Morgunblaðið - 05.02.1964, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 05.02.1964, Qupperneq 23
Miðvikudagur 5. feb'r. 1964 MORGU N BLAÐIÐ 23 Séð yfir háborðið í hófinu. Ásgeir Ásgreirsson flytur þakUarávarp til ríkisins, Reykjavíkurborg- ar, starfsmanna mótsins og annarra, sem stuðlað hafa að framgngi þess. Erfiðast að keppa á heimavelli — segir Gligoric — Verð- launaofhending Reykjavíkur mólsins í gærkvöldi 1 HÓFI í Þj óðleikhúskjallar- anum í gæ-rkveldi voru veitt verðlaun fyrir Reykjavíkur- mótið í skák. Afhenti for- seti Skáksambands Islands, Ásgeir Þór Ásgeirss., 7 efstu kependunum verðlaunin, sem námu samtals 1300 doll- urum (um 56 þús. kr.). Sig- urvegarinn, Mikhail Tal, hiaut 400 dollara. Heimsmeist ara kvenna, Nonu Gabrinda- svili, voru fserðar gjafir frá Skáksambandinu. Viðstaddir veizluna var meðal annars borgarstjórinn í Reykjavík, Geir Hallgrímsson. Fréttamaður Morgunblaðs- ins náði sem snöggvast tali af júgóslavneska stórmeistaran- um Svetozar Gligoric og spurði, hvort hann væri á- nsegður með mótið. — Mér finnst mótið hafa farið fram með miklum glaesi brag, sagði Gligoric. Við höf- um öll undrazt mjög áhuga blaða og áhorfenda. Fram- kvæmd mótsins og öll stjóm hefur og verið íslendingum til sóma. Ég er ánæigður með eigin árangur og hef haft gagn af þessari keppni fyrir svæðamótið í vor. Um árangur íslendinganna vil ég segja það, að hann er ekki slíkur sem vænta mætti af skákstyrk þeirra, en það má sennilega kenna því, að oft er erfiðast að keppa á heimavelli, það þekki ég af eigin raun. Eg hef stundum staðið mig hörmulega á mikil vægum mótum í Júgóslavíu. — Hafið þér komið til ís- lands áður? — Nei, því miður, en mér var boðið að koma árið 1955. í*á gat ég það ekki vegna at- vinnu minnar, ég er blaða- maður. Eg vann hjá dagblað- inu Rorba um 9 ára skeið, vikublaðinu NIN í 6 ár og nú vinn ég hjá útvarps og sjón- varpsstöðinni í Belgrad. Júgó slavar eru mjög áhugasamir um Reykjavíkurmótið, t.d. hringdi dagblað nokikuð í Bel grad til mín í gær og spurð- ist frétta. Eg hef hins vegar lofað að skrifa um mótið í gamla blaðið mitt, Borba. — Júgóslavar þekkja Friðrik vel, hann er í miklr áliti þar. Hann er reyndar alls staðar álitinn einn fremstu skáik- manna Evópu. Við hittumst alltaf af og tiL Það er svo með okkur þessa skákmenn, sem höfum náð stórmeistaratitli og fáumst enn við að tefla, að við erum orðnir eins og ein alþjóðleg fjölskylda. Við sjáumst á hverju skákmótinu eftir ann- að á ólíkustu stöðum. — Er það rétt, að þér hafið verið skæruliði í heimsstyrj- öldinni? — Já, ég gekk í júgóslav- nesku skæruliðasveitirnar ár- ið 1943. Þá var ég aðeins tví- tugur. Ég þyrjaði sem óbreytt ur hermaður, en var gerður að höfuðsmanni áður en stríð- inu lauk og var þá auk þess tveimur heiðursmerkjum ríik- ari. afhendir Ásgeir Ásgeirsson, forseti Skáksambands íslands, Svotozar Gligoric 2- verðlaun Reykjavíkurmátsins. Rússa