Morgunblaðið - 31.10.1963, Síða 22
22
MORCU N BLAÐIÐ
Fimmtudagur 31. okt. 1963
* P
IÞBOTTAFRETTIR MORGUNBLADSIKS
Tékkar gersigruðu gestgjafa sína 31:14
Þrautþjálfað og samæft llð
þeirra ef til vill sterkasta
félagið, sem hér hefur leikið
TÉKKNESKA liðið Spartak Pilsen sem hér er í boði ÍR vann
yfirburðasigur á gestgjö; un* sínum í gær að Hálogalandi. Vann
Spartak lið ÍR með 31 marki gegn 14, verðskuldaður yfirburða-
sigur þar sem Tékkarnir voru betri r öllum listum handknattleiks-
ins, bæði þeim er til feguiðar og árangurs leiða og eins í hinum.
Hjá ÍR var vörnin afa? slöpp og meira kom af ódýrum mörkum
hjá ÍR en eðlilegt getur talizt.
Tékkamir hlupu fram fyrir ÍR-
inga og afhentu hverjum liðs-
manni keppnísskó að gjöf. ÍR-
ingar sæmdu Tékkana merkí fé-
lags síns. Fyrirliðar skiptust á
oddfánum og allt var þetta
skemmtileg byrjun.
★ FYLKT LIÐI.
í upphafi gengu liðin fylktu
liði inn á völlinn ástunt for-
manni ÍR Reyni Sigurðssyni og
stjórnanda tékkneska liðsins.
Liðsmenn stilltu sér upp og Reyn
ir Sigurðsson flutti vel valin á-
varpsorð þar sem hann fagnaði
komu þessa góða liðs, kvaðst
vona að hún yrði handknattleiks
mönnum lærdómsrík og til aukn
ingar vináttu ísl. og tékkneska
handlknattleiksmanna. Fögnuðu
áhorfendur gestunum með fer-
földu húrrahrópi.
★ GJAFIR.
Liðsmenn skiptust á gjöfum.
Hirti 8I/2 millj.j
úr ruslaiötunni!
MAÐUR heitir William Morg-
an og er þrítugur að aldri,
býr í Cumbran í Wales. Fyrir
síðustu helgi fyllti hann út
getraunaseðil, en var óá-
nægður með hann og fleygði
honum í ruslakörfuna. Síðar
sá hann eftir þessu, leitaði að
seðlinum í körfunni slétti úr
krumpunum og sendi hann
til eins af getraunafirmunum.
Á þriðjudag fékk hann til-
kynningu um að iiann hefði
unnið 70.247 sterlingspund á
þenna seðil eða tæplega átta
og háifa milljón Lsl. kr.
★ RÓLEG BYRJUN.
Leikurinn byrjaði rólega, Tékk
ar með knöttinn og léku fram-
an varnar. Síðan kom skotið frá
landsliðsmanninum Kranat 'yfir
vörnina og í netið. Kranat sem
er óvenjulega hávaxinn átti oft
eftir að leika þennan leik og var
enda markhæstur Tékkanna.
Við dynjandi fögnuð jafnaði
Reynir formaður ÍR sæmir stjórnanda tékkneska liðsins merkí ÍR meðan Gunnlaugur Hjálm
arsson og Eret fyrirliði Tékka skiptast á oddfánum. (Ljósm. Sv. Þ.).
Hermann fyrix ÍR eftir fallega
sendingu frá Gunnlaugi. Á 3 min
skora Tékkar og var Kranat aft
ur að verki. Síðan eru skot var-
in frá Herði og Hermanni en
í mark ÍR og varði þegar 3 skot.
Hörður fékk svo enn skorað á
sama hátt og áður 7—3.
★ BARÁTTU LOKIÐ.
En þarna var bardaganum lok-
Svona smeygðu Tékkamir sér gegnum óþétta vörn IR. Hér skorar Karnold.
Gylfi er kominn í skotfæri en þá er Valenta markvörður á
réttum stað.
