Morgunblaðið - 31.10.1963, Síða 23

Morgunblaðið - 31.10.1963, Síða 23
Fimmtudagur 31. okt. 1963 MORGUNBLADID 23 „Tveggja heima sýn“ *' ný bók eftir Olaf Tryggvason KOMIN er út hjá Fróða bók eftir Ólaf Tryggvason, sem nefn ist Tveggja heima sýn, og er hún framhald bókarinnar Huglækn- ingar, sem kom út í fyrra. í for- mála segir höfundur m. a.: „I»eg- ar ég skrifaði bók mína „Hug- lækningar“, hugsaði ég ekki til jjess að-skrifa aðra bók, en þar sem þeirri bók var betur tekið en ég gerði ráð fyrir, varð þaffc mér óneitanlega hvöt til þess að skrifa meira um þessi mál. í öðru lagi hefur ýmislegt verið ritað og rætt um hin andlegu við — /Jbró///r Framh. a bls. 22 fullu — og þetta var góð æfing hjá liðinu hvað iþað snerti. Kranat ber af í skotfimi ög er reyndar eins konar öxull í liðinu. Línuspil tíðka þeir Mtið sem ekki en hraðirm er ógnsterkt vopn hjá þeim. Hörður og Guðm. Gústafsson sem styrktu lið ÍR gáfu því sterkan og góðan svip, Hörður markhæstur og Guðmundur átti góðan leik í markinu en var út- keyrður undir lokin. Gunnlaug- ur fékk aldrei notið sín vegna „hundeltingarinnar“ og aðrir liðs menn náðu sér ekki á strik og buguðust við þessa óvenjulegu mótspyrnu. Dómari var Karl Jóhannsson og dæmi vel þó hann gæti ekki séð allar hrindingar, krækjur og brögð sem fyrir komu. — A. St. — Njósnararnir Framhald af bls. 1. ið gefinn tveggja sólarhringa frestur til að fara úr landi. Verkfræðingurinn John But- enko og bílstjórinn Igor A. Ivan- ov voru handteknir skammt frá járnbrautarstöðinni í Engle- wood, New Jersey. Tveir rúss- nesku fulltrúanna hjá Sf>, þeir G. A. Povlov og Juri W. Roma- shin, voru í bifreið þar skammt frá. f bifreiðinni fannst skjala- taska með upplýsingum varð- andi innkaup bandaríska flug- hersins. I»á var í bifreiðinni sér- staklega útbúin ljósmyndavél, sem stjórnað var frá sígarettu- kveikjara í mælaborði. Þriðji fulltrúinn, Vladimir I. Olenev, var ekki viðstaddur. horf síðan bókin kom út í þeim (lúr, að það knúði mig til þess að gera ýtarlegri grein fyrir við horfum islenzkrar alþýðu til and legra mála yfirleitt, einkum með tilliti til þess að íslenzkt alþýðu- Ólafur Tryggvason fólk hefur óvenjulega og marg- þætta reynslu í sálrænum efn- um, reynslu, sem stenzt alla gagnrýni og sleggjudóma, því reynsluþekking er traustari grunnur og rishærri bygging en sú þekking, sem fengin er með lestri bóka. Enda þótt ég vitni nokkuð I sanna og vitra menn og meðal annars allvíða í guðspjöllin, er meginmál hennar og rökstuðn- ingur byggður á eigin j-eynslu“. Af efnisyfirliti í .Tveggja heima sýn, sem 219 bls., má nefna: Hvað eru sálarrannsókn- ir? Hvað spíritismi?, Hæðir andans, Hvað er framundan? Þjálfunartilraun, Blikið yfir kirkjunni, Trúarreynsla, Lífgjöf ult samband, Á landamerkjum lífs og dauða. . • Tveggja ára dreng ur fyrir bíl í GÆRDAG varð það slys móts við húsið nr. 15 við Þingholts- stræti að tveggja ára drengur, Indriði Sveinbjörnsson, Þing- holtsstræti 15, varð fyrir hægra frambretti sendibíls, sem ekið var norður götuna. Indriði litli var fluttur í