Morgunblaðið - 31.10.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.10.1963, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 31. okt. 1963 MORGUNBLAÐIO 17 Sveinbjörn Kristjánsson byggingameistari 80 ára SVEINBJÖRN Kristjánsson, byggingarm«istari, er 80 ára í dag. Sveinbjörn er fæddur hér í Reykjavík 31. okt. 1883, en ólst upp á Kárastöðum í Þingvalla- sveit til 16 ára aldurs, fer þájtil Reykjavíkur, til að læra trésrrubi hjá Samúel Jónssyni og tekur próf í þeirri iðngrein árið 1904. Strax að námi loknu tekur Sveinbjörn til óspilltra málanna \ um byggingu húsa, bæði fyrir einstaklinga, svo og sjálfan sig.; Fékk hann jafnvel lóðir hjá Reykjavíkurborg undir fjölbýl- ishús, sem hann byggði, en þá voru lítt þekkt, og seldi svo einstaklingum íbúðir í þeim á kostnaðarverði og hagnaðist margur vel á4 þeim viðskiptum við Sveinbjörn. öll voru þau hús sem Sveinbjörn byggði með stærri húsum, sem þá þekktust og einkar vönduð og smekkleg að öllum frágangi. En víðar en í Reykjavík hafa spor Sveinbjarn ar legið við smíðar og umsjón með uppbyggingu og húsakosti landsmanna. Um mörg ár hafði Sveinbjörn á hendi ýmis störf fyrir húsameistara ríkisins, þar á meðal umsjón með miklum byggingarframkvæmdum á Hvanneyri, svo og á Keldum í Mosfellssveit og hér í Reykjavík byggði hann rannsóknarstofu Háskólans. Og ekki má gleyma Laugarvatnsskólarium, sem hann tók við hálfbyggðum og lauk því verki, svo og byggingu margra annarra húsa á staðnum. Og eftir að Sveinbjörn er kom- inn nokkuð á áttræðisaldurinn, tekur hann að sér ýmis bygg- ingarstörf fyrir vitamálastjóra, og er þá sendur út um landið til yztu annesja, þar sem honum voru falin störf við byggingu og endurbætur húsa, og annars þess, sem úr sér hafði gengið og endurbóta þurfti á hverjum stað, fór honum þetta, sem allt ánnað vel úr hendi, og yngdist hann þá upp við ströng ferðalög og oft langan vinnudag. Árið 1937 byggði Sveinbjörn sér húsið Laugaveg 147, og sýnir það myndarskap og stórhug hans, þegar byggja skyldi honum og konu hans, Sigríði Sigurðardótt- Efstí hluti tjarnarinnar, þar sem laxinn er geymdur. Inn um þennan stokk hefur laxinn stokkið, og gengið upp í þróna fyrir ofan. Laxinn hefur á síðustu árum holað bakkann, en hann stekkur í sífellu um næ tur. — Laxveiði Framh. af bls. 10 um miðjan maí. Konungur fiskanna er þannig að ganga næstum hálft árið, þótt veiði tíminn sé að vonum mun styttri. >á eru laxarnir misjafnlega feitir, sumir bara vel á sig komnir, enda eiga margir þeirra fyrir höndum vetrar- dvöl í ánum. í»eir eru að ganga niður alveg fram á vor, og eru þá spegilfagrir, því að leguliturinn stafar ekki af ár- vatninu, eins og sumir halda, heldur er hér um tímabundið hrygningarfyrirbæri að ræða. Þvi tiil sönnunar er sagan, sem þeir fólagar sögðu otokur um einn betri borgara, setm var með fyrstu veiðimönnum í ánuim eibt vorið Hann fékk fljótlega 4 spegilfagra laxa, notokug krviðdregna , að vísu. Hann var hinn kátasti — amk. þar tiil þeir voru soðir — þvi þetta voru allt hoplaxar. Og þessi saga er hð því leyti ólíik mörgum laxasögum, að hún er sonn. Það má mörgum vera á- nægjuefni, sem laxveiði unna, að skriður skuli nú vera kom inn á ræktunarmál, þótt all- mikið vanti á, að við höfum náð eins langt á því sviði og t.d. nágrannar okkar Svíar. Þar eru laxeldisstöðvar víða tengdar ánum, eru í beinu framhaldi af þeim, svo að lax inn gengur inn í sböðvarnar. Mogensen lýsti fyrir okkur einni slíkri stöð. Þar gengur laxinn inn, og fer þá í gríðar mikið glerker, líkt og í fiska safni, þar sem virða má þá fyrir sér, „allt upp í 40 til 50 punda durga“. Þótt bjartsýni hljóti ætíð að fylgja ræktunarstarfi, hvort sem það er á landi eða í á, þá voru þeir þremenningar nokkuð svartsýnir um fram- tíð Elliðaánna. Alls kyns ó- hreinindi, þ.