Morgunblaðið - 31.10.1963, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 31. okt. 1963
✓
NÚ ER liðið nokkuð á ann-
an mánuð frá því, að lax-
veiði lauk. Það kann því að
hljóma einkennilega, þeg-
ar talað er um laxveiðar í
október, ekki sízt, er veið-
in er jafn góð og raun bar
vitni í Elliðaánum nýver-
ið. Þá voru „dregnir“ þar
rúmlega 80 laxar á tæpum
tveimur tímum.
Reyndar er það ekkert
Við ádráttinn: Frá vinstri: Guðmundur Bang, Kristján Þórðarson og Erik Mogensen. Laxinum safnað í poka, en síðan
settur í tjörnina, þar sem nú eru um 400 laxar. (Ljósm.: Sveinn Formóðsson).
Laxveiöi í október
einsdæmi, því að undan-
farnar vikur hafa staðið
yfir miklar veiðar í ánum,
og er veiðin á þeim tíma
nærri jafnmikil og allt lax-
veiðitímabilið í sumar.
Munurinn á þessum veið
um er hins vegar sá, að
haustveiðarnar fara fram
laxastofninum til vaxtar
og viðgangs, ekki skemmt-
unar, og eiga þannig sinn
þátt í því að sjá stanga-
veiðimönnum fyrir nægu
viðfangsefni næstu sumur.
Rafmagnsveita Reykjavíkur
hefur um langt skeið dregið á
fyrir klak í Elliðaánum. Má
þakka því starfi, að árnar
skuli enn gefa þá veiði, sem
raun er á, þrátt fyrir lítið
vatnsmagn, og lélegri skil-
yrði en áður var.
Er fréttamaður og ljós-.
myndari Mbl. komu að Efri-
Móhyl, rétt við Varastöðina,
skömmu eftir hádegi sL
fimmtudag, voru þrír menn
í óðaönn að draga á. Þá þeg-
ar voru um 130 laxar komnir
í kistu, er staðsetl er í miðj-
um hylnum, og þar dúsa kon-
ungar fiskanna í þröngu sam-
býli, þar tii tími er kominn
til að „kreista" þá, eins
og kallað er.
Mennirnir þrír, sem við
hittum að máli, eru Erik
Mogensen, Kristján Þórðar-
son og Guðmundur Bang. 1
fyrsta ádrættinum, eftir að við
komum að ánni, bættust enn
nokkrir laxar í hópinn, og
það vakti strax athygli okk-
ar, að þremenningarnir virt-
ust hafa mun meiri áhuga fyr
ir hrygnum en hængum.
Mogensen skýrði fyrir okk-
ur, að allt klakið byggist á
því, að nægiléga margar.
hrygnur. náist. 200 meðalstór
ar Eiliðaárhrygnur, þ.e. um
5 pund að stærð, gefa um eina
milljón hrogna.
Hann skýrði jafnframt fyrir
okkur starf þeirra þremenn-
inganna, sem stendur allt
n áðist.
fram í miðjan desember.
Fyrsti þátturinn, eins og
ljóst er, er sjálfur ádráttur-
inn. Laxinum er safnað úr
hyljunum, víðsvegar um ána,
í alls 5 kistur og eina tjörn.
Ádrættinum, sem staðið hef-
ur í tæpan mánuð, fer nú
senn að ljúka, og hefur aldrei
verið safnað eins mörgum
löxum í Elliðaárnar eins og
einmitt nú á þessu hausti.
í þessari viku hefst
annar þáttur starfseminnar.
Þá er gengið að laxinum í
kistunum, hrygnurnar og
hængarnir kreistir í fötur.
Síðan er hrognunum og svilj
unum hrært saman. Þá er
blandan flutt í klakhús, og í
marz klekjast seiðin út.
