Morgunblaðið - 05.02.1964, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLADID
Miðvikudagur 5. febr. 1964
KVEÐINN hefur verið upp í
Hæstarétti dómur í máli, sem
ákæruvaldið höfðaði gegn Krist-
jáni Gústafssyni, skipstjóra á
m.b. Sævaldi, SU 2, til heimilis
að Höfða á Hornafirði, fyrir að
hafa gerzt sekur um fiskveiði-
brot með því að hafa verið á
togveiðum á m.b. Sævaldi innan
við fiskveiðilandhelgi íslands
laugardaginn 2. febrúar s.l. aust
ur af Ingóifshöfða.
Málávextir eru sem hér segir:
í skýrslu skipherrans á varð-
skipinu Óðni segir m.a. á þessa
leið: „Laugardaginn 2. febrúar
um kl. 16.00, er varðskipið var
státt skammt vestur af Ingólfs-
höfða, kom orðsending frá leigu
flugvél landhelgisgæzlunnar um
að hún hefði staðsett m/b Sæ-
vald SU 2 að meintum ólöglegum
veiðum innan fiskveiðitakmark-
anna austur af Ingólfshöfða. Var
þegar sett á fulla ferð að bátn-
um og komið að honum kl. 17:06.
Staðarákvörðun við bátinn:
Ingólfsviti r/v 270°, fjarlægð 7,4
sjómílur, dýpi 89 metrar. Kl.
17:17 kom skipstjóri bátsins um
borð og var honum tilkynnt, að
leiguflugvél Landhelgisgæzlunn-
ar hefði staðið hann að meintum
ólöglegum veiðum innan fisk-
veiðitakmarkanna á þessum slóð
um. Viðurkenndi hánn brot sitt
þegar.“
Er ákærðí mætti fyrir rétti,
vefengdi hann hvorki skýrslu
skipstjórans á Óðni né skýrslu
Garðars Pálssonar, skipherra á
flugvél Landhelgisgæzlunnar.
Viðurkenndi hann að hafa verið
á togveiðum á þeim stað, sem
í skýrslunum greinir. Hinsvegar
kvaðst hann hafa haldið, að hann
væri í hólfinu austur af Ingólfs-
höfða, er opnast fyrir Breta 1.
marz, en þar kvaðst hann hafa
haldið að íslendingar mættu
fiska alveg eins og í hólfinu
vestan við Ingólfshöfða. Hann
hafði um borð brezkt sjókort, þar
sem bæði hólfin voru sýnd og
taldi hann sig hafa vitað, að
íslendingum væri heimilt að
fiska í vestra hólfinu og þar eð
eystra hólfið var merkt á sama
hátt á kortinu, dró hann af því
þá ályktun, að íslenzkum skip-
um væri þar einnig heimil veiði.
Er komið var að honum, var
bátur hans um 2 sjómílur vest-
an víð eystra hólfið skv. mæl-
ingum áhafnar flugvé’arinnar.
Þótti honum sennilegt eða lét i
sér til hugar koma, að straumar
kynnu að hafa orðið þess vald- )
andi, að athuganir hans sjálfs l
um stað bátsins reyndust ekki
réttar.
Ákærði var sakfelldur, bæði í
héraði og Hæstarétti.
Segir svo m.a. í forsendum að
dómi Hæstaréttar:
„Eftir uppsögn héraðsdóms
hefur Jóna* Sigurðsson, skóla-
stjóri Stýrimannaskólans, mark-
að á sjóuppdrátt stað v/b Sæ-
valds, SU 2, samkvæmt mæling-
fÆWtfCTHTI
um leiguflugvélar Landihelgis-
gæzlunnar (TF-BAA) hinn 2.
febrúar 1963 kl. 15:48. Reyndist
staður bátsins „skemmst um 7.0
sm. innan 12 mílna markanna
samkv. 1. gr. reglugerðar nr.
3/1961. Var staður bátsins á
svæði, sem greinir í C-lið reglu-
gerðar nr. 87/1958, sbr. lög nr.
44/1948 og 3. gr. reglugerðar nr.
3/1961, en þar eru botnvörpu-
veiðar bannaðar innan 12 mílna
markanna á tímabilinu frá .1.
janúar til 15. maí. Ákærði hefur
borið það fyrir sig, að hann hafi
talið sig vera á svæði, sem um
getur í 3. tl. í auglýsingu nr.
