Morgunblaðið - 05.05.1964, Side 6

Morgunblaðið - 05.05.1964, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 5. maí 1964 Feröafélagið ráðgerir 104 ferðir í sumar 18 sumarleyfisíerðir og 86 helgarferðir FERÐAFÉLAG íslands ráðgerir 104 sumarleyfis- og helgarferðir í sumar, en ferðaáætlun félagsins er komin út. Þar af eru 18 sum- arleyfisferðir, sem taka 4—13 daga, 39 fastar helgairferðir, 3 hvítasunnuferðir, 5 verzlunar- mannahelgarferðir og 39 aðrar helgarferðir. Auk þess verða 6 skíðanámskeið í Kerlingarfjöll- um. Flestar eru ferðir þessar svipaðar og verið hajfa undan- farin ár, langar og stuttar skemmtiferðir á fegurstu og sér kennilegustu staði og svæði landsins og gönguferðir um ná- grenni Reykjavíkur og á fjarlæg ari fjöll. En félagið tekur nú upp nýja ferð, sem ekki hefur verið farin áður, til Lakagíga. Þá má nefna ferð norður á Hornstrand ir, eins og farið var í fyrra, aðra þvert yfir Ódáðahraun og ferð í Öræfasveitina. Fyrsta ferðin á þessu ári var Þórsmerkurferð um páskana. Á hvítasunnu eru áformaðar þrjár ferðir, á Snæfellsnes, í Þórsmörk og í Landmannalaugar. Og um verzlunarmannahelgi verður far ið á 5 staði, í Þórsmörk, Land- mannalaugar, í Breiðafjarðar- eyjar, til Kerlingarfjalla og Hveravalla og í Hvanngil á Fjallabaksleið syðri. 4—13 daga sumarleyfisferðir. Fyrsta sumarleyfisferðin hefst 20. júní, 6 daga ferð á Barða- strönd, í Látrabjarg og Arnar- fjörð. Um sólstöður er ráðgerð ferð um Homstrandir, haldið vestur í Jökulfirði og gengið það an á Homstrandir og tekur ferð in 9 daga. 27. júní verður lagt upp í 9 daga ferð í Herðubreiðar lindir og Öskju. Og sama dag í 7 daga ferð austur í Öræfi. 2. júlí liefst 4 daga ferð um Snæ- fellsnes- og Dalasýslu. Og tveim ur dögum seinna farið í 9 daga ferð til Vopnafjarðar og um Melrakkasléttu. 9. júlí verður fjögurra daga ferð um Síðu að Lómagnúp. Og 11. júlí er áætlun 9 daga ferð um Vesturland, ekið að ísafjarðardjúpi og siglt um Djúpið. 15. júli verður 12 daga ferð að Öskju, í Ódáðahraun og um Sprengisand. 18. júlí verður ferð um Kjalvegssvæðið í 6 daga og gist í sælubúsum félagsins. Sama dag er lagt upp í 9 daga ferð um Fjallabaksveg nyrðri. Qg 25. júlí hefst 5 daga ferð um Kjal veg, Goðdali og Merkigil. S. -> dag er farið í 6 daga ferð um Fjallabaksveg syðri. Ágústferðimar eru fjórar, 12 daga ferð um Miðlandsörætfin, í Veiðivötn, um Ódáðahraun, í Öskju og niður um Mývatns- sveit, 9 daga ferð norður fyrir í Herðubreiðarlindir og öskju, 6 daga ferð að Lakagígum og loks 4ra daga ferð til TT~:*’vatna og um nágrennið. Mjög fjölbreyttar helgarferðit. Helgarferðir í Þórsmörk og Landmannalaugar hefjast 23. maí og verður farið þangað um (hverja helgi út júlí. Á Hvera- velli og í Kerlingarfjöll varður fyrst farið 4. júlí og verður far ið þangað út ágúst. Það eru allt hálfs annars dags ferðir. Aðrar helgarferðir eru 39 talsins og á ýmsa staði: skíðaferðir yfir Kjöl gönguferð á Hengil, gönguferð á Skarðsheiði, gönguferð um ,31á fjöll, gönguför á Esju, ökuferð suður með sjó, gönguferð á Henglafjöll, ferð á Keili o.fl., gönguferð á Hengil, Reykjanes- ferð til Krísuvíkur og víðar, ferð að Tröllafossi og á Móskarðs hnjúka, gönguferð á Vífilsfell, ferðir um Heiðmörk