Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 14
Sunnudagur 5. jan. 1964 MORGUNBLADIÚ Björn læknir Sigurðsson Keflavík i Á MILLI BlÖnduóss og Hvammstaniga eru ekki nema um sextíu kílómetra vegalertgd, á báðum stöðunum hafa lengi verið sjúkrahús með allmikilli aðsókn, enda læknishéruðin stór og fjölmenn, eftir því sem hér gerist. Á þeim rúma aldarfjórð- ungi, sem ég þjónaði Blönduós- héraði, gegndu sama starfi á Hvammstanga fjórir menn, all- ir yngri. en ég, en hver öðrum prýðilegri sem lseknar og menn. Þetta voru þeir Torfi Bjarnason, Björn Sigurðsson, Brynjúlfur Dagsson og Hörður Þorleifsson. Samvinna mín við þá var mjög náin, því að við hjálpuðum hver • ir öðrum á víxl við aðgerðir, sem hver um sig taldi sér einum of- viða eða réttara að fá aðstoð hins við öryggis vegna. Fyrir skömmu sá ég á bak Brynjúlfi Dagssyni í fullum*blóma starfs- sevi sinnar og nú, tæpum hálf- um mánuði fyrir jól, á bak Bimi Sigurðssyni. Einn hluti þess verðs, sem maður verður að gjalda fyrir það að halda fram ævi sinni meira en miðl- ung almannavegar, er að sakna samferðamanna, og eftirsjónin er því meiri sem þeir eru manni yngri og með óeyddara starfs- þreki, að því er maður hélt. Um Björn heitinn Sigurðsson stóð nokkuð sérstaklega á að því leyti, að áhugi hans og æf- ing beindist mest að lyflækning um; og því var varla fram- kvæmd á Hvammstanga í hans tíð nokkur meiri háttar hand- læknisaðgerð svo að við gerð- um hana ekki í félagi. Oft hafði hann eina eða tvær á biðlista í viðbót við þá, sem aðkallandi var, og var ég þá stundum næt- ursakir á heimili hans, a.m.k. þegar ég hafði sjálfur aðstoðar- • lækni og gat því verið áhyggju- laus að heiman til næsta dags. Kona mín fylgdi mér oft á þess- um ferðum, því að læknisfrúin ' á Hvammstanga var skyld henni í báðar ættir og frændsemin með þeim góð. Björn var maður fá- skiptinn fram yfir umgengni við sjúklinga sína og mátti jafnvel heiÆa ómannblendinn, en tröll- tryggur vinum sínum, hlýr í við- móti og með notalega kímnigáfu. Svo fór vel á með okkur, að hann vildi fá mig til að ganga í félagsskap við sig, er hann fluttist til Keflavikur og lagði að mér um það, eftir að hann kynntist af eigin raun starfs- möguleikunum þar. Hugur minn stóð alltaf nokkuð þangað suð- ur frá því að ég gekk í gegnum mína eldvígslu þar sem ungur maður í spænsku veikinni, og betri starfsfélaga en Bjöm gat ég ekki hugsað mér. Ég hefði því sennilega horfið að þessu ráði fyrir 15—18 ámm síðan, ef ég hefði ekki átt óleyst verkefnr nyrðra, í fæðingarhéraði mínu, sem ég hafði ásett mér að inna af höndum áður en ég legði ár ar í bát. í raun og veru hefur mér alltaf fundizt það fyrirkomu lag bezt á læknisstarfi, að tveir eða fleiri ynnu algerlega sam- an, þar sem starfssvið er nægi- legt, í stað þess að hokra hver út af fyrir sig, og skipta þá með sér verkum eftir áhugaefnum og sérþjálfun, þótt hver þeirra hefði sérstaka trúnaðarafstöðu gagn- vart þeim sjúklingum, sem þess óskuðu. Um þetta ræddum við » Björn heitinn oft, og þótt ekki yrði úr því að við kæmum því í framkvæmd, má af þessu marka, hversu mikils ég mat þennan . starfsbróður minn, sem var allmiklu yngri að árum, enda hygg ég, að fáir hafi kynnzt betur mannkostum þessa dula og prúða drengs en ég. Bjöm heitinn var af ágætu bergi brotinn. Faðir hans var Sigurður brunamálastjóri Reykjavík, Björnssonar bónda á Tjöm í Nesjum, er var sonur hins vitra sveitarhöfðingja Sig- urðar Árnasonair eldra í Höfn- um á Skaga, en hann var af þeirri grein Geitaskarðsættar, sem tengd var Syðri-Ey á Skaga strönd. Móðir Bjöm læknis var Snjólaug dóttir Sigurjóns Jóhann essonar á