slysavarðstofuna, og reyndust meiðsli hans smávægi- leg. - Áð utan Framihald af bls. 13. þarfur í erfiðleikum komandi ára. Stórfengleg fimm ára áætl- un til þróunar og fullnýting- ar á auðlindum landsins, er nú á síðasta árinú, en ekki alls fyrir löngu spurði eitt af dagblöðunum í Casablanca. „Hvernig gengur með hina miklu þjóðhagslegu áætlun? Blaðið ályktaði, að hún hefði enn ekki náð^ langt úr fyrir teikniborðið. Eins og önnur vanþróuð löpd, skortir Marokko að- stöðu til nauðsynlegrar fjár- festingar. Vélar og annað til- heyrandi krefst fjármagns. — Við Marrakech var verið að breyta árfarvegi. Mörg hundr uð verkamenn sveifluðu hök- um og skóflum — og engu öðru. „Viljinn er fyrir hendi“ fullyrti verkfræðingurinn. • Þvi miður verður einnig vart nokkurrar póiitískrar spillingar. Eitt af stærstu hneykslismálum síðari ára snertir hina alþjóðlegu hjálp- arstarfsemi til styrktar þeim, sem lifðu af hinn hræðilega jarðskjálfta í Agadir, þar sem 12000 manns fórust. Menm vita ekki, hve mikill hluti styrkt- arfjárins hefur horfið' í vasa óviðkomandi manna. Hins vegar hefur miklu fé verið varið til að lækka veru- lega tölu þeirra, sem eru ólæs ir og óskrifandi, en þeir hafa verið 85—90%. Frá og með ár- inu í ár eru öll sjö ára böm skólaskyld. Þegar Frakkar eftirlétu Marokkobúum sjálf- stæði, þá gekk aðeins eitt af hverjum fimm börnum nokkru sinni inn um skóladyr. Á því 44 ára tímabili, sem landinu var stjómað erlendis frá, þá var háskólamenntun hverf- andi fátíð hjá Marokkomöna- um. Afleiðingin er stærsta raunverulega vandamál Mar- okko: skorturinn á mönnum með æðri menntun. í héraðinu Ksar-es-Souk við Atlasfjöllin er meðalaldur hinna þriggja æðstu lögreglu- embættismanna 24 ár. Héraðs- stjórinn í eyðimerkurhérað- inu Ouarzazate er 30 ára að aldri. Allir fjórir læknar hér- aðsins (svæði, sem er á stærð við Danmörku Og með 50000 íbúa) eru útlendir. Þar sem háskólapróf í lögfræði og humaniskum fræðum er oft öruggur vegur til að hreppa þægilegt stjómsýsluembætti, iþá hefur aðeins hálf prósent af háskólastúdentum í Rabat Talsmaður bandarísku sendi- nefndarinnar hjá SÞ sagði að Kússarnir hafi gróflega misnot- að dvalarleyfi sitt í Bandaríkj- unúm og tilkynnti hann jafn- framt samtökunum um brott- vísun þeirra. Verkfallsalda í Frakklandi John Butenko starfaði hjá fé- laginu International Electric Corporation, sem er dótturfélag International Telephone & Tele- graph Corporation. Vinnur I. E. C. aðallega að smíði rafeinda- stjórntækja fyrir flugherinn. — Talsmaður félagsins sagði í dag eð það hafi veitt bandarísku rík- Islögreglunni (F.B.I.) mikla að- stoð við að safna sönnunargögn- um gegn Butenko, og að fylgzt hafi verið með ferðum verk- fræðingsins að staðaldri frá því f apríl sL París, 30. okt. — (NTB) — M I KIL L vandi steðjar nú að frönsku stjórninni vegna verk- falla, sem opinberir starfsmenn og verkamenn við ríkisrekin iðju ver hafa boðað. Ymsir starfsmenn ráðuneyt- anna og rikisbankans hófu í dag 24 stunda verkfall, og starfsmenn annarra banka hafa boðað verk- fall á morgun. Á