að Kaldár- seli gengið á Botnssúlur, farið að Hvalfelli og Glym, ferð á Krísuvíkurberg og Óbrennis- hóla, gönguferð á Skjaldbreið, ferð á Tindafjöll, ferð til Vest- mannaeyja, farið í Brúarárskörð gengið á Eiríksjölcul, gönguferð á Grímansfell og víðar, Heklu- ferð, ferð í Þjórsárdal, göngu- ferð á Brennisteinstfjöll, ferð á Fimmvörðuháls, ökuferð að Haga vatni, sögustaðir Njálu skoðaðir, farið kringum Snæfellsnes, ekið í Hvammsgil, farið í Þórisdal, ferð að Hagavatni, ferð á Þóris- jökul, hringferð urn Borgar- fjörð, gengið á Kálfstinda, ferð í Hrafntinnusker, farið í Hítar- dal, gengið á Hlöðufell og síðasta ferðin í Langavatnsdal 5.—6. september. Ferðirnar eru netfnd ar nokkum veginn eftir tíma- röð. Skíðanámskeiðin í Kerlingar- fjöllum verða á vegum F.í. og íþróttakennaranna Eiríks Har- aldssonar og Valdimars Örnólfs sonar og skiptast í 3 átta daga námskeið og þrjú sjö daga nám- skeið, byrja 6. júlí og enda 26. ágúst. Gisting fyrir á 3. hundrað manns. í sæluihúsum Ferðafélagsins geta gist samtals á þriðja hundr að manns, þegar gólfpláss er Flökun síSdar fyrir Ameríku markað SIGLUFIRÐI, 24. aprfl. _ Niðurlagningarverksmiðja S. R. (Siglósíid) hefur starfað með minna móti í vetur, enda^i afsetningarmöguleikar fram- leiðslunnar takmarkaðir enn sem komið er. I Undanfarnar vikur hefur^j þó verið unnið að flökun síld- ar í húsakynnum verksmiðj- unnar, fyrir Ameríkumarkað, á vegum Haföldunnar hf. (Sveins Benediktssonar). — í Hafa þarna starfað um tutt- ;ugu stúlkur og þrír karlmenn, _ auk verkstjóra. — Stefán. Frá tónleikunum á ísafirði >1 notað auk rúmstæða. Þar er ferðamönnum heimil gisting eft ir reglum, sem þar eru birtar. Til þess er ætlast að ferðamenn leggi hæfilegt gjald fyrir gist- ingu í fjárhirzlur húsanna eða af hendi það skrifstofu félagsins við heimkomu, og að sjálfsögðu að gengið sé vel um og farið gætfi lega með eld. Ferðamannahóp- um er ráðlagt að leita um það leyfis með góðum fyrirvara er þejr óska eftir gistingu í húsum félagsins, svo þau hafi ekki ver ið lotfuð öðrum áður. Skrifstofa Ferðafélagsins í Tún gÖtu veitir allar nánari upplýs- ingar. Framkvæmdastjóri félags ins er Einar Þ. Guðjohnsen. Hollywood, 29. apríl (AP). BREZKI leikarinn Peter Sell- ers hefur nú legið í sjúkra- húsi í HoIIywood í hálfa fjórðu viku vegna hjarta- áfalls. Átti hann að' fá að fara heim í dag, en þá tilkynntu læknar hans að hann yrði að vera þar í nokkra daga enn. Ekki var gefin nein ástæða fyrir frestun heimfararinnar. Kirkjutónleikar á ísafirði ísafirði, 30. apríl. SÍHASTLIÐIÐ þriðjudagskvöld voru haldnir kirkjutónleikar i ísafjarðarkirkju að viðstöddu fjölmenni. Komu þar fram frú Aðalheiður Guðmundsdóttir messosópran og Árni Arinbjarn- arson organleikari. Þetta er í fyrsta skipti, sem Aðalheiður Guðmundsdóttir held ur hljómleika hér á landi, en hún hefur stundað söngnám í Reykjavík, Salzburg og í Múnc- hen. Efndi hún til kirkjuhljóm- leika í Múnchen í fyrrahaust. Á hljómleikunum í ísafjarðar- kirkju söng hún aríur úr verk- um eftir Handel, nokkur innlend lög og loks nokkur andleg lög með undirleik Árna. Árni Arinbjarnarson lék ein- leik á kirkjuorgelið verk eftir Buxtehude, Bach og Reger. Vöktu þessir listamenn mikla