4/1961, en hvorttveggja er, að
skip hans var utan þess svæð-
is og að togveiðar eru þar að-
eins leyfðar á tímabilinu marz
til júlí.“
Ákærði var því dæmdur til að
sæta varðhaldi í 2 mánuði og
greiða kr. 20.000.00 í sekt til
Landhelgissjóðs íslands og komi
6 vikna varðhald í stað sektar-
innar, verði hún ekki greidd inn-
an 4 vikna frá lögbirtingu dóms
þessa.
Allur afli og veiðarfæri voru
gerð upptæk og skyldi ákærði
greiða allan sakarkostnað.
Deildarfundir r gœr — hœkkun bóta almannatrygginga afgreidd
frá neðri deild — stjórnarfrumvörp um aukinn stuoning við
rœktun og heyverkun lögð fram
Deildarfundir voru á
Alþingi í gær.
í EFRI DEILD var frumvarp um
samkomudag reglulegs Alþing-
is 1964 afgreitt umræðulaust til
3. umræðu, og frumvarp um
afnám laga um verðlagsskrár
var afgreitt frá deildinni með
12 sarwhljóða atkvæðum og sent
neðri deild. Fjárhagsnetfnd hafði
einróma mælt með samþykkt
frumvarpsins.
Frumvarp um búfjárhald í
Reykjavík var til fyrstu um-
ræðu. Frú Auður Auðuns mælti
fyrir frumvarpinu, sem síðan
var vísað til 2. umræðu og nefnd
ar.
Búfjárhald
í Reykjavík.
Frú Auður sagði m.a., að oft
hefðu fram komið tillögur í
borgarstjóm að banna sauðfjár-
hald í borginni. Slíkar tillögur
hetfðu þó ekki náð fram að
ganga, einkum vegna þess, að
lagaheimild hafi þótt hæpin,
svo og að roeiri-
hluti fulltrúa
hafi ekki að-
íyllzt skilyrðis-
laust bann við
sauðfjárrækt. 1
borgarlandinu
væru nokkur
býli og sauðfé
gengi oft inn í
borgarlandið úr
n&grenninu. Algjört bann hefði
því þótt full harkalegt. >á hefði
því verið hreift, að ástæða væri
einnig til þess að banna annað
sbepnulhald. Frumvarp þetta
hefði einróma stuðning borgar-
stjórnar og Sambands íslenzkra
Sveitarfélaga.
Hækkun bóta afgreidd
frá neðri deild.
í neðri deild voru 4 mál á dag-
sferá. Frumvarp ríkisstjórnar-
um hækkun á bótum almanna-
trygginga var til 3. umræðu. —
Frumvarp um lyfsölulög (smá-
vægileg breytingartillaga) var
samþykkt umræðulaust með 22
samhljóða atkvæðum frá deild-
inni og sent efri deild. Breyting
á lögum um lækningaleyfi o. fl.
var afgreidd frá deildinni til
ríkisstjórnarinnar sem lög frá A1
þingi. Hér er um að ræða smá-
vægilega breytingu, sem heim-
ilar dagsektir, ef læknar van-
rækja að senda skýrslur. I»á
mælti Einar Olgeirsson fyrir
frumvarpi sínu og Geirs Gunn-
arssonar um barnaheimili og
fósturskóla.
Nokkrar umræður urðu um
frumvarpið um hækkun á hót-
um almannatrygginga, en það
var samþykkt og afgreitt til
efri deildar með 25 samhljóða
atkvæðum. Eins og frá hefur
verið skýrt, gerir þetta stjómar-
frumvarp ráð fyrir því, að bæt-
ur almannatrygginga, að und-
anskildum fjölskyldubótum,
skuli greitt með 32.25% álagi,
í stað 15% hækkunar, sem ákveð
in var fyrr á þessu ári.
Þórarinn Þórarinsson kvaddi
sér hljóðs og gagnrýndi frum-
varpið. Taldi
hann hækkun-
ina of lága, eink
um ellilífeyri,
sem ekki nægði
fyrir greiðslu
dvalargjalds á
elliheimili. —
3agði hann hag
Oótaþega nú
verri en nokkru
sinni áður, þrátt fyrir hækkun í
ferónutölu.
Emil Jónsson, félagsmálaráð-
herra, svaraði þessum átölum í
stuttu máli. Sagði hann Þórar-
in ekki hafa tekið tillit til
ýmissa atriða þessa rnáls, sem
hefðu haft miklar hagsbætur í
för með sér fyrir bótaþega. Þá
hetfði hann ekki tekið tillit til
þess, að almannatryggingalögin
heimila allt að helmings hækkun
á ellilífeyri til greiðslu á dval-
arkostnaði á sjúkrahúsi eða elli-
heimili.
