Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 25
f Sunnu<Jagur 5. jan. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 25 M&mæ ' v"" ' ■*•""* wy^iggyjgg '~wx Sýnishorn þriggja ættflokka Sómaii-hermaður, Kikuyu-dansari og ungiingur af Masai- ættflokkinum. Kenyatta I Framh. af bls. 19 menn drepnir. 32 hvítir borg- arar, 57 hermenn og 1740 Af- ríkumenm voru á sama tíma drepnir af Mau Mau. Eftir að neyðarástandi hafði verið lýst yfir var Kenyatta handtekinn ásamt fimm öðr- um leiðtogum K.A.U. og 8. apríl 1953 var Kenyatta daemdur til sjö ár hegnirigar- vinnu. Formaður flokksins varð í hans stað Walter Odde af Luo-ættflokknum, en ekki leið á löngu áður en einnig hann og stuðningsmenn hans höfðu verið handteknir og flokkurinn bannaður. ★ ★ ★ Opinber stjórnmálastarf- semi blökkumanna hófst ekki að nýju fyrr en 1956. Þá var Kenya sett ný stjórnarskrá, er ætlaði blökkumönnum átta sæti á löggjafarþinginu. Jafn- framt var þeim leyft að stofna stjórnmálaflokka fyrir hvert hérað um sig, en heildarsam- tökum máttu þeir ekki koma á fót. í>á kom fram í Nairobi hinn ungi verkalýðsleiðtogi Tom Mboya, er þá var 26 ára að aldri, — og er nú ásamt Odinga nánasti samstarfsmað- ur Kenyatta og hlaut embættí. dómsmálaráðherra í nýju stjórninni. Mboya stofnaði flokkinn „People Convention Party“ í Nairobi og óx skjótt fylgi, einkum meðal yngri kynslóðarinnar. Árið 1958 hófu fulltrúar Af- ríkumanna á löggjafarþing- inu baráttu fyrir því, að Kenyatta yrði leystur úr haldi og héldu því óspart fram, að hann væri sjálfkjör- inn leiðtogi innfæddra. í apríl 1959 var Kenyatta fluttur úr fangelsi til Lodwar í Norð- austur héraðinu, en kröifum um, að hann yrði skilyrðis- laust látinn laus, linnti ekki. í janúar 1960 var haldin í London ráðstefna um gerð nýrrar stjórnarskrár fyrir Kenya, en þar var þegar til kom, meira rætt um frelsun Kenyatta en stjórnarskrá Kenya. 1 marz sama ár var stofnaður stjórnmálaflokkur- inn Kenya African National Union og Kenyatta kjörinn forseti hans. Landstjóri Ke- nya svaraði stofnun flokksins með því að neita að skrá hann sem löglegan og neitaði jafn- framt öllum kröfum um að láta Kenyatta lausan. Síðar var flokkurinn skráður undir forsæti James Gichuru, er lýsti þó yfir eindregnum stuðningi við Kenyatta og kvaðst mundu láta af for- mennsku jafnskjótt og hann yrði laus úr haldi. í febrúar 1961 fór fram al- mennar kosningar í Kenya, samkvæmt nýrri stjórnarskrá, er gerði ráð fyrir meirihluta Afríkumanna á löggjafarþing- inu. Úrslit urðu þau, að KANU fékk 18 þingsæti — 467.472 atkvæði, en KADU — Kenya African Democrativ Union, — er skipaður var leiðtogum hinna minni ætt- flokka landsins — ellefu þing- sæti, 142.580 atkvæði. Var þá að KANU komið að mynda heimstjórn, en leiðtogar flokksins gerðu frelsun Keny- atta að skilyrði fyrir stjóm- armyndun. 2. marz tilkynnti brezka stjórnin, að Kenyatta yrði fluttur frá Lodwar til Maralal og þar hélt hann sinn fyrsta fund með fréttamönn- um 11. april 1961. í>ar for- dæmdi hann harðlega ofbeldi og eiðtökur Mau Mau-manna og leiðtoga þeirrar hreyfing- ar. (Hann hefur nú heitið þeim griðum). Jafnframt lýsti Kenyatta því yfir að fengi Ke- nya sjálfstæði þyrftu Evrópu- menn ekki að óttast ofsóknir. Þeir gætu átt sinn samastað í Kenya framtíðarinnar, svo fremi, sem þeir kæmu fram eins og venjulegir borgarar — og bændur gætu verið óhultir á búum sínum, svo fremi sem þeir rækju þau vel. Um miðjan ágúst var Kenyatta látinn laus, en Blökkustúlkur við nám í verkfræðiskóla Kenya. bannað að taka sæti á þingi á þeirri forsendu, að hann hefði verið í fangelsi í meira en tvö ár. ★ ★ ★ Eftir að Kenyatta var laus tók að bera meira á deilu flokkanna KANU og KADU og valdabaráttu innan KANU, en þar kepptu þeir um völd- in Tom Mboya og Odinga. Mboya er sagður fylgjandi nánari tengzlum við vestræn ríki