næstunni er boðað til enn umfangsmeiri verkfalla. Hafa tii dæmis starfsmenn gas- og raf- orkuvera boðað verkfall hinn 6. nóvember, og er búizt við að það verkfall bitni á öllum raf- magnsnotendum. Háskólakennarar og nemend- ur hafa einnig boðað verkfalL og á það að hefjast 26. næsta mán- aðar. Er það gert til að mót- mæla þrengslum í skólastofum, ónógum vinnustofum og fyrir- lestrarsölum o.fl. Þá gætir og mikillar óánægju meðal verka- lýðsfélaganna, sem krefjast hærri launa vegna hækkaðs verðlags. valið læknadeildina. Og'hvar á að ná í verkfræðingana? Iðnaður er samt sem áður undirstaða velmegunarinnar í borginni Casablanca, sem birt ist í mynd hvítra skýjakljúfa, en hann er einnig óbein orsök hinna illræmdu fátækra- hverfa, bajði þar og í Rábat. Menn hugga sig við að sjá megi þáð svartara í öðrum löndum. Þá er ekki auðveldara að venja sig við þann fjölda at- vinnulausra og sjúkra manna, sem maður sér. í þeim hluta Casablanca, sem nefndur er Medina, þ. e. í arabiska hlut- anum, sátu 14 menn í hnapp og vögguðu sér- í takt við ölmusuáköll „foringjans". — Þeir voru allir blindir. Augn- veikin „trac'homa“, hinn klass íski refsivöndur mannkindar- innar, er illvíg í Marokkó. í skauti foringjans lá messing- bakki með nokkrum pening- um á. (Maður uppgötvar þó fljótt góðan vilja Arabanna til að hjálpa náunganum, en það er ein af fimm grundvallar- skyldunum; sem settar eru fram í Kóraninum). Hjúkrunarstarfsemi fyrir hina efnalitlu hefur smátt og smátt verið komið á. En mik- ið starf er fyrir höndum: Malaría, berklar og „ef þú ert ekki líkþrár á jörðinni, þá verður þú það á himnum", — segir máltæki nokkurL Opiumkrárnar, og sérstak- lega hashis-reykingar, sem eru jafnvel útbreiddar meðal barnanna, er einasta líkn margra, þar til himnaríkissæl- an tekur við. Andstæðurnar milli Araba og Gyðinga eru álíka skarpar og í öðrum arabiskum lönd- um. Helmingurinn af hinum rúmlega 200,000 Gyðingum, sem bjuggu í Marokko, hefur flutt til ísrael síðustu árin. í arabiskri búð í hinum ara- biska hluta Rabat, sést ekki lengur mynd af Hassan II. eða Muhammed V., hinum látna og vinsæla konungi. Þess i stað hangir þar — er manni að missýnast? — Nei, stór mynd af Adolf Eichmann. Inni í landinu og á eyði- mörkinni að baki hinna 4000 metra háu snjóklæddu Atlas fjalla, sjást ekki einu sinni hin ljótu, rauðu Coco-Cola- skilti, sem ella eru alls staðar nálæg. Vegaleiðarvísar og götuskilti, bæði fyrir Araba og frönskumælandi menn, eru hér eingöngu á arabisku. í þessum hluta Marokko ríkja miðaldirnar enn ósnortnar. Hin kastalalöguðu sveitaþorp, sem reist eru af stórfenglegri byggingarlist, eru oft þétt sett, stundum kannski 5 á kíló- metra. Líftaug þeirra er oft ekki annað en lækur, sem rennur — á óskiljanlegan rátt að því er manni virðist — frá Atlasfjöllum, nokkur hundr- uð km. í átt til Sahara, þar til hinn sterki hiti og eyði- mörkin koma honum að lok- um fyrir kattarnef. Sums staðar hefur náttúran af duttlungasemi sinni mynd- að vin í eyðimörkina, og er það lúxus, þar sem þeir efn- aðri eiga 3—4 