Þórarinn talaði aftur og
ræddi enn um ellilífeyri og dval
arkostnað á elliheimilum. Hann
ítrekaði það, að bætur hækkuðu
ekki nægjanlega skv. frumvarp-
inu vegna t.d. söluskattshækk-
unarinnar, sem væri 7200 fer. á
meðalfjölskyldu á ári. Hann
kvaðst ekki vilja gera lítið úr
hækkun bóta, en taldi hana ekki
nægjanlega.
Emil Jónsson svaraði Þórarni.
Hann fagnaði þeim álikna áhuga
á almannatryggingum, sem virt-
ist koma fram í ræðuflutningi
Þórarins. Væri það ánægjuleg
breyting frá
fyrri afstöðu
Framsóknar-
manna til þeirra
mála. Þá gagn-
rýndi hann út-
reikninga Þórar-
ins harðlega og
ber.ti á, að sölu
skatturinn næmi
aðeins 2,5%
hæbkun eða sem svaraði 2500
kr. á meðalfjölskyldu. Hann
sagði hækkun bóta skv. frum-
varpinu vera í fullu samræmi
við hækkun launa.
Að lokum gerði Þórarinn Þór
arinsson stutta achugasemd og
ræddi reikningsaðferðir sínar.
Sagði hann, að rétta leiðin væri
að deila íbúafjölda landsins upp
í söluskattsihækkunina, 300
millj. (Ath. Mbl.: Er aðeins
einn einstaklingur í meðalfjöl-
skyldu?).
fram á Alþingi tvö frumvörp
um breytingar á lögum um
Stofnlánadeild landbúnaðar-
ins, ræktun og byggingar í
sveitum og á jarðræktarlög-
unum. Frumvörp þessi miða
að auknum stuðningi við rækt
un og uppbyggingu í land-
búnaðinum. Gert er ráð fyrir
meiri stækkun ræktaðs lands,
en nú er, og stefnt að frekari
tækni við heyverkun. Gert er
ráð fyrir auknum framlög-
um ríkissjóðs til slíkra fram
kvæmda á árunum 1965—
1985.
í greinargerð með breyting
unni á stofnlánadeildarlögun
um segir m.a.:
„Síðan lög um landnám,
ræktun og byggingar í sveit-
um voru sett á árirwi 1946,
hafa miklar og margvíslegar
breytingar orðið á aðstöðu
landbúnaðarins. Lögin báru
merki þeirra tíma, kreppuár-
anna fyrir stríðið, og afleið-
ingu stríðstímabilsins 1939—
1945. Við endurskoðun lag-
anna 1957 voru viðhorf orðin
mjög breytt, ein/kum að því
FRUMVARP UM
BARNAHEIMILI
Einar Olgeirsson roælti fyrir
frumvarpi um aðstoð ríkisins við
rekstur og byggingu almennra
barnaheimila og fósturskóla. Ger
ir frumvarpið ráð fyr.r auknum
stuðningi ríkisvaldsins við slíkan
rekstur og skuli
greiða þeim, sem
reka barnaheim-
ili, vöggustofur,
dagheimili, vist-
heimili og sum-
ardvalaheimili a.
m.k. 600 kr. á
mán. á barn, en
þó að jafnaði
ekki minna en
þriðjung reksturskostnaðar.
Málinu var umræðulaust Og
samhljóða vísað til 2. umræðu
og nefndar.
Þá var lögð fram í gær þings-
ályktunartillaga frá Hannibal
Valdimarssyni um að fela ríkis
stjórninni að láta undirbúa og
leggja fyrir Alþingi frumvarp
um skylduábyrgðartryggingar at
vinnurekenda fyrir slysabótum,
sem á atvinnureksturinn kunna
að falla.
