Morgunblaðið - 11.03.1964, Qupperneq 24
24
MORGU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 11. marz 1964
l^/FUZABerti Tí-Rrnfj3T^\
— Hverju hef ég að koma upp
um mig? spurði hún.
Hann var enn með áhyggju-
laust góðlætisbros á andlitinu.
— Hjartað, hjartað. Þú ert
eins og Madge veslingurinn, að
þú heldur, að þú getir leynt til-
finningum hjartans. Ég sé það
alveg á þér.
— Ég veit ekki, hvað í ósköp-
unum þú ert að fara, sagði Ruth,
sem botnaði ekki upp né nið-
ur í þessum orðum hans, en var
þó ekki eins óróleg nú og hún
hafði verið fyrst.
— En ég segi engum hvað ég
hef séð, sagði hann. — Ég ber
mikla virðingu fyrir tilfinning-
um hjartans. Ofsi reiðinnar,
þegar menn sleppa allri skyn-
semi — allt þetta skil ég til hlít-
ar. Þessi hr. Ballard var mjög
töfrandi maður, var það ekki?
í augum enskrar stúlku var
hann ómótstæðilegur Ég sé
það allt núna. Það liggur mér
í augum uppi.
Ruth horfði á hann með eftir-
tekt.
— Heldur þú, Cesare, að þú
sért að fræða mig á einhverju
eða ertu bara að gera að gamm
þínu?
— Gamni? Nei, ég geri aldrei
gaman af hvorki dauða, ást né
trúmálum.
— Það virðist svo, sagði Ruth.
— Þú misskilur mig. Hann
setti upp móðgunarsvip og
sneri sér aftur að bílnum, opn-
aði hurðina, sem nær honum var
og tók að fægja vindrúðuna.
— Jæja, ég kom nú hingað, til
að segja henni Madge nokkuð,
sagði Ruth, — en úr því að hún
er lasin, ætla ég ekki að ónáða
hana. Viltu færa henni skilaboð
frá mér, þegar þú sérð hana?
Cesare hamaðist að fægja.
— Ég ætla til Ranzihjónanna,
sagði Ruth, til að segja þeim
það, sem lögreglan hefur sagt
okkur. Hr. Ranzi kynni að geta
sagt mér, hvernig við eigum að
haga okkur, og auk þess finnst
mér þau hjónin þurfi að vita,
hvað gerzt hefur. Þau voru vinir
hr. Ballards.
— Já, já. En þú þarft ekkert
að vera að útskýra fyrir mér
þínar ferðir.
Þetta þaggaði niður í Ruth
það, sem hún ætlaði að segja
næst. Cesare hafði aldrei svarað
henni svona fyrr.
Hún hikaði en sagði svo. —
Ég ætlaði bara að biðja Madge
að hafa auga með Nicky, ef hann
kemur.
— Það þarf ekki að segja
henni það. Hann laut niður og
tók eitthvað upp af gólfinu í bíln
um, fleygði því út, svo að það
lenti rétt við fæturna á Ruth,
og hélt svo áfram að fægja rúð-
una. Þetta var visin geranía.
Snöggvast datt Ruth í hug, og
með skeLfingu, að hann hefði
gert þetta viljandi. Hún skildi
þetta eins og bendingu um, að
hann vissi allt — einskonar ógn-
un. En svipurinn á honum var
jafn áhyggjulaus og hann átti að
sér, og hann leit alls ekki aftur
á blómið.
Hún sneri sér við til að fara.
Henni datt í hug, að vel gæti
verið, að hann hefði tekið upp
blómið, aðeins vegna þess, að
hann vildi ekki hafa rusl inni
í bílnum, og hún reyndi eftir
föngum að trúa því. Þegar hún
gekk burt, heyrði hún Cesare
fara aftur að söngla þetta sama
sorgarlag, sem hann hafði verið
að söngla, þegar hún kom.
Hún gekk niður brekkuna til
San Antioco, og fór að hugsa
um, að aldrei fyrr hefði hún
vitað, hve létt henni veitti að
ljúga. Hún fann, að hún hafði
verið að ljúga, viljandi og fyrir-
hafnarlaust, og meira að segja
móðgazt, þegar upp komst um
eina lygina hennar. En það var
bersýnilegt, að hún var ekki
nægilega klók. Cesare hafði
strax fundið, að það var eitthvað
grunsamlegt við þessa skýringu
hennar á því, að hún væri að
fara til þorpsins. Hvar hafði
henni skjátlazt? Hafði hún sagt
of mikið eða talað of hratt, eða
hafði andlitssvipurinn komið
upp um hana? Ef hún átti að
treysta á lygar til að veita sér
öryggi, þá yrði hún að lesa upp
og læra betur!
