Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 28
28 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 5. jan. 1964 GAVIN HQLT: 23 ÍZKUSÝNING — Nú verðurðu að hætta, annars fæ ég höfuðverk. — Það er allt í lagi, fullvissaði ég hana. — Bara formsatriði til þess að sanna, að allir séu sak- lausir. Þeir taka líka fingraför- in mín, af því að ég hef verið að ganga um dyrnar hérna. Nú skal ég sýna yður, hvernig farið er að þessu. Ég lagði spurningu fyrir sér- fræðinginn meðan hann var að taka mín fingraför: — Höfðuð þið nokkuð upp úr handfanginu á hurðinni að utan? — Já heila glás, svaraði hann. Það var fullt af borgum og hring um. — Ég á bogana, sagði ég við hann. — Það er eftirtektarvert, sagði hann. — Þér eruð alveg eins og Crippen. — Jæja, það kostar þig að hafa auga með mér, þegar ég fer að gifta mig. En hvað fannstu á skúffunni í verkstæð- inu? — Nokkra hringi. — En engar tvöfaldar lykkj- ur? — Engar lykkjur. Burchell horði á Sally meðan hennar fingraför voru tekin. Hana lángaði til að neita vend- ingu, en þorði ekki. Hún var óstyrk og klessti farið eftir hægri þumalfingur. í næsta sinn hélt sérfræðingurinn fast um fingurinn meðan hún þrýsti hon um á örkina. Ég gat ekki komið mér niður á því, hvort þetta væri feimni eða hræðsla hjá henni. Ég starði á hárrauðar neglurnar. Þær voru langar og fallegar. Burchell sagði: — Jœl er þarna fyrir utan, Ritzy. Þú ættir að koma með mér. Mig langar að tala við þig. Það langar okkur reyndar alla. Gerið svo vel að bíða hérna, ungfrú Dutton. Ég þarf að spyrja yður dálítið seinna. Úti í ganginum fór ég að hreyfa mótmælum. — Þú hefur spillt draumi fyrir mér, Ted. Eftir tíu mínútur hefði stúlkan verið orðin mjúk eins og lunga. — Það var leiðinlegt, svaraði hann seinlega. — Þið Joel virð- ist halda, að Scotland Yard sé bara útibú frá Saber & Tyler. En þetta er morðmál og við höf- um það til meðferðar. Sally kom að dyrunum og kallaði mig til baka. Burchell hleypti brúnum, en lét það gott heita. _ — Ég hef verið að hugsa, sagði hún. — Og ég var ekki viss um nema ég ætti að segja yður það. — Það get ég ekki sagt um fyrr en ég veit, hvað það er, svaraði ég. — En flýtið yður, ef það er eitthvað áríðandi. — Það er um hann Schluss- berg. Mig langar ekkert til áð koma honum í nein vandræði, en skylda er skylda. Hann var í hræðilegu skapi, þegar hann var að máta loðkápuna á mig. Og var alltaf að nöldra eitthvað um Linu. Hann bölvaði henni og hótaði henni öllu illu. Þegar hann skildi við mig, gekk hann gegn um sikrifstofuna hennar. Það var nokkrum mínútum fyrir fjögur. Henni likaði einhvernveginn ekki, hve rólega ég tók þessu. — Segið mér með hans eigin orðum, hvað hann sagðL — Ég man það ekki svo ná- kvæmlega. Hún hikaði. En mig minnir, að hann segði: „Ein- hvem daginn drep ég kerlingar- íjandann. Ég skal kyrkja hana með þessum tíu fingrum mínum, og hafa ánægju af!“ —- Munið þér nokkuð fleira? — Nei. Ég hlustaði ekkert sér staklega á þetta. Ég á við, að það eru svo margir, sem segjast ætla að drepa þennan eða hinn, eða er það ekki? — Jú, og sumir þeirra gera alvöru úr því, hugsaði ég. — Jæja, gott og vel, ég skal sjá um þetta. — Sjáið þér til- sagði hún og greip í ermina mína. — Ef Benny er í vandræðum, verðið þér að bjarga honum úr þeim. Ég skal hjálpa yður það, sem ég get. — Ég sé yður aftur, lofaði ég. — En þangað til skuluð þér ekki segja neitt við neinn um at- hafnir yðar í gærkvöldi. Ekki, að ég sé neitt hræddur um, að þér gerið það. Ég bjóst við, að hún roðnaði, hopaði á hæl, eða fengi tauga- áfall og greip höndum um höfuð. ið. En hún gerði ekki neitt af þessu heldur horfði bara á mig, eins og hún hefði enga hug- mynd um, hvað ég væri að