Morgunblaðið - 11.03.1964, Síða 15
Miðvikudagur 11. marz 1964
MORCUNBLAÐID
15
Túlf mílna sigurinn oröinn aö veruleika
Eftir daginn ■ dag eru
Íslendingar einráðir
innan tólf mílna fisk-
veiðilögsögunnar
DAGURINN í dag, ellefti
marz árið 1964, er á sinn hátt
hátíðisdagur í sögu íslands.
Þegar hann er liðinn, er út-
lendum skipum óheimilt að
stunda veiðar, — togveiðar
sem aðrar veiðar að sjálf-
sögðu, — innan takmarkaðra
hólfa á takmörkuðum árs-
tíma milli sex og tólf mílna
fiskveiðitakmarkanna. — Við
erum orðnir einráðir innan
tólf mílna.
Kaunverulega var þessi sigur
unninn fyrir rúmum þremur ár-
um, þegar samkomulag náðist
við Breta um að láta allan ó-
frið niður falla gegn algerri við-
urkenningu á kröfum íslendinga
um tólf mílna fiskveiðilögsögu.
Þótt ekki vildu allir islenzkir
aðil.jar viðurkenna það á prenti
á þeim tíma, að við gætum með
engu móti haft bolmagn til þess
að halda stríðsskipaflota gei;n
verndarskipum hrezkra togara,
munu allir nú sammála um, að
hér var fundin rétt og sann-
gjörn lausn.
Það hljómar hlægilega nú, að
fyrrverandi forsætisráðherra og
fiormaður næststærsta stjórn-
málaflokks íslands sagði ber-
um orðum á Alþingi íslendinga,
að Bretar mundu misnota hin
litlu og tímabuhdnu réttindi sín,
til þess að láta skrásetja erlend
skip í Bretlandi, svo að þau
gætu stundað veiðiskap í hin-
um takmörkuðu hólfum milli
•ex og tólf mílna undan fslands-
ströndum. Staðreyndirnar hafa
talað sínu máli, og rödd þeirra
er sterkari en hins fyrrverandi
fiorsætisráðherra. Þótt hann
segði, að svæðin væru „auðsjá-
anlegia valin með tilliti til þess,
hvar fiskigengd er mest á hverj-
um tíma, og hægast að sitja fyr-
ir fiskigöngum inn á svæði, þar
sem veiði er ekki leyfð“, þá
vildi nú samt svo til, að erlend
skip leituðu lítt sem ekki inn
á þessi svæði Hermanns Jónas-
sonar samkvæmt upplýsingum
Landhelgisgæzlunnar.
Þessi mikli sigur í sjálfstæðis
baráttu þjóðarinnar átti sér
langan aðdraganda og ýmsar or-
sakir. Páir munu hafa átt von á
því, að slikur árangur næðist
svo skjótlega, sem raun bar vitni
og hér skal ekki gerð tilraun til
þess að skýra það. Þó verður
ekki hjá því komizt að minna á,
að fulltrúair íslands í þessari
orrahríð fluttu mál íslands af
einurð og skörungsskap, enda
var hvergi vanþörf á. Þeir voru
vel undir málið búnir; voru bein
línis betur að sér í flræðunum en
andstæðingar okkar; og m.a.
vegna þess áunnum við okkuir
samúð og skilning fjölmargra
þjóða, sem ella hefðu engan á-
huga á málinu haft.
Saga málsins.
Sögu landhelgismálsins ætti
að vera óþarfi að rekja í ýtar-
legu máli; svo oft hefur það
verið gert á undanförnum árum.
Langt er síðan íslendingar
gerðu sér ljóst, að veiðar á hin-
um auðugu fiskimiðum umhverf-
is landið er undirstaða þess, að
íbúar landsins geta lifað mann-
sæmandi lífi. Á seinni tímum
gera æ fleiri sér þess ljósa grein,
að aflaskerðing getur jafngilt
uppgjöf landsmanna á að hafa
hér bólfestu. Bókstaflega talað
eru aflabrögð og hagnýting sjáv
Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra og Mr. Andrew C. Steward sendiherra Breta ganga
frá samkomulaginu um landhelgina 1961.
arafla undirstöður þess, að menn
lifa á þessari ey.
Pram að árinu 1901 var útlend
ingum bannað að veiða hér við
land innan fjögurra mílna (mið
að við beinar grunnlínur). >á
gerðu Danir hinn fræga samn-
ing við Breta um 3ja milna
landhelgi. Togaraveiðar voru
þá að koma til sögunnar, og leik
Um mánaðamótin janúar, febrúar 1960 kom Albert að togaranum Bengali 2.7 mílum innan tak-
markanna undan KrisuvíkurbergL Togarinn reyn di ítrekað að sigla á varðskipið. Efri myndin sýnir
togarann en sú aeðri er varðskipsmenn senda ho num kveðjur. — Helgi Hallvarðsson tók myndirnar
Allt er eins í stjórnmálunum. Þeir þykjast virða sjálfsákvörðun-
arréttinn, en enginn hefur spurt okkur, hvort við viljum láta
veiða okkur.
ur enginn vafi á því, að fiski-
stofnum við íslandsstrendur var
þá og eftir það hætta búin af
ofveiði.