döðlupálma, og hefur fjölskyldan lifibrauð sitt af því. Hvergi liggja bæirnir þétt- ar en í dalnum við Ait-Ben- haddu („hið brúna land, sem ekki grænkar“). Þarna býr landið yfir villtri, litríkri feg- urð, sem maður sér tæpast á nokkrum öðrum stað. En það er hvergi eitt stingandi strá, ekkert grænt. Franciscusmunkur, sem ég fylgdist með á hjúkrunarferð, skýrði það svo, að ekki hefði rignt þarna þrjú ár. Hann benti á heiðan himininn. En á hverju lifði allt fólkið? Ég hefi verið hér í 18 ár, sagði hann, og á hverjum degi hef ég spurt sjálfan mig þessarar sömu spurningar. Fólkið eignast tíu börn og vonar, að a.m.k. eitt þeirra fái haldið lífi. — Það er þá svo sem ekkert undur, þótt hinar snotru prjónahúfur — ágæta vandaðar að gerð, eins og allt annað í Marokko — fáist keyptar fyrir áttatíu aura. Innan mjög fárra ára mun erlendur ferðSmannastraumur streyma yfir þetta ákaflega lokkandi land, Marokko. Það er ekki langt að hoppa þang- að frá Mallorka. Hinir fjórir, keisaralegu bæir," F’es og Mekn’es, Rabat og Marrakech er hver fyrir sig sérstakur heimur, þar sem hægt er að ná pálmum, eyðimörk og snjó á sömu myndina, og ekki má gleyma slöngutemjurun- um né trúðunum. En maður verður að flýtá sér. Atlasfjöllin standa kyrr, en þegar er byrjað að kalla fólk til bæna gegnum hátalara. Konur hjúpaðar „djellaba“ japla tyggigúmmí og „I love Paris“ heyrist glymja í trans- istor-útvarpstæki, senv tveir menn ríðandi á litlum asna eru með í fórum sínum. Rót- tækasta byltingin er þegar að verki: Eftir þrettán aldir eru konur hins arabiska heims að varpa af sér slæðunni. For- ingi frelsisbaráttu hinna ara- bisku kvenna er marokk- anska prinsessan Lalla Aisha. Hinn vandlætingasami vörður þess er lýtur að siðvenjum Múhameðstrúarmanna, Al- Aazhar háskólinn i Kairó, veitti fyrir nokkrum mánuð- um konum aðgang að skólan- um. Konur hafa nú kosningarétt í Marokko, og heldri konur sjást nú í bikinifötum á bað- ströndunum. Þó er enn al- gengast að sjá karlmanninn ríðandi á asna en konuna bera vatnskrukku á eftir honum. Eða svo maður taki dæmi, sem enskur málfræðingur sagði mér frá: í hinum franska hluta borg- arinnar F’és, rakst hann á fyr- irtæki, sem nefnist: Elle et Lúi, þ.e. Hún og Hann. Fyrir neðan er letrað á arabisku: Huwa u Hiyya, Hann og Hún. Þjóðfélagsleg aðstaða borg- aranna er ekki góð í Marokko, þótt hún virðist ekki eins von- laus eins og á Spáni og í Portú gal, þar sem hin pólitíska harð stjórn gerir líf fólksins beiskjublandið. Skyldu öll þessi tötralegu marokkönsku börn, með bólg- in augu, sem safnast brosandi og full trúnaðartrausts í kring um ferðamanninn, eiga ham- ingjusama framtíð í vændum í því nýja Marokko, sem nú reynir að festa sig í sessi? Eða — sú spurning er ofar- lega á baugi í dag — verður króftum þjóðarinnar eytt 1 landvinningastyrjöld gegn ná- grannalöndunum — skamm- sýn, endurvakin heimsvalda- stefna — rétt eftir að hafa losað sig undan hinni al- ræmdu, evrópsku nýlendukúg un? — Skyndihap rætti Sjálfstæðisflokksins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.