Nýjar tillögur vekja lítinn áhuga í Genf Genf, 4. febr. (AP-NTB) SEMYON K. TSARAPKIN, aðal fulltrúi Sovétríkjanna á afvopn- unarráðstefnunni í Genf, lagði í dag fram tillögur um takmörkun á fjölda eldflauga stórveldanna og einnig tillögur um bann við kjarnorkuvopnum í báðum hlut- um Þýzkalands. Síðarnefndu til- lögurnar eru í aðalatriðum byggð ar á tillögum Austur-Þjóðverja, en þeim tillögum hafa banda- risku fulitrúarnir hafnað á þeirri forsendu að þær komi frá ríkisstjórn, sem þeir ekki viður- kenna og á ekki fulltrúa á ráð- stefnunni. — Talsmenn Vestur- veldanua sögðu í dag að fundi loknum að tillögur Sovétrikjanna þyrfti að kanna ránar, en ýms atriði í þeim eru ógreinileg og torráðin. Tsarapkin sagði að ætlazt væri til að fyrst um sinn væri báðum aðilum heimilt að hafa takmark aðan fjölda langdrægra eldiflauga en allar staðsettar á landi. Leggja bæri niður allar eldflaugastöðv- ar stórveldanna uta.n heimalands ins, og banna eldfalugastöðvar á hafi úti, þ.e. um borð í skipum. Lokatakmarkið, eða þriðja sporið í átt til afvopnunar, væri svo að leggja niður allar eldflaugastöðv ar, eyðileggja skotstöðvarnar og kjamorkusprengjurnar. Eru til- lögur þessar svipaðar tillögum sern Gromyko, utanríkisráðherra Sovétrikj anna, lagði fram á Alls herjarþingi Sþ í sept. s.l. Talsmaður Bandaríkjanna á ráðstefnunni ræddi við frétta- menn eftir fundinn og sagði að ekkert nýtt hefði komið fram í tillögum Tsarapkins, en þær yrðu að sjálfsögðu teknar til athug- unar. Kaupmannahöfn, 4. febr. NTB. DÖNSK orustuþota af gerð- inni Hunter Hawk hrapaði í dag á Suður Jótlandi. Flug- maðurinn, sem var einn í vélinni, fórst. Fjölmörg mál rædd á Fiskiþingi í gær FUNDIR á Fiskiþingi hófust kl. 10.30 i morgun. Eftirfarandi mál voru tekin fyrir og rædd: 1. Síldar- og fiskileit. Framsögu maður Magnús Magnússon. 2. Veiðarfæramerkingar. Fram- sögum. Níels Ingvarsson. 3. Tryggingamál (afla-, skipa- og áhafnatryggingar). Fram- sögum. Haraldur Guðmundss. 4. Dragnótaveiðar. Framsögum. Helgi Benónýsson. Bóndi meið- ist illa á höfði Akranesi, 4. janúar. UM miðjan dag í gær varð slys á Ytri-Skeljabrekbu. Bóndinn þar tekur traktorinn eftir að hann hefur opnað dyr haughúss- ins á gátt og hyggst aka mykju á tún. Bóndinn, sem heitir Sigurður Sigurðsson, setur í gang og sezt á traktorinn og ætlar að renna honum inn um haughúsdyrnar. Hörð klakaskel var komin á skafl fyrir utan, bóndinn hyggst renna traktornum gegn um snjó- dyngjuna, en skaflinn heldur. Lendir því höfuð Sigurðar af afli miklu á dyraumbúnaðinum. Símað var eftir sjúkrabílnum héðan, en hann sat fastur í skafli við Vogatungu. Var þá beðið um sjúkrabílinn í Borgamesi, er strax kom á vettvang. Ók hann Sigurði bónda í sjúkrahúsið hér. Páll Gíslason, yfirlæknir, sagði mér í viðtali í kvöld, að eitthvað af höfuðbeinum hans muni hafa brákazt, en þó væri líðan Sigurðar eftir öUum von- um. Oddur. — Lumumba Framhald