Evrópu en Odinga er öllu vinveittari ríkjum Austursins og hefur þegið fjárstyrk frá Rússum og Kínverjum. En þeir eru þó sammála í því að í Kenya skuli ríkja sterk mið- stjórn, þar sem leiðtogar KADU vilja hins vegar veru- lega sjálfstjórn einstakra hér- aða landsins. Hafa þeir varað við því, að Kenya geti orðið annað Kongó að fengnu sjálf- stæði. Kenyatta tók við forsæti KANU flokksins 28. október 1961 og 6. nóvember sama ár fór hann ásarnt nokkrum fylgismönnum sínum til London og lagði fram kröfu um sjálfstæði fyrir Kenya eigi síðar en í febrúar 1962. Viðræðurnar 1 London fóru Kenyatta mjög í hag. Af hálfu brezku stjórnar- innar og hvítra ibúa Kenya kemur yfirleitt fram bjart- sýni um framtíð Kenya og trú á að Kenyatta sé full alvara, þegar hann fullyrðir, að ekki verði gengið á hlut Evrópumanna. Við undirbún- ing sjálfstæðis landsins hefur hann komið fram með meiri sanngirni og skynsamlegu raunsæi en menn bjuggust við. Kjörorð hans er ekki lengur „Uhuru“, (Frelsi) heldur „Uhuru na Moja“, og „Harambee" — (frelsi og eining — og hefjumst handa). Kenyatta gerir sér fulla grein fyrir mikilvægi þess, að hvítu bændurnir verði kyrr- ir, þeir framleiða 75% af út- flutningi Kenya á landbún- aðarafurðum, sem er grund- völlur efnahagslífs landsins. En bændurnir hafa yfirgefið landið umvörpum á síðustu mánuðum, stundum allt að 600 á mánuði, — og Asíu- menn, sem einkum hafa stundað verzlun og iðnað, hafa staðið í löngum biðröð- um í Nairobi, til að sækja sérstök vegabréf er gera þeim kleift, að fara úr landi á svipstundu, ef til vandræða horfir. Haft er eftir einum forystu- manni hvítra bænda, að þeir efi ekki að Kenyatta sé full alvara þá stund, er hann hvetur þá til að vera um kyrrt og fullvissar þá um góðan samstarfs vil j a. — En þeir óttist, að komi til átaka í landinu eða glundroði skap- ist í efnahagslífinu, kunni Kenyatta að freistast til þess að varpa sökinni á herðar hinna aðfluttu. Þegar Kenyatta er ekki á skrifstofu sinni í Nairobi, eða við önnur störf í borginni, dvelst hann jafnan ásamt ungri konu sinni, — hinni fjórðu í röðinni — á búgarði sínum þar skammt frá, þar sem hann hefur útsýn til fjallsins mikla, Kenya. Þar unir hann sér bezt við bú- skap og bókalestur. Hann er við hestaheilsu, státar af því að vera jafnoki fertugs manns — um aldur sinn fullyrðir hann aldrei neitt, en bendir á að elzta barn hans sé nú 45 ára að aldri — hve mörg hann á hefur hann ekki hug- mynd um. Páll Árnason, velstjóri Á MORGUN; er ég kveð vin minn Pál Árnason, vélstjóra, verður huganum ósjálfrátt reik- að tiil okkar fyrstu kynna fyrir rumum tíu árum síðan, en þá innrituðumst við báðir í Vélskól ann í Reykjavík. Páll var fædd- ur í Reykjaví'k 9. nóv. 1930 og því aðeins þrjátiu og þriggja ára, þegar hann svo skyndilega var tekinn frá okkur. Hann var sonur hjónanna Þóru Eiriks- dóttur og Árna Pálssonar húsa- smiíðameistara, og var hann þeirra elzta barn af sjö börnum. Þau eignuðust þrjár telpur og fjóra drengi, og eru drengirnir aOlir látnir. Páill hóf un-gur nám í vélvirkj- un í Landissmiðjunni í Reykja- vík. Snemma varð hann hagleiiks rnaður hinn mesti og lék bók- staflega flest í hendi hans enda lauk hann prófi með miklum ágætum. Hann innritaðist eins og fyrr segir í Vélskólann haustið 1954, o? var hann einn aif yngstu nem endum skólans. Þar kom það einnig fram hve mikill hagleiks- maður hann var. Hann átt mjög gott með að læra og tók námið létt en útskrifaðist með hæstu eirukunnir. Að loknu námi í Vélskólanum réðist hann tiO Eimskipafélags Tslands og var þar starfandi vél- stjóri um átta ára skeið. Hann hafði sett takmarkið hærra og stefndi að þvi að stofna sitt eigið fyrirtæki sem hann og gerði, og rak um tveggja ára skeið, unz hann lézt á verkstæði sínu föstudaginn 27. des. s.l. Árið 1954 gekk Páll að eiga eftirlifandi konu sína