fara. — í gærkvöldi? sagði hún hissa. Ég gerði ekkert nema hvað ég fór til bans Tom frænda míns. — Það getur verið eins gott og hvað annað, sagði ég. — Kannski lögreglan haldi bara, að þér séuð hún Eva litla. Hún varð að enn stærra spurningarmerki. — Ég hef enga hugmynd um, hvað þér eruð að tala um, sagði hún í mótmælátón. — Það er klessa undir hægra auganu á yður, sagði ég. — Þér ættuð að þurrka hana af. Ég yfirgaf hana. Á leiðinni eftir ganginum hugsaði ég margt. Þetta var allt og klók- legt. Eða kannski var það bara Sally, sem var klók. Ég þekkti hana oflítið, og það var svo margt. sem ég hafði enn ekki rannsakað — til dæmis þetta um kúgun eða fjárkúgun, sem Gussie Ochs hafði látið sér um munn fara, og svo rauðu fing- urna, sem voru að stela blöðum úr skrifborðinu hennar frú Sel- inu, við vasaljós. Ég gat ekki heyrt hraðann í fótatakinu henn ar úti í Dallysstræti. Burchell spurði mig: — Hvað gat hún sagt þér? — Ekkert, sagði ég. — Hún vildi setja mér stefnumót, en ég er bara ráðinn margar vikur fram í tímann. — Það líður ekki á löngu áður en þú verður ráðinn fyrir marga mánuði — fyrir að liggja á mikilsverðum upplýsingum. Bíddu þangað til þær eru orðn ar mikilsverðar, áður en þú ferð að kvarta yfir mér, sagði ég. En ég var stöðugt að brjóta heilann um, hvað hefði getað verið falið í skrifborðinu. Upp lýsingar? Mikilsverðar upplýs- ingar? Selina hafði komizt að einhverju eftir að hún talaði við mig í gærmorgun. Hún hafði náð í eitthvert bréf og læst það niðri í skrifborði. Og einhvernveginn hafði stúlkan komizt að því og farið eftir því. En hversvegna? Svarið kom eins og bergmái af Gussie Ochs. — Fjárkúgun. Chanteuse, hafði Gussie sagt. — Söngkona. Já, bærileg söngkona það! Og svo gat hún teiknað, og vildi verða kvikmyndaleik- kona. Hana skorti ekki fjölhæfn ina hana Sally litlu! XIV. í skrifstofu Selinu var allt óbreytt, en liðsauki, sem komið hafði í viðbót við þá, sem fyrir voru, gerði nokkur þrengsli þarna. Burchell hafði komið með einn eða tvo sálfræðinga, og Joel gerði sitt til að auka á þrengslin með vaxtarlagi sínu. Hinsvegar höfðu nokkrir undir- mennirnir farið, og meðal þeirra Jim Bede — mér til mestu ánægju. Burchell tók nú að reyna að veiða upp úr mér allt, sem ég kynni að vita, og ég sá strax, að ef ég hefði ætlað mér að geyma eitthvað af því til seinni tíma, yrði ég að fela það í sokkn um mínum. Það sem ég var hræddastur um, var að Joel færi að glopra út *úr sér einhverju af nætursamtali okkar um stúlk una, sem brauzt inn. Venjulega er það svo, að ef hann kemst í nánd við Burchell, þá hagar hann sér eins og hann væri enn hjá Scotland Yard sjálfur, og hann er vanur að þráspyrja mig um hvað sem er. En í þetta si-nn stillti hann sig og lofaði mér að ráða mér sjáifum og því sagði ég ekki annað en það, sem mér sjálfum sýndist og ekkert um það, sem ég héldi um Sally, og heldur ekki um- mæli hennar um Schlussberg. Ég var að velta því fyrir mér. hvernig ég gæti sjálfur náð í Schlussberg. Ég gerði mér þegar þá hugmynd, að ég kæmist lengra með Sally en nokkur lögga eða uppgjafalögga, og ég vildi ekki verða fyrir neinum truflunum af hendi Burchells eða Joels. Þegar ég hafði svarað öllum spurningum frjálsmannlega, að því undanteknu, sem ég leyndi, tilkynnti ég, að nú ætl^ði ég út að fá mér einn lítinn. * — Hvað ætlarðu að gera með það? spurði Burchell með tor- tryggnisvip. — O-o, það gæti verið gott að fá einn lítinn, sagði ég vingjarn- lega. Ég hef verið að sveitast hér tímunum saman og er orð- inn skrælþurr. — Þú getur fengið að drekka hérna. — Mér_ líkar ekki þetta „hérna“. Ég vil fá mér að drekka þar sem ég sjálfur vil. Ég er vonandi frjáls borgari. Eða ertu kannski í