Morgunblaðið - 20.05.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.05.1964, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 20. maí 1964 MORGUNBLABIÐ 17 Samtal við dr. Herinanii Einarsson Miklir öröugleikar í fiskiðnaði Pem-manna 31 verksmiðju lokað fyrir skömmu 3 millj. fugla drápust úr hungri DR. HERMANN Einarsson er nýkominn heim frá Perú, þar sem hann hefur dvalizt sl. fjögur ár, ásamt konu sinni frú Öldu Snæ- hólm, en dr. Hermann hef- ur unnið við fiskirannsókn- ir þar í landi á vegum FAO, matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Hann hefur veitt for- stöðu einni af fjórum aðal- deildum hafrannsóknar- stofnunarinnar í Perú, þ.e. lífræðadeildinni, þar sem starfað hafa 35 manns. Þau hjón hafa búið í Lima, en aðalrannsóknar- stöðin er í Callao, sem er hafnarborg Lima. Þegar Morgunblaðið spurði dr. Hermann hvern- ig þeim hefði líkað að búa í Perú svaraði hann, að fólk- ið væri gott en loftslag væri þar rakasamt og erfitt, það gerði menn dasaða og á illa við okkur, eins og hann komst að orði. í upphafi samtalsins innti fréttamaður blaðsins dr. Her- mann eftir fiskimjölsfram- leiðslu Perúmanna, enda það mál sem mestur áhugi er á hérlendis vegna blaðaskrifa sem um það varð fyrir 2—3 árum, þegar Perúmönnum var kennt um lækkað heimsmark- aðsverð á fiskimjöli, sem sagt var að kæmi niður á íslenzkri framleiðslu. Dr. Hermann svaraði: „Segja má að Perúmenn framleiði nú meira af fiski- mjöli en nokkur önnur þjóð í veröldinni. Öll byggist þessi veiði á einni lítilli fisktegund sem heitir ansjósa (ancho- veta á spænsku). Sk ár veiddu Perúanar 6 millj. 423 þúsund tonn af fiski þessum og fram- leiddu 1 ínillj. 159 þús. tonn af fiskimjöli. Þessar veiðar hafa raunar vaxið gífurlega á fáum árum“, hélt dr. Hermann áfram, „eins og sjá má af því, að 1958 veiddu Perúmenn aðeins 737 þús. tonn af ansjósu. Aukning- in hefur verið milli 30 og 60% á ári, en svo skipti alveg um 1963, þá varð aukningin að- eins 2,3%“. „Og hver var ástæðan?" „Það hefur verið okkar aðal vandamál að skýra, hvers vegna veiðin minnkaði svo mjög á sl. ári, því á því hafa allir áhugá í Perú, þar sem afialeysið hefur haft í för með sér stórkostlega örðugleika í Dr. Hermann Einarsson fiskiðnaði Perúana. Sem dæmi um það má geta þess að í vik- unni áður en ég fór heim, þ.e. a.s. síðustu vikunni í apríl sl., var lokað 31 verksmiðju af fjárhagsörðugleikum. Ástandið byrjaði að versna í júní og júlí 1963. Þá urðum við varir við að fuglamergðin sem lifir á eyjunum undan strönd Perú, þ.e. hinir frægu gúanófuglar, t.d. skarfar og pelíkanar, fóru að ókyrrast og yfirgáfu flestallar eyjarnar við norðanverða strönd Perú, flugu suður á bóginn og alla leið til Chilestrandar. En sam- tímis þessu breyttu þeir einnig um háttalag. Til dæmis komu pelíkanarnir inn á götur borg- anna, og leituðu að mat í ösku tunnum. Við gerðum nákvæma athugun á þessu frá upphafi og kom í ljós við talningu að 3 millj. fugla drápust þessa tvo mánuði og virtist ástæðan vera matarskortur. Þessir fuglar lifa svo til ein- göngu á ansjósu". „Þér hafið stjórnað hafrann- sóknaleiðangrum vegna afla- brestsins?“ „Ég’hef stjórnað fjórum haf rannsóknarleiðöngrum í Perú undanfarið, í ágúst sl., októ- ber, desember og febrúar. Meginniðurstöður af þessum athugunum urðu þær, að gróðurskilyrði í hafinu voru einstaklega óhagkvæm. Þann- ig er málum háttað á þessum slóðum að allt byggist á upp- streymi djúplagssjávarins til yfirborðsins. Þessi sjór er mjög nærefnarikur og kemur upp á yfirborðið á 20—30 mílna breiðu svæði nálægt ströndinni. Nú brá svo við í júlí til ágúst, sem eru vetrarmánuðir þar suður frá, að þetta upp- streymi hætti næstum því alveg og yfir svæðið lagðist næringarefnasnauður úthafs- sjór, sem ekki inniheldur þau gróðurskilyrði sem plöntu- svifið þarfnast. Nú er það sérkennilegt fyrir ansjósuna, að hún lifir beint á plöntusvifi sjávarins, þ.e. smásæjum þör ungum. Breýting'á ytri ékil- yrðum hefur því umsvifalaust áhrif á hegðun og velgengni þessa fisks. Fiskurinn leitaði undir