Laxamýri, en systir Jóhanns skálds. Ættarmót ém þar sterk á báðar hliðar, en Bjöm liktist að ytra útliti öllú meir í móðurætt. Hann fæddist í Reykjavík 4. júní 1911 og var >ví aðeins 52 ára, er hann lézt, þann 12. des. 1963. Stúdentspróf tók hanri 1930 og læknapróf 1936 hvorttveggja með I. einkunn stundaði síðan framhaldsnám á ýmsum spítölum í Danmörku, þar til honum var veitt Hvamms tangahérað 3. apríl 1939. Frá ársbyrjun 1945 var hann starf- andi læknir í Keflavík, en sigldi til frekara framhaldsnáms til Edinborgar 1952 og stundaði það í heilt ár, enda fékk hann að því loknu viðurkenningu sem sérfræðingur í lyflækningum og var þá um nokkra mánaða skeið staðgöngumaður á lyfjadeild Landspítalans. Aftur sigldi hann til Edinborgar 1959 og dvaldist þar í 3—4 mánuði. Hann var því mjög vel menntaður í sinni grein og naut mikillar aðsóknar. Hann var mjög samvizkusamur lækn- ir, laus við allt augl ýsingaskrum og lítt gefinn fyrir að berast á, en var hagsýnn fjárgæzlumaður og kom sér fljótlega upp í Kefla- vík mjög myndarlegu húsi fyrir heimili sitt og lækningastofur. Fyrir nokkrum mánuðum fékk hann aðkenningu af kranzæða- stíflu, en gat ekki unnt sér neinnar hvíldar síðastliðið sum- air, því að staðgengil var ekki að fá. Dauða hans bar að með þeim hætti, að hann hné örend- Ur í viðtalstíma sínum og er það að vísu fagur dauðdagi fyrir lækni. Björn heitinn kvæntist 7. marz skólasystur sinni og samstúdent, Sólveigu Sigurbjömsdóttur Þor- kelssonar, kaupmanns og síðar forstjóra kirkjugarðanna í Reykjavík. Mun hugur þeirna beggja hafa snemma hnigið að því ráði, og varð sambúð þeirra ástúðleg, enda bæði valmenni. Fjögur eru böm þeirra: Gróa Hjördís, kandidat í bókfræðum frá Oslóarháskóla og vinnur við Alþýðubókasafnið, Sigurður, kandidat í læknisfræði síðastlið- ið vor og vinnur nú é Rannsókna stofu Háskólans, Elín Þórdís, námsmey í Menntaskólanum í Reykjavík, og Sigurbjörn, sem nú er 10 ára. Þau systkinin eru vel að heiman búin að erfðakost- um og uppeldi og virðast líkleg til að sýna það. Björn heitinn var því lánsamur, bæði í starfi sínu og heimilislífi, og er þá síð- ur um að sakast, þótt ár hans yrðu færri en aðstandendur hans og vinir hefðu fegnir viljað. Hann dó meðan hver starfsdag- ur hélt sínu fulla gengi, en lifði ekki gengisfall ellinnar, og er þá vandséð, hver ber mestan hlut frá borði, þegar lagðar eru upp árar og leitað hafnar. Aldréi ræddi ég beinlínis um þá land- töku við Björn, því að enginn skyldi að fyrra bragði brjóta upp á einkamálum við dulan vin sinn og sjálfur gerði ég ráð fyr- ir því, að ég stæði á ströndinni og tæki á móti honum, en ekki hann á móti mér. Á heimili þeirra Björns heit- ins og frú Sólveigar andaði allt- af á móti manni ljúfum blæ kyrrlátrar gleði og innra sam- ræmis, enda hafði húsfreyjan lagt í búið heimanmund, sem hvorki grandar ryð né mölur, og reglusemi húsbóndans ríkti þar eins og í öllu starfi hans. Hjá honum fór saman prúð- mennska og skapfesta, en sam- vizkusemi hans vsir slík, að hann var vakinn og sofinn í starfi sínu án þess að gæta þess, hvað starfskraftar hans sjálfs þyldu. I>ar er maður heill í skapi af heimi farinn. P.V.G. Kolka Mjök erum tregt tungu at hræra eða loptvætt ljóðpundara; esa nú vænligt of Viðurs þýfi né hógdræt ór hugar fylgsnL Þannig mun mörgum hafa orð ið við sem Agli, er þeir, mjög svo óvænt, heyrðu lát Björns Sigurðssonar, læknis, í Keflavík, þann 12. des. s.l. Það má með sanni segja, að okkur er í flestum tilfellum hul- ið, hvað í annars ranni býr. Svo mun einnig hafa verið, varð andi Bjöm lækni. Hann var lít- ið fyrir að flíka tilfinningum sínum við aðra, og