Elínu Sæ- mundsdóttur frá Norðfirði og stofnuðu þau yndislegt heimili, enda var sambúð þeirra hin far- sælasta og eignuðust þau tvær dætur. Dreng hafði hann eign- ast fyrir hjónaband. Páll varð fyrir því slysi fyrir fjórum árum, að æð sprakk í maga hans og var hann fluttur nær dauða en lífi á sjúkrahús og lá þar lengi til lækninga, og er mér kunnugt um það að hann náði sér aldrei fullkomlega eftir það. Páll var hið mesta prúðmenni í eðli sínu. Hann var fríður sýn- um, tápmikill, söngmaður góður, hrókur alls fagnaðar í vinahópi. Skapmikill gat hann verið, hélt faist við sínar skoðanir og ákveð- inn, ef hann vildi það við hafa, en aldrei ósanngjarn. Þegar Páll er nú kvaddur er margs að minnast frá skólaárum og þeim stundum, er við áttum saman eftir skólann, þótt ekki séu raktar hér persónulegar minningar okkar. Vinfesta hans og tryggð verður okkur sem hann þekktum ætíð minnisstæð. Mikill harmur er það foreldr- anna að sjá á eftir sínum fjórða syni, en mestur er þó harmur eiginkonu og barna og votta ég þeim mína innilegustu samúðar kveðjur. Birgir Þorvaldsson. ÞEGAR ég heyrði lát Páls, datt mér ósjálfrátt í hug orð snillings- ins Hallgríms Péturssonar: „Inn- sigli öngvir fengu, upp á lífs- stundar bið“. — En Páll lézt við vinnu sína á föstudag milli jóla og nýjárs. Hann var sonur hjónanna Þóru Eiríksdóttur og Árna Pálssonar, byggingarmeist- ara, Hjálmholti 7, hér í bæ, var fæddur 9. dag nóvembermánað- ar 1930. Ungur að árum lærði Páll járnsmíði og siðan útskrifaðist hann frá Vélstjóraskólanum og gerðist vélstjóri á skipum Eim- skipafélags íslands í nokkur ár. Hann stofnaði síðar og vann við eigið fyrirtæki, Vélverk h.f. Að sögn kunnugra sýndi Páll brátt Framhald á bls. 30. — Kjötpólitlk Framh. af bls. 22 að við æskilegar bústærðir, eins og nefndar eru hér að framan, þá þyrftum við til framleiðslu þessa kjötmagns: ingu (rationaliseringu). Hún hef- ur hvatt menn í hundraðatali til að festa fé sitt og binda sig á klafa smábúskapar við hinar verstu framleiðsluaðstæður og, ef ekki vísvitandi þá að minnsta kosti hafandi sterkan grun um Mannsaf- köst á ári Kindakjötsframleiðslan ........ 200 (bændur) Svínakjötsframleiðslan .......... 67 Kjúklingaframleiðlan ............ 10 Eggjaframleiðslan (1800 t.) .... 27 Samtals 304 Fóðurmagn í F. E. 26 millj. F.E. 18 millj. F.E. 15 millj. F.E. 7 millj. F.E. 66 millj. F.E. Á íslandi eru nú um 40 þúsund mjólkandi kýr. Við fullkomnar framleiðsluaðstæður og skyn- væddan rekstur myndu um 800 menn komast yfir hirðingu þess- ara kúa og auk þess framleiðslu nægilegs nautakjöts fyrir þjóð- ina. Sem sagt, um 1100 menn gætu hirt um þann bústofn, sem nægði til að gefa okkur nóg og fjölbreytt kjöt, egg, mjólk, ull og skinnvöru. ★ Oftast veitir það manni nokkra hamingju að bera fram og segja mikilvæg sannindi. í þessu til- viki vekur það mér þó enga gleði. Ég veit það verður örðugt fyrir margan bóndann að lesa þetta, og ýmsir munu berja höfð- inu við steininn. Forysta bænda- stéttarinnar hefur haldið slælega á fræðslumálum hennar hvað við kemur tækniþróun og skynvæð- þá þróun, sem nú er að koma yfir búskap allra landa. Ég er næst- um eini maðurinn í stétt búfræð- inga, sem hef leitazt við að skynja þessa komandi þróun og reynt að skýra hana fyrir mönn- um í ræðum og ritum sl. áratug. Fyrir þessa bersögli og einlægu viðleitni mína hef ég oft fengið átölur frá þeim, sem bændastétt- in treystir bezt til forystu og framgangs í víglínum sínum. Einn af þessum oddvitum bænda- stéttarinnar sagði við mig sl. vor, að ég myndi drepinn, ef ég ritaði og ræddi svo óvarlega um fram- leiðslumál bænda, sem ég hefði tamið mér. Sagðist ég heldur vilja deyja með sæmd og sann- indum en lifa við vansæmd og ó- sannindi. Taldi hinn bezt mundi að lifa. Sjáum hvað setur. Gunnar Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.