og verðskuldaða athygli. í lok hljómleikanna ávarpaði sóknar- presturinn, sr. Sigurður Kristjáns son, prófastur, listamennina og færði þeim þakkir fyrir þá list, sem þeir hefðu kynnt ísfirðing- um. Bað hann söngkonuna að lokum að endurtaka eitt lag. H. T. Gjafir til blóð- bankans BLÓÐBANKANUM hafa borizt peningagjafir til minningar um frú Soffíu Sch. Thorsteinsson: Kr. 1.373.75 frá bekkjarsystkin- um hennar úr Menntaskólanum i Reykjavík, sem bætist við fyrri gjöf kr. 8.825.00 frá gagnfræðing- um úr Flensborgarskólanum 1946. Með þakklæti móttekið fyrir hönd Blóðbankans. Mikið um framkvæmdir Ég er hálftómur í dag eftir allt góðviðrið yfir helgina. Þeg ar maður tekur heilan dag í að sleikja sólina — eða láta sólina sleikja sig — þá þarf maður svolítinn tkna til að jafna sig. Nú er fól-k farið að aka út úr bænum um helgar. Eiginmenn- írnir fara út að aka með konurn ar, sem snúizt hafa í húsiverk- um og kring um blessuð börn- ín alla vikuna — og finnst þær eigi skilið að fá örlitla upplyft- jngu. Það er eftirtektarvert hve bílarnir í þessum sunnudags- akstri fara hægt (sérstaklega ef maður er að flýta sér — og kemst ekki fram úr). En ástæð an til þess að engum liggur neitt á er sú, að fólkið er að líta í kring um sig, skoða fram- kvæmdirnar, virða fyrir sér byggingarnar, sem alls staðar risa. Það er margt, sem breytist á einni viku í Reykjavík og ná- grenni. Aukinn straumur í Surtsey Mi'kið var farið til Surtseyj- ar um þessa helgi og ég spái því, að þeir sem ætla sér að annast flutninga ferðafóliks til eyjarinnar í sumar, fái nóg að startfa — svo tframarlega sem veðurguðimir líta ekki slíkar könnunarferðir óhýru auga. Nýja flugfélagið í Vestmanna- eyjum virðist hafa ýmislegt á prjónunum — og svo veit ég að ferðaskrifstofan Lönd & Leiðir, isem nú er að verða einn at- kvæðamesti aðili í ferðamál- unum hér, 'hefur sitt hvað í undirbúningi. Stendur til bóta Ég hef fengið brétf frá Lands spítalanum, sjúklingi, sem þar liggur. Segist hann ékki hafa getað setið á sér að senda mér línu, þegar hann las það í blöð- unum, ag Reykjavíkurflugvöll- ur yrði enn um skeið á sínum stað. Segir sjúklingurinn mikið ónæði vera í sjúkraibúsinu af flugumferðinni. Segir sjúklinga oft vakna upp um miðjar nætur við hávaðann. Allir gera sér grein fyrir því að sjúíklingarnir þar hljóta að verða fyrir einhverju ónæðl vegna umferðar um flugvöllinn. En innan skamms mun draga verulega úr umferð um völlinn á siðkvöldum og um nætur —■ þ.e.a.s. þegar Loftleiðir flytja starfsemi sína suður á Keflavík urflugvöll. Þetta stendur því allt til bóta. Vanþakklátt verk Og hér kemur ein ag austan: Ulbricht svamlaði í á einni og var alveg kominn að drukkn un, þegar unglingspilt bar þar að. Náði hann til Ulbriohts og dtró hann upp á árbakkann. Þegar Ul'bricht náði loksins and anum sagði hann við drenginn: „Drengur minn — hvað get ég gert til þess að launa þér það, sem þú hefur gert fyrir mig?“ „Útför á kostnað ríkisins", svaraði drengurinn — og bætti við: „Þegar pabbi fréttir, að ég hafi bjargað þér, þá drepur hann mig.“ ÞURRIIlOfiUR ERt ENDINGARBEZIAR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgótu 3. Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.