Þegar á torgið kom, sá hún
Stephen strax. Hann sat við borð
úti á gangstéttinni fyrir utan
kaffihúsið þar sem þau höfðu
verið saman daginn áður. En
Ruth sá, sér til gremju, að hann
var þarna ekki einn. Margue-
rite Ranzi 'var þarna hjá honum
í svörtum og hvítum bómullar-
kjól og með kóralfesti um háls-
inn. Hún hafði bolla af ískaffi
fyrir framan sig og horfði fast
framan í Stephen. Þau voru svo
niðursokkin í samtal sitt, að þau
tóku ekki eftir Ruth, fyrr en hún
stóð við borðið hjá þeim. Þegar
þau sáu hana, varð hvorugt sér-
lega ánægt á svipinn við komu
hennair. En að minnsta kosti
tókst Stephen að bjóða henni að
setjast hjá þeim. Hann var jafn
illa til hafður og venjulega, og
rautt hörundið á enninu á hon-
um var tekið að flagna.
Ruth settist _ og sagði við
Marguerite: — Ég var á leiðinm
til þín. Það kom nokkuð fyrir
í morgun og ég vildi tala við
Amedeo um það. Mér datt í hug,
að hann gæti ráðið mér heilt.
— Hann er ekki heima núna.
Það voru einhver verzlunarmál,
sem hann þurfti að sjá um. En
ég skal skila til hans, ef þú vilt.
Marguerite var taugaóstyrk og
föl og fitlaði við kaffiglasið.
— Það er um hann Lester,
sagði Ruth. — Lögreglan hefur
verið á ferðinni, að spyrja okk-
ur og leita í húsinu: Þú skilur
— Lester dó ekki í bílslysi. Hann
var myrtur.
Marguerite hrökk við. En ein-
hvernveginn virtist þetta samt
ek-ki koma sérlega ónotalega við
hana. Miklu frekar, að hún yrði
eins og ringluð eða efablandin.
Það var eins og hún gæti ekki
hugsað.
— Nei, nei tautaði hún. Svo
andaði hún djúpt og roði steig
upp í kinnarnir.
3/99
Stephen varð heldur ekki sér-
lega hverft við. Varð ekki einu
sinni hissa.
— Haltu áfram, sagði hann
Við Ruth. En hann hofði fast á
Marguerite á meðan.
Ruth fann, að henni var mein-
illa við þetta. Hingað til hafði
hún ekki fundið til neinnar
beinnar afbrýðissemi gagnvart
Marguerite, þó að Stephen litizt
vel á hana, né heldur hafði hún
orðið vör þeirra tilfinninga til
Stephens, sem gætu valdið af-
brýðissemi. En nú fálmaði hún
með stirðum fingrum eftir vindl-
ingum sínum, og Stephen kom
með eldspýtu, aldrei þessu vant.
— Lester var myrtur, endur-
tók Ruth. — Skotinn í höfuðið.
Hann var dáinn áður en bíllinn
ók yfir hann. Honum var ekið
yfir hann tvisvar eða þrisvar, til
þess að hann þekktist ekki, og
ið. Mér skilst, að á þessu geti
enginn vafi leikið. En svo virð-
ist enginn vita neitt meira. Lög-
reglan virðist enn ekki vita, hvar
Lester hafi verið myrtur, og ef
hana grunar eitthvað um ástæS-
una eða morðingjann, þá lætur
hún það að minnsta kosti ekki
uppskátt.
— Yfirheyrði hún þig ekki?
spurði Marguerite og vaggaðx
kaffiglasinu sínu til beggja hliða,
og horfði fast á það á meðan.
— Jú, og líka Madge og Ces-
are, sagði Ruth.
— Og hvað spurði hún þig
um?
— Hve lengi ég hefði unnið
hjá Lester og hvað ég vissi um
þetta og hvar ég hefði verið síð-
degis og þess háttar.
— Og hvar varstu- spurði
Marguerite.
Ruth leit á hana steinhissa. —
loks var líkinu kastað ofan í gil- Heima hjá þér, auðvitað!
BYLTINGIN
RUSSLANDI 1917
ALAN MOOREHEAD
Og nú hófst hjá samsæris-
mönnunum, en þó einkanlega
hjá Lenin og Krupskayu, rót-
laust flökkulíf, sem átti eftir að
standa yfir næstu sautján árin.
Þau flytja frá Miinchen til Lon-
don, frá París til Zurich, frá
Brussel til Krakau og þetta er
allsstaðar sama sagan, dvöl í
sömu bakherbergjunum í sömu
ómerkilegu leiguhúsunum, og
þessi sama þoka af fræðilegu
pexi. Þrjú högg á dyrnar þýða,
að Félagi X eða Y er kominn
eftir neðanjarðarleiðinni fra
Rússlandi með fréttir, bréf frá
flokkssellunum eða kannski með
svolitla peninga. Trotski minnist
á eina siíka gestakomu í London
1902. Hann kom til borgarinnar
um miðja nótt og fékk sér hest-
vagn til heimilisfangs, sem hon-
um hafði verið gefið upþ, í Fins
bury. Við þrjú högg hans á hurð-
ina, kom Krupskaya hlaupandi
honum inn og brátt stóð hann eð hann hafði ekki efni á að
frammi fyrir þessum þjóðsögu
lega Lenin. sem hann hafði svo
oft heyrt nefndan og lesið grein-
ar eftir. Lenin hreifst mjög af
þessum unga lærisveini — Trot-
sky var níu árum yngri — og
hefði tekið hann í ritstjórn
Iskra, hefði Plekhanov leyft það.