Kranat bætir þriðja markinu við
með uppstökki og skoti yfir
vörn. !>á voru 5 mín. af leik.
ic ÖRUGG FORYSTA.
Á næstu mínútum auka Tékkar
í 5—1, og Hörður Kristinsson
sem er^álíka stór og Kranat fær
skorað með því að stökkva upp
og skjóta yfir vörn, 5—2. Tékk-
ar auka í 7—2 en gekk nú ver
því Guðmundur Gústafsson kom
ið. Gunnlaugur var hundeltur af
einum Tékkanna svo hann fékk
vart kontakt við liðsmenn sína
og hann var slíkur maður fyrir
ÍR-Iiðið að áin hans verður bar-
áttan ekki mikiL Tékkarnir
breyttu stöðunni í 11—3 í fyrri
helming fyrri hálfleiks. Hefði
enn ver farið ef Guðmundur
hefði ekki varið mörg skot, sum
erfið.
Á 16—18 mín skora ÍR-ingar
tvisvar Hörður hið fyrra og Gunn
ar Sigurgestsson síðara. Cejka
bætir marki við fyrir Tékka en
siðan skorar Gunnlaugur úr víti
og það var annað tveggja marka
hans úr vítaköstum í leiknum
— og er slíkt óvenjulegt fyrir
hann, 3. markhæsta mann í síð-
ustu heimsmeistarakeppni. Tékk
arnir hafa vitað um hættuna og
byrgðu brunninn með því að
láta elta hann og þrælvalda svo
að úr hófi keyrði.
Hörður bætti 7. marki ÍR við
og litlu síðar iþví 8., en Tékkamir
skoruðu 3 fyrir leikhlé svo stað-
an var 16—8.
★ deyfð
í síðari hálfleik dofnaði yfir
leiknum á löngum köflum, bar-
áttan var búin, vörn ÍR var eins
og rifið net. Framan af tókst
þó liðimu að halda í við Tékk-
ana en svo kom langur kafli
þar sem ÍR fékk ekki svarað
hverju marki Tékka af öðru.
öll mótspyma var sundurbrotin,
aðeins tilraunir einstaklinga. —
Lokatalan var 31—14.
★ Liðin.
Tékkamir leika sem afar»
sterk heild. Allir leikmenin liðs-
ins skomðu mörk og í vöm voru
þeir sá veggur sem stórskot
Harðar, Gylfa, Gunnlaugs og
Hermanns brotnuðu látlaust á
og í markinu stóð kannski skær-
asta stjarna liðsins, sem varði at
mikilli prýði Þetta er þraut-
þjálfað lið og hefði því vart
þurft á að halda hrindingum i
vörn og öðru sem miður fór. En
liðið er sjálfsagt vant að leika ai
Framhald á bls. 23.
Svíar slegnir út í undan-
keppni OL í knattspyrnu
SVÍAR hafa nú verið „slegnir
út“ í undankeppni, knatt-
spyrnukeppni Olympíuleik-
anna í Tokío næsta sumar. Á
sunnudaginn léku Ungverjar
og Svíar síðari leik sinn í
undankeppninni. Forleikurinn
fór fram á Nya Ullevi leik-
vanginum í Gautaborg og lykt
aði 2—2. Fyrri leikinn höfðu
Ungverjar unnið í Budapest
með 4—0, svo Ungverjar
halda áfram í keppninni með
samanlagða markatöku 6—2.
Svíarnir Iéku í síðari leikn-
um mjög vel fyrsta stundar-
fjórðunginn og skoruðu tvö
mörk, h. úth., Tord Grip og
v. innherji Harry Bild. En
eftir stundarfjórðung var
krafturinn búinn í Svíum
og allt gekk á afturfótum. —
Ungverjarnir jöfnuðu fyrir
hlé og eftir það gerðist lítið.
Ungverjamir lögðust í vörn
í síðari hálfleik og brutu all-
ar sóknartilraunir Svía.