Morgunblaðið - 31.10.1963, Síða 6
6
MORGU N BLADIÐ
Fimmtudagur 31< okt. 1963
Þetta er eins og að
standa í blóðugu stríði
• _
Rætt við Dalabændur um niðurskurð
Feðgarnir í Brautarholti, Aðalsteinn Baldvinsson og Brynj-
ólfur sonur hans. Að baki þcirra eru tóm fjárhúsin.
ÞESSA dagana er verið að
leiða til slátrunar 18 þúsund
fullorðið fé frá 69 bæjum í
Dalasýslu. Verða þrír hrepp-
ar þar sauðlausir og tveir bæ-
ir úr fjórða hreppnum. Flytja
verður féð að stórum hluta
suður í Borgarnes, því ekki
er heimilt að flýtja fullorðið
fé Iifandi norður til Búðar-
dals, en litlu einu af þessum
fjölda, er hægt að slátra í
Brautarholti, sem er eina slát
urhúsið í Dölum, þar sem
leyfilegt er að slátra fullorðnu
fé úr suðurhluta sýslunnar.
— Þetta er eins og blóðugt
ar niðurskurðurinn loks kom
voru ærnar komnar niður í tæp-
ar 80. Svo var drepið niður á
nokkrum bæjum 1957 og 1958,
þar sem veikar kindur fundnst
eða grunur um veiki. Síðan hef-
ir verið reitt niður fé á einum
og einum bæ, þar til nú að skor-
ið verður niður í öllum Hauka-
dal, Miðdölum og Hörðudal og
tveimur bæjum í Laxárdal á
alls 69 jörðum, en bændur munu
yfir 70, því fleira en einbýlt
er á sumum bæjum. Um leið
og niðurskurðurinn fer fram nú
var ætlunin að girða af í sér-
hólf það svæði er niðurskuður-
inn fer fram á. Átti þá að koma
girðing norðan af Holtavörðu-
heiði um Bröttubrekku og vest-
an Hörðudals í Hvammsfjörð.
Með þessari girðingu er tekið
allmikið afréttarland af Dala-
mönnum. í>ó telur Benedikt þetta
smámuni eina hjá mistökunum
í sambandi við sjálf fjárskipt-
in.
í sumar átti að Ijúka fyrr-
greindri girðingu, en það var
ekki gert. Þá átti einnig að taka
það fé Mýramanna, sem kom
fyrir norðan þessarar girðing-
ar og slátra því, en það var
heldur ekki gert nema að nokkru
leyti og er sú framkvæmd næsta
handahófskennd. Hætt er við
að fé sem er orðið hagvant norð-
ur á afrétti Dalamanna, leiti
þangað aftur jafnvel þótt girð-
ing væri komin og það er eng-
in trygging fyrir þvi að fé sem
hefir gengið saman við fé af
hinu sýkta svæði og dregið í
réttum norður í Dölum hafi ekki
náð að sýkjast og veikin komi
svo upp suður í Mýrahólfi eftir
fáein ár. Þótt girðingunni verði
lokið á næsta sumri og reynt
verði að hreinsa hólfið af fé er
þaá vitað að alltaf getur leynst
fé á afréttum, sem lifir þar af
veturinn. Hver er þá orðin trygg
ingin fyrir að niðurskurður þessi
heppnist. Það er því skoðun
manna almenna hýr vestra að
loka hefði átt girðingunni fyrst
og fresta niðurskurðinum um eitt
ár.
— Það má hafa eftir mér,
sagði Benedikt ennfreanur að
mér finnist hafa verið farið fljót-
færnislega að < þessum niður-
skurði og með lítilli fyrirhyggju.
— Hvað fáið þið miklar bæt-
ur fyrir hverja kind?
— Við fáum sem svarar %
lambsverðs fyrir hverja fullorðna
kind, sem fram hefir verið tal-
in á skýrslum. Það nefnast af-
urðatjónsbætur og sömu upp-
hæð fáum við fyrir ár það sem
sauðlaust er hjá okkur og nefn-
ast það sauðleysisbætur, en
sauðlaust verður hjá okkur nú
í eitt ár.
En það er mikill verðmunur
á líflambi, sem okkur er ætlað
að kaupa í staðinn fyrir ærnar,
sem drepnar eru, og fullorðinni
kind til frálags. Þannig hljót-
um við að skaðast á skiptunum
og þeir mest sem eiga allt fé
sitt ungt eirft og við feðgarnir
hér. Elzta féð okkar er nú fimm
vetra og við vorum komnir með
300 ær- og að byrja að skera úr
því til kynbóta. Einnig höfðum
við keypt okkur fyrstu verð-
launa hrúta fyrir hátt verð. §eir
ganga á 4000 kr. Úr þeim verð-
ur okkur nú ekkert til frálags,
því t.d. kaupfélagið í Boigar-
nesi tekur þá alls ekki.