Þetta var mönnum þó ekkj al-
mennt ljóst, fyrr en nokkru fyr-
ir seinni heimsstyrjöld. Meðan
á henni stóð, var tómt mál að
tala um verndarráðstafanir af
skiljanleg)um ástæðum, en hér á
íslandi var hafizt handa um und
irbúning gagnráðstafana.
Árið 1948 beitti Jóhann Þ.
Jósefsson þáverandi sjávarútvegs
málaráðherra, sér fyrir setningu
laga um vísindalega verndun
fiskimiða á landgrunninu, og á
árinu 1950 var sett reglugerð á
grundvelli þeiirra laga. Þá var
ákveðin fjögurra sjómílna fisk-
veiðilögsaga fyrir Norðurlandi
frá grunnlínum, sem jafnframt
voru ákveðnar. Um leið var sú
stefna mörkuð, sem síðan var
farin, að því er grunnlínur varð
ar.
Samningnum við Breta var
sagt upp í október 1949, og þar
sem hann var með tveggja ára
uppsagnarfresti, voru gildisslit
hans í október árið 1951.
Skömmu síðar, eða í desember
1951, kvað Alþjóðadómstóllinn í
Haag upp dóm í máli Norðmanna
og ,Breta um grunnlínur. Unnu
Norðmenn dóminn í helztu atrið-
um og fengu gjrunnlínur sínar
viðurkenndar.
Hafði dómur þessi að sjálfsögðu
milcil áhrif við ákvörðun grunn-
lína og myndun reglna, enda
var þegar 19. marz 1952 gefin út
reglugerð hér á íslandi, þar
sem grunnlínur voru dregnar og
flóum og fjörðum lokað og fisk
veiðilögsaga ákveðin fjórar sjó-
mílur út frá þeim.
Fjórar ríkisstjómir mótmæltu
reglugerðinni. Ein þeirra, sú
brezka, skipti allmiklu máli fyr
ir íslendinga, þar sem aflasala
íslenzkra togara í Bretlandi var
mikilsverð fyrir okkur. Brezk-
ir togaraeigendur settu löndunar
bann á íslenzka togara, og verð-
ur sú þræta ekki rakin hér.
Minna má þó á, að íslenzka rík-
isstjórnin var reiðubúin að
skjóta deilumálunum til alþjóða-
dómstóisins í Haag, ef brezka
ríkisstjórnin vildi aflétta lönd-
unarbanninu. Brezka ríkisstjórn
in gat ekki miðlað málum, og
var banninu ekki aflétt fyrr
en 1. nóvember 1956, þegar
Efnahagssamvinnustofnun Bvr-
ópu beitti sér fyrir samkomu-
lagi milli íslenzkra og brezkra
togaraeigenda.
30. júní árið 1958 gáfu ís-
lendingar út reglugerð, þar sem
fiskveiðilögsagan var ákveðin 12
mílur frá 1. sept. sama ár.
Grunnlínum þótti aftur á móti
ekki fært að breyta. Vakti þessi
ákvörðun megnan úlfaþyt víða
um heim. Við henni hafði þó
alltaf mátt búast.
Nú var þess freistað á vegum
þeirra ráðlherra, sem máttu telj-
ast vestrænt sinnaðir í vinstri
stjórninni, að ná samkomulagi
fyrir forgöngu Atlantshafsbanda
lagsins, enda hafði NATO ávallt
sýnt vilja til þess að setja deil-
ur niður meðal bandalaglsþjóða.
Kommúnistar voru því vitaskuld
mótfallnir, og verður hið al-
ræmda hlutverk Lúðvíks Jóseps
sonar ekki rifjað upp hér að
þessu sinni.
Þegar umræðurnar höfðu
þannig farið út um þúfur, skap-
aðist hreint styrjaldarástand á
Islandsmiðum eins og kommún-
istar ætluðust til. Þrjár ríkís-
stjórnir létu nægja að senda
mótmæli, en hin fjórða, sú
brezka, sendi herskip til að
vernda togara sína, er þeir voru
að veiðum innan hinna nýju
fiskveiðitakmarka. Var það ó-
jafn leikur og hættulegur, eins
og öllum er enn í fersku minni.
í tvö ár, frá sumri árið 1958
til sumars 1960, var þessi ó-
jafni hildarleikur háður á haf-
inu. Margt gerðist á meðan,
sem litla eða enga þýðingu
hafði, svo sem ályktanagerðir í
Bretlandi og á íslandi.
Upphaf þess, að samkomulag
náðist við Breta, —þá þjóð, sem
helzt skipti hér máli, má rekja
til byrjunar Genfar-ráðstefnunn
ar um landhelgismál um miðjan
marz-mánuð árið 1960. Þá á-
kváðu Bretar, að hætta verndar
Framh. a bls. 21