Morgunblaðið - 27.05.1964, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLADID
Miðvikudagur 27. amí 1964 .
Listverkasafn Hall-
steins Sveinssonar
FYRIR nokkrum árum skrifaði
Matthías Jöhannessen stutt við-
tal við mig í Morgunblaðið. Ein-
hvern veginn æxlaðist það þann-
ig til ,að við skruppum í stutta
heimsókn í skúrinn hans Hall-
steins Sveinssonar fyrir innan
bæ. Matthíasi þótti það dálítið
furðulegur heimur, sem blasti
þar við honum. Timbur qg tré-
vélar, og hvar sem maður leit,
voru allskonar ,listaverk eftir
fjölda listamanna. Allir veggir
hlaðnir, að baki sögunarvél, heill
búnki málverka, á nótnasetunni
á harmoníinu teikning ásamt
sálmasöngbókinni, og svo mætti
lengi telja. Þegar viðtalið kom
í blaðinu, endaði það eitthvað á
þessa leið: „Ætli hann Hallsteinn
sé ekkí ríkur maður?“
Nú er spurningunni svarað
með þessari sýningu, sem hald-
in er í Ásmundarsal við Freyju-
götu. Þar eru hvorki meira né
minna en milli 60 og 70 lista-
verk, sem tilheyra því merkilega
einkasafni, sem þessi heilsulausi
og fátæki smiður hefur önglað
saman á seinustu tuttugu árum
eða því sem næst. Og ekki nóg
með það, húsrúm leyfði ekki
meiri fjölda, en fleiri listaverk
eru í eigu Hallsteins, eftir því
sem ég bezt veit. Hallsteinn
Sveinsson hefur ánægju af list,
og hann er glúrinn karl. Hann
er einn þeirra, sem þora að um-
gangast listaverk eins og sjálf-
sagðan hlut án fordóma eða yfir-
borðsmennsku. Fyrir honum er
listaverk ekki metið til fjár,
heldur til yndis, og það er
honum eins eðlilegt að hafa lista-
verk í lífi sínu og fyrir aðra
mann að neyta tóbaks og fæðu.
Hann Vill heldur listaverk að
launum fyrir vinnu sína en ónýta
peninga, eins og hann sjálfur
segir. Honum hefur staðið á
sama um nauðið í nágrönnum og
kunningjum, að þetta væri ein-
ber vitleysa, sem hann væri að
sanka að sér. Hann hefur saigt
við listamennina: Þarfnastu ekki
einhvers núna, þarna er mál-
verk, sem mig langar til að
eiga. Og það hefur jafnan farið
svo, að málverkið lenti 'hjá Hall-
steini. Það er dálítið það sama
hjá Hallsteini með listaverkin
og hjá öðrum góðum íslending-
um með bókina, hún kemst í
þeirra eigu, þrátt fyrir lítil efni
á stundu-m. Væri vel að fleiri
væru af sama sauðahúsi og þessi
furðulegi Dalamaður. Þetta er
menning í orðsins fy'llstu merk-
ingu.
Já, hann er glúrinn karl, hann
Hallsteinn. Entgan listamann
veit ég, sem farið hefur með
skarðan hlut frá borði í við-
skiptum við Hallstein Sveinsson.
Það er öðru nær. Þegar maður
rennir au-gum yfir þetta einka-
safn Hallsteins Sveinssonar,
verður maður ekki lítið hissa á
því, hvernig honum hefur tekizt
að ná saman svo margslungnu
safni. Höfundar þessara verka
eru mjö-g ólíkir listamenn, og
tala þeirra er eitthvað á þriðja
tug. Þarna eru málverk, högg-
myndir, teikningar, mósaík,
vatnsditamyndir og keramík.
Það er mikil fj ölbreytni í þess-
ari sýninigu, og hún er'sannar-
lega skemmtileg. Þarna sér mað
ur allt í einu hluti, sem maður
man eftir frá sýningum hér á ár-
unum, og ek)ki er síður skemmti-
legt að athuga, hverni-g Hall-
steinn hefur byggt safn sitt upp
á breiðum grundvelli. Þar eru
að vísu ekki margar landlags-
myndir, það er fyrst og fremst
ynigri listamenn okkar, sem
Hallsteinn hefur s.afnað verk-
um eftir. Það eru mör-g einka-
söfn hér á landi, en ég held,
að þetta safn hafi sérstöðu, ein-
mitt fyrir þetta, og verðmæti
safnsins minkar ekki fyrir það.