munu því fáir hafa rennt grun í, að hann gengi ekki dag hvem heill til skógar. Sjálfur mun hann ekki hafa gefið sér tóm til að sinna sjálfum sér, þegar hann vissi, að leysa þurfti annarra vanda. Þannig er oft um kjarkmenni. Það er nokkuð erfitt fyrir okk- ur skólasystkin Björns að verða að sætta okkur við, að hann sé horfinn úr hópn- um. En um það þýðir ekki að fást. Hann er nú kominn á undan okkur hinum, til að kanna hið óþekkta en óumflýj- anlega. Bjartar minningar um góðan skólabróður og félaga verður alltaf í hugum okkar, þegar hans verður minnst. Björn vár sérlega fríður mað- ur og prúður í allri framkomu en mjög svo hlédrægur. Ekki var það þó af því, að hann stæði ekki vel fyrir sínu í hverju sem var. Hann var á yngri árum góður íþróttamiaður og gaf sig einkum að knattspymu, enda var hann lengi einn af beztu knattspyrnumönnum Vals, á meðan hann stundaði þá íþrótt. — Hann var góður námsmaður og staðfastur við hvað eina, er hann tók sér fyrir hendur. Að loknu háskólanámi hér við Háskólann í febrúar 1936, fór hann til Kaupmannahafnar til framhaldsnáms og dvaldi þar rúm þrjú ár á ýmsum spítala- deildum, til þess að öðlast sem bezta alhliða þekkingu. Hugur hans stefndi að því að verða góður héraðslæknir, enda miun hann, að loknu þessu námi, hafa haft til að bera óvenju staðgóða þekkingu. Bjöm fékk veitingu fyrir Mið- fjarðarhéraði í apríl 1939 og gegndi því fram á árið 1944, að hann brá á það ráð, að flytjast til Keflavíkur og gerast þar Sjúkrasamlagslæknir. Því starfi gegndi hann svo til dauðadags. Á þeim ámm, sem hann stund- aði læknisstörf í Keflavík, fór hanrn nokknxm sinnum til fram haldsnáms til útlanda. Á tíma- bili vann hann sem deildarlækn- ir á lyfjadeild Landsspítalans Árið 1953 varð hann sérfræðing- ur í lyflæknisfræði. Eins og að framan er getið var Björn mjög hlédrægur og gaf sig lítt að opinbemm mál- um. Ekki kom það þó af því, að hann bæri ekki gott skyn á hvert mál heldur hinu, að hann helgaði læknisþjónustunni ó- skifta starfsorku sína og stund- aði lækningastörfin með þeirri festu og skyldurækni, sem hon- um var eiginleg. Björn var fæddur 4. júní 1911, sonur Sigurðar Björnssonar frvi bmnamálastjóra og konu hans Snjólaugar Sigurjónsdóttur Jó- hannessonar frá Laxamýri. Hann kvæntist 7. marz 1936 bekkjarsystur sinni, Sólveigu Sigurbjörnsdóttur kaupm. Þor- kelssonar í Reykjavík. Þau eign uðust fjögur efnileg börn. Þau em: Gróa Hjördís Sigurður læknir Elín Þórdís og Sigurbjörn. íslenzk læknastétt hefur misst drenglundaðan ágætismann, sem hélt uppi merki hennar til síðasta dags. Það, að falla í val- inn í starfi, er miðar að heill og heilbrigði meðborgara sinna, er vissulega manngildi Björns sam- boðið. Eiginkona og börnin hafa mik- ils misst við fráfall þessa mæta manns, og megna fátækleg orð þar lítið um að bæta. Hann er kvaddur af öllum þeim, er höfðu af honum kynni og nutu starfskrafta hans, með virðingu og þökk. Þórarinn Sveinsson. EFTIRFARANDI skiptingarspil var spilað í leik milli Bandaríkj- anna og Frakklands í heims- meistarakeppni. Vakti spil þetta mikla athygli, ekki þó fyrir árangur, heldur fyrir hættur, sem leyndust fyrir spilurunum. A Á 10 6 4 3 2 V K 9 4 3 2 ♦ G9 A 8 V D 8 ♦ ÁK63 * Á D G 6 5 3 ♦ — A — V 10 6 ♦ D 7 5 4 2 ♦ K 10 8 7 4 2 OKKAR A MILLI SAGT BANDARÍSKIR sálfræðingar ræða(| nú sín á milli um ,hálfa menn“ en svo nefna þeir vissan hluta \ bandarískra kaupsýslumanna. Þess J ir „hálfu menn“ eru einstakling- ' ar, sem drekka sig aldrei veru- lega fulla í þeim fjölda sam- kvæma, sem þeir sækja. Þó drekka \ þeir nóg til þess að þeir geta ( ekki unnið nema hálft starf dag- ] inn