Morgunblaðið - 30.01.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.01.1964, Blaðsíða 24
24. tbl. — Fimmtudagur 3& janúar 1964 BuðingaF Engelbrektsen (t.v.) og Svensgaard (t.h.) ræða við Sigurð H.Egilsson. Agreiningur um Mercedes Benz 220 SE: Bifreiðin flutt af Hverf- isgötu í Mosfellssveit BIFREIÐ Einars Ásmundssonar af Mercedes Benz 220 SE gerð, sem sagt var frá í blaðiríu í gær, var í fyrrakvöld tekin af Hverf isgötu 42 og flutti Vátrygginga- félagið h.f., sem hafði viðgerð ina á henni á hendi, hana í geymslu í Mosfellssveit, þar eð lögreglan vildi losna við hana af götunni. En ágreiningur er svo sem áður er saigt urn það hvort Eimar tekur við bifreiðinni aftur eftir viðgerðina af trygg- ingarfélaginu. Þegar lögreglubifreiðin ók á bíl Einars, fékk hamn annan bíl til notkunar að utan og hefur ekið honum á erlendu númeri síð an og var það látið afskiptalaust meðan hinn .bíllinn væri í við- gerð. Á þriðjudag tók lögreglan svo útlenda númerið, þar eð ekki væri búið að ganga frá eðli legri skráningu. Bjóða aðeins 3 krónur - íslenzkar fyrir fvrsta flokks fisk í Grænlandi Gangur málsirís var sá að dóm kvaddir menn skáru -úr um það, að hægt mundi vera að gera Mereedes Benz bílinn jafngóð- ann, ef ákveðin stykki yrðu sett ný í hann. Og eftir að viðgerð lauk kváðu aðrir tveir menn, dómkvaddir af yfirborgardóm- ara, upp þann úrskurð að bíllinn væri ekki í lakara ástandi en fyrir áreksturirín. Þammig' stendur málið nú* Tryggingafélagið viill afhenda bílinn viðgerðan, en Einar vill ekki taka við honum. Til viðbót ar viðgerðinni missti Einar af- nötarétt af bil sínum í 9 mán- uði og hefur hann failið í verði á þeim tíma. Fuiltrúar Grænlandsverzlunarinnar ræða við íslenzka útgerðarmenn TVEIR FULLTRÚAR Grænlands verzlunarinnar dönsku komu hingað til lands á þriðjudags- kvöld til viðræðna við íslenzka útgerðarmenn og kanna áhuga þeirra á fiskveiðum við Græn- land. Fulltrúarnir eru þeir G. P. Svensgaard, yfirmaðúr framleið- sludeildar Grænlandsverzlunnar- innar, og Norðmaðurinn J. Engel brektsen, fiskimálaráðunautur. Ræddu þeir í gær-m.a. við Sig- urð H. Egilsson, framkvaSmda- stjóra Landsambands ísl. útvegs- manna, en í dag hafa þeir óskað eftir viðtali við Davíð Ólafsson, fiskimálastjóra. Biaðið spurði Sigurð H- Egils- ísinn færist frá E I T T af varðskipum land- helgisgæzlunnar athugaði stöðu ísrandarinnar norðan Islands sl. þriðjudag. Hafði ís- inn þá færzt norður á bóginn og stóð mun norðar en áður, þannig að harín var á þriðju- daginn langt norður af fiski- stöðvum bátanna. son frétta af viðræðunum í gær, og sagði hann að fulltrúarnir hafi aðallega verið að leita upp- lýsinga hjá L.Í.IJ. Grænlands- verzlunin hafi frá 1959 verið að byggja upp fiskiðjuver á Sukker toppen við vesturströnd Græn- lands, og vantaðj nú hráefni. Þegar hefði verið sanjið um kaup' á fiski af norskum og færeyskum fiskiskipum, og nú væru full- trúarnir að kanna möguleika á Því að fá keyptan fisk af íslenzk um bátum. Einnig er um það rætt að íslenzku bátarnir verði að ein- hverju leyti með grænlenzkar áhafnir, svo Grænlendingar gætu kynnt sér starfshætti um borð. Ekki vildi Sigurður skýra frá því hvaða verð væri í boði fyr- ir íslenzka fiskinn, því fulltrú- amir óska eftir að það verði ekki látið uppi að svo stöddu. Hinsvegar sagði Sigurður að sér litist heldur illa á verðhugmynd ir Grænlandsverzlunarinnar, og taldi ekki líklegt að íslending- ar væru fúsir að senda báta sína til Grænlands nema ef veruleg breyting yrði á verðinu. Þeir Svensgard og Engelbrekt- sen vildu lítið um viðræðurnar segja. Tóku þeir fram að hér væri ekki um neina endanlega Samið við sérleyfishafa Eðlilegar ferðir 1 Hafnarfjörð í dag f GÆRKVÖLDI um kl. 23.00 samidist með sérleyfishöfum og bifreiðarstjórum um kjör bif- reiðastjóra á sérleyfisleiðum. Meginatriði samninganna eru þau, að kaup hækikar nú þegar um 15%, eftir- og næturvinna