Morgunblaðið - 20.05.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.05.1964, Blaðsíða 6
0 MORCUN»' 4 010 i Miftvikudagur 20. maí 1964 Hestarnir í 350 m. sprettinum, fyrstur er Gramann og Blesi rétt á eftir honum. Urslit í kappreiðum Fáks á annan hvítasu nnudog Hrapaði í Krísu- víkurbjargi BCIifraði, gekk og ók stórslasaður A ANNAN hvítasunnudag hrap- aði Hafnfirðingur, Jón Vignir Jónsson, bílstióri, Hraunkambi 10, tugi metra niður í Krísuvíkur bjargi og slasaðist illa, en sýndi þó það þrek, að bjarga sér upp og aka jeppa sínum upp á þjóð- vegirrn, brotinn á hryggjarliðum og út í mjaðmargrind og meira rneiddur. Jón var þarna á gangi með tveim sonum sínum, 13 ára og 7 ára, er hann hrapaði fiiður í bjargið og lenti á syllu. Þaðan komst hann ekki og var að láta sig falla niður á aðra syllu, þó meiddur væri, og er talið að hann hafi hrapað þama 35—50 metra niður í allt. tók allt langan tima. Slysið varð um kl. 5, en maðurinn var ekki kominn til Reykjavíkur fyrr ea klukan að verða níu. Var han» fluttur á Slysavarðstofuna og þaðan í Landsspítalann. Var Jón með brotna hryggjarliði og brot út í mjáðmargrindina, meiddur á hendi o.fl. Samsongur Fóst- bræðra um næstu lielgi FJÖLMENNI var á kappreiðum í’áks á skeiðvellinum við Elliða- ár á annan hvítasunnudag, þó veður væri ekki sem hagstæðast. Þær hófust kl. 2 og lauk á sjö- unda tímanum um kvöldið. Þá var dregið í happdrætti kvenna Sigurður Ólafsson kemur að marki á IlroIIi sínum, fyrstur á skeiðsprettinum Ljósm. Sv. Þormðs. Blíðskaparveður á Húsa\ ík um heljúna /7 HÚSAVÍK 19. maí — Feg- ursta veður var hér um helgina. Á hvítasunnudag var sólskin og 20 stiga hiti og sama veður á 2. hvítasunnudag, nema hvað var ofurlítil gola. Var veðrið eins og bezt á sumardegi. Ferðafólk kom hingað alla leið úr Reykjavík og fékk betra veð- ur en þeir sem styttra fóru fyrir sunnan. Undanfarandi hálfan mánuð hafði verið ótíð, en breyttist á föstudag — Frétta- ritari. deildarinnar. Reiðhestefni kom a miða 981, sem Hermann Sig- urðsson á Kolviðarhóli átti, og fiugferð til Akureyrar á miða 412. Úrslitin á kappreiðunum urðu þau að i 300 m. hlaupinu sigraði Logi Sigurðar Sigurðssongr á 24,1 og fékk 1000 kr. Mósi Ólafs Þórarinssonar hljóp á sama tíma, en var sjónarmunur á þeim, hlaut 3. verðlaun 500 kr. í 350 m. spretti' var fyrstur Grámann Sigurðar Sigurðssonar á 27,6 og hlaut 2400 kr., annar blesi Þor- geirs í Gufunesi á 27,7 og fékk 1200 kr. og þriðji Þröstur Ólafs Þórarinssonar á 28.0 og hlaut 600 kr. í 250 m. folahlaupinu sigraði Sumir grétu Drykkjuskapur meðal ung- linga mun víst hafa verið meiri og almennari yfir hvítasunnuna en oft áður og hefur sennilega dregið úr kirkjusókn að sama skapi, því ekki er hægt að ætl- ast til að blessuð börnin fari timbruð til kirkju. Ég segi blers uð börnin. Ástandið r' þao slæmt. Þeir, sem komust undir mannahendur vegna ölvunar um helgina, munu ekki allir hafa verið komnir langt yfir fermingu, enda var mér sagt, að kjarkur þessara fullu„karla“ hafi ekki verið meiri en það, að þeir fóru að gráta sumir hverj- ir, þegar lögreglan fór með þá heim til pabba og mömmu. Þetta sagði mér maður, sem þekkir vel til í Hafnarfirði — en þar var mikið fjör um helg- ina, eins og kunnugt er. Of miklir peningar Það er vissulega kominn tími til að nema staðar og athuga sinn gang, þegar farig er að taka eina og tvær pottflöskur Stormur Baldurs Bergsteinssonar á 20,9 og nr. 2 og 3 og jafnir voru Pegasus Karls Einarssonar og Grettir Tómasar Guðjónsson- ar á 21,0 og fékk Stormur 1600. og hinir 1200 kr. Á skeiðinu sigraði Hrollur Sigurðar Ólafs- sonar í Laugarnesi á 26.0 og fékk 2. verðlaun, 1500 krónur. Að síðustu kepptu sveitir hestamanna úr Hafnarfirði, Reykjavík og Kjalarnesi í boð- hlaupi og sigruðu Hafnfirðingar. Þá var brugðið á leik og farið i naglaboðreið, blöðruleik, sem er í því fólginn að hestamennirnir sprengja blöðru með nagla í spýtu áður en þeir mega snúa við, og fleira var gert sér til gamans. af genever af 14 og 15 ára strák- lingum, sem í rauninni ættu ekki að fara út eftir kvöldmat. Hvort ’sem mönnum líkar betur eða ver, þá er eitt Ijóst, að þetta unga fólk hefur of mikil aura- ráð. Það flokkast e.t.v. undir fjandskap við verkalýðssamtök