— Við þessu öllu væri þó ekk-
ert að segja, 'Segir Benedikt —
ef trygging væri fyrir að fjár-
skiptin tækjust. En baráttan fer
að verða erfið fyrir okkur ef
skera á niður fyrir okkur féð
á fimm ára fresti. Við erum rétt
farnir að hafa fullan arð af
ánum þegar þær eru drepnar,
Það er búið að kosta til upp-
eldisins, en arðurinn er ókom- -
iim. Hér er að vísu fyrirskipað
að drepa allt fullorðið fé á 9L
ári, en einu til tveimur árum
fyrr en venja er til, því ær gefa
góðan arð hér allt til 11—12
vetra ef vænar eru og heilbrigð-
ar. Til frálags eru þær einskis
virði. Af þessum sökum er ég
hræddur um að menn kunni
Framh. á bls. 13.
stríð að drepa svona niður heil-
brigt féð, en það væri þó ekk-
ert við því að segja ef maður
gæti verið viss um að nú kæmi
niðurskurðurinn að gagni, sagði
Benedikt Þórðarson í Stóra-
Skógi í Miðdölum, er blaðamað-
ur Mbl. brá sér vestur í Dali
til að hitta að máli nokkra bænd-
ur af niðurskurðarsvæðinu.
Við komum fyrst að Stóra-
Skógi í Miðdölum. Fjárbreiðan
dreifir sér þar um túnið. Þarna
beita sér eingöngu ungar og
fallegar ær, því ekki eru nema
fimm ár síðan skorið var nið-
ar í Stóra-Skógi. Þar var fyrst
skorið niður vegna mæðiveiki
árið 1950.
— Og þá var ég feginn nið-
urskurðinum, sagði Benedikt —
ég byrjaði að búa árið 1933 og
eftir að veikin tók að herja féð
hjá mér 1937 barðist ég við að
halda ánum í 100, en það tókst
ekki jafnvel þótt hver einasta
gimbur væri sett á vetur. Þeg-
• Loftbréfaleysið
Velvakanda hefur enn borizt
bréf um loftbréfaskortinn. Ann
að, sem er svar frá póst- og
símamálastjórninni, barst síð-
ar, og er það birt hér líka.
Fyrra bréfið, írá Nemesis,
er þannig:
„Ekki bólar á Birni enn. —
Ekki birtast aerogram-bréfin
eða loftbréfin enn í afgreiðslu
póststofunnar hér í Réykja-
vík Hvað veldur^ þessu fá-
heyrða sleifarlagi? Hvaða ein-
staklingar eða fyrirtæki myndu
hundsa þannig vilja viðskipta-
vina sinn? Enginn. En hér horf-
ir málið öðru vísi við. Hér er
opinber stofnun að verki, sem
hefir öll ráð eða öllu fremur
óráð í hendi sinni. Það er
ausið yfir okkur svo milljón-
um skiptir árlega af frímerkj-
um. Þessi frímerkjaútgáfa gef-
ur að sjálfsögðu af sér himin-
háar upphæðir í póstsjóðinn,
svo að því leyti horfir málið
öðru vísi við af sjónarihóli for-
ráðamanna póstmálanna, senni-
lega í öfugu hlutfalli við út-
gáfu loftbréfanna. ■— En þetta
er þjónusta vjð almenning, sem
við krefjumst. Ég sé ekki bet-
ur en í nýútkomnum - verð-
lista póststjórnarinnar séu
þessi loftbréf skráð þar á 6
krónur bréfið. — Vakna þú,
sem sefur. — Nemesis“.
• Svar póst-
stjórnarinnar
„Vegna fyrirspurnar um
loftbréf í dálkum yðar, skulu
eftirfarandi upplýsingar gefn-
ar:
Þegar séð var, að loftbréf-
in mundu seljast upp, voru
strax gerðar ráðstafanir til út-
vegunar nýrra og vandaðra loft
bréfa, en kvartanir höfðu kom-
ið fram um, að þáverandi gerð
hefði ekki verið sem heppi-
legust. Var leitað tilboða inn-
anlands og utan, en miklir
erfiðleikar reyndust vera á þvi
að fá nógu góðan pappír, nema
í það miklu magni, að nægja
mundi í loftbréf fyrir margra
tuga ára notkun, en óhag-
kvæmt er að kaupa svo mikið
magn í einu. í því sambandi
má benda á, að notkun loft-
bréfa er mjög lítil hér á landi.
sem sést bezt á því, að síðast
voru þau pkintuð árið 1957 í
algeru lágmarki þess magns,
sem hægt er að fá, og entust
þau, sem kunnugt er fram á
síðastliðið sumar.
Eftir mikla fyrirhöfn tókst
fyri'r nokkru að fá tilboð frá
Bretlandi í hæfilegt magn loft-
bréfa af heppilegri gerð og úr
góðipm pappír. Því miður eru
þau ekki væntanleg fyrr en una
áramót og þykir póst og síma-
málastjórninni það að sjálf-
sögðu leitt“.