Verkakvennafélagið Framsókn verð-
ur með sinn vinsæla bazar í Góð-
templarahúsinu, þriðjudaginn 12.
nóvember 1963. — Félagskonur eru
beðnar að koma gjöfum á bazarinn
«em allra fyrst til skrifstofu félagsins
1 Alþýðuhúsinu, opin frá kl. 4—6 eJi.
•lia virka daga. — Trúnaðarkonur á
vinnustöðum eru beðnar að hvetja
konux tii að gefa á bazarinn. —•
Kvenfélag Laugarnessöknar heldur
bazar laugardaginn 9. növember. —
Félagskonur og aðrir velunnarar fé-
lagsins hafið samband við Ástu Jóns-
dóttur, sími 32060, Jghönnu Gísla-
dóttur, sími 34171 eða Sigríði Ás-
mundsdóttur, simi 34544.
Hjúkrunarfélag íslands heldur fund
í Breiðfirðingabúð uppi, fimmtudag-
inn 31. október kl. 20.30. Fundarefni:
1. Inntaka nýrra félaga. 2. Félagsmál.
3. Frú Sigríður Kristjánsdóttir hús-
mæðrakennari flytur erindi. Stjórniri.
Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. —
Skoðanabeiðnum veitt móttaka dag-
lega ki. '2 til 4 1 síma 10269, nema
laugardaga.
Minningarspjöld Hallgrímskirkju I
Reykjavík fást á eftirtöldum stöð-
um: Verzl. Halldóru Ólafsd., Grettis-
götu 26, Verzl. Björns Jónssonar,
Vesturgötu 28, Verzl. Braga Brynjolfs-
sonar, Hafnarstræti 22.
íbúð óskast
Dreng, sem er á öðru ári,
vantar íbúð fyrir mömmu
og pabba, helzt í 4 mánuði.
Húshjálp, ef óskað er. —
Uppl. í síma 34162.
| Skrifstofuhúsnæði
35 ferm., við Miðbæinn, til
leigu. Uppl. í síma 15723.
| Morris ’47,
ógangfær. Selst ódýrt.
Uppl. í síma 35390.
| Einhleypur
rólegur karlmaður Ó9kar
eftir herbergi. Tilboð send-
ist blaðinu fyrir föstudags-
kvöld, merkt: „5244“.
Frá H.f. Eimskipafélagi íslands. —
Miðvikud., 30. okt. ’63: Bakkafoss fer
frá Hamborg 30. 10. til Reykjavíkur.
Brúarfoss fór frá N. Y. 28. 10. til
Charleston og ReykjaVíkur. I>ettifoss
kom til Dublin 30. 10., fer þaðan til
N. Y. Fjallfoss fer frá Seyðisfirði í
kvöld 30. 10. til Norðfjarðar, Raufar-
hafnar og Norðurlandshafna. Goða-
foss kom til Reykjavíkur 29. 10. frá
Gdynia. Gullfoss kom til Reykjavík-
ur 27. 10. frá Kaupmannahöfn og
Leith. Lagarfoss f<3fr frá Reykjavík
25. 10., til Gloucester og N. Y. —
Mánafoss fer frá Gaut^borg 30. 10. til
Kristiansand og Reykjavíkur. Reykja-
foss kom til Reykjavíkur 22. 10. frá
Hull. Selfoss fór frá Charleston 19. 10.
til Rotterdam, Hamborgar og Rvíkur.
Tröllafoss fer frá Hull -30. 10. til
Rotterdam, Bremen, og Hamborgar.
Tungufoss fór frá Reyðarfirði 28. 10.
til Lysekil, Gravarna og Gautaborgar.
H.f. Jöklar Drangajökull fór 1 gær
frá Vestmannaeyjum áleiðis til Camd-
en U.S.A. Langjökull fer í dag til
Austfjarðahafna. Vatnajökull kom 29.
þ.m. til Reykjavíkur frá London.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. —
Katla er í Sölvesberg. Askja er í Rvík,
Skipaútgerð ríkisins: Hekla fór frá
Reykjavík í gærkvöldi austur um
land í hringferð. Esja fer frá Rvík
á morgun vestur um land í hringferð.
Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum
kl. 21.00 í kvöld til Reykjavíkur. —
Þyrill er í Reykjavík. Skjaldbreið er
á Vestfjörðum. Herðubreið er í Rvík.
Leifur Eiríksson er væntanlegur frá
Helsingfors og Osló kl. 22.00. Fer til
N. Y. kl. 23.30.
Hafskip h.f.: Laxá lestar á Aust-
fjarðahöfnum. Rangá fór frá Hafnar-
firði í gærkvöldi til Bilbao, Napoli,
Messina, Piraeus og Patras.
Flugfélag íslands h.f.: Millilanda-
flugvélin „Skýfaxi“ fer til GlasgoW
og Kaupmannahafnar í dag kl. 07:00.
Vélin er væntanleg aftur tU Rvíkur
kl. 21:40 í kvöld. Innanlandsflug: í
dag: er áætlað að fljúga til Akureyr-
ar (2 ferðir), Kópaskers, Þórshafnar,
Vestmannaeyjar og Egilsstaða. Á
morgun: er áætlað að fljúga til Akur-
eyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, ísa-
fjarðar, Fagurhólsmýrar, Hornafjarð-
ar og Sauðá^króks.
Orð spekinnar
Sá, $«111 aflar sér hygginda,
elskar líf sitt.
Sá, sem varðveitir skynsemi,
mun gæfu hljóta.
Orðskviðirnir, 19,8.
| Tilboð óskast
í 2ja herb. íbúð. Árs fyrir-
framgr. Tilboð, sem greinir
fjölskyldustærð, sendist
Mbl. fyrir 3. nóv., merkt:
„Raglusemi — 3944“.
| Sniðanámskeið
í hinu auðvelda þýzka Paff-
kerfi. Innritun daglega í
síðustu námskeiðin fyrir
jól. Ólína Jónsdóttir, handa
vinnukennari, Bjarnarst. 7.
Sími 13196.
| Rúðugler
fyrirliggjandi 3, 4 og 5 mm
gler.
Rúðugler s/f.
Bergstaðastræti 19.
Keflavík — Suðurnes
Hvíldarstólar komnir.
Húsgagnaverzlun
Gunnars Sigurfinnssonar.
Teiknivélar
bestik, reiknistokkar og
ýms mælitæki, fyrirliggj-
andi.
Verzlunin Háteigsvegi 52.
Sími 16000.
HÁFJALLASÓLIR
gigtlækningalampar, hita-
púðar, þvottavélar o. fl.
fyrirliggjandi.
Verzlunin Háteigsvegi 52.
Sími 16000.
Tvær stúlkur
í góðri atvinnu óska eftir
2—3 herb. íbúð. Góðri um-
gengni heitið. Uppl. í sima
37820.
Sniðnámskeið
hefst 1 nóv. Einnig hefst
framhaldsnámskeið 4. nóv.
Sigrún Á. Sigurðardóttir
Drápuhlíð 48. Sími 19178.
. 4
Keflavík — Nágrenni
Maður vanur þungabifreiða
akstri óskar eftir vinnu.
Uppl. að Hátúni 10 kl. 7—8
á kvöldin.
Stúlka óskast
Stúlka óskast í þvottaihúsið
Bergstaðastræti 52. Uppl. í
síma 17140 og 14030.
Eg var að enda við að reikna
út, að ég hef sparað 5.967 krónur
í strætisvagna með því að vera
hér.
Gætuð þið ekki komið aftur á
morgun? Við erum í miðju tafli.
Kuldaskór
úr nælon með renni-
lás og kvarthæl —
léttir og þægilegir.
uorur
Kartöflumús — Kakómalt
Kaffi — Kakó
«•
Nonni & Bubbi, Keflavík & Sandgeröi
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra.
Sérverzlun
á bezta stað í Miðbænum í fullum gangi með nýjum
og góðum lager til sölu. Sala hlutar kæmi einnig til
greina. — Uppl. géfnar (ekki í sima) í skrifstofu:
EINARS SIGURÐSSONAR, hdl.
Ingólfsstræti 4.