Það er seinlegt og erfitt
verk . að kreista laxinn. Sá
þáttur er tímafrekur, og lýk-
ur oft ekki fyrr en í desem-
ber. Allt er þetta starf unnið
undir beru lofti, oft í miklum
kulda (vatnshitinn stundum
ekki nema 0,2 gráður). Sagði
Mogense’n okkur, að iðulega
heiðu þeir félagar orðið að
grafa sig niður .með tjald og
prímus, þegar þeir kreistu.
Tvær aðferðir munu eink-
um hafðar við ræktun áa. í
fyrsta lagi má sleppa poka-
seiðum, sem hafast þurfa við
í ánni um alllangt skeið, áður
en þau ganga til sjávar. Hins
vegar er einnig hægt að
rækta seiðin, unz þau hafa
náð nokkurri stærð,' og ganga
beint til sjávar, um leið og
þeim er sleppt í ána.
Pokaseiðin þarfnast upp-
vaxtarskilyrða og rýmis í
ánni, og svo mikið tortímist af
þeim, að aðeins eitt af þús-
undi, í mesta lagi, slíilar sér
aftur í ána, fullvaxinn lax úr
sjó.
Mogensen, sem um margra
ára skeið hefur stundað fisk-
rækt, skýrði okkur frá því,
að hann'hefði ákveðnar hug-
ipyndir um þróunarskeið poka
seiðisins.
Hann heldur því fram,
(kenningin er ekki ósvipuð
kenningu dr. Finns Guðmunds
sonar um rjúpuna), að hver
á geti aðeins „borið“ ákyeð-
inn fjölda seiða, þ. e. hvert
þeirra þarfnist síns svæðis,
og því sé þýðingarlaust að yf
irfylla ár, þar sem fiskur er
fyrir, af slíkum seiðum.
Hins vegar sagðist hann
vera þeirrar skoðunar, að
pokaseiði ættu fullan rétt á
sér við nýræktun áa. Hvað
gönguseiðin snertir, þá skila
þau £ér miklu betur, þannig
að í mörgum tilfellum kemur
H). hvert seiði aftur úr sjó.
Telur Mogensen, að þegar ætl
unin sé að auka laxastofninn
í einhverri á, þá sé ólíkt hag-
kvæmara og skynsamlegra að
sleppa í hana gönguseiðum,
því að þau þarfnast hvorki
rýmls né fæðu úr ánni á upp-
vaxtarskeiðinu, en halda rak
léiðis til sjávar.
Gallinn hér er aðeins sá, að
það er fyrst nú, að skilyrði
eru að fást til ræktunar göngu
seiða, fyrst og fremst í Kolla-
firði, en þó er Rafmagnsveit-
an nú að reisa nýja klakstöð
við Ártúnsbrekkur, og þar er
ætlunin að rækta gönguseiði.
Svo vikið sé að gamninu
við að horfa á ádrátt — þegar
hann er stundaður í ræktunar
tilgangi, þá er gaman að skoða
laxinn, sem flest allur er’orð-
inn mjög leginn. Þó eru sumir
ótrúlega vel útlítandi, þótt svo
sé áliðið. Hrygnurnar halda
mun betur útliti sinu en hæng
arnir, sem verða rauðari og
rauðari, eftir j*ú sem nær líð
ur hrygningunni. Einn „stór
an“ sáum við — á Elliðaár-
mælikvarða — hann var um
12 pund, og rauður eins og
karfi.
Þeir félagarnir Kristján,
Erik og Guðmundur sögðu
okkur, að laxinn gengi ótrú-
lega langt fram eftir haust-
inu, þeir hefðu t.d. fengið ný-
runninn lax í ádrætti um 20.
október. Þá hefðu þeir vitað
til þess, að lax væri genginn
Fraim/hald á bls. 17
Hér er 5—6 pund hrygna. Hún
kom í ámar í annað skipti í
sumar- í fyrra skiptið, sem
hún kom, fyrir tveimur sumr
um, var hún „kreist“, og þá
merkt um leið. Örin vísar á
plasthylkið, sem notað er fyr
ir merki.