Hlal'lsteinn er einn þeirra ör-
fáu manna, sem haft hafa hug-
rekki til að viðurkenna nýlist-
ina allt frá byrjun, og nú getur
hver og einn séð, að hann hefur
ekki haft bágt fyrir. Þetta safn
Hallsteins Sveinssonar gefur svo
góða mynd af nútíma list á Is-
landi seinustu tuttugu ár, að ég
veit ekki um annað einkasafn
betra. Eitt safn þekki ég þó,
sem ef til vill er betra að gæð-
um, en hef-ur ekki söm'u breidd
og safn Hallsteins.
Það er stórmerkiiegt að sjá
þessa sýningu í Ásmundarsal við
Freyjugötu. Myndlistarskólinn
'hefur haft forgöngu um að sýna
safn Hallsteins. Hafi þeir allir
þakkir fyrir, sem unnið hafa að
þessari sýningu. Hér hefur verið
unnið þarft starf, og vonandi
kann almenningur að meta þessa
sýningu. Áður en éig lýk þessu
skrifi, langar mig að færa Hal'l-
steini Sveinssyni eina fátæklega
setningu að launum fyrir það
verk, sem hann hefur unnið með
að koma þessu safni saman. „Það
eru ekki margir hortittirnir í
ssfni þínu, Hallsteinn, og það
er mesta hólið, sem hægt er að
segja um safnið og þig sjálfan."
Já hann er glúrinn karl, hann
Hallsteinn Sveinsson.
Valtýr Pétursson.
Gamla apótekið rifið í gær.
Gantla apóiekið við
Austurvöll rilið
NÚ er verið að rífa gamia
apótekið við AustprvóU, þar
sem Rauði krossinn hefur
verið til húsa að undanförnu.
Lárus Sigurbjörnsson,
skjalavörður Reykjavíkur-
borgar, tjáði Morgunblaðinu
í gaer, að þótt húsið vaeri nú
tekið niður, væri ætiunin að
endurreisa það inni i Árbæ,
þ.e.a.s. elzta hiuta hussins,
sem þá yrði notaður sem sýa
ingarskáli.
Eizti hluti hússius var reist
ur árið 1834, þegar Oddur
Thorarensen, lyfsali, flutti
og hingað inn í Reykjavik. —
apótekið frá Nesi við Sgltjörn
(Ljósm. MbL: Sv. Þ., 3
Var apótekið þar alit til þess,
að Þorsteinn Schevmg Thor-
steinsson, lyfsaíi, keypti
Nathan & Olseus-húsið
(Reykjavíkurapótek) og
flutti lyfjabúðina þangað. —
Viðbótarbyggingin var reist
um 1880. Innréttingu gan:Ja
hússins hefur verið gersam-
lega umturnað' á öllum þess-
um tima, og eru uu aðeins út
veggir og þak eftir af hinu
upphaflega húsi.
lIÍIIIIIIIIIIIItllll«lllllll!IIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIItlllllllllllllimilHllillllllllllllim<IIIIHNIII»tlllllllil<IIHIIIIi<li01IIIIil>'.liliilllllimiMi>|t(llillllllllllllllillllll|l|l|l|||i:i|tl|||||4||||!lIj
9 skemmfHerba-
skip koma í sumar
í SUMAR verða skemmtiferða-
skipakomur meö mesla móti, vit-
að er um komu 9 stórskipa. Þau
koma öli til Reykjavíkur en eitt
þeirra, Acropolis.fer einnig eina
ferð til Akureyrar. Farið verður
með farþegana venjulegar ferð
ir til Þingvalla, Hveragerðis og
til Gullfoss og Geysis og þeir
skoða sig um í Reykjavík.
Skipin sem koma eru Caro-
nia, Argentina, Gripsholm, sem
koma hér á hverju ári, banda-
ríska skipið Brazil, sem kemux
tvisvar, gríska skipið Acropolis,
sem kemur tvisvar, þýzka skip-
ið Hanseatic, sem kemur í fyrsta
skipti og auk þess kemur í fyrsta
skipti brezkt skip með unglinga
sem eru þar á einhvers konar
námskeiði. Bremen, sem hefur
komið undanfarin ár, kemur
ekki í ár. Þeir vildu koma sama
dag og Acropolis, en þá var ekki
hægt að taka á móti þeim, og um
annan dag var ekki að ræða fyr-
ir skipið.
Skipið mun sigla fram hjá
Surstey, svo skemmtiferðafólkið
geti séð þessa nýju eyju, og skip
afélag Acropolis hefur notað það
í auglýsingum sínum, því búast
má við að ferðamenn hafi mik-
inn áhuga á eyjunni ekki sízt
ef enn gýs.
* „DREPUM DÓMARANN"
YFIRLEITT teljum við allt
hér á niðurleið og má til sanns
vegar færa, að ástandið fer
ekki batnandi á öllum sviðum.