út- hafssjóinn, sem lá í 40 metra þykku lági við yfirborðið og þar af leiðandi náði hvorki fugl né fiskimaður til hans. Við höfum ekki getað með fullri vissu ákveðið, hve mik- ið af eldri hluta stofnsins hef- ur goldið afhroð vegna þess- ara óhagstæðu skilyrða. n svo mikið er víst, að næstliðna „Bolichera“ en svo kallast ansjósubálarnir. — Þeir eru allir frambyggðir og er stjórnpallur opinn, því að á þessum slóð- um rignir aldrei. reyna að nota skilvindurnar til að vinna olíuna, en vinnsla fer fram með nákvæmlega sömu tækjum og notuð eru í síldarverksmiðjum hér“. Við spurðum dr. Hermann um hvaða efnahagsleg áhrif bkarxurinn er aóal ,.gua «»' ’-Xugnnn. Cngarnir eru i hreior- uuunt hjá foreldruuum. Hluti hafnarinnar í Chimbote hafnarborg Lima eru megin mánuði hefur sáralítið borið á eldri árgöngum ansjósunnar 1 veiðunum. Hinsvegar leiddu rannsóknir, sem við gerðum í ágústmánuði sl. í ljós, að hrygningin var nokkurn veg- inn eðlileg að magni til, ef borið var saman við fyrri ár. Það kom svo í ljós í októ- ber og nóvember sl., að gríðar legt magn af ungviði flykktist að ströndinni. Upp úr því hafa veiðarnar byggzt að verulegu leyti á þessum ungfiski, sem er aðeins 8-10 cm. langur, en full vaxin er ansjósan 13---16 cm. að lengd. Þetta hafði þrenns- konar afleiðingar fyrir iðnað- inn. í fyrrta lagi ánetjaðist mik- ið af þessum smáfiski og gerði það veiðina sjálfa miklu fyrir- hafnarmeiri. I öðru lagi voru miklir erfið leikar á því að vinna fiskinn í verksmiðiunum. Og í þriðja lági bættist við, að allur þessi fiskur var svo fitulítill að margir hættu að í N-Perú. Chimbote og Callao, löndunarstaðir í Perú. þessir erfiðleikar hefðu haft í Perú. Hann svaraði: „Fyrstu mánuði þessa árs var veiðimagnið sjálft gríðar- lega mikið, um ein milljón tonna á mánuði en þessi feng ur nýttist mjög illa, minna mjöl og næstum ekkert lýsi. Aftur á móti hefur veiðifloti Perúana stækkað mjög sl. ár og eru nú um það bil 1400 skip að veiðum. Kostnaður- inn við að ná aflanum hefur því farið vaxandi, en nýting aflans varð samtímis miklu minni. Af þessu hefur auðvitað leitt, að ágóðinn af rekstnn- um hefur farið síminnkandi á sl. ári og fyrstu mánuði þessa árs. Þessi fiskiðnaður Perú- manna hefur verið rekinn með bankalánum, vextir háir og lánsfjárskortur fór mjög vaxandi þar til bankarnir stöðvuðu alla lánastarfsemi til sjávarútvegsins fyrir ekki alllöngu. Ennfremur má geta þess að talsverðir skattar og skyldur fylgja þessum iðnaði og laun hafa farið hækkandi, þannig að í algert óefni var komið fyrir útgerðarmönnum, jafnvel þeim sem voru tald- ir sterkir fyrir tveimur ár- um“. „En teljið þér að þessir erf- iðleikar séu stundarfyrir- brigði?“ „Já, það tel ég. Og ég ótt- ast ekki, að afleiðinga afla- leysisins eigi eftir að gæta langt fram í tímann.. Kíkið verður að styrkja þennan iðn- að vegna þess hve mikilvæg- ur hann er fyrir þjóðarbú- skapinn. Hann færir í þjóðar- búið % hluta alls erlends gjaideyris Perúmanna, eða 130 milljónir dollara og fólk- ið við sjávarsíðuna byggir beint eða óbeint afkomu sína á þessum atvinnuvegi. Til dæmis eru heilar borgir eins og Chimbote, algjörlega háð- ar þessum atvinnuvegi. Þessi 20 þúsund manna bær hefur verið byggður frá grunni á árunum frá því veiðarnar hóf ust 1958“. „Teljið þér að ofveiði drepi fuglinn?" „Nei, við gátum ekki séð að veiðin sjálf hefði skaðað stofninn verulega heldur ein- ungis ytri ástæður, þ.e. verri lífsskilyrði hafa valdið þess- ari röskun á sl. ári, eins og ég gat um. En búast má við, að þegar nýi árgangurinn er fullvaxinn í ágúst, eða sept- ember í haust, verði ástandið aftur eðlilegt nema áfram- haldandi breyting verði á lífs- skilyrðum í hafinu“. „Er kreppa í Perú sem stendur?" „Já, það er mikil fjárhags- kreppa í sjávariðnaðinum, sem stendur“. „Hefur þessi kreppa áhrif á verðlagið á okkar fiski- mjöli. Megum við búast við hækkuðu heimsmarkaðs- verði?“ „Ég held ekki. Markaðs- verð hefur verið talsvert stöð- Framhald á bls. Zl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.