verður greiddur með 60 og 100% álagi, bifreiðastjóarar, sem starf- að hafa 3 ár eða lengur fá 5% aldurshækkun. ' Samkomulagið gildir frá 1. jan til 15. des 1964. Að öðrp leyti fjallar gerðardóm- ur um ágreiningsmál aðila og skal hann ljúka störfum fyrir 1. marz 1964. Gerðardómur er skipaður tveimur mönnum frá hvorum aðila og þremur tilnefndum af yfirborgardómaranum i Reykja- vík. Helga lllissji stýrið* f FYRRINÓTT missti vélskipið Helga stýri aiustur af Vestmanna eyjum og varð að fá hjálp til hafnar. Helga var á sdglingu á sSdar- miðin og komin austur uindir Þrídraniga og varð skipstjóri hennar var að hún lét ekki af stjórn. Hann náði þegar sambandi við dráttarbátinin Lóðsinn frá Vest- mannaeyjum, sem dró bann til hiafnar í Eyjum og kom þar í ljós að stýrið hafði losnað af skipinu. í gær var Helga svo dregin til Reykjavíkur af einu varðskip- anna, en hún gat sjálf hjálpað til, þar sem hún þurfti aðeina stýrinigu. Bretar að Surtsey f GÆRKVÖLDI var væntanleg hingað freigátan Malcolm og voru með henni tveir jarðfræðingar til að rannsaka Surtsey. Menn þessir munu hafa sam- band við Sigurð Þórarinsson jarð fræðing; en hann var ekki heima í gærkvöldi og gat blaðið því ekki spurt hann frekar um ferðir hinna ensku jarðfræðinga. samninga að ræða, heldur kæmu þeir aðeins til að kanna málið. Sukkertoppen er á vestur- strijnd Grænlands skammt suð- ur af Syðri Straumfirði, en er þaðan er skammt á Litla heilag- fiskibanka. Um 100 mílum sunn- ar er Fyllubanki, en 120 mílum fyrir norðan Sukkertoppen er Stóri heilagfiskibanki. fslenzkir togarar, sem stundað hafa veiðar í salt við Grænland, hafa á undanförnum árum mikið sótt á þessi mið. ★ Morgunblaðið náði í gær tali af einum útgeíðarmanni íslenzk- um, sem hafði áhuga á að senda báta sína til Grænlands, einkum á þeim tíma er daufast er hér á heimamiðum t.d. frá ágúst- lokum og fram í febrúar. Hann sagði að sér litist ekki á verð- tilboð fulltrúa Grænlandsverzl- unar. Það væri engu líkara en að þeir héldu að við værum Eskimóar líka- Fulltrúarnir bjóða um 3 kr. íslenzkar fyrir hvert kíló, eða 0,50 kr. danskar. Kvað hann yerðið sennilega ekki hærra vegna þess að Grænlendingum væri ekki greitt meira fyrir fisk inn. Um verð það er Færeying- ar og Norðmenn fá, sem ætla að leggja upp á Grænlandi, vissi hann ekki. Framh- á bls. 23., Framleiðsla SH 66,6 þús. smál. s.l. r ar HEILDARFRAMLEIÐSLA húsa innan Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna árið 1963 var 66.665 smálestir eða 4.228 smálestum meiri en árið áður, en þá var hún 62.437 smálestir. Framleiðsla áranma 1902 og 1963 skiptist sem hér segir eftir helztu tegundum: 1963 1962 (tonn) (tonn) Þorskur 16.693,0 16.308,0 Karfi 7.213,0. 3.943,3 Ýsa 6.033,7 7.251,9 Steinbítur'.... 2.428,4 2.359,2 Ufsi 978,9 1.258,2 Langa 660,3 732,2 Flatfiskflök .. 323,5 352,5 Flatfiskflök, heilfryst 892,2 1.694,5 Skata o. fl. .. 98,6 82,2 Humar og ræikj a 882,8 337,5 Hrogn 522,7 571,0 36.727,1 34.8190,5 Síld, beilfryst 25.154. 21.891 Síldarflök .... 1.108 Refafóður .... 3.000 4.868 Söltuð þunnildi 676 703 Heildarframl. 66.605,1 62.437,5 Eiris og taflan ber með sér varð nuest auknihig í framleiðslu karfa, 3.270 tonn, og frosinni síld, 3.263 tonn. Um 1.200 tanna sam- dráttur var í ýsuframleiðslu og 1.368 tortna samdrátur í fraim- leiðslu refafóðurs. Þá var mikil aukning í frámleiðslu humars. Að öðru leyti var framleiðsla annarra tegunda svipuð bæði ár- in. Um áramótin 1963/64 var húið að flytja út 31.144 tonn af fram- leiðslu ársins 1963, þ. e. þeirra tegunda, sem flokkast umdir A í yfirlitstöflunni hér að framan. Samibærilegur útflutninigur 31. des. 1962 var 29.580. Úttflutnings- prósenta uim áramótin var því uim 85% bæði árin. Svo til öll frysta sáldin var útflutt 31. dies. 1963, en þá vom aðeins í birgðum um 2.000 af heilfrystri síld og 93 toaíi ait flöikiim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.