Við endurskoðun laganna var
sú staðreynd viðurkennd, að
býlin þyrftu umráð meira
lands og var ákveðið að
hverju býli skyldi fylgja
minnst 25 ha. aí ræktanlegu
landi auk beitil;_nds, og jafn
framt var hæfekað markið
fyrir framlagsskyldri ræktun
upp í 10 ha.“
Síðar segir í greinargerð-
inni:
„Með samþykkt laga nr. 48
16. apríl 1963, er viðurkennd
sú staðreynd, að með batnandi
lífskjörum þjóðarinnar og vax
andi þörf fyrir landlbúnaðar-
vörur, þurfi að auka ræktun
og vélfært land, svo að hægt
sé að hagnýta tæknibúnað til
að auka framleiðni hins tak-
markaða vinnuafls, er land-
búnaðurinn ræður yfir. Er þá
framlagsskyld ræktun aukin
úr 10 ha túnstærð í 15 ha, og
gildir það bæði fyrir þær jarð
ir er þá höfðu minna tún en
15 ha á vélfæru landi, og ný-
býli, sem reist eru við skipt-
ingu jarðar á óræktuðu landi.“
Nánar verður sagt frá þess
um málum síðar hér í blað-
— Einar Olgeirsson
Framh. af bls. 2.
rannsókn gaf dómsmálaráðu.
neytið út ákæruskjal á hendur
höfundinum, og var málið síð-
an dæmt í sakadómi Reykja-
víkur en höfundurinn sýknaður
vegna hinna fortakslausu
ákvæða 16. gr. laga nr. 57/1956.
Með tilliti til þessa dóms er
tilgangslaust að gefa upp, hver
skrifar nafnlausar greinar í blað
það, sem ég er ritstjóri fynr,
enda ekki venja að frá því sé
skýrt og verður ekki heldur
gert í þessu tilfelli.
2) í ritstjórnargreinum þeim,
sem getið er um í téðu bréfi, er
fjallað almennt um þá mann-
gerð, sem reiðubúin er til að
svíkja þjóð sína undir erlent
ógnarvald, likt og hent hefur
t. d. í Ungverjalandi og Austur-
Þýzkalandi. Þar er hvergi vikið
orði að Einari Olgeirssyni. Um
persónulegt álit mitt á því,
hvort hann „sé svikari við þjóð
sína og niðhöggur, sem á mála
sé hjá erlendu valdi og vilji
vega að frelsi og sjálfstæði þjóð-
ar sinnar“, er það að segja, að
það getur auðvitað enga þýð-
ingu haft í þessu máli, enda er
mér frjálst að hafa hverja þá
skoðun á mönnum og málefn-
um, sem mér sýnist, án þess að
þurfa að láta þá skoðun í ljós.
En raunar er aðeins einn maður,
sem efnislega getur svarað
spurningu nr. 2 í bréfi hr. hrL
Ragnars Ólafssonar, þ.e.a.s.
Einar Olgeirsson sjálfur. Hann
veit, hvort hann viH innleiða
hérlendis stjórnarfar á borð við
það, sem er í Ungverjalandi og
Austur-Þýzkalandi og hvort
hann þá væri reiðubúinn til að
taka að sér hlutverk Kadars eða
Ulbrichts.
3) Að því er loks varðar rétt
hr. hrl. Ragnars Ólafssonar til
að spyrja fleiri spurninga varð-
andi ritstjórnargreinar Morgun-
blaðsins, þá er það augljóst, að
greinarnar sjálfar segja allt það,
sem þeim er ætlað að segja,
hvorki meira né minna. Við þær
get ég engu bætt og þess vegna
er bæði tilefnis- og tilgangslaust
að ég mæti til aðilayfirheyrslu.
Miklu nær lægi að umboðs-
maður Einars Olgeirssonar kæml
með hann fyrir rétt, ef hann
vill ganga úr skugga um, hvort
hann sé meðal þeirra, sem um-
mæli ritstjórnargreina Morgun-
blaðsins gætu tekið til“.
Þegar hér var komið málura
kærði Einar Olgeirsson sig ekki
um frekari aðgerðir. Engar yfir-
heyrslur fóru fram og engin til-
raun var gerð til að styðja full-
yrðingar hans rökum, heldur var
málið tekið til dóms í héraði.
Þar var Einar Olgeirsson dæmd-
ur til þess að greiða samtals
12.800,00 kr., en hann áfrýjaði
þeim dómi með þeim afleiðing-
um að útgjöld hans nær tvöfald-
a&L
er tók til kostnaðar frumbýl-
inga við að byggja býli frá
grunni og rækta þau. Við
setningu laganna var talið full
nægjandi, að ræktanlegt land
býlis væri 12 ha. og stuðning-
ur hins opinbera miðaður við
íulnaðarræktun 5 ha. túns.
Aukinn stuðningur við rœktun
og heyverkun
RÍKISSTJÓRNIN hefur Iagt