þann veginn að taka mig fastan? — Það væri ekki svo vitlaust, drafaði Burchell. — Vertu fljót- ur og ég ætla að hugsa um það á meðan. Ef Joel þótti þessi þorsti minn eitthvað grunsamlegur, sagði hann að minnsta kosti ekkert um það. Ég gaf honum augnabend- ingu og hann fór með mér út í ganginn. — Segðu ekkert um stuldinn af skrifborðinu, aðvaraði ég hann. ^ — Ég vil ekki, að neinn. fari að snuðra neitt um það, fyrr en ég er viss í minni sök. — Ég vona, að þú vitir, hvað þú ert að gera, sagði hann. — Já, það geri ég, vertu viss! Gussie Ochs gaf mér heimilis- fang Thelben loðfataverzlunar- innar. Ég var sjö mínútur þang- að í leigubíl, en kom samt tuttugu mínútum of seint. Abe Schlussberg var farinn heim til sín. Ég gerði mig trúanlegan með einhverju blaðri um loðföt, og forstöðukonan gaf mér heim- ilisfang hans í Whiteehepel. Um- ferðin var svo mikil á götun- um á þessum tíma, að ég fór með neðanjarðarlestinni. Abe var enn ekki kominn heim, þegar ég kom heim til hans í Auversstræti. Konan hans sagði mér, að ef til vill væri hann að fá sér hressingu hjá Mike Blum á horninu. Þangað gæti ég farið, eða þá beðið. — En það er meiri eftirspurnin eftir^ Abe, nú orðið, sagði hún. — Ég fer að halda, að ég sé gift einhverjum frægum manni. Hún var lítil og digur með vingjarnlegt og brosandi andlit. Þegar ég fór að spyrja hana, fann ég, að henni hætti dálítið til að ýkja. öll „eftirspurnin“ eftir Abe var ég sjálfur og svo einn annar maður, sem hafði komið tíu mínútum á undan mér, en var nú farinn út til Mike Blum. Stór maður — risi, sagði hún. Stór maður með and- lit eins og á fiski. Þetta var nú ekki mikil lýsing, en mér datt samt strax í hug Mike Bede. Ég bölvaði í hljóði og ákvað að bíða heldur. Frú Schlussberg vísaði mér inn í setustofuna, sem var lítil en yfirfull af stórkarlalegum húsgögnum. Það var líkast þvi, sem húsgögnum úr heilum klúbb hefði verið troðið inn i húsvarðarklefann, en allt var samt hreint og þokkalegt og þarna voru smárásir milli hús- gagnanna, sem hægt var að snigl ast eftir án þess að snúa um of upp á sig. Það þótti mér einna merkilegast. Ég beið og hlustaði á glamur í pottum og pönnum utan úr eld húsinu. Og sterkur ilmur barst til mín. Og svo kom lag eftir Schubert gegn um gufuna af súp unnL Frú Schlussberg hafði prýðilegustu söngrödd, og yfir- leitt var hún glöð og kát og að- laðandi. Svo sló hún yfir í Hugo Wolf úr Schubert. Þarna var heljarmikill bó'ka- skápur við einn vegginn í stof- unni. Ég renndi mér á rönd að honum og fór að skoða. Heine, Goefche, Max Nordau, Karl Marx, Edgar Rice Burroughs. Ég sneri aftur til stólsins og beið enn góða stund. Ég var óþolinmóður, því að ég þurfti að komast^ sem fyrst aftur til Cli- baud. Ég var að því kominn að fara til Blum og gera enda á málfundinum þar, þegar Abe kom heim. Hann skellti útihurð- inni og stikaði inn í eldhúsið. Hann heilsaði konu sinni, eins og hann væri að kalla á skip í mílu fjarlægð. Svo var mikið hlegið og síðan hófst samtal á jiddisku, og loks kom Abe stik- andi inn í stofuna. Þetta var stór maður og hressi legur. Hann hafði laglegt og greindarlegt andlit, og gránað hárið reis upp frá vel löguðu enni. Hann hleypti brúnum að mér, er hann kom inn, en þó virtist ekki skína út úr honum nein persónuleg óvild. — Svo að þér komið_ frá Thelby? sagði hann. — Ég er ekkert á móti Thelby, en þetta er bara tilgangslaust. Ég er hætt ur. Ég vinn ekki lengur fyrir þessa hálfvitlausu kerlingu. Þar verða að vera einhver takmörk. Ég segi henni bara meiningu mína, og þó hún svo komi til mín á hnjánum, þá hefur það enga þýðingu. SHUtvarpiö SUNNUDAGURINN 5. janúar. 8.30 Létt morgunlög. 8. Fréttir og útdráttur úr forustu- greinum dagblaöanna. 