Morgunblaðið - 11.03.1964, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.03.1964, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MiSvikudagur 11. marz 1964 ,Athyglisverðasti þátturinn betri aðstaða millistéttanna' segir sendiherra Mexíkó í Bretlandi, 1 viðtali við íréttamenn í gær SENDIHERRA Mexíkó, Antonio Armendariz, sem staddur er hér á landi urr, þessar mundir, á.tti í gær fund með fréttamönnum, ajj Hótel Sögu. Sendiherrann er í fyrstu heimsókn sinni hér, sem stendur í fimm daga. Hefur hann m. a. verið viðstaddur opnun mexikönsku húsagerðarlistar- og myndlistarsýninganna, seœ hér stendur yfir. Margt bar á góma í viðræðun- um við sendiherrann, sem ræddi vítt og breitt um land sitt og þjóð, samskipti við aðrar þjóðir, þ. á. m. íslendinga. Einar Egilsson, konsúll Mexi- kó hér á landi, sat fundinn, svo og Ólafur Jensson, framkvæmda- stjóri Byggingaþjónustunnar. í upphafi barst í tal, hvort endan- leg ákvörðun hefði verið um það tekin, hvenær tekin yrðu upp bein stjórnmálasamskipti íslands og Mexikó. Armendariz sendiherra, skýrði frá því ,að enn hefði ekki verið gefin út nein tilkynning um þetta mál, en fullyrða mætti, að unnið væri nú að undirbúningi þess. „Ég þori að segja, að mikill og almennur áhugi er fyrir slíkum samskiptum", sagði sendiherr- ann, „en við í Mexikó höfum haft góða reynslu af þeim íslending- um, sem þangað hafa komið, þótt ekki séu þeir margir“. Við hver Norðurlandanna hafa Mexikanar nú stjórnmálasam- skipti? Bændaklúbbur á Hellu í kvöld „Við eigum sendiherra í Nor- egi, Danmörku og Svíþjóð, og eigum talsverð viðskipti við þau öll. Kaupum m. a. pappír frá Finnlandi, saltfisk og hraðfryst- an þorsk frá Noregi, o. s. frv“. Hvað er að segja um viðskipti íslendinga og Mexikana. Hver eru þau nú, og má e. t. v. gera ráð fyrir stöðugum viðskiptum, í kjölfar stjórnmálasamskipta? Námskeíð um íþróttafræðslu DAGANA 23. til 30. janúar s. 1. var efnt til ráðstefnu á vegum Evrópuráðs um fræðslu á sviði íþróttamála og fjallaði ráðstefn- an alveg sérstaklega um hinn mikla skort sem er víða í lönd- um Evrópu á leiðbeinendum í í frjálsu æskulýðs- og íþrótta- starfi, og hvað unnt væri að gera til þess að bæta úr þeim skorti. Vann ráðstefnan m. a. að undirbúningi og samningu náms- skrár fyrir slíka leiðbeinendur, og er ætlunin að Evrópuráð láti gefa hana út til notkunar í að- ildarlöndum þess. Fól mennta- málaráðuneytið Reyni Karls- syni, iþróttakennara, að sækja þessa ráðstefnu af sinni hálfu, en hann hafði einnig áður sótt aðra ráðstefnu, sem efnt var til af Evrópuráðinu og fjallaði um íþróttamál. Á ráðstefnu þeirri, sem að framan getur, störfuðu 4 nefndir, og var Reynir Karlsson kosinn ritari einnar nefndarinnar. (Frá menntamálaráðuneytinu) „Ég er á þeirri skoðun", sagði Armendariz, „að bezta leiðin til aukinnar kynninga þjóðanna, og samskipta, séu gagrtkvæmar heimsóknir verzlunarsendi- nefnda. Sú hefur verið okkar reynsla. Slíkar nefndir, eða nefnd, mun vafalaust koma til íslands frá Mexíkó, áður en langt um líður. Venjulega eru þátttakendur í slikri ferð iðn- rekendur, bankamenn, trygging- ar sérfræðingar, blaðamenn, o. fl, svo að nokkuð sé nefnt. Hvað síðari hluta spurningar- innar viðvíkur, þá er lítill vafi á því, að aukin viðskipti þjóð- anna geti fylgt í kjölfar slíkra, gagnkvæmda heimsókna", Frám kom, að á sl. ári seldu íslendingar Mexikönum um 75 tonn af þorskalýsi, og mun það hafa verið allur útflutningur okkar þangað. f>að, sem af er þessu ári, hafa verið seld um 33 tonn af þorskalýsi til Mexikó, og fullyrti Einar Egilsson, konsúll, að íslenaku útflytjendurnir, Lýsi h.f., séu á allan hátt ánægðir með þau viðskipti. Hins vegar hafa íslendingar lítið, eða reyndar ekki neitt, keypt frá Mexikó, á þessum tíma. Hvaða vörur mynduð þér telja, að hentuðu bezt til að nota fyrir íslendinga, af því, sem selt er úr landi í Mexikó? „Það eru margháttaðar vörur, ávextir, kaffi, sykur, iðnaðar- vörur (því má skjóta inn hér, að efnaihagssérfræðingar, sem kynnt hafa sér ástandið í Mexikó, segja, að þar í landi og í Perú séu fram farir hvað hraðastar í heimi), svo og t. d. leðurvörur, s. s. skótau, sem er um helmingi ódýrara í Mexikó en i Bandariikj- unum". Fram kom í viðtalinu, að menntalíf stendur með miklum blóma í Mexikó. Háskólar eru þar 23. Við þjóðlega háskólann í sjálfri Mexikoborg nema nú um 80.000 stúdentar, en kennaralið er um 25.000. Menntun er frjáls, stendur öllum til boða. Börn eru á