af 1. síðu. Tshombe hefur dregið drápið að nýju fram í dagsljósið, telur Kongóstjórn sig lausa undan fyrri ákvörðun SÞ um að hætta frekari rannsóknum í málinu. — Bomboko dómsmálaráðherra Kongó sagði að bezt væri fyrir Tshombe að afhenda ríkisstjórn- inni öll þau gögn varðandi dráp- ið, sem hann þykist hafa með höndum. Hann benti á að rann- sóknin hafi í upphafi verið mjög erfið, því ríkissaksóknarinn í Katanga, þar sem Tshombe réði ríkjum, hafi neitað að hlýða fyr- irmælum Kongóstjórnar. Þá hafi ekki verið unnt að birta þær nið- urstöður, sem fengust af rann- sókninni, vegna fyrirmæla Sam- einuðu þjóðanna. 5. Talstöðvar og talbrú. Fram- sögum. Herm. Vilhjálmsson. 6. Fiskirækt. Framsögum. Ein- ar Guðfinnsson. 7. Hafrannsóknaskip. Framsögu maður Margeir Jónsson. 8. Síldarvinnsla og síldarútgerð. Framsögum. Hallgr. Jónasson. 9. Veðurfregnir og isrannsóknir. Framsögum. Ingim. Finn- björnsson. 10. Skelfiskveiðar. Framsögum. Óskar Kristjánsson. 11. Humarveiðar. Framsögum. Jón Benediktsson. 12. Hagnýting sjávarafurða. — Framsögum. Ársæll Sveins- son. — Að umræðum loknum var þess- um málum vísað til þingnefnda. Fundi lauk kl. 16.40. í fyrramálið munu nefndir þingsins sitja að störfum en kl. 13.30 hefst almennur fundur. — Christine Framhald af bls. 24. gripum að verðmæti 11,000 pund, eða sem svarar um 1,340,000 kr. Var maður þessi talinn vera um 6 fet á hæð. Hann tók konuna, lyfti henni upp, keyrði hana nið- ur á rúm, batt hana og keflaði, svo hún gæti ekki hrópað á hjálp. Gekk hann síðan til verks og stal skartgripunum. Fréttamaður Mbl. spurði Eirík Benedikz að lokum þessarar spurningar: „Mundu vera marg- ar konur í London, íslenzkar eða af íslenzkum ættum, sem ættu skartgripi fyrir 11,000 pund?“ Hann svaraði: „Við sendiherr- ann vorum að velta þessu fyrir okkur, og fannst það harla ólík- legt.“ — Kýpur Framhald af bls. 1. að athuga nánar svar Makarroo* ar forseta. Lange sagði að i grundvallar- atriðum væri ekkert því til fyr- irstöðu að eftirlitsher þesisi væri á einhvern hátt undi-r stjóm Öryggisráðsins. En þó áleit ráð- herrann að heppilegra væri í þessu tilfelli að svo yrði ekki. Hann benti þó á að Kýpurmálið yrði að leysa, því að öðrum kosti gæti það haft mjög alvarlegar afleiðingar. ★ Frá Kýpur er símað að enn hafi koimið til átaka í dag milli grískra og tyrkneskra Kýpur- búa. Var það í bænum Khoulou á vesturhluta eyjunnar. Þama búa rúmlega 800 manns, en þeg- ar brezkir eftirlitsmenn komu á vettvang vom allir tyrknesk- ættaðir menn flúnir úr bænura. Einn var þó eftir. Fundu Bretam ir lík hans, en hann hafði verið skotinn til bana. yBLAÐBIJRÐAFOLK \ ÓSKAST í þessi blaðahvcrfi vantar Morgunblaðið nú þegar unglinga, röska krakka eða eldra fólk, tii þess að bera blaðlð til kaupenda þess. wm Bergstaðastrœti Lynghagi Gjörið svo vel að tala við afgreiðslu blaðsins eða skrifstofu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.