9.10 VeSurfregnir. 9.20 Morgunhugleiðing um músik: Leifur Þórarinsson kynnir strengjakvartetta Ludwigs van Beethoven. 9.40 Morguntónleikar: a) Strengjakvartett í f-moll op. 96 eftir Beethoven (Amadeus- kvartettinn leikur). b) Rita Streich syngur frægar óperuaríur. c) Píanókonsert i fis-moll op. 20 eftir Skrjabín (Paul Badu- rra-Skoda og Sinfóníuhljóm- sveit Vinarborgar leika; Henry Swaboda stj.). 11.00 Messa í Hallgrímskirkju (Prestur Séra Jakob Jónsson. Örganleik ari: Páll Halldórsson). 12.16 Hádegisútvarp. 14.00 Miðdegistónleikar. a) Forleikur i g-moll fyrir strengjasveit og sembal eftlr Johann Bemhard Bach (Féiag ar i Ríkishljómsveitinnl t Dresden leika; Herbert Coli- iun leikur á sembal og stjórn- ar ílutningi). b) Píanósónata i Es-dúr op. 7t eftir Haydn (Vladimir Horo- witz leikur). c) Frá tónlistahátiðinni i Salz- burg á s.l. sumri: Messa í c-moll fyrir ein- söngvara, kór, hljómsveit og ongel (W139) eftir Mozart (Listaimenn í Salzburg flytja. Stjórnandi: Ernst Hinreiner). 15.30 Kaffitíminn: — (16.00 Veðurfregn ir). a) Hafliði Jónsson leikur á píanó . b) „Dansað í Vinarborg": Max Gregor og hljómsveit hans leika. 16.35 Endurtekið leikrit: .jStúílkarn á svölunum" eftir Eduardo Anton, i þýðingu Árna Guðnasonar og leikstjóm Bald- vins HaUdórssonar (Áður útv. i marz í fyrra). 17.30 Bamatími (Anna Snorradóttir)! a) Leikir og gaman. b) Ljóð og lag litlu barnanna. c) „En hvað það var skrítið", kvæði eftir Pál J. Árdal, lesið af 11 ára telpu. d) Ný framhaldssaga: „Kofl Tómasar frænda" eftir Harr- iet Beecher Stowe, i þýðingu Arnheiðar Sigurðardóttur. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 „Máninn hátt á himni skín". Gömlu lögin sungin og leikin. 19.00 Tilkynningar. 20.00 Einsöngur: Peter Anders syng- 19.30 Fréttir. ur lög úr óperettum. 20.20 Smábæjarbragur. — bernsku- minningar frá Akureyri (Guð- rún Sveinsdóttir). 20.46 „Glaðlyndar stúlkur" ballett- músik eftir Scarlatti-Tomma- sini (Hljómsveitin Philharmonia í Lundúnum leikur; Igor Markevitch stj.). 21.00 „Láttu það bara flakka", —— Þáttur i umsjá Flosa Ólafssonar Meðal efnis er lausnin á gátunni um teboðið örlagaríka. 22.00 Fréttir, veðurfregnir og lýsing á handboltakeppni 22.25 Syngjum og dönsum: Egill Bjarnason rifjar upp íslenzk dægurlög og önnur vinsæl lög. 22.45 Danslög. — 23.30 Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 6. janúar (Þrettándinn) 7:00 Morgunútvarp. 7:30 Fréttir. — Tónleikar 7:50 Morgunleikfiroi 8:00 Bæn — Veðurfregnir. 8:30 Fréttir — Tónleikar. 12:00 Hádegisútvarp. 13.16 Búnaðarþóttur: YfirUt yfir land búnaðaðinn 1963 (Dr. Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri), 13:25 „Við vinnuna": Tónleikar. 14:40 „Við, sem heima sitjum." 15:00 Síðdegisútvarp. (Fréttir og tilk. — Tónleikar — 16:00 Veðurfr.) —Tónleikar — 17.00 Fréttir 17.06 Stund fyrir stofutónlist (Guð- mundur W. Vilhjólmsson). 16.00 Bamatiml í jólalokin (Helga og Hulda Valtýsdætur): Farið á jólatrésskemmtun og slegizt þar í hópinn með öðrum bömum. 19:00 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20.00 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Stjórnandi: Páll Pampicher Pálsson. 20.30 „Svo bregðast krossgötur", þrettándagaman eftir Guðmund Sigurðsson. Músik eftir Jónas Jónasson, sem hefur Jafnframt leikstjóm á hendi. Hljómsveit Magnúsar Péturssonar leikur. 21.30 Útvarpssagan: .BrekkukotsannáU* eftir Haldór Kiljan Laxseæ; XIX. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22.10 Danslög, þ.á.m. leiikur hljónw sveit Hauks Morthens nýrri dans ana, en hljómsveit Þorsteins Eirikssonar hina eldri. Söngv- ari: Jakob Jónssoa. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.