skólaskyldualdri frá 6-12 ára, og í mörgum tilfellum þrjú ár til viðbótar. Tekjur Mexikana af ferða- mönnum eru ótrúlegar, eða um 700 milljónir dala á ári (38.700 millj. ísl. kr.), enda mun lands- lag með afbrigðum fallegt, og sérkennilegt. Loks hr. sendiherra, hvað mynduð þér segja, að væri at- hyglisverðasti þátturinn í þróun þjóðmála í Mexikó í dag? „Ég myndi segja, að bætt að- staða millistéttanna sé athyglis- verðust. Hún býr við stórbatn- andi kjör, og nýtur menntunar. Efnahagur, stjórnmála- og reynd- ar öll þjóðfélagsaðstaðan er góð, og ég held að hamingjunnar sé freikar að leita hjá millistétt- unum, sem geta menntað börn sín, og skapað þeim góða þjóð- félagsaðstöðu, heldur en kannski hjá yfirstéttunum". Á BÆNDAFUNDI, sem haldinn verður á Hellu í kvöld, miðviku- dagskvöld, og hefst kl. 21:30, verður Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda, frummælandi. Undan- farna vetur hafa nokkrir slíikir fundir verið á Hellu og hafa þeir verið mjög vel sóttir af bændum og öðrum áhugamönnum um landbúnaðarmál. Fundir þessir eru öllum opnir, sem áhuga hafa á landbúnaðarmálum. Fundurinn í kvöld er þriðji og síðasti fundurinn, sem haldinn verður á þessum vetri. Á fyrsta fundinum voru málshefjendur ráðunautarnir Árni Pétursson og Hjalti Gestsson, og á þeim síðari Magnús Óskarsson, til- raunastjóri og Þorsteinn Þor- steinsson, lífeðlisfræðingur. Leiðrélting í GREINTNNI um sr. Þórarin Þórarinsson á Valþjófsstað í blað inu í gær féll niður nafn eins barna hans, Stefáns verzlunar- manns í Reykjavik. Hann er nú látinn. „Frúin” Ég minntist lítillega á heimilis- blaðið „Frúna" í síðustu viku — í framhaldi af bréfi, sem barst um málið. Útgefandi ritsins Páll Finnbogason sendi daghlöðun- um, þó ekki Morgunblaðinu, til- kynningu þar sem hann sagðist ætla að stefna ábyrgðarmönn- um Mbl. vegna þessara skrifa en svo hringdi hann í mig og kom í heimsókn síðar til þess að segja mér sögu sína. Var hann þá hættur við stefnuna. Sagði hann, að 10 konur hefðu borgað 500 krónur fyrir- fram, þeim hefði verið gefinn kostur á að fá 3 árganga fyrir þetta verð — og ef þær vildu fá 500 krónurnar endurgreidd- ar, ættu þær að snúa sér til ritstjórans, Guðrúnar Júlíus- dóttur. Sagði Páll, að síðasta reglu- legt blað hefði komið út í júlí. Um jólin hafði verið ákveð ið að gefa út myndarlegt jóla- blað, en það orðið að engu vegna prentaraverkfallsins. Þó hefði komið út lítið blað, sýndi hann mér það. Var það 34 síð- ur, mikið af auglýsingum, en var ekki sent í nema fáar blað- sölur vegna þess að efnið var lítið. Vill selja Sagði Páll, að undirbúningur að framhaldi útgáfunnar væri í fullum gangi sem fyrr. Væri hann líka að hugsa um að selja blaðið, því hann væri þegar búinn að tapa meira fé á því en hann risi undir. Taldi hann blaðið hafa verið of ódýrt til kaupenda frá upphafi, sú væri ástæðan fyrir óförunum. Taldi hann, að þær konur, sem hringt hefðu í Velvakanda og tekið undir með bréfritara, hefðu tekið þátt í skipulögðu eyðileggingarstarfi, sem beint væri gegn sér. Sagðist hann vita hver stjórnaði því. Sagði hann að bréfritarinn „E.J.“ hlyti að vera einn hlekkurinn í þeirri keðju. Þar með höfum við gert grein fyrir afstöðu útgefandans. Sam kvæmt hans ummælum er þess vegna ekkert því til fyrirstöðu að þeir, sem greitt hafa áskrift- argjaldið fyrirfram, fái það endurgreitt — en Velvakandi óskar ekki að hafa neina frek- ari milligöngu í því máli. Eftirmælum safnað Einn af lesendum blaðsins hringdj og vildi koma þeirri hugmynd á framfæri, að öllum eftirmælum um Davíð Stefáns- son yrði safnað í bók. Væntan- lega hafa einhverjir komið auga á þetta, en ef ekki — þá hafa þeir hér með fengið ábend ingu. Stóðu sig vel íslenzku handknattleiksmenn irnir byrjuðu vel, en svo fór ver en menn bjuggust við. Enda þótt þeir komi ekki heim með medalíur yfir þveran brjóst- kassann, þá ætti þessi frammi- staða að verða öðrum íþrótta- mönnum til uppörfunar. Því hefur verið fleigt, þegar rætt hefur verið um ófarir íslenzkra íþróttamanna, að hin dulda at- vinnumennska sé orðin það mikil í íþróttum úti í heimi, að við yrðum að taka okkar menn úr vinnu og borga þeim kaup fyrir að æfa, ef búast ætti við árangri á erlendri grund. En eru ekki handknattleilks- mennirnir bara áhugamenn eins og aðrir íslenzkir íþrótta- menn? Þeir stóðu sig samt veL ÞURRHLÖDUR ERU ENDINGARBEZTAR BRÆÐURNIR ORMSSON h 1. Vesturgötu 3. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.