á.m. skolp renn nú í Elliðavoginn. Aðal- áhyggjuefnið er þó, að vatns magn ánna fer síminnkandi, og ástæðan, öðrU fremur, er sú, að úr vatnsbóli Reykvík- inga rann áður í árnar, en vatnið er nú drukkið í höfuð borginni. Það er m.a. ástæðan fyrir því, hvé seint laxinn gengur nú á efra svæði ánna. Það kann þó að verða til bjargar, að nú er fundið nýtt vatnsból fyrir Reykvíkinga, sem sagt er munu duga næstu 100 árin, þegar gengið hefur verið frá leiðslum. Þfættu Ell iðaárnar aftur að fá nægt vatn — verði hætt að taka vatn úr Gvendarbrunnum. — Þetta mætti verða til íhugun- ar, því að á síðasta sumri gengu sennilega um 4500 lax ar í árnar, þrátt fyrir gjör- breytt skilyrði, frá því, sem áður var. Það væri vissutcga mikill fengur að varðveita árnar um ókomin ár, því fáar höfuðborgir munu hafa af slíku að státa. — áú. Sveinbjörn Kristjánsson. ur frá Byggðarenda heimili, því ennþá sómir þetta hús sér vel á sínum stað, .sem eitt af reisu- legri íbúðarhúsum borgarinnar. Börn Sveinbjarnar og konu hans Sigríðar, eru fjögur, öll hið mesta myndarfólk, en þau eru hinir þjóðkunnu athafnamenn Óskar og Sigurður Sveinbjarnar- synir, svo og Júlíus málarameist- ari og Erla María húsfrú. Miklu lengra og ítarlegra mál mætti skrifa um Sveinbjörn Kristjáns- son, en verður ekki gert hér enda eiga þetta ekki að vera nein eftirmæli um manninn. Sveinbjörn var á sínum yngri árum hið mesta íþróttamanns- efni, sakir afburða fimi og hreysti, og bregður ennþá fyrir atgjörfi þeirra ára í hreyfingum þessa aldna heiðursmanns. Þeir eru orðnir margir mennirnir, sem með Sveinbirni hafa unnið við hin margvíslegu byggingar- störf hans um æfina, víðsvegar um landið. öllum þótti þeim gott undir hans stjórn að búa, enda maðurinn öruggur og ákveð inn, hress og glaður og aldrei með neitt víl eða vol, á hverju sem gekk. pg nú situr Svein- björn í sinni leiguíbúð að Sam- túni 2, og unir vel sínum hag. Jú — auðvitað ætti maður að geta átt nokkrar íbúðir — en maður fer ekki með neitt með sér — segir Sveinbjörn um leið og hann hlær léttum hlátri — lyftir glasi sínu og skálar þá gjarnan við góðan vin í heitu kaffi méð vínlögg út í og held- ur svo áfram ræðu sinni — mað- ur á þá beztu eign sem lífið getur gefið manni, en það eru góð og elskuleg börn. Það er enn ekkert fararsnið á Svein- birni Kristjánssyni, sem betur fer. Hann er hress og glaður í máli, og skapið létt sem fyrr. Ég hefi margs að minnast af kynnum mínum við þennan, minn góða vin og ég veit að ég mæli hér fyrir munn fjölda annarra vina hans og góðkunn- ingja, þegar ég nú við þessi tímamót í lífi hans, þakka hon- um góð kynni og óska þess að æfikvöldið verði honum geisla- rífct, friðsælt og faigurt. Svein- björn verður að heiman á afmæl- isdaginn. Kjartan Ólafsson. Sparifjáreigendur Avaxta sparifé á vinsælan og öruggan hátt. Uppl. kl. 11-12 L h. og 8-9 e. h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3A. Sími 15385 og 22714. Lóð við Laugaveginn til sölu Nánari upplýsingar gefur: Málflutningsskrifst ofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar. Aðalstræti 6, sími 1-2002, ,1-3202, 1-3602. Rúðugler 4 —5 og 6 m/m þykktir „A“ og „B gæðaflokkar. Mars Trading Company Klapparstíg 20 — Sími: 1 73 73. ovjcjlyh| Svallr 1 !_ . I Svallr I q-—-A 1 c * fc 0 núsbúndl íbúðir þessar, sem eru í f jölbýlishúsi á 'góðum stað við Fellsmúla, seljast tilbúnar undir tréverk og málningu. Allt sameiginlegt innanhúss og utan full frágengið. — Sér hiti vérður fyrir hverja íbúð. Allar nánari upplýsingar gefur: rjTr NASALAN R EYKJAV I K • ‘ftórður ^alldórooon lögcflitur fdðtetgnataU Ingólfsstræti 9. Simar 19540 og 19191. Eftir kl 7. sími 20446 og 3IU91. Sdnnaft .. . ræsir bílinn SMYRILL LAUCAVECI 170 - SI tot I 12260 Fyrsta flokks • rafgeymir tf sem fullnægir ströngustu kröfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.