in að segja, að unglingarnir geti unnið sér inn of mikla peninga. Þeim er ekki hollt að byrja að velta sér upp úr peningum áður en þeir eru búnir að slíta barns skónum. En þess eru mörg dæmi, að ungt fólk, ekki eldra en 16 ára, vinni fyrir jafnmiklu kaupi og feðurnir. Þetta væri e.t.v. í lagi, ef for- eldrarnir hefðu það góða stjórn á börnum sínum, að þau síðar- nefndu létu foreldrana fá sín laun — en foreldrarnir fylgdust síðan með hvernig fénu væri eytt. Það er of seint að ætla að fara að ala upp börnin, þegar þau eru að byrja að vinna fyrir kaupi. Ef þau hafa alla tíð komizt upp með að fara sín ar götur — þá verður slíkt ekki stöðvað stórátakalaust, þegar komig er fram yfir fermingar- aldur þeirra. lAf neðri syllunni gat Jón rennt sér meðfram klettaveggn- um og komst upp sjálfur. Með aðstoð drengjanna komst hann upp í jeppann og ók honum yfir ófærurnar upp á Þjóðveginn, sem er góður spölur, 1—2 km. Skömmu seinna fór oíll þar um. Fólkið í honum fór eftir hjálp, reyndi fyrst að ná í sjúkra bíl í Hafnarfirði en síðan í Reykjavík og fór hann suður eftir. Á meðan hafði farið þama um langferðabíll og í honum norsk stúdentahljómsveit, sem er hér á ferð. í hópnum voru norsk ir læknar, sem gátu gefið Jóni Vigni kvalastillandi pillur, en hann var illa haldinn. Einnig fylgdu þeir honum í sjúkrabif- reiðinni til Reykjavíkur. Þetta Kenningin um „slæman félagsskap“ Stundum heyrir maður full- orðið fólk líka segja, að í æsku hafi það búið við svo og svo þröng kjör. Það vill gjaman láta börnin eiga áhyggjulausari æskudaga — og heldur að það sé að gera eitthvert góðverk með því að láta börnin hafa fullar hendur fjár: Gefa þeim allt — og leyfa allt, sem beðið er um. — í flestum tilvikum eru foreldrar að leiða ógæfu yfir börn sín meg slíkum upp- eldisháttum, um það eru dæm- in of mörg. Eða hvaða ástæður liggja til þess að börnin byrja að reykja og neyta áfengis? Það er erfitt að gæta feng- ins fjár. Það hefur okkur oft reynzt erfitt. En ekki krefjast heimilsfeður hærra kaups ;— ekki förum við í verkfall til þess að geta veitt börnum ofck- ar þá ánægju að hafa með sér ákavíti eða genever í útilegur um helgar. Svo sannarlega ekki. Skylda sú, sem hvílir á uppal endum, er mikil. Ef fleiri hug- leiddu hvað þeir í raun og veru KARLAKÓRINN Fóstbræður heldur hina árlegu samsöngva sína fyrir styrktarfélaga nú um næstu helgi í Austurbæjarbíói. Hefjast samsöngvarnir n. k. föstudag kl. 7.15 e. h. og verða síðan á laugardag kl. 3.00 e. h. og á sunnudag kl. 7.15 é. h. Að þessu sinni verður flutt söngskrá bæði fyrir karlakór og 60 manna blandaðan kór. Karla- kórinn syngur lög eftir Þérarin Jónsson, Jón Nordal og þjóðlag i úfsetningu söngstjórans, Ragnars Björnssonar. Blandaði kórinn syngur m. a. verk eftir Hans Leo Hassler, Thomas Morley, Antonio Lotti, Orlandi di Lasso og lög eftir tvö lettnesk tónskáld. Stjórnandi Fóstbræðra er Ragnar Björnsson. ætla börnum sínum að verða —- þá er ég viss um ag færri ung- lingar yrðu fluttir drukknir heim til sín. Það hlýtur að vera mikið áfall öllum foreldrum að fá slíka heimsendingu. Og ég er ekki viss um áð r'étt sé að afgreiða málið á þann einfalda hátt, að vesalings börnin hafi lent í slæmum félagsskap. Það eru uppalendurnir sjálfir, sem skapa hinn slæma félagssikap. Það er fullorðna fólkið sjálft. sem leggur grundvöllinn. Myrkraverk Og úr því að ég er búinn að eyða svona miklu púðri á vínig '— þá má ég til með að láta fljóta hér með einá kvört- un, sem mér barst í morgun — á gangi niður Bankastræti. Kunningi minn hitti mig þar og krossbölvaði þessum nýju reglum um lokunartíma sölu- búða. — Maður getur hringt og fengið brennivín á hvaða tíma sólarhrings sem er, sagði hann. En kaffipakka — Guð minn góður. Nei, kaffi er ekki hægt að fá nema á sérstökum tim- um. Ég varð kaffilaus yfir helg ina. Fór á fjóra staði og reyndi að svindla það út — og loks á fimmta staðnum hitti ég kaup mann, kunningja minn, sem gerði þetta fyrir mig. En hann var svo flóttalegur og var um sig meðan hann laumaði að mér kaffipakkanum, að það var engu líkara en hann væri að selja mér eiturlyf. BOSCH loftnp.tsslenqurnar fáanlegar aftur í miklu úrvali. Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.