En sem betur fer er okkur
óskiljanlegt hvernig 350 manns
geta troðizt undir á einum
knattspyrnuleik, eins og gerðist
í Perú um helgina. Þetta er eitt
af því, sem varla gerist á
íslandi, þótt knattspyrnuáhug-
inn sé hér æði mikill — og
áhorfendur á vellinum séu oft
yfr 350 í senn.
Þá sjaidan ég fer á völlinn
ber mest á hrópum þeirra, sem
selja pylsur og íspinna — og
stundum hef ég á tilfinning-
unni, að fólkið sé þarna saman
komið til þess að borða íspinna
og horfa á knattspyrnu í leið-
inni, en ekki öfugt. í S-Amer-
íku selja þeir sjálfsagt íspinna
og pylsur á knattspyrnuleikj-
um, en mér er saigt, að þar
heýrist hæst í þeim, sem öskra:
Drepum dómarann! — Drepum
dómarann!
Og stundum drepa þeir dóm-
arann og fá nýjan, ef þeir ótt-
ast að heimamenn tapi leikn-
um. Ef sá háttur væri hafður
á hér á íslandi að senda dóm-
arann úr þessum heimi í hvert
sinn og íslenzkt lið tapaði fyrir
erlendu, þá værum við senni-
lega búnir að eyða allri knatt
spyrnudómarastéttinni í Evr-
ópu.
* AÐ FENGINNI REYNSLU
Þegar ég rak augun í frétt-
ina um sækindina á Akureyrar-
polli í blaðinu í gær, leit ég á
dagatalið til að fullvissa mig
um að það væri ekki 1. april.
Maður er orðinn svo vanur
þessum draugaganigi í blöðun-
um 1. april, að svo virðist
sem draugar og skrímsli sjáist
varla lengur á Islandi á öðrum
ársrtímum. Þó eru nokkrar heið
arlegar undantekningar frá
þessu — og er þá sikemmst að
minnast draugsins að Saurum.
Mér finnst full ástæða til að
gera út leiðangra héðan að
sunnan til þess að rannsaka
þessa sækind þeirra á Akur-
eyri. Hvort í nefndinni ættu að
vera klerkar, miðlar, eða aðrir
slíkir — er ég ekki dómbær um.
En rannsóknarnefnd verður að
senda norður í snatri. Ættu
nefndarmenn að hafast við i
trillu á miðjum Akureyrarpolli
í nokkrar nætur til þess að
vita hvort þeir yrðu ekki
skrímslisins varir — og gjarnan
mættu þeir hafa með sér blaða-
mann og teiknara frá Vikunni,
þó ekki væri nema til þess að
ausa trilluna. í förinni yrðu
einnig að vera með túlkar og
löggiltir skjalaþýðendur, a.m.k.
í ensku og dönsku, því ógern-
ingur er að segja fyrir um
hvaða mál skepan kann að tala.
Reynzla okkar í Sauramálinu
ætti að koma að góðum notum
einmitt nú.
* EILÍFT LÍF
Strætisvagnar Reykjavíkur
hafa ekki grætt á hinum aukná
bílainnflutninigi nema síður sé.
Mér er sagt að dregið hafi úr
bílainnflutninvl hjá fyrirtæk-
inu, en sel það ekki dýrar en ég
keypti. En nú hafa Strætis-
vagnarnir orðið fyrir nýju
áfalli, sem er dr. White og
hans kenningar. Menn eru
farnir að hlaupa úr og í Vinnu
í stórhópum til þess að halda
Beilsu og lengja líf sitt. Er nú
af sem áður var, er ökumenn
aumkuðu hina fótgangandi. Nú
hefur dæmið snúizt við. Þeir,
sem þramma í vinnuna standa
með pálmann í höndunum —
og þeir, sem ganga líka úr og i
mat, halda jafnvel, áð þeir hafi
þar með öðlazt eilíft líf. Er því
Ijóst að hagsmunir S.V.R. og
fjöldans fara ekki alltaf saman,
★ STÓRKOSTLEGT
Og loks er hér ein saga að
austan. Ulbricht kannaði fylk-
ingu yngstu sveitar æskulýðs-
fylkingafinnar — nam staðar
og ávarpiaði einn piltanna:
— Hver er faðir þinn, ungi
maður?
— Félaigi Ulbricht.
— Stórkostlegt! Og hver er
móðir þín?
.—Flokkurinn.
— Alveg stórkostlegt! Og
hvað viltu verða, þegar þú ert
orðinn stór?
— Munaðarleysjngi!
BOSCH
loftncts stengurnar
fóanlegar aftur í miklu úrvali.
Bræðurnir Ormsson hf.
Vesturgötu 3.