eftir vegna timburmanna og { þriggja glasa af víni s«m þeir i drekka til þess að rétta sig af.' XXX MAO Tse Tung j hafa nú bætzt ný- ' tr bandamenn f i! deilunn! við Sovét T ríkin. Kommúnista ( flokkur smáríkis- /l ins San Marino ' lýsti fyrir skömmu ( fullum stuðningi j við stefnu félag- ' anna í Kfna. Félag- { ar f kommúntsta- , Lflokki San Marino | eru 1600. x x EINKALEYNILÖGREGLUMENN hafa nóg að starfa f London um þessar mundir því að aldrei hafa fleiri eiginkonur leigt þá til þess að njósna um menn sína. Einn frægasti þessara leynilögreglu- manna er Peter Merken fyrrv. starfsmaður leyniþjónustu Hitlers, sem nú er kvæntur brezkri konu. Þegar Merken hóf starfseml sína í London fyrir fjórum árum, hafði hann eina skrifstofu, einn síma, eina bifreið og einn aðstoðarmann. Nú hefur umsetningin þrefaldazt. Merken segist þakka þennan góða árangur því, að of marg&r konur horfi of mikið á sjónvarp. „Fyrir nokkrum árum hefði venjulegri húsmóður aldrei látið sér detta í hug að ráða leynilögreglumann," segir Merken, en nú hafa þær séð það gert hundrað sinnum í sjónvarpi. 60% viðskiptavina minna eru konur.‘ Merken notar mjög fullkomln tæki við eftirgrennslanir sínar og tekur nú um 1500 fsl. kr. á dag fyrir að njósna um eiginmenn. j XXX Önnur atvinnugrein hefur hlómg azt í Englandi að undanförnu en það er framleiðsla þoku f niður- suðudósum. Það er eitt fyrirtæki sem hefur einkaleyfi á framleiðslu þessari en forstjóri þess fékk þá hugmynd að selja Englendingum, sem væru á förum til útlanda, þoku í dósum sem meðal við heimþrá. Taldi hann fullvíst að heimþránni ylli fyrst og fremst eftirsjá eftir hinni óviðjafnan- legu Lundúnaþoku. Fyrir tilstilli þessa framkvæmdamanni þurfa Englendingar erlendis nú ekki annað en taka sér upptakara f hönd og opna dós, þegar heim- þráin ætlar að yfirbuga þá. Upp úr dósinni líður hnausþykk Lund- únaþoka. Á . dósunum stendur „Fresh London fog“ eða „Ný Lundúnaþoka.*4 XXX ♦ KDG975 VÁG75 ♦ 10 8 ♦ 9 Sagnir gengu þannig: Austur Suður Vestur Norður Schenken Bacherich Leventritt Ghest. pass 1 spaði 2 lauf 2 tiglar 5 lauf pass pass 5 spaðar pass pass dobl. pass 6 lauf pass pass 6 spaðar pass pass dobl. Allir pass Spilið varð' 2 niður, þar sem A.— V. tóku í byrjun 2 slagi á tigul og fengu þar að auki slag á hjarta, því sagnhafi svínaði hjartanu. Á hinu borðinu gengu sagnir þannig: Austur Suður Vestur Norður Trézel Gerber LeDentu Hodge pass 1 spaði 2 grönd 3 hjörtu pass 4 hjörtu 5 lauf 5 spaðar 6 lauf dobl pass 6 spaðar 7 lauf dobl Allir pass Einnig á þessu borði varð spil- ið 2 niður og Bandaríkjamenn- irnir græddu samtals 600 á báð- um borðum eða 12 stig. Skemmtilegt er að athuga hvaða möguleikar eru fyrir hendi og hvernig þessum frægu spilur- um tekst til í þessu óvenjulega spili. HIN fræga leikkona Brigitte Bar- dot hefur lengi verið orðuS við franska leikarann Saml Frey. Þó að öðruhvoru komist á kreik orð rómur um vinslit þeirra sýnir eftir farandi saga að Sami er enn trygg ur aðdáandi Brigitte: — Fyrir | skömmu pantaði Sami beztn stúku , | í leikhúsi einu í París fyrir Bri- gitte, en þar átti að frumsýna 1 leikrit eftir Paul Claudel. Sami | leikur í leikritinu. Þegar sýning- in var# um það bil að hef jast, var ! Brigitte ókomin og á síðustu ( stundu var André Malraux, menn ingarmálaráðherra Frakka, afhent | stúka hennar. Þegar sýningin var á enda kom þjónn með stóran ' rósavönd, sem hann rétti Malraux. Við vöndinn var fest spjald, sem á var ritað: „Til Brigitte með L ástarkveðjum, Sami.M Malraux fór 7 heim með blómin og spjaldlð. \ okkar á milli sagt ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.