Þeir voru vanir að ganga um
stræti Lundúnaborgar, og Lenin
sýndi honum merkisstaði borg-
arinnar: „Þetta er þinghúsið
þeirra. Þetta er Wesminsterdóm
kirkjan þeirra“. Það tók Trotsky
nokkurn tíma að skilja, að þetta
„þeirra“ þýddi ekki Breta held-
ur auðvaldsstéttanna. í samveru
við Lenin varð maður að læra
að slaka aldrei á, láta aldrei tfeir
tektina beinast burt frá hinni
miklu stéttabaráttu, sem fram-
undan var.
Oft var Lenin mjög félítill.
Einhverntíma á þessu tímabili
niður alla átiga, til að hleypa fékk hann húðsjúkdóm, en þar
leita læknis sat Krupskaya uppi
alla nóttina og bar á hann joð-
áburð. Á daginn sat hann reglu-
lega í lestrarsalnum í British
Museum. Hvar sem Lenin dvaldi
var eitthvert bókasafn aðal-bæki
stöð hans. Hefði hann haldið dag
bók, hefði hún orðið dálítið öðru
vísi en hjá Nikulási Rússakeis-
ara. Hann hefði getað skrifað;
„Skrifaði bréf. Gekk á bókasafn
ið. Las Adam Smith og Locke.
Gekk heim“. Og svo meiri bréf
og meiri bækur.
Hann vakti ekkert umtal,
gerði ekkert sýnilega einkenni-
legt, gekk nafnlaus í manngrú-
anum. Til er sögusögn, sem
gengur í London á þá leið, að
mörgum árum eftir að byltingin
var bæði komin og farin, hafi
verið gerð fyrirspurn um Lenin
í British Museum. Gamall bóka-
vörður þar hugsaði sig um stund
arkorn en sagði síðan: „Lítill
KALLI KUREKI
-Æ-
Teiknari; FRED HARMAJ>»
s — Jæja, er það gull eða er það
ekki gull?
— Jú, svei mér þá, þú hefur á réttu
að standa. Þetta er gull — og það
hérna heima á búgarðinum.
— Taktu girðingarstaurana ofan af
vagninum. Við náum okkur í timbur
og gerum okkur hreinsunar-rennu.
Við getum leitt hingað vatn úr ánni.
— Ég skal grafa dálítið af holum
hér nærri til þess að sjá á hve stóru
svæði gullið er.
maður með rautt skegg. Sköll-
óttur og illa til fara? Útlending-
ur? Já, hvað skyldi nú hafa orð-
ið af honum?“. Sagan gæti vel
verið sönn. Hið ytra, að minnsta
kosti, var Lenin svona lítið áber
andi.
Grimmd hans og ósveigjanleg
einbeitni beindust um þessar
mundir að hinu væntanlega sósí-
aldemókrataþingi í Brússel. Rétt
eins og Plekhanov sá hann þar
fyrstu verulegu átökin í flokkn-
um, krossgöturnar þar sem fram
i tíðarstefna hans yrði ákveðin, og
hann var einbeittur að láta vilja
sinn verða þar sigurvegarann.
Þegar Lenin fór frá Genf til Lon
don í apríl 1903, var opinbert
stríð við Plekhanov yfirvofandL
Hann gjörbreytti uppkasti Ple-
khanovs að stefnuskrá flokksins,
sem leggja skyldi fram á þing-
inu, og kom sjálfur með annað,
sem var ekki jafn áferðarfagurt,
en hagkvæmara. En um leið naut
hann aðstoðar Krupskayu, sem
nú var orðin einskonar skrif-
stofustjóri flokksins, til að fara
vandlega gegnum fulltrúaskrána,
og sjá um, að hans eigin fylgis-
menn yrðu sendir á þingið eftir
því sem hægt væri. Allt þetta
tók marga mánuði og þrautseig-
ar deilur.
Þegar svo loksins þingið kom
saman í Brússel í júlí 1903, voru
þar mættir eitthvað um 60 full-
trúar, og sumir þeirra höfðu
hangið þarna vikum saman og
beðið eftir að þingstörfin hæfust,
Þetta var hið furðulegasta sam-
ansafn: unglingahópur, sem
hafði sloppið út úr Rússlandi
eftir neðanjarðarleiðum, þrír eða
fjórir verkamenn, en allt hitt
var aðallega menntamenn, sem
safnað hafði verið saman úr út
fluttra hópum víðsvegar um
Evrópu. Þingið hét að vera leyni
legt, en það var ekki auðvelt
fyrir sextíu háværa Rússa, með